Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980 Maðurinn minn, faðir, tengdafaöir og afi HAUKURGEORGSSON Lýsuhóli, Staöarsveit er lést af slysförum þann 12. þessa mánaöar verður jarösunginn aö Staöarstaö 19. júní kl. 10.30. Margrét Hallsdóttir, Elísabet Hauksdóttir, Valgeróur Hauksdóttir, Hugrún Hauksdóttir, Pétur Hauksson, Hjördís Hauksdóttir, Ásdís Ásgeirsdóttir, Hafdís Ásgeirsdóttir, Gestur Sigurósson, Guójón Guðmundsson, Bernhard Jóhannesson, Kristín Halldórsdóttir, Jónas Jósteinsson, Andrés Helgason, Hanna Béra Ásgeirsdóttir. Móöir okkar INGIBJÖRG JÓNASDÓTTIR Hringbraut 47, Reykjavík, andaöist í Landspítalanum 14. júní sl. Sigríóur Guómundsdóttir McLean, Pétur Guómundsson, Jónas Guðmundsson, Atli Guömundsson, Gústav Guömundsson, Steindór Guómundsson. t Eiginkona mín ÓLAFÍA SVANHVÍT EGGERTSDÓTTIR Langagerði 76, andaöist í Borgarspítalanum sunnudaginn 15. júní. Fyrir hönd aðstandenda Pétur Kristjánsson. t Maöurinn mínn GUNNAR BRYNJÓLFSSON, málmsuóukennari, Hœðargaröi 30, Reykjavfk, andaöist í Kaupmannahöfn 13. júní. Fyrir hönd vandamanna Ásta Helgadóttir. t Jaröarför systur minnar RANNVEIGAR NORÐDAHL Háaleitisbraut 42, sem lóst 9. júní veröur gerö frá Fossvogskirkju miövikudaginn 18. júní kl. 10.30 f.h. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna Guörún E. Norödahl. + Útför móöur okkar, ömmu og tengdamóöur, RÓSU GUÐBRANDSDÓTTUR, er lést 10. júnífer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miövikudaginn 18. júníkl. 11.00. Carla og ívar Codling, Esther Elliott Ruth og James Mason, Kristinn Morthens, Emanuel og Þorbjörg Morthens, Huberth og Auóur Morthens, Ragnheiöur Magnúsdóttir og Haukur Morthens. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi Sr. ÞORSTEINN BJÓRN GÍSLASON, fyrrum prófastur í Steinnesi, Bugöulæk 13, Reykjavfk, er andaöist á Borgarspítalanum hinn 8. þ.m. verður jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 19. júnf kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuö, en þeim, sem vHdu minnast hins látna er bent á aö láta kirkjur eöa líknarstofnanir njóta þess. Ólsfna Benediktsdóttir, Sigurlaug Þorsteinsdóttir, Guómundur Þorsteinsson, Ásta Bjarnadóttir, Gísli Þorsteinsson, Lilja Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, HELGA BJARNADÓTTIR, Stórageröi 34, veröur jarösungin föstudaginn 20. júní kl. 15.00 frá Fossvogs- kirkju. Bjarni Gíslason, Erla Þorvaldsdóttir, María Gfsladóttir, Ólafur A. Ólafsson, Trausti Gíslason, Svava Gestsdóttir, Emil Gíslason, Ásdfs Gunnarsdóttír, barnabörn og barnabarnabörn. Kveöja: Bergsteinn Bogason frá Búðardal Til hvers hafði hann fæðst þessi fallegi frændi minn úr Dölunum, hann Bergsteinn Bogason frá Búð- ardal, hugsaði ég, er ég heyrði að hann hefði látist af slysförum, þegar hann var að koma í helgar- fríinu sínu, til þess að hitta stúlkuna sína, sem var bundin í námi og profum við íþróttakenn- araskóla Islands að Laugarvatni. Bergsteinn átti aðeins frí aðra hvora helgi, því hann vann við línuna frá Mjólkárvirkjun, suður í Dali. Það var hans sumarvinna eins og annarra skóladrengja, sem verða að bjarga sér áfram fjár- hagslega. Stúlkan hans að Laugarvatni beið hans. Haiín hafði ævinlega komið á tilsettum tíma á stefnu- mót við hana, en nú brá svo við að klukkustundir liðu án þess að hann kæmi. Biðin eftir Bergsteini varð ungu stúlkunni ráðgáta. Eitthvað ótta- legt hafði skeð. Svo komu boðber- ar hins kalda veruleika, Berg- steinn hafði farist í bílslysi á leið sinni til stúlkunnar sinnar. Bergsteinn Bogason var sonur hjónanna Boga Steingrímssonar og Unu Jóhannsdóttur i Búðardal. Hann var næst yngstur systkina sinna og missti föður sinn ungur að árum. Það mun hafa haft djúp áhrif á alla hans bernsku. í vetur skaut ég skjólshúsi yfir Bergstein, þegar hann var að heimsækja stúlkuna sina að Laug- arvatni. Fyrir hálfum mánuði var hann í fríinu sínu hjá mér til húsa. Þá spjölluðum við um alla heima og geima. Ég hélt að samband hans við stúlkuna hans Önnu Díu Erl- ingsdóttur, væri bara eitthvað spánnýtt, en þá kom i ljós að þeirra samband var þriggja ára gamalt. Fyrir hálfum mánuði var það svo ótal margt sem ég og Berg- steinn spjölluðu um. Ekki óraði mig fyrir þá að við ættum ekki eftir að hittast aftur. í ljós kom að besti vinur hans var bróðursonur minn, drengur sem ég hafði þekkt frá fæðingu. Það styrkti mig í góðri trú að Bergsteinn væri góður drengur og vinfastur. Ekki tel ég rétt að fram komi allt, sem mér og Bergsteini fór á milli, á okkar síðasta fundi í lifenda lífi, en stúlkan hans Anna Día var honum allt og hann hlakkaði til sambúðarinnar með henni, sem væri á næsta leiti. Nú er Bergsteinn Bogason rúm- lega tvítugur að aldri, horfinn yfir móðuna miklu, harmaður af ást- vinum. Ég votta móður hans Unu Jó- hannsdóttur, systkinum hans og öllum góðum vinum, dýpstu sam- úð. En stúlkuna hans, Önnu Díu Erlingsdóttur, bið ég guð að blessa og styrkja. Jensína Halldorsdóttir. Kveðja: Hansína Guðný Oskarsdóttir Dáin. Horfin. Harmafregn. Þegar mér barst sú fregn, að vinkona mín Hansína Guðný Óskarsdóttir væri dáin, kom mér i hug þessi setning: „Mennirnir álykta en Guð ræður." Hansína Guðný Óskarsdóttir var fædd 22. maí 1940 í Hafnar- firði, dóttir hjónanna Unu Niku- lásdóttur og Oskars Kristins Sig- urðssonar, en hann lést fyrir 3 árum. Þau bjuggu að Kirkjuvegi 6, Hafnarfirði. Hansina var því ný- lega orðin 40 ára er hún lést af ólæknandi kvalafullum sjúkdómi sem hún bar með sérstakri still- ingu og hugprýði allt til enda, þótt hún vissi sjálf hvaða sjúkdóm hún barðist við. Hansína giftist eiginmanni sín- um Kristni I. Karlssyni, skip- stjóra, 31. des. 1964 og bjuggu þau fyrst hér í Hafnarfirði þar sem eiginmaður hennar stundaði sjó- mennsku um skeið. Síðar fór hann að stunda sjómennsku frá Grinda- vík og fluttu þau þangað til búsetu. Það eru alltaf viðbrigði að skipta um bústað til langdvalar, það finna flestir fyrir því að einhverju leyti, koma ókunnugur og eiga að aðlaðast ókunnugu fólki. Það eru viðbrigði að fara frá foreldrum, systkinum, vinkonum og öðru venslafólki. Þetta tókst Hansínu með mikilli prýði og aldrei heyrði ég æðru orð varðandi þá breytingu. Þau hjón Hansína og Kristinn eignuðust 2 börn, Stefán Karl f. 7. marz 1970 og Unu Ósk f. 26. september 1972. Þegar til Grinda- víkur kom keyptu þau sér lítið snoturt hús og gerðu það vinalegt með sinni hugkvæmni. Þar var gott að koma, því þótt húsrýmið væri lítið var hjartarúm þeirra hjóna stórt. Nú fyrir 2 árum voru þau búin að kaupa sér stærra hús, mjög fallegt og maður vonaði að þau fengu að njota þeirrar eignar. Þau áttu það skilið, en svona er lífið stundum að okkur finnst: Von- brigði, en öll él birta upp um síðir, við trúum því. Það sýnir meðal annars þraut- seigju hennar, að fara alltaf ofan úr Grindavík til Reykjavíkur til að geta notið lyfjanna, sem hún þurfti að nota með vissu millibili í þeirri von að þau breyttu ein- hverju til batnaðar með heilsu hennar. Auðvitað var nú betra en ekki að eiga góða móður til að halla sér að með börnin og alltaf var tilbúin til að fara til hennar og taka að sér heimilið þegar að kreppti. Systkini hennar og venslafólk tóku mjög mikinn þátt í veikindum Hansínu. Fyrir það þakkaði hún af hrærðu hjarta eins og allt sem fyrir hana var gert. Þrátt fyrir hin erfiðu veikindi, reyndi hún að láta börn þeirra skilja, að hún væri hættulega veik. Hún sagði þeim og gerði þeim grein fyrir, að ef að læknarnir gætu ekki læknað sig, þá færi hún til Guðs alveg eins og afi hafði gert þegar hann var veikur. Þau eru nú á þeim aldri, sem erfiðlega gengur að skilja þessa hluti, við skiljum það ekki, sem eldri erum, en við sjáum veika viðleitni hinn- ar veiku konu til að slíkar fréttir kæmu þeim ekki alveg að óvörum. Við getum ímyndað okkur hvernig eiginmanninum hefur liðið þar sem hann stundaði sitt verk, auðvitað með hugann heima hjá börnunum og sársjúkri eiginkonu. Hann reyndi jafnan að hjálpa og uppfylla óskir hennar. Ég hefi þekkt Hansínu frá því hún kom í þennan heim og vil ég að leiðarlokum færa þeim hjónum Hansínu og Didda hjartans þakk- læti fyrir allt sem þau hafa gert fyrir okkur hjónin. Ég bið Guð að blessa og styrkja móður hinnar látnu þar sem skammt er stórra högga milli hjá henni. Didda og börnunum sendi ég bestu óskir og að hann megi sjá þau dafna og þroskast. Megi þau verða þér, Diddi, og öðrum til ánægju og sóma. Við komum aftur að sömu setningu og ég byrjaði þessi fátæklegu kveðjuorð: „Menn- irnir álykta en Guð ræður." „Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Jóna Guðmundsdóttir frá Hrauni. + Útför konu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ÁSTRÓSAR SIGURDARDÓTTUR, Hólmgaröi 54, veröur gerö frá Bústaöakirkju, fimmtudaginn 19. júní kl. 1.30 e.h. Þeim, sem vildu minnast hennar er vlnsamlegast bent á S.I.B.S. Helgi Guömundsson, Málfríöur Helgadóttir, Gunnar Armannsson, Guömundur Helgason, Svava Viggósdóttir, Áróra Helgadóttir, Jóhannes Árnason, Elín Helgadóttir, Þorbjörn Friöriksson, Ásta Helgadóttir og barnabörn. + Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa JÓNS GUÐLAUGSSONAR fisksala, Kleppsvegi 20, fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 19. þ.m. kl. 10.30 f.h. Sólborg Guöbrandsdóttir, Bírna Jónsdóttir, Tryggvi Sveinbjörnsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.