Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980 7 Hverju reiöist Kristján? Kristján Thorlacius, formaður BSRB, brást hinn versti við frétt Morg- unblaösins sl. laugardag um launahœkkun þing- manna. i viðtali við Morg- unblaðið sl. sunnudag segir Kristján Thorlacius, að þessi ákvðrðun sá „ótrúlega ósvífin og niðurlægjandi fyrir Al- þingi: ... alþingismenn hafa þarna ákveðið að b«ta sjálfum sár upp þá kjaraskeröingu, sem Al- þingi ætlar öllu launafólki með lögum um skerðingu verðbóta á laun.“ Frá kosningum 1978 hafa þeir flokkar yfirleitt verið { ríkisstjórn sem barðist fyrir „Samningun- um í gildi". Þrátt fyrir það hefur ekki tekizt aö koma „samningunum ( gildi“ og opinberir starfsmenn telja, að nú vanti þá um 22% upp á samninga þá, sem þeir gerðu í verkfall- inu mikla haustið 1977. Hins vegar hefur Kristján Thorlacius ekki verið eins harðsnúinn í baráttu sinni fyrir hönd opinberra starfsmanna eftir kosn- ingar eins og hann var fyrir kosningar. Fyrir rúmum 12 mánuðum vildi hann gera vinstri stjórn- inni þann greiða að af- nema 3% kauphækkun, sem þá átti aö koma til framkvæmda, og hann haföi samið um í verkfall- inu 1977. Óbreyttir fé- lagsmenn tóku þá af hon- um ráðin. Síðan hefur hann haldið áfram að gera ríkisstjórnum greiöa og nú síðast hafa tólf mánuðir liðið frá því að samningar opinberra starfsmanna runnu út án þess að Kristján Thor- lacius legði verulega áherzlu á að ná samning- um. Ætla mætti því að formaður BSRB yrði af- skaplega ánægður, ef eitthvað það gerðist í kjaramálum, sem mundi auðvelda honum að koma fram baráttumálum sínum og opinberra starfsmanna. Kauphækkun þingmanna og embættis- manna Kauphækkun þing- manna er auðvitað ein- stakt tækifæri fyrir Krist- ján Thorlacius. Nú hefur hann fengið upp í hend- urnar rök, sem eiga að duga honum til þess að ná árangri í þeirri einörðu baráttu, sem hann hóf í febrúar 1978 fyrir því að koma „samningunum í gildi“. Nú getur Kristján Thorlacius sagt við ríkis- stjórnina: Það er ekki nóg með það að þingmenn hafi ákveðíð að hækka laun sín um 20%, heldur hafa einhverjir hópar embættismanna fengið launabætur án þess að hátt hafi farið, sem þýða, að samningarnir eru komnir í gildi gagnvart þeim. Með tílvísun til þessara tveggja hópa krefst ág þess, að opin- berir starfsmenn fái samningana í gildi. Þetta hefðu veriö eðlileg við- brögö hjá formanni BSRB. En nú bregður svo við að hann bölsótast út í kauphækkun þingmanna sem þeir segja að byggist á kauphækkun nokkurra embættismanna. Er Kristján Thorlacius á móti þessari kauphækk- un embættismannanna? Ef svo er, hvers vegna? Er hún ekki í samræmi við baráttu hans sjálfs í tvö ár? Hvað veldur því, að formaður BSRB tekur ekki fagnandi pottþéttum rökum fyrir því að allir opinberir starfsmenn verði hækkaðir í launum, svo að þeir nái „samning- unum í gildi“? Auðvitað er ástæðulaust að varpa þessu fram. Auðvitað sjá allir af hverju Kristján Thorlacius tekur kaup- hækkun þingmanna illa í stað þesa aö fagna henni. Auðvitað gera allir lands- menn sér grein fyrir því, að Kristján Thorlacius er heiðarlegur launþegafor- ingi, sem ber hag félags- manna sinna fyrir brjósti. Auðvitað sjá allir, að Kristján Thorlacius gerir sér grein fyrir því, að hagur þjóðarinnar er svo bágborinn um þessar mundir, að skattgreiö- endur hafa ekki efni á því að borga opinberum starfsmönnum hærra kaup. Auðvitað sjá allir, aö Kristján Thorlacius, sem er bersýnilega nám- fús maður, hefur lært svo mikið frá því í febrúar 1978, að hann gerir sér grein fyrir því, að barátta hans þá var á misakiln- ingi byggð. Og haldi einhverjir því fram, að neikvæð viö- brögð formanns BSRB við frétt Morgunblaösins um kauphækkun þing- manna stafi af reiði hans yfir því, að grundvellinum hafi verið kippt undan leynisamníngum hans við fjármálaráðherra um samninga milli BSRB og rtkisins, eru það auðvitað aðeins illar tungur, sem halda slíku fram. Nei, formaður BSRB er heið- arlegur og ábyrgur laun- þegaforingi. Hann berst heilagri baráttu fyrir því, að laun opinberra starfs- manna hækki ekki of mikið, svo að þjóðar- búinu stafi ekki hætta af því og þess vegna — einungis þess vegna, snýst hann gegn kaup- hækkun þingmanna og krefst þess væntanlega, að launahækkun þeirra embættismanna sem um ræðir veröi látin ganga til baka. NÝ NILFISK Nú er sterka ryksugan ennþá sterkari. Nýr súper-mótor: áður óþekktur sogkraftur. Ný sogstilling: auðvelt að tempra kraftinn Nýr ennþá stærri pappírspoki með hraðfestingu. Ný kraftaukandi keiluslanga með nýrri festingu. Nýr vagn sameinar kosti hjóta og sleða. Auðlosaður í stigum SOGGETA í SÉRFLOKKI I'insliikur mólor. cfnisgæói. niark- visst hyggingarltig. afhragós sog- slykki — já. hvcrl smáalriói siuólar aó soggctu i scrflokki. fullkominni orkunýlingu. fyllsla nolagildi og dæmalausri cndingu. GERIÐ SAMANBURÐ: Sjáið l.d. hvcrnig slærð. lögun og siaðsclning nýja Nilfisk-risapokans tryggir óskerl sogafl jiótt í hann safnisf. GÆÐI BORGA SIG: Nilfisk er vönduð og tæknilega ósvikin. gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel. ár eftir ár. með lág- marks truflunum og tilkostnaði. Varanleg: til lengdar ódýrust. Afborgunarskilmálar. Traust þjónusta. NILFISK heimsins besta rýksuga Stór orð, sem reynslan réttlætir. /FQniX Ofnþurrkaö Teak 2“x5“, 2“x6“, 21/2“x5, 21/2“x6“. Mjög hagstætt verð. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 PERMA - DRI utanhússlímmálning —14 ára ending og reynsla. Málning hinna vandlátu Sig. Pálsson, byggm., Kambsv. 32, S-34472. 29.JÚNÍ Pétur J. Thorsteinsson Aðalskrifstofa stuðningsfólks Péturs J. Thor- steínssonar í Reykjavík er á Vesturgötu 17, símar: 28170 — 28518 ★ Utankjörstaöaskrifstofa símar 28171 — 29873. ★ Allar upplýsingar um forsetakosningarnar. ★ Skráning sjálfboðaliða. ★ Tekiö á móti framlögum í kosningasjóö. Nú fylkir fólkið sér um Pétur Thorsteinsson. Stuðningsfólk Péturs. Bílalökk í ýmsum litum á verulega lækkuöu verði. Ailt á sama stað Laugavegi 118-Simar 22240 og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HE FYRSTA FLOKKS FRÁ FÖNIX HÁTÚNI —SÍMI 24420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.