Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980 47 Frakkar una illa innrás í sendiráð I*arís. 16. júní. AP. FRANSKA utanríkisráðuneytið brást í dag harkalega við innbroti líberískra yfirvalda í sendiráð Frakka í Monrovia til að handtaka þar son Williams Tolberts. fyrrverandi forseta Líberíu. í tilkynninKU frá ráðuneytinu sagði að innbrotið væri „svivirðilejít og óviðunandi brot á almennum sendiráðs- reglum.“ Sonur Tolberts flýði til sendi- ráðsins er föður hans var steypt af stóli þann 12. apríl og var ákveðið að skjóta yfir hann skjólhúsi „með hliðsjón af viðsjárverðu ástandi og af mannúðarástæðum.„ „Frelsunarráð alþýðunnar“ und- ir forystu Samuel Doe herforingja hefur leitað Tolberts, fyrrverandi þingmanns, dyrum og dyngjum í nokkrar vikur. Hann var í hópi þeirra, er ráðið hafði sakfellt fyrir spillingu, mannréttindabrot og misnotkun á aðstöðu sinni. Þetta gerðist 17. júní. 1973 — Geimfararnir í Skylab dveljast 24. daginn í geimnum og slá met Rússa. 1971 — Bandaríkin og Japan undirrita samkomulag um að Jap- anir fái aftur Okinawa. 1967 — Kínverjar tilkynna að þeir hafi sprengt fyrstu vetnissprengju sína. 1958 — Tilkynnt að Imre Nagy hafi verið líflátinn eftir leynirétt- arhöld í Ungverjalandi. 1947 — Stjórnlagaþing Burma ákveður að lýsa yfir sjálfstæði landsins. 1940 — Rússar hertaka Lettland — Brottflutningi brezka leiðang- urshersins frá Frakklandi lýkur. 1873 — Rúmelíu-járnbrautin á Balkanskaga opnuð. 1869 — Wilhelmshaven, fyrsta herskipahöfn Þjóðverja, opinber- lega vígð. 1860 — „Great Eastern" fer frá Needles í fyrstu siglinguna yfir Atlantshaf. 1848 — Austurrískt herlið Wind- ischgrátz fursta bælir niður upp- reisn Tékka í Prag. 1843 — Maórar gera uppreisn gegn Bretum í Nýja-Sjálandi. 1789 — Fulltrúar þriðju stéttar- innar kalla sig franska þjóðþingið. 1775 — Orrustar. um Bunker Hill. 1745 — Frakkar láta Louisburg, Cape Breton Island, af hendi við Breta. 1701 — Karl XII af Svíþjóð leysir Riga undan hernámi Rússa og gerir innrás í Kúrland og Pólland. 1698 — Erlendir málaliðar Péturs mikla ráða niðurlögum Streltzy- lífvarðarins í Moskvu. 1579 — Sir Francis Drake helgar Nýju Albion (Kaliforníu) Eng- landi. 1567 — María Skotadrottning fangelsuð í Lochleven-kastala í Skotlandi. Afmæli — Karl XII Svíakonungur (1682—1718) — John Wesley, enskur upphafsmaður meþódism- ans (1703-1791) - Charles Gou- nod, franskt tónskáld (1818—1893) — Igor Stravinsky, rússneskt tónskáld (1882—1971) — Dean Martin, bandarískur leikari (1917-). Andlát — 1696 Jóhann III Sobi- eski konungur af Póllandi — 1719 Joseph Addison, rithöfundur. Innlent — 1944 ísland lýðveldi — 1811 f. Jón Sigurðsson — 1911 Háskóli íslands settur — 1361 Árni Þórðarson hirðstjóri höggv- inn — 1779 d. Jón Ólafsson frá Grunnvík — 1835 d. Björn sekre- ter Stephensen — 1839 Fyrsti embættisnefndarfundurinn — 1892 Yfirheyrslur hefjast í Skúla- máii á ísafirði — 1907 Sjálfstæð- isflokkur eldri stofnaður — 1911 Minnisvarði Jóns Sigurðssonar af- hjúpaður — 1915 Fyrsta ökuskír- teini á íslandi — 1918 Loftskeyta- stöðin á Melunum tekin til notk- unar — 1940 Háskólabyggingin vígð — 1941 Sveinn Björnsson kosinn ríkisstjóri (forseti 1944) — 1959 Leikvangurinn í Laugardal vígður — 1959 Varnargarður við Efrafallsvirkjun brestur — 1886 f. Jóhann Jósefsson ráðherra. Orð dagsins — Það er hægt að þola allt í heiminum nema stöðuga velsæld — Johann Wolfgang von Goethe, þýzkt skáld (1749—1832). Þetta gerðist______ 18. júní. 1979 — Forsetarnir Jimmy Cart- er og Leonid Brezhnev undirrita Salt II í Vín. 1977 — Menn fljúga í fyrsta sinn með bandarísku geimskutlunni „Enterprise" í Kaliforníu. 1971 — Tilræðismaður Feisals Saudi-Arabíukonungs opinberlega hálshöggvinn í Riyadh. 1972 — 118 fórust með brezkri farþegaþotu í flugtaki frá Lund- únaflugvelli. 1956 — Nguyen Cao Ky flug- marskálkur verður forsætisráð- herra Suður-Víetnam. 1953 — Egyptaland verður lýð- veldi undir forystu Naguib hers- höfðingja — Suður-Kóreumenn sleppa 26.000 norður-kóreskum föngum. 1952 — Bretar kunngera áætlun um stofnun Mið-Afríkusambands- ríkis. 1928 — Kona flýgur í fyrsta sinn yfir Atlantshaf (Amelia Earhart). 1881 — Þjóðverjar, Austurrík- ismenn og Rússar stofna „Þríkeis- arabandalagið". 1823 — Jóhann VI ógildir stjórn- arskrá Portúgals frá 1822 eftir uppreisn gegn stjórn hans og missi Brazilíu. 1822 — Grikkir kveikja í skipi tyrknesks aðmíráls til að hefna fjöldamorða á Chios og dreifa flota Tyrkja. 1815 — Orrustan við Waterloo: Sigur brezkra hermanna Well- ingtons og prússneskra hermanna Bluchers á Napoleon Bonaparte. 1812 — Bandaríkin segja Bret- landi stríð á hendur. 1757 — Ósigur Friðriks mikla fyrir Austurríkismönnum við Kollin; 13.000 af 33.000 mönnum hans falla. 1429 — Orrustan um Patay. Afmæli. Robert Castlereagh vísi- greifi, brezkur stjórnmálaleiðtogi (1769—1822) — George Grote, enskur sagnfræðingur (1794— 1871) — Miklos Horthy, ungversk- ur flotaforingi & stjórnmálaleið- togi (1868-1957) - Richard Boone, bandarískur leikari (1917---) — Paul McCartney, brezkur bítill (1942-). Andlát. 1835 William Cobbett, stjórnmálaleiðtogi — 1871 George Grote, sagnfræðingur — 1902 Samuel Butler, rithöfundur — 1936 Maxim Gorki, rithöfundur. Innlent. 1849 Kollabúðarfundur — 1188 d Ari Þorgilsson sterki — 1787 f. Gísli Konráðsson — 1838 Sigurður Breiðfjörð dæmdur fyrir tvíkvæni — 1933 Bruggunarverk- smiðja finnst í Reykjavík — 1936 Kristján X kemur í heimsókn — 1944 Hátíðahöld í Reykjavík í tilefni lýðveldisstofnunar — 1972 „Hamranes" sekkur út af Jökli — 1890 f. Steingrímur Jónsson rfmstj. Orð dagsins. Guð umber vont fólk, en ekki að eilífu — Miguel de Cervantes, spænskur rithöfundur (1547-1616). Ólafur Vilhjálmsson á Thriumph með 302 Chevy-vél. Hann sigraði í „street altered"-flokknum. en setti einnig utan-keppni-brautarmet, 10,27 sek. Nýtt brautarmet sett í kvartmílukeppni í keppni kvartmíluklúbbsins sl. laugardag setti Olafur Vilhjálmsson nýtt brautarmet 10,27 sek. Eldra metið átti Örvar Sigurðsson 11,5 sek. sem hann setti sl. sumar. Keppt var í fjórum flokkum, „Street altered", sigurvegari varð Ólafur Vilhjálms; son á Thriumph, fékk tímann 10,89 sek. í „modified standard" flokknum sigraði Ólafur Björnsson á Ford Mustang á tímanum 13,47 sek. í „standard" flokknum þar sem keppt er á venjulegum bílum sigraði Árni Friðriksson á Ford Escort 2000 með tímann 17,28 sek. í mótorhjólaflokknum sigraði Guðsteinn Eyj- ólfsson á Hondu 1000, en hann fékk tímann 11,27 sek. Vegna ónógrar þátttöku varð að fella niður keppni í skellinöðruflokki. Að sögn Hálfdáns Jónssonar formanns Kvartmíluklúbbsins fór keppnin í alla staði vel fram og munu áhorfendur hafa verið um það bil 1500 talsins. Guðsteinn Eyjólfsson á Hondu 1000, sigurvegari i mótorhjólaflokki. hann rann skeiðiö á 11,27 sek. Ljúsm. Kristinn. Húsnæðismálastjórn: Samþykkt að lána hús- byggjendum 2649 millj. Á FUNDI húsnæðismálastjórnar hinn 10. júni sl. voru samþykkt- ar lánveitingar til húsbyggj- enda, sem samtals nema 2649 milljónum króna, segir i frétt frá Húsnæðismálastofnun rikis- ins. Er hér um að ræða frumlán, miðlán og lokalán og koma þau til greiðslu i júlí, ágúst og september nk. Lánveitingarnar skiptast þannig: Lokalán (3. hluti) eru veitt til greiðslu eftir 15. júlí nk. þeim umsækjendum til handa, sem fengu frumlán sín greidd 5. júlí á síðasta ári og miðlán sín greidd 20. janúar sl. Lánveiting þessi nemur samtals 315 millj. króna. Frumlán (1. hluti) eru veitt til greiðslu eftir 25. júlí nk. þeim umsækjendum til handa, sem sendu stofnuninni fokheldisvott- orð vegna ibúðabygginga sinna fyrir 1. marz sl. og áttu fyrirliggj- andi fullgildar og lánshæfar um- sóknir hinn 1. júní sl. Lánveiting þessi nemur samtals 918 millj. króna. Lokalán (3. hluti) eru veitt til greiðslu eftir 10. ágúst nk. þeim umsækjendum til handa, sem fengu frumlán sín greidd 1. ágúst á síðasta ári og miðlán sín greidd 1. febrúar sl. Lánveiting þessi nemur samtals 180 millj. króna. Lokalán (3. hluti) eru veitt til greiðslu eftir 1. september nk., þeim umsækjendum til handa, sem fengu frumlán sín greidd 1. september sl. og miðlán sín greidd 1. marz sl. Samtals nemur þessi lánveiting 210 millj. króna. Frumlán (1. hluti) eru veitt til greiðslu eftir 1. september nk., þeim umsækjendum til handa, sem sendu stofnuninni fokheldis- vottorð vegna íbúðabygginga sinna fyrir 1. mai sl. og áttu fullgildar og lánshæfar umsóknir hinn 1. júní sl. Samtals nemur þessi lánveiting 446 millj. króna. Miðlán (2. hluti) eru veitt til greiðslu eftir 5. september nk., þeim umsækjendum til handa, sem fengu frumlán sín greidd 5. marz sl. Samtals nemur þessi lánveiting 580 millj. króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.