Morgunblaðið - 17.06.1980, Page 13

Morgunblaðið - 17.06.1980, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980 13 Aðalsteinn Sigurðsson fiskifræðingur: A að verða áfengisút- sala á Sel- tiarnarnesi? Bæjarstjórn Seltjarnarness hef- ir samþykkt, að fram skuli fara almenn atkvæðagreiðsla um það 29. þ.m., hvort opna skuli áfengis- útsölu hér í bæ. Ekki var þetta þó samþykkt samhljóða og met ég raunsæi þeirra, sem ekki studdu þetta mál. Mér eru ekki ljós þau rök, sem styðja opnun áfengisútsölu hér, og þó ég hafi lesið viðtal við forseta bæjarstjórnar um þetta mál, en það birtist í Morgunblaðinu 14. mars sl., þá er ég litlu nær. Mér finnst ólíklegt að við losn- um við hræsni og yfirdrepsskap með þessu, og varla kann það góðri lukku að stýra að sleppa öllum hoðum og bönnum í samfé- laginu þó svo Magnús Erlendsson sé á móti þeim. Ég fæ hins vegar annað út úr rannsóknum Tómasar Helgasonar og félaga hans en Magnús, sem telur að þar komi fram, að fjarri fari því að meira sé drukkið þar sem áfengisútsölur eru en þar sem þær eru ekki. Tómas skrifar um þessi mál I 1. hefti Geðverndar 1977. Þar eru m.a. tvær athyglis- verðar töflur. Önnur sýnir að þeir karlar, sem drekka og hafa af því persónuleg vandamál, eru 12,5% í Reykjavík og nágrenni og í þétt- býli með áfengisútsölu, en 8,3% í þéttbýli án áfengisútsölu og 8,4% i dreifbýli. í hinni töflunni er sýnt, að þeir, sem drekka áfram daginn eftir mikla drykkju, eru 5,0% í Reykjavík og nágrenni, 4,6% í þéttbýli með áfengisútsölu, 2,1% í þéttbýli án áfengisútsölu og 2,3% í dreifbýli. Um þetta segir svo Tómas m.a.: „Þessar tvær töflur benda eindregið til þess, að máli skipti, hvort áfengisútsala sé í næsta nágrenni eða ekki.“ Víða erlendis, t.d. í Noregi, hafa rannsóknir sýnt, að aukin áfeng- isneysla fylgir fjölgun útsölu- staða. I greinargerð frá Áfengisvarna- ráði frá 5. mars sl. stendur: „í ítarlegri greinargerð Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um áfengismál frá 1979 er bent á að rannsóknir síðustu ára sýni, að tryggasta leiðin til að draga úr tjóni af völdum áfengis sé að minnka heildarneysluna. Stofnunin beinir því til aðildar- þjóða S.Þ. að beita ýmsum höml- um enda sé slíkt öruggasta ráðið til að draga úr neyslunni. — Meðal þess sem bent er á til raunhæfra varna gegn þeim vágesti sem veldur stórfelldara tjóni, bæði heilsufars- og félagslega, a.m.k. meðal iðnaðarþjóða, en nokkuð annað, er fækkun dreifingarstaða áfengis." Að þessu athuguðu virðist mér augljóst, að hætta á aukinni áfengisr.eyslu muni fylgja nýrri áfengisútsölu, en slíkt ber að forðast eftir bestu getu, og veit ég að bæjarstjórn er mér sammála um það síðastnefnda þrátt fyrir skoðanamun á áfengisútsölumál- inu. Ég tel hins vegar, að það sé fleira en áfengisneysla, sem taka þarf tillit til í þessu sambandi. Má þar nefna samgöngurnar. Það er hætt við því að einhverntíma verði Aðalsteinn Sigurðsson umferðin erfið að og frá Seltjarn- arnesi, þegar það og spilda Reykjavíkur við Eiðisgranda verða fullbyggð, en gert er ráð fyrir að á þessum svæðum verði íbúarnir nokkuð á annan tug þúsunda, þegar þau verða full- byggð. Því finnst mér óæskilegt að bæta við í bæinn fyrirtæki, sem líklegt er að kalli á aukna umferð og sennilega mest á aðalumferða- tímanum þegar vinnu lýkur síðari hluta dags. Á sama tíma má einnig búast við þrengslum við verslunarmiðstöð þá, sem nú er í smíðum og á að hýsa áfengisútsöl- una, ef Seltirningar hafna henni ekki. Eins og kunnugt er höfum við hér á Seltjarnarnesi færri lögregluþjóna en æskilegt væri miðað við fólksfjölda, svo við verðum að forðast að auka störf þeirra að nauðsynjalausu. Áfeng- isútsala mundi gera það, a.m.k. verður að gera ráð fyrir að eftirlit þurfi við hana á annatímum, þó annað verra komi vonandi ekki til. Loks virðist mér vera óþarfi, svo ekki sé meira sagt, að færa áfengisútsölu nær uppvaxandi unglingum á Seltjarnarnesi en nú er. Vona ég svo, að Seltirningar skoði hug sinn vel varðandi þetta mál áður en þeir greiða atkvæði um það 29. þ.m. Seltjarnarnesi 12.6.1980 Aðalsteinn Sigurðsson. Messur í dag DÓMKIRKJAN: Hátíðarguðsþjón- usta kl. 11.15 Sr. Halldór S. Gröndal messar. Dómkórinn syngur undir stjórn dómorganistans Marteins H. Friðriksson. Guðmundur Jónsson óperusöngvari syngur einsöng. GARÐAKIRKJA: Hátíðarguðsþjón- usta kl. 11 árd. Gunnþór Ingason messar. Sóknarprestur. KEFLAVlKURKIRKJA: Hátíða- messa kl. 13. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 13. Sr. Björn Jónsson. NÝTT TÆKNIUNDUR FRÁ CatlOH NP—200 LJÓSRITUNARVÉL Þaö veröur aö sjá þessa vél til aö sannfærast um kosti hennar. Canon Til athugunar: 1. 20 afrit á mínútul 2. Afritastærðir frá B6 uppí A3. 3. Viö fjölritun, stillanleg í 99 stk í senn. 4. Duftvél, afrit meö 100% skerpu. 5. Jafnskörp afrit á sléttan og hamraðan pappír. 6. Fyrirferðalítil, 515 x 289 x 538 mml 7. Sérlega ódýr í rekstri. 8. Verð í dag aöeins kr. 2,950,000. Sýningarvél á staðnum VERIÐ VELKOMIN Shrifuéiin hf s,™"12 WL ,, ' x \ .} ' - N A ( , BUXUR > A ALLAR ALLTAF. ATT ÞU EINAR immnia

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.