Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980 'r* • Hansi Muller, einn skæðasti sóknarmaður þýska liðsins, hann leikur með VFB Stuttgart i þýsku deildinni. Grikkir áttu enga möguleika - Tékkar unnu átakalítið 3-1 TÉKKAR. núverandi Evrópu- meistarar. áttu ekki í erfiðleik- um með að leKKja Grikki að velli í A-riðii Evrópukeppni landsliða i knattspyrnu um helKÍna. Loka- tölur leiksins voru 3—1, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 2—1. Fyrri hálfleikur var fjörugur og oft á tíðum vel leikinn. Anatoli Panenka kom Tékkum á bragðið þegar á 5. mínútu. Skoraði hann þá beint úr aukaspyrnu af 20 metra færi. Nokkru síðar átti Zednek Nehoda þrumuskot í stöng gríska marksins. Grikkir jöfnuðu óvænt nokkuð á 13. mínútu. Þá einlék Thomas Mavros upp að endamörkum og sendi knöttinn laglega á kollinn á Anastopoulus, sem skoraði gott mark. En Tékkar voru mun sterkari aðilinn og það kom ekki á óvart er liðið náði forystu. Þar var að verki Ladislav Vizek með skoti af 8 metra færi, eftir að Nehoda hafði splundrað vörn Grikkja. Á 62. mínútu skoraði Nehoda sjálfur af stuttu færi og gerði út um leikinn. Hann meiddi sig illa í leiðinni og varð að hverfa af leikvelli. Mark Nehoda var eini ljósi punkturinn í síðari hálfleik, sem var leikinn á gönguhraða og bauð upp á lítil tilþrif. Liðin: Tékkóslóvakía: Stanislav Sem- an, Jozef Barmos, Ladislav Jurk- emic, Anton Ondrus, Kaloman Goegh, Jan Kozac, Antonin Pan- enka, Marian Masny, Zednek Ne- hoda, Ladiskav Vizec, Jan Berger. Varamenn: Verner Licka og Miro- slav Gadjusek. Grikkland: Konstantinou, Kir- astas, Iosifidis, Kapsis, Piros, Liv- athinos, Terzanis, Kouis, Anastap- oulos, Kostikos, Mavros. Vara- menn: Haralambos, Galakos. Spanverjar lögðu Rússa! RÚMENAR sigruðu í geysi- sterkri 5 landa keppni sem fram hefur farið á Spáni síðustu dægr- in. Rúmenar skildu jafnir, 20— 20 við Júgóslava i siðasta leik sínum og var það eini tapleikur liðsins. Annars voru það heima- menn sem stálu senunni í síðustu umferðinni, en Spánverjar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Sovétmenn að velli, lokatölur urðu 15—13. Sem fyrr segir sigruðu Rúmen- ar í keppninni, þeir hlutu 7 stig af 8 mögulegum. í öðru sæti urðu Júgóslavar með 5 stig. Spánverj- ar fengu 4 stig og Rússar og Svisslendingar 2 stig hvor þjóð. Þrenna Klaus Allofs sökkti Hollendingum VESTUR-Þjóðverjar sýndu snilldartilþrif er þeir sigruðu Holland 3—2 i lokakeppni Evrópukeppni landsliða i knattspyrnu um helgina. Klaus Allofs, miðherji Fortuna Dusseld- orf, var stjarna dagsins, hann skoraði öll mörk þýska liðsins. En þrátt fyrir stórleik Allofs, var það hin geysisterka liðsheild Þjóðverja sem var að baki sigrin- um. Uollendingar náðu sér ekki á strik fyrr en á siðustu 15. minút- unum, en þá var allt um seinan. „Þeir áttu sigurinn skilið, þeir léku miklu betur en við“ sagði Jan Zwartkruis einvaldur hol- lenska liðsins. Með sigri sínum hafa Þjóðverjar svo gott sem tryggt sér sæti í úrslitaleiknum, þeim nægir annað stigið gegn Grikkjum í kvöld til þess að gulltryggja það. í 70 mínútur var hollenska liðið ger- samlega yfirspilað. Þó að Allofs hafi stolið senunni vegna marka sinna, var Bernd Schuster enn betri. Hann var maðurinn að baki allra markanna. Hann lagði upp fyrsta markið strax á 9. mínútu, en áður hafði Horst Hrubesch tvívegis verði nærri því að skora. Bermd Dietz lék upp völlinn og sendi síðan knöttinn til Schuster. Schuster snéri laglega af sér varnarmann og skaut þrumuskoti í stöng og út til Allofs sem potaði knettinum yfir marklínuna. Markið kom mjög á Hollend- Jupp Derwall þjálfari V-Þýska landsliðsins i knattspyrnu. Liðið hefur leikið 16 ieiki undir hans stjórn án þess að tapa. ingana og skömmu síðar varði hoilenski markvörðurinn snilldar- lega frá Horst Hrubesch. Annað markið var sannkallað þrumu- mark. Schuster óð þá 30 metra sprett með knöttinn áður en hann sendi hann til Hans Muller, sem lagði hann út aftur til Klaus Allofs. Allofs kom á fleygiferð og spyrnti viðstöðulaust þrumuskoti frá vítateigslínunni og knötturinn reif næstum gat á netamöskvann. Aðeins 7 mínútum síðar gerðu Þjóðverjarnir út um leikinn, Schuster komst þá einn inn fyrir vörn Hollendinga, renndi síðan knettinum til Allofs sem þurfti ekki annað en að ýta knettinum yfir marklínuna. Var um þetta leyti lítið lífsmark með Hollendingum, en úr þessu fóru Þjóðverjarnir að taka lífinu með ró. Það varð til þess að þeir sofnuðu á verðinum á 79. mínútu. Bakvörðurinn Huub Wijnstekers brunaði þá inn í vítateig Þjóð- verja, en var felldur af varamann- inum Lothar Matthaus. John Rep skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni sem hinn franski dómari dæmdi réttilega. Hollendingar tóku nú á honum stóra sínum og skoruðu aftur 6 mínútum síðar. Var þar á ferðinni Willy Van Der Kerkhof með þrumuskoti af 30 metra færi. En tíminn var of naumur og Hollendingar fengu ekki tækifæri til þess að jafna leikinn. Liðin: Vestur Þýskaland: Schumacher, Briegel, Förster, Dietz, Schuster, Rumenigge, Hrubesch, Muller, Stielike, Kaltz. Varamenn: Magah og Matthaus. Holland: Schrievers, Wijnstek- ers, Van De Korput, Krol, Hov- enkamp, Haan, Stevens, Willy Van Der Kerkhof, Rep, Kist, Rene Van Der Kerkhof. Varamaður: Naninga. ítalir höfðu betur • Allt bendir nú til að lið V-Þjóðverja og ítala leiki til úrslita um Evrópubikarinn sem sést á myndinni. BELGAR hafa komið mjög á óvart í Evrópukeppni landsliða i knattspyrnu og liðið bætti rós í hnappagatið með þvi að sigra Spánverja örugglega. Lokatölur urðu 2—1 fyrir Belga, en sú tala endurspegiar ekki yfirburðina sem liðið hafði. Staðan í hálfleik var 1 — 1. Belgar byrjuðu leikinn með háv- aða og látum og áttu mörg góð marktækifæri á fyrstu 30 mínút- um leiksins. Spánverjarnir kom- ust hins vegar ekkert áleiðis gegn belgísku vörninni, sem óspart beitti rangstöðugildrunni. Belgar skoruðu fyrra mark sitt á 16. mínútu, bakvörðurinn Eric Gerets hljóp þá upp í sóknina, fékk góða sendingu frá Francois Van Der Elst og skoraði með góðu skoti af frekar stuttu færi. Gamli tengilið- urinn Wilfrid Van Moer og félagi hans Jan Ceulemans réðu lögum og lof ím á miðjunni og virtist allt stefna í stórsigur. En Spánverjarnir jöfnuðu mjög óvænt á 35. mínútu, Quini skallaði þá í netið úr mjög erfiðu færi, eftir aukaspyrnu Juanito. Dofnaði TUGÞÚSUNDIR dönsuðu á göt- um allra helstu borga Ítalíu á sunnudaginn, eftir að Ítalía hafði lagt England að velli í Evrópu- keppni landsliða i knattspyrnu. Leikurinn, sem fram fór í Torino, endaði 1—0 og skoraði varnar- maðurinn Marco Tardelli sigur- markið á 79. minútu leiksins. ítalir, sem hafa tapað aðeins einu sinni á heimavelli i rúmlega 10 ár, voru eftir atvikum vel að sigrinum komnir. Leikurinn var í járnum og örsjaldan gáfust möguleikar á því að skora mörk. Liðin þreifuðu fyrir sér, greinilega þrúguð tauga- spennu. Italir sóttu þó heldur meira. Fyrsta marktækifærið mjög yfir Belgum um stund eftir mark Spánverja, en smám saman náðu þeir öllum völdum á vellin- um á nýjan leik. Spánverjar fóru reyndar illa með tvö úrvalsfæri á fyrstu mínútum síðari hálfleiks, en gott mark Julien Cools innsigl- aði sigurinn áður en yfir lauk. Liðin: Spánn: Arconada, Tendillo, Migueli, Ramon, Goirdillo, Zam- ora, Saura, Asensi, Satrustegui, Quini og Juanito. Belgía: Pfaff, Gerets, Mille- camps, Meuuws, Renquin, Cool, Van Der Eycken, Van Moer, Van Der Elst, Van Der Bergh, Ceule- mans. Varamenn: Mommens og Verheren. skaut þó upp kollinum strax á fystu mínútu leiksins, Gabriel Oriali sendi þá vel fyrir enska markið og Roberto Bettega skall- aði naumlega fram hjá markinu. Það var mikil harka strax í upphafi leiksins og þeir Romeo Benetti og Marco Tardelli, sem elti Kevin Keegan eins og skuggi, voru báðir bókaðir fyrir gróf brot. Ray Wilkins fékk það hlutverk að vera kjölfestan á miðvallarspili Eng- lendinga og stóð sig vel í því hlutverki, en vörn Itala var geysi- lega sterk og gaf ekki á sér færi. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks opnaðist hins vegar enska vörnin mjög skyndilega og Roberto Bett- ega slapp einn inn fyrir vörnina. Peter Shilton varði hins vegar snilldarlega með djörfu úthlaupi. Á fyrstu mínútu síðari hálfleiks varð Shilton enn að taka á honum stóra sínum til þess að verja gott skot Grancesco Grazianni. Englendingar léttu af sér farg- inu augnablik og komst Ray Kennedy þá mjög nærri því að skora, spyrnti þá föstu skoti í þverslá eftir fyrirgjöf frá Dave Watson. Italir voru ekki lengi að svara, Antognioni sendi þá snilld- arsendingu til Gaetano Scirea, en enn varði Shilton af snilld. Tveimur mínútum áður en að Italir skoruðu sigurmarkið, mun- aði mjóu að Englendingar yrðu fyrri til, Keegan og Kennedy léku þá laglega í gegn, en skot Keegans fór utan á stöngina ojg síðan fram hjá. Síðan skoruðu Italir, Grazi- anni braust þá upp völlinn og sendi vel fyrir markið þar sem Tardelli var fyrir og skallaði laglega í netið. Drógu Italir alla í vörn síðustu mínúturnar og áttu ekki í vandræðum með að halda fengnum hlut. Liðin: Ítalía: Zoff, Genile, Orieli, Ben- etti, Collovatti, Scirea, Causio, Tardelli, Grazianni, Antognioni og Bettega. Varamaður: Beresi. England: Shilton, Neal, Sanson, Thompson, Watson, Wilkins, Coppell, Keegan, Kennedy, Birtles, Woodcock. Varamaður: Mariner. Belgar koma á óvart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.