Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980 27 „Ég fæ vítamín- sprautur sem gefa „kick““ Cobrabíl sem ég reyndar á ennþá, en hann er falur núna. Menn veifa að vísu bara eyrunum þegar þeir heyra verðið sem ég vil fá fyrir hann. Gn að öllu gamni slepptu þá held ég að biladella sé vitlaus- asta hobbi sem hægt er að hugsa sér. Ég var 17 ára þegar ég keypti bílinn og nú er ég 24 ára. Alveg síðan ég keypti hann og þangað til fyrir ári síðan var ég alltaf blankur, bara vegna bílsins. Mað- $| gs| m m ingar eftir að einhver hefur náð góðum árangri, andlit sem aldrei sjást annars. Að vísu verður alltaf einhver prósenta eftir en það er ekki stórt hlutfall. Megin ástæðan fyrir því að þeir hætta aftur er að þeir halda að hlegið verði að þeim. En engir skilja það betur en við sem gengið höfum í gegnum það að verða góðir, hve erfitt þetta er. Þær þyngdir sem ég var að lyfta er ég byrjaði í þessu eru vissulega hlægilegar fyrir mig í dag en engu að síður er ekki hlegið að mönnum heldur er þeim leiðbeint. Heldurðu að þú setjir einhvern tima heimsmet? „Ég hef oft verið spurður að þessu. Heimsmetið í réttstöðu- lyftu í mínum flokki er 366 kg og ég rétt klikkaði á 350 kg um daginn, þannig að maður veit aldrei neitt hvað skeður. Ég lofa því engu, það borgar sig ekki. Að lokum Arthur, ertu sá sterkasti á íslandi i dag? ur getur komið sér upp topp kvartmílubíl og unnið allar kvart- mílur á landinu, en samt ekki einu sinni haft upp í ferðakostnað á keppnirnar. Ég er einnig með algjöra dellu fyrir stangaveiði og skytteríi. Þó að hvort tveggja séu mjög góðar aðferðir til að slappa af og losna undan hinu daglega amstri þá fer allt of mikill pening- ur í það líka.“ Almenningur Þegar einhver af okkur vinnur gott afrek þá fylgist fólk alltaf betur með okkur. Þá kemur einnig hrina af nýjum andlitum á æf- „í lyftingum tala tölurnar sínu máli. Sá sterkasti vinnur alltaf. Á meðan ég held áfram að lyfta mestu hlýt ég að vera sá sterkasti." — sor. „Hlýt að vera sá sterkasti" • í afgreiðslunni i skemmtistaðnum H-100 á Akureyri, þar sem Arthúr vinnur sem dyravörður. ■ Armenningar sækja að marki Þróttar. Þráinn Ásmundsson nær ekki til knattarins. Ljósm. Kristinn. Fyrsti sigur Armanns ÁRMANN vann sinn fyrsta sigur i 2. deildinni á laugardaginn er liðið lagði Þrótt, Neskaupstað að velli í Laugardal 2:1. Tvö mörk með mínútu miljibili i seinni hálfleik tryggðu Ármanni sigur, en Þróttur hafði þá lengst af verið betri aðilinn i leiknum. Ármann: Þróttur N Markið virtist setja Þróttarana alveg útaf laginu því vörn þeirra var alveg sofandi á 24. mínútu þegar Ármenningamir sóttu næst. Þeir léku léttilega í gegnum vörn- ina og Þráinn Ásmundsson skor- aði með glæsilegu skoti og reynd- ist það vera sigurmark Ármanns. Fyrri hálfleikurinn var fremur tíðindalítill. Þróttarar sóttu meira en gekk illa að skapa sér færi. Hins vegar fengu Ármenningar tvö góð færi, sérstaklega í fyrra skiptið er Ágúst Þorbergsson markvörður Þróttar sló boltann í stöng eftir að Bryngeir Torfason miðherji Ármanns hafði skotið góðu skoti að markinu. Á 14. mínútu seinni hálfleiks tók Þróttur forystuna. Auka- spyrna var tekin nokkru utan vítateigs og boltinn gefinn í teig- inn. Sigurbergur Sigsteinsson skallaði að marki, boltinn barst út í teiginn aftur til Harðar Rafnss- onar, sem sendi hann rakleitt í átt að markinu. Ármenningum tókst að hreinsa frá en að mati línu- varðar fór boltinn inn fyrir markl- ínuna og dómarinn dæmdi mark. Á 23. mínútu jöfnuðu Ármenn- ingar metin með sannkölluðu út- sölumarki. Engin hætta virtist á ferðum þegar hægri bakvörður Þróttar fékk knöttinn nálægt hlið- arlínu. í stað þess að leika áfram með knöttinn ætlaði hann að gefa á markvörðinn en tókst ekki betur en svo að hann sendi beint til Ármenningsins Sveins Guðnason- ar, sem þakkaði gott boð og renndi boltanum í netið. Vörn Ármanns var sterkari hluti liðsins með miðverðina Óskar Ásmundsson og Pétur Christiansen sem beztu menn. Tengiliðirnir náðu aldrei góðum tökum á miðjunni en þar réð ríkjum bezti maður vallarins, Njáll Eiðsson í liði Þróttar. Hins vegar var framlína Þróttara algerlega bitlaus og hún sýnist í fljótu bragði vera veiki hlekkurinn hjá liðinu. Auk Njáls átti Ágúst Þorbergsson traustan leik og verð- ur ekki sakaður um mörkin. Þóroddur Hjaltalín dæmdi leik- inn vel. - SS. Ovæntur sigur Selfoss LIÐ Sclíoss og ÍBÍ mættust í 2. deildinni á Selfossi á laugardag- inn. Það kom nokkuð á óvart að lið heimamanna skildi ganga með sigur af hólmi i leiknum þar sem lið ÍBÍ var álitið sigurstrang- legra fyrir leikinn. En Selfyss- ingar komu mjög á óvart og sigruðu 3—2. eftir að staðan í hálfleik hafði verið 2—0, þeim í hag. Virtist þessi velgengni Sel- fossliðsins nokkuð fara i skapið á ísfirðingunum og bitnaði það á leik liðsins. Fyrsta mark leiksins kom á 24. mínútu, þá gaf Ámundi góða sendingu inn á Gísla Fáfnisson sem var ekki í vandræðum með að renna boltanum í netið af stuttu færi, og lið Selfoss hafði tekið óvænta forystu. Og aðeins fimm mínútum síðar bæta þeir svo öðru marki við. Anton markvörður Selfoss varði mjög vel eftir hörku- sókn ÍBÍ en var eldsnöggur að koma boltanum í leik og hann barst til Gísla Fáfnissonar sem brunaði upp að marki ÍBÍ braust í Selfoss: ÍBÍ gegn og vippaði svo boltanum laglega yfir úthlaupandi mark- vörðinn og skoraði annað mark sitt 2—0 fyrir Selfoss. Svo illa renndi markvörður IBÍ á fætur Gísla að hann varð að yfirgefa völlinn. Á 55. mínútu leiksins bæta svo Selfyssingar þriðja markinu við. Þar var Stefán að verki eftir að hafa fengið góða sendingu frá Ámunda. Þrátt fyrir þetta mótlæti gáfust ísfirðingar aldrei upp og börðust vel. Það bar þann árangur að á 58. mínútu tókst þeim að skora. Har- aldur Leifsson skallaði af öryggi í netið eftir góða fyrirgjöf. Við mark þetta efldust þeir, færðist mikið líf í leik þeirra og á 80. mínútu tekst Haraldi að skora annað mark með skoti af löngu færi. En fleiri urðu mörkin ekki — og Selfyssingar náðu í bæði stigin. Lið ÍBÍ lék öllu betur en lið Selfoss í leiknum, en það eru mörkin sem gilda og færa liðum stigin. Lið ÍBI var jafnt og mikil og góð barátta einkenndi leik liðsins. í liði Selfoss átti Ámundi Sigmundsson bestan leik. kp/þr islandsmðtlð 2. delld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.