Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980 Fram fékk á sig fyrsta markið — Og Víkingar hirtu einnig stig af toppliðinu FRAM fékk loks á sig mark á íslandsmótinu i knattspyrnu, er liðið mætti Víkingi á Laugardals- vellinum um heÍKÍna. Ok ekki nÓK með það, heldur tapaði Fram sinu öðru stitíi á mótinu til þessa. Leiknum lauk 1 — 1 og voru bæði mörkin skoruð í fyrri hálfleik. Það sem einkum vakti athygii manna var, að af marki Víkings lagði ramman rangstöðuþef ojí var leitt fyrir Framara að fá á sík siíkt mark cftir að hafa haldið hreinu 5 leiki. Þetta jafn- aðist hins vegar út. þegar að dómari leiksins Þorvarður Björnsson tók að því er virtist fullkomlcKa löglegt mark af Vík- inKum i síðari hálfleik og verður það rætt nánar síðar í þessari Krein. Framarar stilltu upp án Trausta Haraldssonar og var fljótlega sýnt, að vörn liðsins var ekki alveg eins sterk og verið hefur upp á síðkastið. Engu að síður áttu Framarar fyrsta hættu- lega tækifærið, Guðmundur Steinsson komst þá í gott færi, en skaut beint í Diðrikí markinu. Víkingarnir voru framan af með frískara móti og með Lárus Guð- mundsson í broddi fylkingar, gerðu þeir nokkrum sinnum harða hríð að marki Fram. Þeir skoruðu mark sitt á 20. mínútu. Lárus Guðmundsson og Hinrik Þór- hallsson, bestu menn Víkings í leiknum, prjónuðu sig þá laglega í gegn um vörn Fram. Hinrik var hins vegar ákaflega rangstöðu- legur er hann fékk sendingu frá Lárusi inn fyrir vörn Fram. Valur Ben var á línunni og fannst ekkert athugavert við staðsetningu Hinriks, sem hélt fyrir vikið áfram, lék á Guðmund Baldursson í marki Fram og sendi til Lárusar sem skoraði auðveldlega í tómt markið, 1—0 fyrir Víking. Framarar hresstust mjög við áfallið og klúðruðu tveimur dauðafærum áður en að þeim Fram Víkingur tókst að jafna. Fyrst fékk Guð- mundur Torfason knöttinn í góðu færi rétt fyrir utan markteig Víkings, en var heila eilífð að leggja tuðruna fyrir sig og rann því allt út í sandinn. Ljótara var það hjá Guðmundi Steinssyni skömmu síðar, en hann brenndi þá hrikalega af í dauðafæri. Á 31. mínútu lék Guðmundur síðan á tvo varnarmenn Víkings, komst að endamörkunum, en reyndi skot þaðan í vonlitlu færi í stað þess að renna knettinum út í teiginn þar sem þrír markagráðugir félagar hans biðu máltíðar sinnar. Jöfnunarmarkið var stórglæsi- legt, en þar var á ferðinni náungi sem þekkir leiðina í netið. Það var á 41. mínútu, að há fyrirgjöf kom fyrir mark Víkings frá vinstri. Guðmundur Steinsson skallaði knöttinn niður til Kristins Jör- undsonar, sem „negldi“ viðstöðu- laust í bláhornið með miklum tilþrifum. Framarar urðu fyrir því áfalli að missa Guðmund Baldursson markvörð út af í hálfleik, en hann missteig sig illa strax á 1. mínútu leiksins. Það voru síðan mistök varamarkvarðarins Júlíusar Marteinssonar, sem leiddu til marks sem dæmt var af á vafa- sömum forsendum. Það var á 52. mínútu leiksins. Þórður Marelsson sendi þá háa sendingu inn að marki Fram frá hægri vængnum. Júlíus hljóp út og hugðist grípa knöttinn, en eins og vill koma fyrir, þá tókst það ekki. Hann missti knöttinn inn fyrir sig og Kristinn Atlason hljóp þá til að hugðist spyrna frá marki. Það tókst ekki betur en svo, að knött- urinn virtist fara af andliti Hin- riks Þórhallssonar í netið. Þor- varður var hins vegar einn þeirra fáu sem áleit að knötturinn hefði farið í hendi Hinriks en ekki andlit. En þetta mark Hinriks, mark sem ekki var mark, kom gegn gangi leiksins, því að segja má að Framarar hafi sótt látlaust fyrstu 15 mínútur síðari hálfleiks. Að- eins eitt færi fengu Framararnir þó, Pétur Ormslev komst einn í gegn, en færið var þröngt og Diðrik bjargaði vel með úthlaupi. Sókn Fram fjaraði síðan smám saman út og leikurinn jafnaðist mjög. Hins vegar var boðið upp á lítið annað en hlaup og spörk fram og tilbaka síðasta hálftímann. Bæði liðin tóku þó eina og eina rispu, en ekkert til þess að tíunda. Þeir Lárus Guðmundsson og Hinrik Þórhallsson voru lang- bestu menn Víkings í þessum leik, báðir tveir leiknir með afbrigðum og reyna að leika knattspyrnu, oft með góðum árangri. Diðrik var einnig öruggur í markinu, en aðrir voru minna áberandi. Framarar byggðu flest sitt að venju upp á hinni sterku vörn sinni. Hún var þó ekki eins sannfærandi og áður, en menn stóðu þó fyrir sínu. Miðjuspil liðsins var lítt áberandi, varla annað en nokkrar vandaðar sendingar frá Kristni Jörunds- syni. Framlínu liðsins var því boðið upp á að vinna úr langspyrn- um frá öftustu vörninni og er það ekki öfundsvert hlutverk. Pétur Ormslev var ávallt hættulegur er hann komst í tæri við knöttinn, en minna bar á Guðmundi Steins- syni. Gunnar Orrason kom inn á sem varamaður er skammt var til leiksloka og var sprækur. Er erfitt að skilja hvers vegna hann er ekki meira notaður. í stuttu máli: íslandsmótið í 1. deild, Laugar- dalsvöllur Fram — Víkingur 1—1 (1-1). Mark Fram: Kristinn Jörundsson (41) Mark Víkings: Lárus Guðmunds- son (20) Gul spjöld: Pétur Ormslev Fram Áhorfendur: 1100 — gg- Fyrsta mark UBK, Sigurjón Kristjánsson hefur skorað úr vitaspyrnu. Friðr Friðrik varið vítaspyrnu frá Valdimar Valdimarssyni. Stórleikur Helgi færði liði UBK s LEIKUR UBK við FH i 1. dcildinni í knattspyrnu sem fram fór á laugardag á heimavelli Blikanna í Kópavogi var nokkuð merkilegur að þvi leyti að hann var 100. leikur UBK i 1. deild frá upphafi. UBK hafði sigrað i 30 leikjum gert 15 jafntefli og tapað 54 leikjum. Alls hafði liðið skorað 126 mörk en fengið á sig 205 mörk. Liðið hélt upp á daginn með þvi að bæta verulega markahlutfall sitt og sigra FH verðskuldað 4—0, eftir að staðan i leikhléi var markalaus 0—0. Framan af fyrri hálfleiknum áttu FH-ingar meira í leiknum og sóttu án afláts, en þeim gekk að venju illa að skapa sér umtalsverð marktækifæri. Valþór fékk að vísu gott tækifæri á 12. mínútu er hann fékk boltann óvaldaður á markteig en hitti hann mjög illa og tæki- færið rann út í sandinn. Á 34. mínútu hálfleiksins áttu Breiða- bliksmenn upplagt tækifæri á að skora er Helgi Bentsson og Ingólf- ur komust tveir í gegn, Ingólfur skaut af stuttu færi en boltinn fór í stöngina og framhjá. Tveimur mínútum síðar náði FH fallegu IBV gerði 4 mörk á 9 mínútum EYJAMENN náðu að hrista af sér drungann eftir stórtapið gjgn Val um fyrri helgi þegar þeir unnu góðan sigur á Keflvík- ingum í Eyjum á laugardaginn. Eyjamenn sigruðu 4—0 svo sveiflan er stór hjá liðinu á aðeins einni viku. Það tók Eyja- menn þó allan fyrri hálfleikinn að komast í gang og raunar gerði liðið út um leikinn á aðeins 9 mín. kafla i siðari hálfleik. Fyrri hálfleikur var ákaflega þófkenndur og fátt þá sem gladdi augað. Keflvíkingar voru allan hálfleikinn mun atkvæðameiri en náðu lítt að skapa sér opin færi enda vörn ÍBV nú mun betur á verði, minnug meðferðarinnar sem hún hlaut í leiknum við Val, slíkt áfall vildu Eyjamenn ógjarn- an endurlifa í bráð. Keflvíkingar komu hinsvegar nokkrum lang- skotum á mark ÍBV en þáu hirti Páll Pálmason öll af öryggi. Næst því að skora mark í f.h. komst Ragnar Margeirsson er hann átti gott skot á 6. mín. sem small í stöng og hrökk boltinn þaðan langt fram á völl. Það var því ekki mikið um markverð atvik í hálf- leiknum, miðjuþófið nær allsráð- andi. Það var ljóst strax í upphafi seinni hálfleiks að Eyjamenn komu ákveðnir til leiksins, stað- ráðnir í því að næla sér í tvö Stig. Þegar á 54. mín. komst Sigurlás einn í gegn en á síðustu skrefun- um missti hann boltann um of langt frá sér og Jón Örvar náði að bjarga málum fyrir Keflvíkinga. En þetta var forsmekkurinn af því sem koma skyldi. Á 60. mín fá Eyjamenn dæmda hornspyrnu og hana framkvæmdi Ómar Jóhann- esson vel, sendir boltann inn í miðjan markteig IBK og þar nær Sigurlás Þorleifsson að stýra bolt- anum í netið. Þarna var vörn og markvörður Keflvíkinga heldur betur sofandi á vaktinni. Þetta ódýra mark hleypti mikl- um krafti í liðsmenn IBV og tóku þeir nú völdin á vellinum. Og á næstu 8. mín. skoruðu þeir þrjú mörk í röð. Á 62. mín. sendi Snorri Rútsson háa sendingu inn í víta- teig ÍBK, Sigurlás stökk upp með markverðinum og náði að skalla út í teiginn á Svein Sveinsson sem var þar óvaldaður með öllu og hann sendi boltann með góðu viðstöðulausu skoti í netið. Gott mark og vel að því staðið. Nú liðu sex mín. og þá komu önnur tvö mörk ÍBV í bunu. 3—0 kom á 78. mín. Ómar Jóhannsson lagði bolt- ann laglega fyrir Sigurlás Þor- leifsson sem salla rólegur vippaði boltanum yfir úthlaupandi mark- vörð ÍBK og í netið. Aðeins mn. síðar kom svo 4—0 upp á marka- töfluna og nú var það Ómar Jó.iannsson sem skoraði. Ómar fékk góða sendingu frá Óskari Valtýssyni, lék laglega á varnar- mann ÍBK og skoraði með glæsi- legu skoti. Hér voru úrslit þessa leiks ráðin og raunar mega Keflvíkingar þakka fyrir að fá ekki fleiri mörk á sig í lokakafla leiksins. ÍBV réði þá lögum og lofum a vellinum og skapaði sér mörg góð færi án þess að geta skorað fleiri mörk. Eftir að staðan var orðin 4—0 hreinlega gáfust flestir leikmenn Keflvík- inga upp og léku með hangandi haus. Eyjamenn breyttu um leikað- ferð frá síðustu leikjum og léku nú 4—4—2. Áttu þeir í dálitlu basli með þetta í f.h. auk þess sem eftirköst sjokksins frá helginni áður hafa vafalaust blundað með leikmönnum. Var fyrri hálfleikur slakur hjá Eyjamönnum og lítið um spil. Vörnin stóð þó vel fyrir sínu og í s.h. náði liðið sér verulega á skrið og tókst að gera út um þennan leik. Þessi úrslit koma á besta tíma fyrir Eyja- menn. Sveinn Sveinsson var besti maður ÍBV og vallarins í þessum leik. Páll Pálmason, Gústaf Baldvinsson og Sigurlás Þorleifs- son áttu allir góðan leik. Hinn ungi miðvörður liðsins Sighvatur Bjarnason lék sinn besta leik með ÍBV og sýnir hann góðar framfar- ir. Keflvíkingar voru mjög frískir í fyrri hálfleik og voru þá aðgangs- harðir við mótherjana. Góð bar- átta var þá í liðinu en meiri kraft vantaði í menn þegar að marki ÍBV kom. Sem fyrr vöktu bakverð- irnir Óskar Færseth og Guðjón Guðjónsson mikla athygli. Þeir gáfu ekkert eftir í vörninni og tóku virkan þátt í sókninni. Ólafur Júlíusson var mjög góður í f.h. en í þeim síðari sást hann varla og var hreinlega hættur í lokin. Öll barátta fjaraði út hjá Keflvíking- um þegar þeir fengu á sig mörkin fjögur í einni bunu. í stuttu máli: 1. deild Vest- mannaeyjavöllur 14/6. ÍBV - ÍBK 4-0 (0-0). Mörk ÍBV: Sigurlás Þorleifsson 60. og 78. mín. Sveinn Sveinsson 62. mín. Ómar Jóhannsson 79. mín. Gul spjöld Skúli Rósantsson ÍBK, Hilmar Hjálmarsson ÍBK. Áhorfendur: 760. Dómari Vilhjálmur Þór Vil- hjálmsson. — hkj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.