Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1980 Minningarathöfn um Bjarna M. Gíslason rithöfund, sem andaöist í Skanderborg í Danmörku 31. mars sl., fer fram í Dómkirkjunni miðvikudaginn 18. júní n.k. kl. 13.30. Vandamenn. ensk gólf teppi frá Gilt Edge og CMC Vió bjóóum fjölbreytt úrval gólfteppa frá Gilt Edge og CMC til afgreióslu strax; og einnig má panta eftir myndalista meó stuttum afgreióslufresti. Festió ekki kaup á gólfteppum, án þess aó kynna yóur þessi gæóateppi þaó borgar sig. Landsb Islands. anareiknjlQ 5025 Veljum VIGDÍSI skrifstofa VIGDÍSAR FINNBOGADÓTTUR Laugavegi17 s: 26114-26590 utankjörstaðasími 26774 Jón Axel Pét- ursson fyrrver- andi bankastjóri Jón Axel Pétursson, fyrrverandi bankastjóri, sem á morgun verður kvaddur hinztu kveðju, var um flesta hluti óvenjulegur og minn- isstæður maður. Hann var á áttugasta og öðru aldursári, er hann lézt, og hafði um skeið átt við nokkra vanheilsu að búa. Hann hafði lifað langa og atorkusama ævi. Sjálfsagt hefur honum verið hvíldin kær. Hann hafði skilað íslenzku þjóðfélagi drjúgu dags- verki og mun iengi lifa í verkum sínum. Æviferill Jóns Axels Pétursson- ar er sagan um drenginn úr sjávarþorpinu, sem ungur hóf sjó- mennsku, aflaði sér skipsstjórn- arréttinda, sigldi erlendis, en kaus sér þann starfsvettvang að berjast fyrir bættum kjörum íslenzkrar alþýðu undir merkjum jafnaðar- stefnunnar. Hann var einn þeirra manna, sem hófst af sjálfum sér, dugnaði, hörku og eigin verðleik- um. Hann kom víða við og lifði það að sjá hugsjónir sínar rætast. Verkalýðsforingi, hafnsögumaður, bæjarfulltrúi í tvo áratugi og einn af helztu leiðtogum Alþýðuflokks- ins um enn lengra skeið, forstjóri stærsta útgerðarfyrirtækis á landinu, og loks bankastjóri aðal- viðskiptabanka þjóðarinnar. Vissulega langur og litríkur ferill. Jón Axel Pétursson var eldhugi. Hann lét engin verkefni vaxa sér í augum. Vandamálin voru til j>ess að leysa þau. Fastur fyrir, með ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Um slíka menn stend- ur oft styrr. Það var líka sjaldnast logn í kringum Jón Axel. Slíkt var honum ekki að skapi. Ýmsum samferðamönnum kann að hafa fundizt hann hrjúfur á ytra borði á stundum. En það fannst aðeins þeim sem ekki þekktu sjálfan manninn. Jón Axel Pétursson átti gott hjarta, sem er gulli betra. Ég sem þessar línur rita átti því láni að fagna að kynnast Jóni á unglingsárum mínum. Hann átti ævinlega holl ráð og leiðbeiningar, er leitað var eftir. Hann átti líka þá manngæzku, sem seint mun gleymast. Margt var það vinar- bragðið, sem hann sýndi mér, og enginn maður vandalaus reyndist mér betur en hann. Islenzkt þjóð- félag stendur í þakkarskuld við menn eins og Jón Axel Pétursson. Hann og hans líkar hafa lagt grundvöll þess iífs, sem þjóðin lifir í dag. Þá skuld ber okkur að gjalda með því að halda minningu þessara frumherja á lofti, þeirra, sem hófu þjóðina úr örbirgð tii bjargálna. Minningin um manninn Jón Axel Pétursson verður mér ævin- lega kær. Rausn hans og ræktar- semi gleymast ekki. Ástvinum hans og eiginkonu, Ástríði Einarsdóttur, sendum við Eygló samúðarkveðjur. Eiður Guðnason. síðan. Þegar börn okkar bættust í fjölskylduna, og síðar barnabörn- in, nutu þau öll sömu elsku og hlýju hjá afa á Hringbraut og ég hafði notið fyrir hálfri öld. Nú er hann allur. Eftir er það eitt að kveðja og þakka samferð- ina. Jón Axel Pétursson var minn- isstæður maður fyrir margra hluta sakir. Hann var dugmikill framkvæmdamaður harður í horn að taka og fylginn sér teldi hann ástæðu til, en jafnframt svo við- kvæmur í lund að fögur tónlist, eða annað sem snart hann, gat komið út á honum tárum. Margir eru þeir sem hann hefur stutt og hjálpað á ýmsan hátt á langri ævi, og hefur fjölskylda hans sannar- lega ekki farið varhluta af því. Maður, sem starfaði samtima Jóni við Reykjavíkurhöfn, sagði við mig fyrir ekki ýkja löngu: „Betri manni en Jóni Áxel Péturssyni hefi ég aldrei kynnst". Víst er um það að hann var sannur maður. Ég og fjölskylda mín þökkum að leiðarlokum tryggðina og um- hyggjuna, ástúðina og drengskap- inn frá fyrstu kynnum til hinsta dags. Megi siglingin verða honum greið í höfn á friðarlandi. Guðmundur Jónsson Með Jóni Axel Péturssyni er fallinn í valinn stórbrotinn og eftirminnilegur persónuleiki. I nær hálfa öld var hann áberandi maður í borgarlífi höfuðstaðarins vegna afskifta af félagsmálum, þátttöku í stjórn bæjarmálefna, umfangsmiklum framkvæmda- stjórastörfum í Bæjarútgerð Reykjavíkur og loks sem banka- stjóri Þjóðbankans síðustu starfs- árin. Alls staðar sópaði að Jóni Axel enda var hann harðsækinn baráttumaður fyrir þau málefni er hann lét sig varða. Hann gat stundum virst hrjúfur á ytra borði, skapið var stórt og heitt en hjartað var gott er undir sló. Enginn sem þekkti Jón Axel gat efast um hreinskilni hans og drengskap. Jón náði háum aldri, lést á 82. aldursári og urðu síðustu árin þessum mikla kjark- og dugnað- armanni örðug vegna vaxandi vanheilsu. Hann kom á langri ævi viða við sögu. Ungur maður reynd- ist hann móður sinni og systkinum slikur drengur er faðir hans féll frá að lengi var á orði haft. Hann gerðist sjómaður, aflaði sér skip- stjórnarmenntunar og varð síðar hafnsögumaður í Reykjavík. Hann var bæjarfulltrúi í Reykjavík frá 1934—1954 fyrir Alþýðuflokkinn og var þar atkvæðamikill talsmað- ur stefnu sinnar og flokks. Beitti hann sér m.a. af miklum dugnaði fyrir stofnun Bæjarútgerðar Rey- kjavíkur, enda voru atvinnumálin jafnan efst á óskalista Jóns í bæjarmálum. Þegar BÚR tók til starfa varð Jón Axel þar fram- kvæmdastjóri og er enginn vafi á að hann naut sín afburðavel í því starfi. Síðar var svo Jón Axel kvaddur til bankastjórastarfa í Lands- banka Islands og reyndist þar sem annars staðar ötull og traustur stjórnandi. Er ég ekki grunlaus um að Jón Axel hafi í því starfi reynst óskabarni sínu, Bæjarút- gerð Reykjavíkur, haukur í horni, þegar erfiðleika bar að höndum, og tæpast stóð með að halda útgerðinni á floti. Við Jón Axel bárum ekki gæfu til samþykkis í stjórnmálum, þótt báðir teldum við okkur verka- lýðssinna og hefðu um skeið starf- að hjá heildarsamtökum íslenzkr- ar alþýðu, Alþýðusambandi ís- lands. En þrátt fyrir ágreining og deilur sem upp hlutu að koma í bæjarstjórn og gátu stundum orð- ið nokkuð harðar, áttum við Jón góða samvinnu um margt ekki síst að því er varðaði Bæjarútgerð Reykjavíkur er hann var þar framkvæmdastjóri en ég í útgerð- arráði. Ég mat Jón Axel jafnan mikils vegna hreinskiftni hans og marg- háttaðra mannkosta og mér er söknuður í huga við fráfall hans, en einnig þakklæti fyrir langa og minnisstæða viðkynningu. Ég sendi eiginkonu hans, Ástríði Ein- arsdóttur og öðrum ástvinum ein- læga samúðarkveðju um leið og ég bið minningu Jóns Axels blessun- ar. Guðmundur Vigfússon. Norðurlandamótið í bridge: Slakur árangur hjá íslenzku liðunum NORÐURLANDAMÓTIÐ í bridge var haldið í Norrköping í Svíþjóð dagana 8.—13. júní sl. og var ísland meðal þátttakenda í kvenna- og opnum flokki. Höfnuðu bæði liðin í neðsta sæti eftir slæma byrjun í mótinu. Enn í dag man ég glöggt hve hiýlega Jón Axel Pétursson vék að mér, þegar ég átti erindi við einhvern hafnsögumanninn forð- um daga, er ég var sendill ungur að aldri. Alla tíð siðan hefur mér þótt, að nokkuð megi dæma fólk eftir framkomu þess við börn, og ég hef ekki haft ástæðu til að skipta um skoðun. Nánar kynntist ég Jóni fyrir rúmum 35 árum, er ég og dóttir konu hans af fyrra hjónabandi, ákváðum að ganga saman veginn til framtíðarinnar. Mig grunar að þeim hjónum hafi ekki meira en svo litist á þennan ráðahag, — mannsefnið stundaði söngnám, og það var sannarlega ekki gæfulegur atvinnuvegur, sem blasti við. Um það féllu þó engin orð svo ég vissi, og blessun þeirra og stuðningur fylgdu okkur æ Spilaðar voru tvær umferðir og eftir fyrri umferðina var karlaliðið með eitt mínusstig. í seinni umferðinni gekk betur og sigraði sveitin þá Dani og Finna. Norðmenn sigruðu með yfir- burðum í opna flokknum, hlutu samtals 131 stig. Danir -urðu í öðru sæti með 88 stig, Svíar hlutu 81 stig, Finnar 59 stig og íslendingar 30 stig. Konurnar unnu einnig tvo leiki gegn sömu þjóðum og karlaliðið. í þessum flokki voru gestgjafarnir í sérflokki og hlutu 91 stig. Finnsku konurnar urðu í öðru sæti með 60 stig, dönsku konurnar þriðju með 52 stig, og íslenzku konurnar hlutu 30 stig eins og karlaliðið. Áttu konurnar öllu meiri möguleika á að ná í verðlaunasæti en karlarnir. Mjög góður aðbúnaður var a spilastað og þrátt fyrir mót- læti við spilaborðið var góður liðsandi hjá báðum liðum. Mikill hiti var í Norrköping á meðan keppnip fór fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.