Morgunblaðið - 17.06.1980, Page 43

Morgunblaðið - 17.06.1980, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980 23 Jón Þorbjörnsson markvörður Þróttar gripur vel inn i leikinn en hann varði oft vel i leiknum i gærkvöldi. Ljósm. Kristján Heppnissigur Valsmanna gegn sprækum Þrótturum ÞAÐ VAR enginn glans yfir 3—1 sigri Valsmanna gegn Þrótti á Laugardalsvellinum i gærkvöldi. Þróttarar léku nefnilega einn sinn besta leik í langan tíma og beinlinis óðu í færum i fyrri hálfleik. Valsmenn fundu sig hins vegar aldrei þrátt fyrir að sigurinn líti á pappírnum út fyrir að vera sanngjarn. Sigur- mörkin komu bæði á síðustu fimm mínútunum og var einkum annað þeirra slysalegt. Jón Þor- björnsson hafði þá hendur á lausu skoti Guðmundar Þor- björnssonar. skoti sem virtist stefna fram hjá markinu. Jón gat hins vegar varla vitað það, en hann missti knöttinn frá sér og Þorsteinn Sigurðsson, sem komið hafði inn á sem varamaður skömmu áður, var til staðar og skoraði auðveldlega. Staðan í hálfleik var 1 — 1. Þróttarar léku skynsamlega gegn Val, þeir börðust eins og ljón og voru komnir í Valsmennina um leið og þeir fengu knöttinn, þ.e. a.s., þeir gáfu þeim ekkert svig- rúm. Auk þess léku Þróttarar betur en maður hefur séð til Einkunnagjöfin Lið Þróttar: Jón Þorbjörnsson 6 Ottó Hreinsson 6 Rúnar Sverrisson 5 Sverrir Einarsson 6 Ágúst Hauksson 6 Jóhann Hreiðarsson 6 Harry Hill 7 Halldór Arason 6 Daði Harðarson 5 Páll Ólafsson 7 ólafur Magnússon 7 Baldur Hannesson (vm) ekki nógu lengi inn á. Lið Vals: ólafur Magnússon 7 Þorgrímur Þráinsson 7 óttar Sveinsson 5 Sævar Jónsson 6 Magnús Bergs 7 Magni Pétursson 4 Albert Guðmundsson 6 Guðmundur Þorbjörnsson 5 Matthías Hallgrímsson 7 Ilermann Gunnarsson 5 Jón Einarsson 5 Óli Danivals (vm) 5 Þorsteinn Sigurðsson (vm) 5 Dómari: Kjartan ólafsson 6 Þróttur: Valur þeirra í háa herrans tíð, er þeir fengu knöttinn. Þeir náðu foryst- unni á 13. mínútu. Var markið slysalegt frá sjónarhóli Vals- manna, knötturinn skrúfaðist þá upp í hendi Magna Péturssonar inni í vítateignum og Kjartan dómari Ólafsson gat ekki dæmt annað en víti. Daði Harðarson skoraði síðan af öryggi. Valsmenn svöruðu snarlega, eða aðeins fjór- um mínútum síðar, þá ætlaði einn varnarmanna Þróttar að senda knöttinn aftur til Jóns í markinu, en Jón var seinn að koma á móti og Matti stalst á milli og skoraði örugglega, 1—1. Segja má að um einstefnu hafi verið að ræða að marki Vals allt til leikhlés eftir mark Vals. Ólafur Magnússon varði tvívegis af mik- illi snilld þrumuskot frá Páli Ólafssyni og það þriðja frá Ólafi Magnússyni. Ólafur átti einnig slíkt þrumuskot í þverslá, að marksúlan nötrar líklega enn. En inn vildi knötturinn ekki. í síðari hálfleik var það enn lið Þróttar sem gaf tóninn, en á ýmsu gekk þó við bæði mörkin, þannig þurfti Jón Þorbjörnsson að taka á honum stóra sínum til þess að verja tvö góð skot frá Alberti Guðmundssyni. Hinu meginn á vellinum lá við sjálfsmarki, en Ólafur Magg varði naumlega er knötturinn hrökk af Magnúsi Bergs. Síðan kom reiðarslagið, sem um er getið fyrr í textanum, mark Þorsteins. Kom markið á 85. mínútu. Og á síðustu mínútu leiksins fékk Valur aukaspyrnu að gjöf frá Kjartani, Hemmi sendi á kollinn á Matta og í netinu söng knötturinn, 3—1. Níunda mark Matta í 6 leikjum. Lið Vals náði sér aldrei almennilega á strik í þessum leik, en slík lið eru líkleg til stórræð- ana, þ.e.á.s. lið sem vinna jafnvel þegar þau leika ekki sem best. Liðið lék oft vel úti á vellinum og brá oft fyrir sig skemmtilegum skiptingum, en lokasendingarnar fóru yfirleitt meira og minna í súginn. Þeir voru einna sterkastir þeir Þorgrímur Þráinsson og Magnús Bergs. Matti var hættu- legur eins og menn geta ímyndað sér. Þróttarar verða hins vegar að bíta á jaxlinn, þeir léku vel, en töpuðu. Hjá Þrótti voru bestir þeir Harry Hill og Páll Ólafsson. Aðrir voru jafnir. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild. Laugar- dalsvöllur Þróttur — Valur 1—3 (1-1) Mark Þróttar. Daði Harðarson (13. mín.). Mörk Vals. Matthías Hall- grímsson 2 (17. og 89.), Þorsteinn Sigurðsson á 85. mín. Gul spjöld: engin. — gg- STAÐAN STAÐAN í 1. deild er nú þessi: Valur 6 5 0 1 20-6 10 Fram 6 4 2 0 6-1 10 UBK 6 3 0 3 12-9 6 ÍBV 6 3 0 3 9-10 6 ÍA 6 2 2 2 5-7 6 ÍBK 6 2 2 2 6-9 6 Vikingur 6 13 2 6-7 5 KR 6 2 13 4-7 5 Þróttur 6 114 4-7 3 FH 6 114 7-15 3 Markhæstir eru: Matthías Hallgrimsson Val 9 Ingólfur Ingólfsson UBK 5 Sigurður Grétarsson UBK 3 Fjöldi leikmanna hefur skorað tvo mörk. Edmonton vildi fá Albert strax „Ég VAR hjá Edmonton Drillers í vikutíma, æfði með liðinu og likaði vel,“ sagði Albert Guð- mundsson, hinn sterki miðvall- arleikmaður Vals í viðtali við Mbl. í gærkvöldi, en hann er nýkominn heim frá Edmonton. „Mér leist ákaflega vel á allt hjá þessu félagi og þeim leist greini- lega vel á mig einnig, því þeir buðu mér samning þegar í stað. Ég sagði þeim hins vegar hvernig reglum KSÍ væri háttað og ekki kæmi til greina að ræða slíkt fyrr en í haust. Ég á von á því að heyra í forráðamönnum félagsins þegar halla tekur sumri, og ef þeir bjóða mér það sem ég get fellt mig við, þá reikna ég fastlega með því að slá til,“ bætti Albert við. Edmonton Drillers er sem kunnugt er sama félag sem Guð- geir Leifsson lék með á sínum tíma með góðum árangri. Ekki er að efa að Albert myndi styrkja slíkt lið mikið, en Valsmenn sjá þá Albert Guðmundsson væntanlega af enn einum leik- manninum. Meðal leikmanna Ed- monton má nefna Peter Nogly, fyrrum fyrirliða Hamburger. —gg. Ljósm. Kristján Á myndunum þremur hér að ofan má sjá markakóng 1. deildar jafna leikinn í gærkvöldi, 1 — 1, og skora þar með fyrsta mark Vals. Varðmaður Þróttar gaf á Jón markvörð, hann var seinn út úr markinu og Matthias fylgdi vel á eftir og náði boltanum og sendi hann i netið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.