Morgunblaðið - 17.06.1980, Page 37

Morgunblaðið - 17.06.1980, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980 45 m wYw'l VELVAKANDI SVARAR í SÍMA i 10100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI • Ekki bara sjó- menn sem styðja Vigdísi Snorri Snorrason flugstjóri skrifar: Mér finnst ég verði að koma til liðs við sjómennina sem svo rösk- lega ætla að styðja Vigdísi Finn- bogadóttur til forsetakjörs. Úr minni starfsgrein, fluginu, munu einnig margir styðja Vigdísi. En hvað með konur á Islandi nú, sem á undanförnum árum hafa kvart- að sáran yfir því tómlæti og Þessir hringdu . . • í húnvetnskum kærleikshöndum Kona að norðan hringdi og sagði, að hjá sér væri í góðu yfirlæti og húnvetnskum kær- leikshöndum grábröndóttur kött- ur, hvítur á kvið og löppum að mestu leyti, hvítur á bringu og upp á trýni, með hvítt hálsband. Kisi fannst í miðbænum og má fá nánari upplýsingar um hann í síma 12431. • Látið kálplönt- urnar í friði Svikinn Svíi í Hafnarfirði hringdi og kvartaði yfir ágangi kálplöntuþjófa í garðlöndum Hafnfirðinga. — Ég vona bara að kálið smakkist þeim illa þegar þar að kemur, en ég ætla að láta þess getið, að ég bý hérna rétt hjá garðlöndunum og fylgist nú vel með öllum mannaferðum í sterk- um kíki; þeir mega fara að vara sig. • Byggjum á bjargi Hulda frá Bjargi hringdi og sagði: — Á þjóðhátíðardegi okkar íslendinga er ekki úr vegi fyrir okkur uppalendur að hyggja að því, hvernig hetja okkar og óska- barn þjóðarinnar, Jón Sigurðsson, var alinn upp. Mig langar að koma moð þá tillögu, að foreldrar og aðrir uppalendur taki sér móður Jóns til fyrirmyndar í uppeldi og allri umgengni við börn. Þessi kona^byggði á biar£ —n vigsi ve , ...c ailt annað er fánýtt og svikult fyrir barnið. Þetta þurfum við líka að gera okkur ljóst. Við megum ekki horfa upp á, að efnilegu fólki sé spillt. Davíð Stefánsson segir í einu sinna fögru kvæða: „Þá væri þjóðinni borgið, ef þúsundir gerðu eins.“ Við þurfum að ala börnin upp í trú á það góða, fagra og full- komna. óréttlæti sem þeim hefur ætíð verið sýnt, í samanburði við okkur karlmennina. Ætla þær virkilega ekki að kjósa konuna í embætti forseta landsins, nú loks þegar þær fá til þess gullið tækifæri? Fá í einu orði sagt stórglæsilega konu, sem komin er í framboð. Kannski erum við karlmennirnir þá eftir allt saman betur með á nótunum í þetta skipti. En eitt vekur vissulega eftir- tekt, að þeir þrír heiðursmenn sem í framboði eru ásamt Vigdísi, finnst nú ekkert lakara að birta myndir af sínum glæsilegu eigin- konum sér við hlið, allsstaðar, og ekki lái ég þeim það, vissulega kunna þeir að meta konuna. En þar fara þrír prýðismenn sem ég virði. En ég held nú samt að það væri best fyrir þá alla að falla á einu bretti fyrir Vigdísi. Fyrir það yrðu þeir ekkert síður frægir en Vigdís. Að lokum óskum við hjónin Vigdísi brautargengis, það er ekki hægt annað en dást að kjarki hennar. • Kona fyrir jafnréttistíma Einar Magnússon, Ránar- götu 22, Reykjavík, skrifar: „Ég vil koma því sjónarmiði á framfæri við landa mína, að það ætti vel við okkar tíma að hafa konu á forsetastól. Það myndi leggja áherzlu á jafnréttismál kvenna og stuðla að því jafnréttis- þjóðfélagi sem við viljum skapa." • Hefur unnið frábær störf Ásta- Fj. Ingvarsson skrifar: „Kæri Velvakandi! Vinsamlegast setjið í blað yðar þessar fáu fátæklegu línur, sem koma beint frá hjartanu. Forsetakosningar eru á næsta leiti og langar mig að draga frekari athygli að þeim frambjóð- anda til forsetaembættis, sem að mínu mati er hæfastur. Með háttvísi, prúðmennsku, samningalipurð og mörgum öðr- um góðum eiginleikum hefur Pét- ur J. Thorsteinsson, sendiherra, unnið frábær störf í tugi ára í þágu lands vors, bæði utan lands og innan, farsællega og af trú- mennsku. Þessir eiginleikar hans ásamt starfsrpynslu myndu vel nýtast að Bessastöðum. Þess vegna kýs ég Pétur J. Thorsteins- • Heimur smá- borgarans Dr. Baldur Elíasson skrifar frá Sviss: „Birmenstorf, 8.6. 1980. Kæri Velvakandi! Þó að ég hafi búið utan íslands lengi, þá les ég Reykjavíkurdag- blöðin reglulega. Einum hlut finnst mér mjög ábótavant og það er framsetning íslenzkra frétta í blöðunum. Oft er minnst á ein- hverja persónu, stað, bæjarhluta eða þess háttar án nokkura nánari skýringa. Fréttamaðurinn virðist ganga út frá því sem vísu, að lesandinn viti nákvæmlega við hvað er átt. En þetta er náttúru- lega afstaða smáborgarans, sem á oft erfitt með að átta sig á að hans hugarheimur er smærri en al- heimur. Það er oft erfitt að gera sér grein fyrir hvað um er verið að ræða, t.d. Djúpidalur, er það nú þorp á Vestfjörðum eða ef til vill nafn á tónskáldi? Eða t.d. öll þessi ósköp af nýjum ráðherrum. Er nú Jón Jónsson forsætisráðherra eða kannski bara fiskimálaráðherra^ Það þarf oft lítið til — eina aukasetningu — að ekki orki tvímælis, við hvað er átt. Mér finnst Morgunblaðið bera af öllum blöðum í Reykjavík sem langbezta fréttablaðið. Þó er nátt- úrulega enn langt í land og allur samanburður við það bezta í Evrópupressunni út í hött. Það líður sennilega langur tími, þar til þið Morgunblaðsmenn hættið að setja trivíu á forsíðu blaðsins innan um heimsfréttirnar („Tví- höfðaður kálfur fæðist á Suður- Italíu", var að lesa á forsíðunni fyrir nokkrum mánuðum). En allt er á réttri leið og það er fyrir mestu. Með beztu kveðjum." HÖGNI HREKKVlSI 4-zÍ © 1980 McNaught Syud.. lnc. „VlÐ 0ÍOUM EFTU2 6TJÖI2NUNM/. . " PUMA gaddaskór stæröir 35—45 SPORTVORUVERZLUN Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44, sími 11783. Býður nokkur betur? •ÍM'V Málning — Hraunmálning — Þakmálning — ; Fúavarnarefni — allar málningavörur. Afsláttur Kaupir þú fyrir 30—50 þúsund veitum viö 10% afslátt Kaupir þú umfram 50 þúsund veitum viö 15% afslátt Veggfóður — veggdúkar 51 cm breiður , —Afsláttur-------- Kaupir þú 3—5 rúllur veitum viö 10% afslátt Kaupir þú umfram 5 rúllur veitum viö 15% afslátt Sannkallað Litaverskjörverð Ertu aö byggja, viltu breyta, þarftu aö bæta Líttu viö í Litaver, því þaö hefur ávallt borgaö sig Grensásvegi. Hreyfilshusinu. Sími 82444. Kassettur beztu kaup landsins CONli; RTONE i spóta Sspólur 60 mínútur kr. 900 kr. 4000 90 mínútur kr. 1100 kr. 5000 Heildsölu birgðir M M I4 iBTmnnfii \ BUÐIN VERSLIO I q SÉRVERSLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SlMI 29800 I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.