Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980 99 ö CD fy rs iti a fl ks kj ötán iér“ s ir J rd IU n íi jar röl llið“ 0 g E vri hiii isl a r 1A rt rBoga ison „Það var bara fyrir tilviljun að ég byrjaði í lyftingun- um. Ég byrjaði að mæta á eina og eina æfingu í desember 1977, en var svo byrjaður af fullum krafti 2 mánuðum seinna,“ sagði „Norðurhjaratröllið“ og Evrópumeistarinn Arthur Bogason frá Akureyri er Morgunblaðið ræddi við hann um helgina. Eins og menn rekur eflaust minni til þá náði Arthur þeim frábæra árangri að setja Evrópumet í réttstöðu- lyftu á móti á Akureyri ekki alls fyrir löngu. Hann lét ekki þar við sitja heldur bætti sitt eigið met um 5 kg skömmu síðar á móti í Reykjavík og er metið 340 kg. „Ég byrjaði strax í kraftlyftingunum“ sagði Arthur, „mér finnst ég ekki passa í aðrar lyftingar. Ibyrjun átti ég best 390 kg samanlagt og markmiðið hjá mér var að ná lágmarkinu til að komast á íslandsmótið, sem var 550 kg og ég rétt náði að merja þá þyngd. Því má skjóta hér inn í að það mesta sem „tröllið“ hefur lyft í samanlögðu til þessa er 822,5 kg. Góð aðstaða Arthur var spurður hvernig aðstaðan til lyftingaæfinga væri á Akureyri. „Við þurfum ekki að kvarta hér á Akureyri. Við höfum þokkalega rúmgóðan sal, mjög góð tæki og góða baðaðstöðu. Það eina sem setja mætti út á er að við mættum eiga meira af tækjum. Akureyrarbær keypti tækin og eru þau því að nafninu til eign bæjar- ins. Þau eru að sjálfsögðu ekkert annað en dulbúinn styrkur til okkar.“ „Erlendis eru alls kyns læknar og þjálfarar sem stjana í kringum lyftingamennina en hér gerum við allt sjálfir. notum eigið hyggjuvit. Við fáum ekki tækifæri til að tala við þessa menn nema á stórmótum og gefa þeir mönnum þá stundum góð ráð. Annars getur vel verið að æfingar þeirra séu leyndarmál eins og margt annað. Ég hef reynt að lesa bæklinga sem góðir lyft- ingamenn hafa gefið út, þá sá ég einnig Skúla Óskarsson lyfta og reyndi að herma eftir honum til að byrja með.“ Hvaða leppalúði sem er ... Arthur heldur áfram,: „Tæknin í kraftlyftingum er mjög einföld, það gæti hvaða leppalúði sem er lyft miklum þunga, þetta fer bara eftir því hvernig kjöt er í mönnum. Það er alveg eins og á skepnum, kjöt á mönnum er l.flokks, 2. flokks og 3. flokks. Það er 1. flokks kjöt á mér.“ Æfir á daginn „Það sem ég hef fram yfir aðra er það að ég æfi á daginn og vinn síðan á kvöldin. Ég vakna úthvíld- ur á morgnana, stúdera hvað ég ætla að æfa yfir daginn og eyði svo „energíinu" á æfingunni. Hinir vinna aftur á móti fullan vinnu- dag, eyða kröftunum þar og æfa svo á kvöldin." Undirbúningur fyrir keppni Arthur var spurður að því hvernig hann hagaði undirbúningi sínum fyrir mót. „Ég keyri á sérstöku prógrammi 2 mánuði fyrir mót. Ég bjó mér sjálfur til prógramm fyrir réttstöðulyftu eftir að hafa reynt ýmis pró- grömm sem mér líkaði ekki við. Ég æfi ekki eftir neinu sérstöku prógrammi í bekkpressu, enda hef ég verið níðlatur við að æfa bekkinn. Ef ég æfði hann eins og maður færi ég langleiðina upp í 900 kg í samanlögðu. Eg hef æft sama og ekkert í hnébeygju síðan um áramót en nú ætla ég að fara að taka mig á og fara að æfa eins maður. Það er ekki hægt að haga sér við æfingar eins og ég hef gert. Heldurðu að stöðnun verði hjá þér í bráðina? Stöðnun hlýtur að sjálfsögðu einhvern tíma að eiga sér stað en ég hef æft það stutt að ég á ekki von á stöðnun hjá mér strax. Lyftingamenn eru taldir vera á toppnum eftir u.þ.b. 8—10 ára þjálfun en ég á ekki von á því að ég endist svo lengi í þessu, því ég er mjög mikill skorpumaður. Lyfjanotkun Arthur var því næst spurður um álit sitt á gróusögum þeim um lyfjanotkun sem skjóta upp kollin- um annað slagið. „Ég nota í raun og veru lyf, þ.e.a.s. ég fæ víta- minsprautur, sem gefa „kick“, þá ét ég allskonar náttúrufræðigums, en það er sennilega bara blekking, gott til að öðlast trúna. Hormóna- lyf hef ég aldrei séð á íslandi þó ég sé ekki frá því að þau hafi verið prófuð og þá frekar í frjálsum íþróttum frekar en lyftingum. Fyrir þessu hef ég þó engar sannanir. Ég hef farið á tvö Heimsmeistaramót, í annað skipt- ið til keppni, og enginn vafi er á þvi að mestu kapparnir þar nota mikið af lyfjun. Eg hef heyrt að allir þeir kraftar sem ég hef stafi eingöngu af lyfjanotkun, en það er algjör fjarstæða, og ef menn hefðu áhuga á að komast til botns í því væri auðvelt að rekja það í gegnum lyfjabúðir. Eins og áður sagði vinnur Arth- ur á kvöldin og þá sem dyravörður í skemmtistaðnum H-100. Arthur sagði: „Dyravarsla er örugglega vanþákklátasta starf sem hægt er að hugsa sér. Það er engu að síður mjög þroskandi og krefst ótrúlega mikillar þolinmæði. Fólk er mjög dómhart á okkur. Það hefur komið fyrir að fólk kemur til manns eftir ball og sagt að húsið væri fullt af 15 og 16 ára krökkum. Maður veit að sjálfsögðu að þetta er bara bull. Síðan kemur þetta sama fólk kvöldið eftir og þá með ungling á sama aldri með sér. Ef maður vill ekki hleypa honum inn þá er ir.aður hið mesta fól. Það erfiðasta sem maður lendir í, í þessu eru brjálaðar kerlingar. Það má ekk- ert koma við þær þá meiða þær sig. Ég vildi heldur lenda í því að kasta út heilli togaraáhöfn." Arthur var spurður um viðhorf sitt til annarra íþrótta. „Það eru mjög fáar íþróttir sem ég hef ekki gaman af að horfa á. í rauninni eru aðeins 2 íþrótta- greinar sem mér finnst leiðinlegt að horfa á, það eru sundknattleik- ur og glíma. Ég hef t.d. alveg feykilega gaman af því að horfa á fótbolta. En auðvitað finnst mér lyftingarnar toppurinn á öllum íþróttum. Þessu til sönnunar get ég tekið dæmi úr bókmenntunum. Það eru mörgum þúsundum fleiri manns sem lesa Andrés Önd en Kiljan. Samt eru bækur Kiljans taldar betri bókmenntir. Þetta á einnig við um lyftingar og fót- bolta. Flestir ef ekki allir erlendir íþróttamenn nota lyftingar á einn eða annan hátt við æfingar sínar. Dæmi um það er golfleikarinn snjalli Jack Nicklaus. Þegar hann byrjaði gat hann ekkert slegið að ráði. Þá hóf hann að æfa bekk- pressu samfara golfinu. Nú er hann höggþyngsti golfari í heimi. Þetta hafa íslenskir íþróttamenn ekki skilið til þessa. Þeir gera sér ekki grein fyrir mikilvægi lyft- inga. Þær eru undirstaðan undir svo margar íþróttir. Það er t.d. mjög gott fyrir þá sem þurfa að vera sterkir í fótunum að æfa lyftingar, ég get tekið sem dæmi körfuknattleiksmann og sprett- hlaupara. Það er afar sjaldgæft að þessir menn sjáist á æfingum hjá okkur. Það er algengt hjá iþrótta- mönnum að þeir eyði meiri tima og púðri i að drekkja sorgum sinum eftir tapaðan leik en i að fagna sigri. Þessi menn ættu heldur að koma í lyftingar eftir tapleik og undirbúa sig af krafti fyrir næsta leik, heldur en að fara í glasalyftingar. Geysilegur dellukarl Arthur var spurður um önnur áhugamál sín en lyftingarnar. „Ég er geysilegur dellukarl. Til dæmis var ég á kafi í bíladellu og tók þátt í kvartmílukeppnum á Shelby • Arthúr á æfingu fyrir skömmu. U081" Mbl S0R „Bíladella vitlausasta hobbí sem hægt er að hugsa sér“ l \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.