Morgunblaðið - 17.06.1980, Síða 22

Morgunblaðið - 17.06.1980, Síða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1980 Höfuðborgaráðstefna Norrænu félaganna: Fjallað um list- ina í bænum Höfuðborgarráðstefna á vegum Norrænu félaganna stendur yfir í Reykjavík um þessar mundir og sækja hana 70 fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Ráðstefnunni lýkur 20. júní, en henni stýrir Gylfi Þ. Gíslason, formaður Reykjavíkurdeildar Norræna fé- lagsins. Meginefni ráðstefnunnar fjallar um listina í bænum, og hafa ráðstefnufulltrúar farið í margar ferðir um bæinn þar að lútandi, samkvæmt upplýsingum Jónasar Eysteinssonar fram- kvæmdastjóra Norræna félagsins. 19. júní: Stjórnmálaþátttaka kvenna — jafnrétti á vinnumarkaði HINN nýi kirkjugarður Reykvikinga i Gufunesi var vigður i gær er þar var til moldar borinn Friðfinnur ólafsson forstjóri. Biskupinn yfir Islandi, herra Sigurbjörn Einarsson jarðsöng og var myndin tekin við hina fyrstu gröf. Friðfinnur Olafsson átti sæti i stjórn Kirkjugarða Rcykjavíkur og hafði m.a. undirbúið framkvæmd þess að taka nýja kirkjugarðinn i notkun. Ljósmynd Mbi. Ói.K.M. Einvígi Portisch og Htibners í Kópavogi í júlílok: ÁRSRIT Kvenréttindafélags ís- lands. 19. júni. kcmur nú út þann dag i 30. sinn. Að þessu sinni er fjallað um tvö meginefni í blað- inu, annars vegar um stjórnmála- þátttöku kvenna og hins vegar um jafnrétti á vinnumarkaði. „Hverjar eru ástæður þess, að konur, helmingur þjóðarinnar, hafa náð svo skammt á vettvangi stjórnmálanna?" Rætt er við fjölda kvenna um reynslu þeirra í pólitíkinni, fjallað um hlut kvenna í stjórnmálum frá upphafi til þessa dags og birt „alþingis- kvennatal". Er jafnrétti í atvinnulífinu? Nafnlaus viðtöl við konur og karla varpa ljósi á það efni, og rætt er við ungt fólk, sem hefir farið nýjar leiðir í starfsvali. Af öðru efni blaðsins má nefna umfjöllun um myndlist, bók- menntir, leikjist og tónlist. Þá lítur Gísli J. Ástþórsson jafnrétt- ismálin sínum augum. Forsíðu blaðsins prýðir að þessu sinni mynd af ungri stúlku, Ást- hildi Hilmarsdóttur, en hún starf- ar ein kvenna í kerskála Álversins í Straumsvík. í blaðinu er viðtal við Ásthildi. Ritstjóri 19. júní er Jónína Margrét Guðnadóttir. Blaðið verð- ur til sölu í bókaverslunum, á blaðsölustöðum og á götum höfuð- borgarinnar, en auk þess verður því dreift til söluaðiia út um land. „Reynum að laða áhorf- endur á áskorendaeinvígið“ „VIÐ vonum að áhorfendur fjöl- menni á einvigi Hiibners og Portisch, en ég reikna með því að það hefjist 25. júli n.k. og því þyrfti helzt að vera lokið fyrir mánaðamótin ágúst—september vegna þess að þá hefst skólastarf i Þinghólsskóla i Kópavogi þar sem mótið verður haldið,“ sagði Ingimar Jónsson forseti Skák- sambands íslands i samtali við Mbl. um áskorendaeinvigið. „Við ræddum um þetta einvígi áður en ljóst var hvort Spánverjar myndu sjá um það, en þegar þeir aftóku það fór Friðrik Olafsson fram á það við okkur að við tækjum málið að okkur og jafn- framt tilkynnti Friðrik að hann hefði getað útvegað fjórar milljón- ir króna til mótshaldsins. Við ákváðum þá að slá til og síðan höfum við fengið þriggja millj. kr. styrk frá Kópavogsbæ til mótsins, svo segja má að helmingurinn sé kominn af því sem við teljum að mótið kosti, en reiknað er með 7 millj. kr. í verðlaun til keppenda. Við stefnum að því að hafa kostnað í lágmarki, en þó þannig að framkvæmd mótsins verði með sæmd. Ýmsilegt verður gert til þess að laða fólk að, boðið verður upp á fjöltefli, beztu skákmenn okkar verða skákskýrendur, góðar veitingar verða á boðstólum á mótsstað og við munum því leggja kapp á að þetta takizt vel. Sem stendur erum við að leita að íbúðum fyrir keppendur og aðstoð- armenn þeirra." Arnór Hannibalsson: Athygli beint að kjarna málsins í 5. TBL. blaðsins „29. júní“ birti ég tveggja síðdegisblaða lágu fyrir. nokkrar greinar, sem mér er tjáð að séu mikið til umræðu þessa dagana manna á meðal. Umrætt tölublað kom út á þeim tíma, er úrslit skoðanakannana Listahátíð á miðvikudagskvöld: Irski þjóðlagasönghópurinn Wolfe Tones i Laugardalshöll ÍRSKI þjóðlagasöngflokkurinn The Wolfe Tones syngur í Laug- ardalshöll á Listahátíð á mið- vikudagskvöld en The Wolfe Ton- es eru meðal þekktustu og vinsæl- ustu þjóðiagahópa á írlandi og hafa um árabil verið þar efstir á hlaði i skoðanakönnun þekkts tímarits um tónlistarmál. Þykir það nokkuð til marks um ágæti þeirra, í landi sem er þéttsetið slikum þjóðlagahópum. Þeir semja sjálfir mikið af lögum. sem mörg hafa náð efstu sætum á vinsældalistum, ýmist í flutningi sjálfra þeirra eða annarra og ýmsar plötur þeirra hafa orðið metsöluplötur. Á síðari árum hafa þeir gert víðreist utan heimalands síns, og sungið við góðan orðstí í Frakk- landi og Þýskalandi, á Norður- löndunum, í Hollandi og í Banda- ríkjunum bæði á þjóðlagahátíðum og á sjálfstæðum tónleikum. Upphaf Wolfe Tones má rekja til sumarsins 1963, er fjórmenn- ingarnir, sem hópinn skipa, Derek Warfield, Brian ' bróðir hans, Tommy Byrne og Noel Nagle, héldu saman yfir þvert írland, á puttanum, á samkomu írskra þjóðlagaunnenda í Kerry. Þeir gerðu stanz í Killarney, þar sem þeir tóku lagið svona að gamni sínu á götu úti áður en þeir leituðu sér næturgistingar og vöktu þá athygli kanadísks sjónvarps- manns, sem þar var á ferð að gera heimildarkvikmynd um landið. Það var í fyrsta skipti, sem hópurinn var ráðinn til að spila og syngja og varð til þess að þeir ákváðu að freista gæfunnar á þessu sviði og héldu til Bretlands. I Bretlandi sungu þeir um nokk- urt skeið í þjóðlagaklúbbum í London, Birmingham og Coventry, við góðar undirtektir en lítinn gróða, svo allir urðu þeir að vinna fyrir sér við annað og stunduðu þá ýmis störf. En um það leyti varð mikil vakning í þjóðlagatónlist- inni heima á Iriandi, þar sem þá voru að koma fram hópurinn sem síðar varð The Dubliners og annar er kallaði sig The Clancy Brothers, og einn góðan veðurdag tóku fjórmenningarnir saman föggur sínar og héldu heim á ný. Þar gátu þeir sér fljótlega talsvert orð meðal þjóðlagaáhugafólks og er þeir fóru að syngja inn á plötur urðu þeir þjóðkunnir á skömmum tíma. Ekki var það þó eingöngu fyrir söng og spil og góðan flutning þjóðlaga heldur ekki síður fyrir lögin, sem þeir fluttu, efni þeirra og anda, er einatt var á þann veg, að yfirvöld sáu ástæðu til að banna þau. The Wolfe Tones hafa alla tíð tekið mjög ákveðna af- stöðu til þjóðmála, svo sem nafn hópsins ber vitni um. Wolfe Tone var kunnur sameiningarsinni er beitti sér fyrir misheppnaðri upp- reisn á Irlandi skömmu fyrir aldamótin 1800 og lagaval þeirra er í samræmi við það. Þeir hafa mikið sótt í drjúgan forða þjóð- laga frá fyrri tíð og á tónleikum þeirra skiptast á aldagömul lög, er þeir hafa grafið úr gleymsku og lög, sem þeir hafa sjálfir samið og fjalla um írland okkar tíma. Þessar skoðanakannanir voru ótví- rætt ótímabærar og vafalaust gerðar til þess að hafa áhrif á skoðanamót- un almennings. Blað stuðnings- manna Péturs J. Thorsteinssonar, sem kom út í kjölfar þessara skoð- anakannana, hlaut því að beina athygli lesenda sinna að hæfasta frambjóðandanum, og einnig hlaut blaðið að beina athyglinni að kjarna málsins: að athuga hvaða kröfur stjórnarfarsréttur og sögulegar hefð- ir gera til þess manns sem gegnir hinu háa embætti forseta íslands. Bæði útvarp og sjónvarp hafa van- rækt kynningu á forsetaefnum. Nokkrar greinar birtust í ofan- nefndu tölublaði, ritaðar í nokkuð skörpum tón. Inntak þeirra var málefnaleg umræða, ekki mærð. Les- endur voru hvattir til að bera saman frambjóðendur. Höfundur greinanna hefur, eins og hver annar, rétt á sínum persónulegu skoðunum og menn geta tekið afstöðu til þeirra. Aðalatriðið er, að kjósendur missi ekki sjónar af þessu: Þjóðkjör forseta er til þess að gefa þjóðinni tækifæri til að velja góðan hæfileikamann i hið virðulega embætti forseta. Arnór Hannibalsson Tónleikar og dans í Laugardalshöll LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík og SATT (Samtök alþýðutónskálda og tónlistarmanna) efna sameig- inlega til tónleika og dansleiks í LaugardalshöII að kvöldi 17. júní, kl. 9—2 eftir miðnætti. Fram koma Brimkló, Pálmi Gunnarsson, Bubbi Morthens og Utangarðsmenn og hjómsveitin Chaplin, og leika fyrir dansi. Samkoma þessi er haldin með vitund og vilja þjóðhátíðarnefnd- ar í Reykjavík. Aðgöngumiðar eru seldir í Gimli við Lækjargötu og við innganginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.