Morgunblaðið - 17.06.1980, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 17.06.1980, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980 17 Aðalsteinn Jochumsson: Ríkisfjölmiðlar gagn- rýndir — konurn- ar fram í dagsljósið JÓN Ásgeirsson fer fram á ritvöll- inn í Morgunblaðinu og síðan í Dagblaðinu með sömu greinina, þar sem hann gagnrýnir harðlega ríkisfjölmiðlana við forsetakosn- ingarnar sem í hönd fara. Hann þekkir þetta vel, hefur sjálfur verið fréttamaður við ríkisfjöl- miðil, svo og ritstjóri í Kanada og er nú stuðningsmaður Péturs. Af þessu mætti marka, að ýmis- legt væri rétt í því, sem Jón beinir í gagnrýni sinni á ríkisfjölmiðla. Látum svo vera og Jón um það. í þessum fáu orðum vildi ég mega beina eftirfarandi til stjórn- enda sjónvarpsins, sem ég tel lang áhrifamesta ríkisfjölmiðilinn og sem vitað er að hefur beinlínis haft úrslitaáhrif í forsetakosning- um í Bandaríkjunum og alþingis- kosningum hjá okkur. 1. Hvers vegna er sjónvarpið að eyða föstudagstíma í það að fá tvo lögfræðinga til að rabba um og skýra fyrir sjáendum og hlustend- um stöðu, vald og eðli forsetaemb- ættisins? Fullyrða má að þetta sé óþarfi gagnvart 90% kjósenda. 2. Væri ekki nær að sjónvarpið gæfi konum forsetaframbjóðend- anna tækifæri til að tjá sig og sýna sig í sjónvarpinu og mætti þá leyfa Vigdísi að vera með — af því að hún er kona? 3. Hvers vegna ætlar sjónvarp- ið sjálft að velja spyrlana á forsetaframbjóðendurnar? Þetta má teljast óréttlátt. Það eina rétta í þessum efnum, sem fyrirbyggt getur allar „uppákomur" getsakir og gagnrýni er, að hver frambjóð- andi megi velja einn spyril, sem ekki má spyrja þann, sem valið hefur viðkomandi. Við stuðningsmenn Aiberts skorum á hina að standa með okkur í því, að konur frambjóð- endanna fái tækifæri tii að sýna sig og reyna í sjónvarpinu þvi að svo sannariega er ekki sama hver verður húsfrúin á Bessastööum. Áfram ísland i þeim efnum sem öðrum. Aðalsteinn Jochumsson Kaplaskjólsvegi 2 Svæsin saga frá Uruguay Sao Paulo. Brasillu. 13. jilnl. AP. „ÉG pyntaði fólk þegar ég var í hernum i Uruguay,“ sagði Hugo Walter Garcia, fyrrum óbreyttur hermað- ur, áður en hann hélt til Evrópu flugleiðis á fimmtudag. Garcia, sem er tuttugu og þriggja ára að aldri, hefur í hyggju að fara huldu höfði i Evrópu ásamt fimmtán mánaða gömlum syni sínum. Áður en Garcia lagði upp, sagði hann frétta- mönnum, að einn leiðbeinenda hans hefði verið bandarískur ríkisborgari og nefndi nokkra liðsfor- ingja hersins, sem enn beita pyntingum í Uruguay. Eftir að Garcia var leystur undan herþjónustu í desember, vann hann í Montevideo, höfuð- borg Uruguay, en vinur hans í hernum varaði hann við og kvað hann vera í hættu, þar eð hann vissi of mikið. Tók hann þá það ráð að flýja til Brasilíu í febrúar þar sem mannréttindasamtök í Sao Paulo hjálpuðu til að útvega honum vegabréfsáritun til Evr- ópu. ’ -•** Mman Fréttum ber ytinem _______ að Uruguay hafi tekið upp grimmdarlegustu árásarherferð gegn vinstrisinnuðum andófs- mönnum, sem um getur í Suð- ur-Afríku. í Uruguay „þýða yfir- heyrslur pyntingar" segir Garcia. Einn leiðbeinendanna, er sérhæfir sig í því að stinga nálum undir neglur fórnar- lamba, er Bandaríkjamaður, bætir hann við. Nýliðar fá að æfa sig á lifandi fórnardýrum. Auk nála fá þeir að beita „dýfingum" og raflosti. Garcia var ófáanlegur til að upplýsa hvaða land hefði ákveðið haeli sem póli- að veita nuuu... tískum flóttamanni. Magnús Kjartansson: Land þjóð og tunga Frá því sögur hófust hérlendis hefur verið ástundaður mannjöfn- uður, svo sem lesa má af fornum skinnbókum. í Eyrbyggja sögu seg- ir: „Þar var ölteiti mörg, þar var talað um mannjöfnuð, og hver þar væri göfugastur maður í sveit og mestur höfðingi og urðu menn þar eigi á eitt sáttir, sem oftast verður ef um mannjöfnuð er talað.“ Þar sem rætt er um mannjöfnuð til forna er ölteiti tíðast nefnt í sömu andrá og þarf raunar ekki að vera tiltökumál. Svo er vísast enn, þegar boðið er til mannjafnaðar um forsetaefni, en einnig kemur til ofstæki sem leiðir til verri fáryrða en ölið. Mættu íslensk blöð muna að svo má einn lofa að aðrir séu ei lastaðir. Til þess að stunda mannjöfnuð er þörf mælikvarða, og hann er að finna hjá íslenskum skáldum. Ég fletti upp í bók Snorra Hjartarson- ar eins og oft endranær og finn fljótlega það sem ég leita. „Land þjóð og tunga. þrennina sflnn og ein, þér var ég ftefinn barn á móðurkné.** Þetta eru þeir þættir sem gera okkur að íslendingum, og þessi er því mælikvarði minn. Landið okkar er miklu meira en landslag, það er einnig örnefni og saga, og þeir eðliskostir breyta landslagi í ætt- jörð. Af þeim ágætu mönnum sem nú bjóða sig fram til forseta þekkir Vigdís Finnbogadóttir landið okkar best, hefur um langt árabil starfað að því að kanna það og kynna; það er samgróið henni eins og flestum okkar. Þó sker tungan úr. Hún er sérkenni sem öðrum er ekki gefið á heimskringlunni, sífrjó þó hún sæki næringu sína í djúpstæðar stólpa- rætur og marggreindar trefjaræt- ur. Meðan landsmenn rækja tungu- tak sitt verða þeir íslendingar. Tungan gerði okkur að þjóð meðan við lutum erlendum yfirvöldum, og svo mun enn verða. Sagt er að það sé forsetaprýði að kunna skil á erlendum tungumálum og síst skal ég vanmeta það. Hitt skiptir þó öllu að forseti tali og skrifi íslensku, í senn alþýðlega og tiginborna, laus við stofnanahröngl og regling. Þannig er tungutak Vigdísar Finn- bogadóttur. Af þessum sökum kýs ég Vigdísi. Nafn hennar merkti í öndverðu orustudís, og hún ER vigdís í þágu lands þjóðar og tungu. Sá var forðum háttur íslendinga að ávarpa þjóðhöfðingja í stuðluðu máli. Ég fylgi þeim sið og vona að ég eigi afl til að gera mál mitt að áhrínisorðum: Það er ljóst ég þig kýs, þekkilega Vigdis glaða. Hinir verða hlessa er hleypir þú til Bessa- staða. 16da júní 1980, Magnús Kjartansson. Ökukennarar velja MAZDA 7á» et «'r' .euWT**°Get nú aftui * á Ma Langflestir ökukennarar sem auglýsa reglulega í dagblööum kenna á MAZDA. Af hverju? Vjö tókum einn þeirra tali: „Ég mæli meö MAZDA“. „Ég kaupi MAZDA vegna þess aö mór líkar sórstaklega vel viö þessa gerö bifreiöa. MAZDA hefur reynst mór mjög hagkvæmur í rekstri, eyöslu- grannur og algjörlega bilanafrír. Auk þess er MAZDA sórstaklega lóttur og lipur í akstri og hentar því vel til ökukennslu. Þá hef ég frá fyrstu tíö fengiö mjög góöa þjónustu hjá öllum deildum Bflaborgar h.f. Ég get því heilshugar mælt meó MAZDA“ Guömundur G. Pótursson ökukennari Hagkvæmur í rekstri — eyöslugrannur — bilanafrír — léttur og lipur í akstri — góö þjónusta. Þetta eru þau oró sem oftast heyrast þegar talaö er um MAZDA. Þú getur því treyst MAZDA. BÍLABORG HF. SMIDSHÖFDA 23 sfmar: 81299 L

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.