Morgunblaðið - 17.06.1980, Side 48

Morgunblaðið - 17.06.1980, Side 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980 Wmmmmm Dómarinn mætti ekki ÞRÍR af fjórum Ieikjum sem áttu að fara fram í norðurlands- riðlum 3. deildar í knattspyrnu. D riðill: Magni —Leiftur 3:1. Mörk Magna skoruðu þeir Sig- urður IlluKason 2 ok Hringur Ilreinsson 1, en Guðmundur Garðarsson skoraði fyrir Leift- ur. Árroðinn—KS 2:2 Örn Tryggvason og Rúnar Arason skoruðu fyrir Árroðann sem hafði 2:0 forystu í leikhléi, og hafði Ævar Stefánsson mark- vörður liðsins þá gert sér lítið fyrir og varið vítaspyrnu með miklum tilþrifum. En KS náði að jafna í síðari hálfleik og voru þeir Ivar Sigurvinsson og Þór- hallur Ásmundsson þar að verki. E riðill: USAH—Reynir 0:1 Sigurmarkið skoraði Björn Frið- þjófsson úr vítaspyrnu. Efling—Dagsbrún. Leikur þessi var flautaður á og af og Eflingu dæmdur sigur. Aðdrag- andinn var sá að enginn dómari mætti til leiksins og skv. 24. gr. reglugerðar KSÍ um knatt- spyrnumót á að setja hann á aftur, á heimavelli aðkomuliðs ef dómari eða línuverðir eru mætt- ir til leiks 30 mín. eftir að leikur átti að hefjast. Haft var sam- band við Rafn Hjaltalín á Akur- eyri og ákvað hann að fresta leiknum til kl. 18.00 (hann átti að hefjast kl. 16.00). Ekki voru Dagsbrúnarmenn allskostar ánægðir með það, töldu Rafn ekki hafa vald til þess arna, og héldu heim. Rafn mætti síðan sjálfur á völl Eflingar og flaut- aði leikinn á og af. — sor Meistarakeppni KSI á morgun Á morgun miðvikudag fer fram meistarakeppni KSÍ i knattspyrnu. Þá mætast núver- andi íslands- og bikarmeistarar í knattspyrnu ÍBV og Fram á aðaleikvanginum i Laugardal. Eins og skýrt hefur verið frá gaf knattspyrnudeild KR veg- legan bikar á sínum tima til keppninnar til minningar um Sigurð Ilalldórsson sem um langt árabil starfaði að knattspyrnumálum i KR. Bikar þessi er sá veglegasti sem nú er keppt um i islenskum iþróttum. Það fer vel á því að Einar Sæmundsson fyrrverandi for- maður KR mun afhenda bikar- inn i leikslok en Einar verður heiðursgestur á leiknum. Leik Fram og ÍBV mun Eysteinn Guðmundsson dæma. Það mun vera alveg ljóst að leikmenn ÍBV mæti timanlega i leikinn. Verði ekki flugveður daginn áður en leikurinn fer fram fara leikmenn með skipi til lands. Forleikur verður að leiknum milli Íslandsmeistara KR frá árinu 1965 og bikarmeistara Vals 1965. Þá mun 6. flokkur Þróttar og Fram leika í hálf- leik. Það kom fram hjá formanni knattspyrnudeildar Fram á blaðamannafundi að lið Fram myndi leika sóknarleik og skora að sjálfsögðu sem flest mörk, „Fram er ekkert varnar- lið“ sagði formaðurinn. Að leiknum loknum verða leikmönnum beggja liða afhent- ir verðlaunapeningar til minn- ingar um leikinn. Tekjuskipt- ing að leiknum er sú að hvort lið um sig hlýtur 35%, en KSÍ hlýtur 30% sem rennur til unglingastarfseminnar hjá sambandinu. — ÞR Völsungar töpuðu á heimavelli • Hinir árlegu Reykjavikurleikar i frjálsum iþróttum fara fram 19. júni á Laugardalsvellinum. Að venju verða erlendir keppendur á meðal þátttakenda. Sú grein sem kemur til með að vekja hvað mesta athygli á mótinu verður án efa kúluvarpskeppnin. Þar verða meðal keppenda óskar Jakobsson. Hreinn Halldórsson og tveir kúluvarparar frá Kanada. Annar þeirra Bishop Doiegiewicz er Kanadameistari í kúluvarpi og einnig liðtækur kringlukastari. Bishop á best 20.85 metra í kúluvarpinu. Hinn Kanadamaðurinn heitir Bruno Pauletto og hans besti árangur er 20.38 metrar. Þá verður mjög fróðlegt að sjá hvernig þeim óskari og Hreini gengur á mótinu en stutt er nú í það að þeir haldi á olympíuleikana í Moskvu. Báðir eru þeir í fremstu röð kúluvarpara í dag. En eins og skýrt hefur verið frá hefur óskar tekið stórstígum framförum að undanförnu. VÖLSUNGAR og Þór léku í 2. deildinni í knattspyrnu á Húsavik. Veður til knatt- spyrnuiðkunar var ekki eins og best verður á kosið, hliðarvind- ur var á völlinn og setti það svip sinn á leikinn. Þór sigraði i leiknum með 2 mörkum gegn 1 og verða það að teljast sann- gjörn úrslit leiksins ef á heild- ina er litið. Leikurinn fór að mestu fram á miðju vallarins og var ekki mjög mikið um góð færi. Völsungar tóku forystuna á 10. mínútu er Magnús Hreiðarsson skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf. Þórsarar gáfust ekki upp þó að á móti blési. Þeir náðu að jafna u.þ.b. 15 mín eftir mark Völsunga. Var það mikið heppnismark. Óskar Gunnars- son skaut þá skoti af löngu færi sem markmaðurinn missti á milli fóta sér og í netið. Stuttu seinna skoraði Hafþór Helgason annað mark Þórsara og reyndist það vera sigurmark leiksins. Hann komst þá inn í sendingu bakvarðar til markvarðarins og skoraði framhjá markverðinum sem kom á móti. Besta færi fyrri hálfleiks fékk Hafþór er hann skallaði á mark- ið af stuttu færi en markvörður- inn varði mjög vel. í seinni hálfleik sóttu Þórsar- ar meira en Völsungar sóttu síðan stift síðustu 15 mínúturn- ar og varði Eiríkur markvörður Þórs þá einu sinni mjög vel þrumuskot af stuttu færi. Síð- asta færi leiksins féll svo Þórs- urum í skaut. Guðmundur Skarphéðinsson komst þá í gegn- um vörn Völsunga, lék á mark- vörðinn en skaut svo framhjá markinu. — Sor. Haraldur setti þr ju ný íslandsmet HARALDUR Ólafsson gerði sér lítið fyrir og setti þrjú ís- landsmet í 75 kg. flokki á lyftingamóti sem var haldið um helgina í tilefni af 65 ára afmæli íþróttafélagsins Þórs á Akureyri. Á mótinu var keppt í tviþraut og kraftlyftingum. Urslit urðu sem hér segir: í 75 kg. flokki keppti Haraldur Ólafsson, Þór, og hann snaraði 120.5 kg. sem er íslandsmet unglinga, í jafnhöttun tók hann 153.5 kg og er það íslandsmet í fullorðinsflokki, samanlagt er þetta 275,5 kg og er það ís- landsmet í unglingaflokki. í 82,5 kg flokki lyfti Gylfi Gíslason, Þór, 115 kg í snörun, 145 kg í jafnhöttun og samanlagt lyfti hann því 260 kg. í 90 kg flokki lyfti Garðar Gíslason, KA, 115 í snörun, 135 kg í jafnhöttun og því samanlagt 250 kg. í kraftlyftingunum kepptu þrír og vakti það athygli að Arthur Bogason féll úr keppni strax í fyrstu greininni sem var hnébeygja og fékk hann þar af leiðandi ekki að halda áfram keppni. Hann sagði að keppni lokinni að hann hefði verið í „léttun“ síðustu dagana fyrir keppnina og hefði það augljós- lega haft slæm áhrif á sig. í 75 kg flokki keppti Sigurður Páls- son, Þór, og lyfti hann 140 kg í hnébeygju, 70 kg í bekkpressu, og 170 kg í réttstöðulyftu sem er samanlagt 380 kg. í 100 kg flokki keppti Jóhannes Hjálmarsson, Þór, en hann er orðinn fimmtug- ur og lætur engan bilbug á sér finna og lætur sér ekki muna um að setja ný Akureyrarmet. Hann lyfti í hnébeygju 180 kg, í bekkpressu 85 kg og í réttstöðu- lyftu lyfti hann 225 kg og er það nýtt Akureyrarmet, samanlagt lyfti hann 495 kg. — sor Olympíumaðurinn Jy 7œ£VIL-LION'--AVAM AfTt STUPtOS | Arthúr Bogason i hnélyftu á mótinu. Ljósm. sor. Íl Ílí!!!í fj s/*/*•/»i HHf ý.aa /Vi/v /ttesr WLI Uft M4L t/sVMi V 0+ V/V 1 St£/r fiféfS! ST&cr/ wW - Ms** t S~rv O/X - . / Lðft<Ur/U/ry Vo/X. V</ GtAt , SCm AMMAfl f'fAAU Ur/t- /# DMffypJ/\ S/fJtt. srrgi FfeJiuti sri(, s'a fýa.st/ . oó*\ - tAH SASJa/V OrfGffA. 'A T/fJlSM neeJAQ 06 st/l . ’ tt/LA/A tA/1 FA€/nsT / PftSJ "OLLO. Jón Þór sigraði UM helgina var haldið á Akur- eyri Coca Cola mótið í golfi. Leiknar voru 36 holur með og án forgjafar. Keppnin var mjög skemmtileg og spennandi. Án forgjafar sigraði Jón Þór Gunn- arsson, hann lék á 156 höggum, í öðru sæti varð Hermann Bene- diktsson á 162 höggum og i þriðja sæti varð Magnús Birgis- son á 163 höggum. Með forgjöf sigraði Jón G. Aðalsteinsson á 141 höggi, i öðru sæti Hermann Benediktsson á 144 höggum og i þriðja sæti Ólafur Ágústsson á 144 höggum. — sor

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.