Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1980 Skólafólki sagt upp þar sem fastráðnir fresta sumarleyfum FORYSTUMENN margra frystihúsa sátu á fundum um helgina og ræddu stöð- una. Margir hugleiða nú að senda starfsfólk í sumarleyfi og aðrir hafa orðið að grípa til upp- sagna sumarfólks eins og t.d. Bæjarútgerðirnar í Reykjavík og Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu frystihúsin í Vestmanna- eyjum grípa til lokunar upp úr miðjum júlí og senda starfsfólk í sumar- frí í a.m.k. einn mánuð. Starfsfóik í frystihúsum hefur margt dregið að fara í sumarleyfi vegna óvissunnar í þessari at- vinnugrein. Hefur það víða skapað erfiðleika, þar sem sumarfólk hafði verið ráðið. Sömu sögu mun vera að segja af fiskveiðiflotanum, en margir skólapiltar höfðu fengið Hlaut 2. stigs brunasár MORGUNBLAÐIÐ spurðist fyrir um líðan mannsins sem lenti í bruna í Hafnarfirði aðfaranótt sl. laugardags. Hann hlaut 2. stigs brunasár aðallega á herðum og baki og leið eftir atvikum á gjörgæzludeild Landspítalans í gær, en hann er ekki í lífshættu. Maðurinn heitir Frímann Jó- hannsson, 30 ára gamall. loforð um sumarpláss, sem enn hafa ekki losnað. Eins og áður hefur verið greint frá var starfs- fólki sagt upp hjá ísafold í Siglu- firði fyrir helgi og þá var einnig um 60 manns sagt upp hjá BÚR. I gær var síðan 50 unglingum sagt upp hjá BÚH. Fulltrúi íslands: Utan til þátttöku í Miss Universe Guðbjörg Sigurðardóttir fulltrúi íslands í keppn- inni Ungfrú Alheimur hélt utan í gær til þátttöku í keppninni sem fram fer í Suður-Kóreu 8. júlí. Þátttakendur eru frá 80—90 þjóðlöndum. Guðbjörg er tuttugu og tveggja ára gömul Reykja- víkurmær. Steingrímur Hermannsson um stöðu frystihúsanna: Fiskverðshækkun kaU- ar á gengisbreytingu ÞAÐ ER alveg Ijóst að staða frystihúsanna er erfið og að mínu mati þarf það ekki að koma neinum á úvart. sagði Steingrímur Ilermannsson sjávarútvegs- ráðherra i samtaii við Morgunhlaðið í gær. en hann er nýkominn heim úr ferð til Bandaríkjanna. Steingrímur sagði, að fiskverðs- og launaha'kkun 1. júní síðastliðinn kaliaði á gengishreytingu og menn yrðu að gera sér grein fyrir því. Það læknaði þó ekki alian vandann, sem væri margþættur. Frystihúsin voru að mati Þjóð- hagslífi. Hins vegar hafa gæði okkar hagsstofnunar rekin á núlli fyrir síðustu hækkun og það var því ekki svigrúm fyrir fiskverðshækkun, sagði sjávarútvegsráðherra. — Hins vegar var tekið tillit til þess, að sjómenn höfðu ekki fengið sambærilegar hækkanir og landverkafólk í þrjú skipti, og því var ekki talið fært annað en að samþykkja sömu hækkun til þeirra og annarra nú. Ofan á þetta bætast svo mörg önnur vandamál, sem hafa verið að hrannast upp, og er vonandi að mönnum fari að verða þau ljós. — I fyrsta lagi eru það markaðs- málin, en markaðurinn í Bandaríkjun- um er nú mjög erfiður, einkum vegna harðnandi samkeppni frá Kanada- mönnum, sem aukið hafa gæði sinnar framleiðslu verulega, og vegna al- menns samdráttar í bandarísku efna- Engir sameiginlegir frambjóðendafundir MORGUNBLAÐIÐ innti óskar Friðriksson á kosningaskrifstofu Péturs Thorsteinssonar eftir því í gær. hvað liði hugmyndinni um sameiginlega framboðsfundi frambjóðenda. Óskar sagði að ljóst va*ri að ekki yrði af sameig- inlegum fundum, því aðeins eitt bréf hefði borizt. frá stuðnings- fólki Vigdísar Finnbogadóttur. þar sem hugmyndinni var vel tekið, að þvi tilskildu. að allir frambjciðendurnir yrðu ma*ttir til leiks. framleiðslu fallið að sumu leyti í miklum aflahrotum og það þurfum við að iaga, bæði þurfum við að hreinsa bein betur úr fiskinum og nota minna af þunnildum í blokkina. Ég vil þó jafnframt segja það, að í för minni vestur, varð ég mjög hrifinn af því, sem okkar menn eru að gera þarna og tel okkar fyrirtæki í Bandaríkjunum vera til fyrirmyndar. — Þá er sú fiskveiðistefna vitlaus, eins og ég er margbúinn að segja, sem gerir ráð fyrir að veiða meginhlutann af þorskinum á 3—4 mánuðum. Svo þurfum við að geyma fiskinn svo mánuðum skiptir með miklum vaxta- og geymslukostnaði. Þetta er ekki rétt stefna, og ég held að við þurfum að stokka mjög upp spilin og tengja miklu betur saman veiðar, vinnslu og markaðsmál. Þá verðum við að auka stórlega viðleitni okkar til sölu á öðrum mörkuðum og kanna nýjar leiðir í því sambandi, eins og t.d. að flytja ísaðan fisk með flugi á dýra markaði. — Gengisfelling er náttúrulega ekkert ráð, en ef við höldum áfram að hækka allt verðlag og kaup ársfjórð- ungslega, þá held ég að bezt sé, að menn skilji, að það hlýtur að koma niður á okkar útflutningsafurðum, hverjar sem þær eru. Við erum ekki einir í heiminum. Verðbólgan stoppar ekki við fiskverðið, hún heldur áfram hringinn og aðalatriðið er að sjálf- sögðu að hægja á verðbólgunni. Staða frystihúsanna er ákaflega breytileg. Sumar vinnslustöðvar hafa unnið mikið í skreið og saltfisk og koma vel út. Það er enn ein spurning í þessu hvort við eigum ekki að leggja meiri áherzlu á það, sem selst bezt. Skreiðin er t.d. núna mjög góð sölu- vara. Hins vegar eru það húsin, sem eru eingöngu með frystingu og þurfa núna að senda skipin á skrap, sem eru í mjög erfiðri aðstöðu og engin gengisfelling bjargar þeim á þessari stundu. Ég vara við því, að það eigi að hlaupa með gengið eftir árstíðabundn- um erfiðleikum. Hins vegar verður vitanlega að skoða stöðuna eins og hún er í dag, og það er alveg Ijóst að fiskverðshækkunin 1. júní kallar á gengisbreytingu, sagði Steingrímur Hermannsson að lokum. Grásleppuvertíðin mjög misjöfn eftir stöðum: Verðið 10% hærra í dollurum en í fyrra GRÁSLEPPUVERTÍÐIN hefur verið i slöku meðallagi í ár að sögn Guðmundar Lýðssonar hjá Samtök- um grásleppuhrognaframleiðenda. Vertið er nú um það bil að ljúka á Norðausturlandi. en stendur hins vegar til 18. júlí á Suðvesturlandi. Fyrir tunnuna af grásleppuhrognum fást nú 330 dollarar eða sem nemur um 150 þúsund krónum fyrir tunn- una. Er um 10% verðhækkun í dollurum að ræða síðan í fyrra. Guðmundur Lýðsson sagði það vekja athygli manna, hversu breytilegur afli væri frá einum stað til annars innan sama svæðis. Þannig hefði t.d. verið góð vertíð frá Raufarhöfn, en hins vegar hefði vertíðin á Kópaskeri að- eins gefið um fjórðung þess, sem fékkst í fyrra. Vertíðin hefði verið frekar léleg frá Þórshöfn, en ailgóð frá Bakkafirði. Kenndu menn veðurfari og ríkjandi vindáttum í vor um, hversu afli hefði verið misjafn í þessum landshluta. Suðvestanlands sagði Guð- Fjölbreytt dagskrá á 17. júní AÐ VENJU verður fjölbreytt hátíöar- og skemmtidagskrá víða um land í dag 17. júní. 1 Reykjavík hefst dagskráin með hefðbundnu sniði. Hátíðina setur Þorsteinn Eggertsson formaður Þjóðhátíðarnefndar, á Austurvelli, um kl. 10.40. Forseti Islands dr. Kristján Eldjárn mun síðan leggja blómsveig að mir.nisvarða Jóns Sigurðssonar við Austurvöll. Um morguninn leika Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts og Skólahljómsveit Lar?arnesskóla við elliheimili og sjúkrahús víðs vegar um borgina. Ýmislegt verður til skemmtunar, fyrir jafnt unga sem aldna. í Nauthólsvík verður fólki gefinn kostur á að kynna sér siglingaíþróttina. Við Kjar- valsstaði verður „Trúðaleikur" þar sem koma fram ýmsir skemmtikraftar. „Hopp og hí“ verður á Melavelli kl. 14 en þar verða bæði glímu- og hestasýn- ingar. Á Lækjartorgi verður fjölskylduskemmtun kl. 16 undir stjórn Stefáns Baldurssonar, þar sem margir kunnir skemmti- kraftar koma fram. Að loknum skemmtunum á Melavelli og við Kjarvalsstaði verður skrúð- gan a frá báðum þessum stöðum að útiskemmtuninni að Lækjar- torgi. Loks er þess að geta að félagar í Fornbílaklúbbi íslands aka bifreiðum sínum umhverfis Tjörnina og að Melavelli um kl. 17, þar sem háð verður aksturs- keppni. Kópavogur Að venju á 17. júní leikur Hornaflokkur Kópavogs við Kópavogshælið kl. 10.00, en að þ'ú loknu hefst víðavangshlaup Breiðabliks. Um kl. 13.30 hefst hátíðar- dagskrá á Rútstúni. Um kvöldið verður dansleikur í porti Kópa- vogsskóla, þar sem ýmsar hljómsveitir úr Hornaflokki Kópavogs leika til að mynda rBig Band“ Gunnars i Ormslevs. Dansleiknum lýkur um kl. 23.00. Carðabær TJm morguninn verður siglingakeppni á Arnarvogi, auk þess verður íþróttakeppni á íþróttavellinum. Einnig verður fénahylling við Garðakirkju fyrir guðsþjónustu sem hefst kl. 11.00. Um tvöleytið hefst skrúð- ganga sem endar við Garðaskóla bar sem útihátíðin verður sett og flutt verða ávörp, auk þess sem Léðrasveitin Svanur leikur á niilli atriða. Að því loknu verður fjölbreytt skemmtidagskrá í íþróttahúsinu. Hátíðarhöldun- um í Ásgarði lýkur um kl. 20.30. Hafnarfjörður Á Kaplakrikavellinum verður frjálsíþróttakeppni um morgun- inn fyrir börn á aldrinum 7—14 ára. Einnig verður skemmtun um morguninn við Lækjarskóla. Þar verður bátaleiga við Tjörn- ina, reiðhestar teymdir undir börnum og Tívoli. Að lokinni skrúðgöngu verður guðsþjónusta í Hellisgerði. Að lokinni guðsþjónustunni verður gengið sem leið liggur um mið- bæinn ao Lækjarskóla þar sem hátíðardagskrá verður. Að því búnu verður leikur í handknatt- leik á milli FH og Hauka. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur á milli atriða undir stjórn Hans Ploters. Um kvöldið verður kvöldskemmtun við Lækjarskóla með fjölbreyttri dagskrá. Akureyri Hátíðarhöldin á Akureyri hefjast kl. 8 með því að fánar verða dregnir að húni. Um kl. 9.30 mun blómabíll aka um bæinn með Kötlu Maríu, skrautsigling verður kl. 10.30 á Pollinum í umsjón Nökkvafé- laga. Kl. 13.30 leikur Lúðrasveit Akureyrar á Ráðhústorgi undir stjórn Stefáns Bergþórssonar. Um kl. 14 verður skrúðganga að íþróttasvæði og verður hátíðin s"tt þar kl. 14.30 að undangeng- inni fánahyllingu. Þar verður m.a. helgistund, fimleikar, djass, fallhlífarstökk, hestar fyrir börn og hljómsveitin Þjóðþrif. Barnaskemmtun verður á Páðhústorgi kl. 16.15 og kl. 18 v jrður diskódansleikur á íþróttavellinum. Um kvöldið verður skemmtun á Ráðhústorgi þar sem m.a. koma fram Karla- kórinn Geysir, Þjóðþrif, Lúðra- sveit Akureyrar, Birgir og Anna María, Halli, Laddi og Jörundur og síðan verður dansað til kl. 1. mundur, að vel hefði gengið hjá Akurnesingum, sæmilega í Reykjavík, en vertíðin verið undir meðallagi hjá Hafnarfjarðarbátum. Guðmundur tók fram, að hann hefði ekki nákvæmar fréttir um aflabrögð, en svona virtist sér dæmið líta út í grófum dráttum. — Verð á grásleppuhrognum hefur hækkað um 10% frá því sem var í fyrra og var ekki vanþörf á, því allur tilkostnaður hefur aukizt veruiega, sagði Guðmundur Lýðsson. — Við höfum se!t tunnuna á 330 dollara í ár og ég held ég megi segja að búið sé að selja langmest af því, sem framleitt hefur verið. Ég held að frekar verði um vöntun að ræða á markaðnum heldur en hitt og verðið gæti því hækkað eitthvað örlítið frekar en það lækkaði, en í vor var okkur legið á hálsi fyrir að setja 330 dollara á tunnuna menn héidu það vera of hátt verð. — Norðmenn og Kanadamenn und- irbjóða okkur eins og venjulega. Norð- menn bjóða tunnuna á 310-320 dollara og Kanadamenn selja sín hrogn á 330 Kanadadollara, en dollarinn þeirra er skráður á rétt rúmar, 400 krónur, meðan Bandaríkjadalur er kominn yfir 460 krónur. Veiðar Norðmanna hafa ekki gengið eins vel í ár og í fyrra og sömu segja er að segja um veiðar Kanadamanna, þannig að horfurnar eru góðar hjá okkur að mínu mati, sagði Guðmundur Lýðsson. Á síðasta ári voru flutt út 1381 tonn af grásleppuhrognum og eru að meðal- tali 105 kíló í tunnu. Meðalframleiðsla áranna frá 1970 hefur veriö 1400 tonn. Langmest af framleiðslunni fer til Danmerkur og var t.d. í fyrra 803 tonn, en grásleppuhrogn voru flutt út tii 8 landa og voru Bandaríkin næst í röðinni með 113 tonn. Útflytjendur grásleppuhrogna eru um 10 talsins og er Sambandið trúlega þeirra stærst í ár. Islendingar eru með 55—60% af framleiðslu grásleppuhrogna. * I gæzluvarðhald TÆPLEGA fimmtugur Reykvikingur hefur verið úrskurðaður í 60 daga gæzluvarðhald og gert að sæta geð- rannsókn vegna kynferðisafbrots, sem hann framdi gagnvart 10 ára dreng sl. iaugardagskvöld. Maðurinn tældi drenginn inn í íbúð sína og hafði uppi kynferðislega til- burði gagnvart honum. Þegar drengur- inn slapp frá manninum, sagði hann foreldrum sínum hvað gerzt hafði og var maðurinn þá handtekinn. Maður þessi, sem er fjölskyldumaður hefur a.m.k. tvívegis áður gerzt sekur um afbrot af svipuðu tagi gagnvart ungum drengjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.