Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 12
12____________ Oddur Ólafsson MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1980 Nýtt Volvokerfi. Þessi tilraun er á þann veg að Volvo hefur hannað sérstakan vagn og biðstöðvar og hafa þeir nú í 8 mánuði rekið 8 strætisvagna með 25 af þessum sérbyggðu biðstöðvum og þetta kerfi, vagn- arnir og biðstöðvarnar á að vera aðgengilegt fyrir alla. Þetta nýja Volvostrætisvagnakerfi var nokk- uð rætt á ráðstefnunni. í ræðu er formaður samgöngunefndar danska þingsins hélt, gat hann um þessa nýjung og taldi að um merkar framfarir væri að ræða. Auk þess var til sýnis bæklingur með myndum. Þetta varð til þess að þegar ráðstefnunni var lokið þá brá ég mér til Halmstad, settist þar upp í strætisvagn og sagði við ekilinn að ég væri kominn til Halmstad gagngert til þess að aka með nýju Volvostrætóunum, sem væru auðveldir fötluðum að ferð- ast í. Þú ert nú staddur í einum slíkum sagði ekillinn. Þetta kom mér nokkuð á óvart, þar eð ég hafði orðið að stíga á þrep til þess að komast inn, þetta skírðist þannig, að þar sem aðeins hluti biðstöðvanna er byggður við hæfi þessa nýja vagns, þá fellur niður trappa um leið og vagndyrnar opnast ef biðstöðin er af gömlu gerðinni. Ekillinn sagði mér nú sitt af hverju um þetta nýja kerfi. Volvoinn er af gerðinni B-10-R. Það sem meðal annars er sérstakt við gerð þessarar bifreiðar er það að gólfið er lágt og er allt á sama plani, þannig að á nýju biðstöðun- um sem eru um það bil 30 cm. hærri en þær gömlu, gengur far- þeginn rakleitt út og inn úr bílnum á láréttu plani. Til þess að tryggja það að vagninn stöðvist á réttum stað, þá er í bílnum rafeindakerfi, sem tekur við stjórn stýris og hemla er bíllinn nálgast biðstöðina. Mun gera mörgum kleift að ferðast Fleiri en fatlaðir í erfiðleikum 3—6% af íbúum eiga hinsvegar í örðugleikum með að ferðast með almenningsfarartækjum eins og þau eru nú. Það eru aldraðir, fatlaðir, þroskaheftir og mæður með barnavagna eða kerrur. Er- indin sem haldin voru á ráðstefn- unni fjölluðu aðallega um bætta möguleika þessara hópa til að ferðast með strætisvögnum, járn- brautum, skipum og flugvélum. Það kom fram að víða fara fram víðtækar rannsóknir á þessu sviði, Norðurlandaráð hefur unnið að þessu verkefni í mörg ár, Norð- menn hafa verið með tilrauna- vagna í gangi á sínum nýju járnbrautum frá 1977. Starfsmað- ur SAS flutti þarna erindi um væntanlegar umbætur á flugvél- um og Norðmaður flutti þarna fróðlegt erindi um aukna ferða- möguleika fatlaðra með ferjum og öðrum skipakosti. Með tilliti til þess sem nú er að gerast hjá okkur þá hafði ég að sjálfsögðu mestan áhuga á betri strætisvögnum og á því sviði var sannarlega fréttir að fá. í sambandi við ráðstefnuna var haldin sýning á farartækjum, sem voru sérlega hönnuð fyrir fatlaða. Þarna mátti sjá Telebus vagn sem Þjóðverjar hafa gert tilraunir með í 3 ár. Þetta er vagn sem er hannaður fyrir sér-ferðaþjónustu fatlaðra. Hann hefur ekki ákveðna leið að fara, haldur sækir ferðalangana heim og skilar þeim þangað sem þeir óska eftir. Pantanir eru tölvuvæddar eins og nú gerist á flugleiðum. Pantanir koma inn á póstkortum eða símleiðis, þær eru stimplaðar inn á tölvu, tölvu- miðstöðin gefur síðan vagninum fyrirmæli um það hvar hann skuli vera hverju sinni. Vagninn er þannig gerður, að aftan þar til gólf nemur nærri við götu og hjólastóll ekur rakleitt inn. Áður en vagninn fer af stað aftur, þá sér vökvaþrýstikerfi um Almenningsfarartæki má aðlaga þörfum fatlaðra - tækniframfarir miklar í hönnun strætisvagna Það eru ekki lengur tæknilegir örðugleikar á því að laga almenningsumferð að þörfum fatlaðra. Akvarðanir þar um og framkvæmdir hvíla nú á herðum stjórnmálamanna. Svo hljóðar í hnotskurn ályktun ráðstefnu um almenningsumferð og fatlaða sem nýlega var haldin í Kaupmannahöfn. Ráðstefnan var haldin á vegum norræna endurhæf- ingarbandalagsins og í sambandi við 50 ára afmælis- fund þess. Öryrkjabandalag íslands hefur um alllangt skeið tekið þátt i þessu norræna samstarfi og á margvislegan hátt haft gagn af því. Brátt komum við að einni af nýju upphækkuðu biðstöðvunum, fólkið gekk rakleitt út og inn, það var stórkostlegt að sjá hruma aldraða ganga óhikað og með eðlilegum hraða út og inn úr bílnum. Þær upplýsingar fékk ég að svo mikill tími sparaðist á þessum nýju biðstöðvum, að 10 strætóar nægðu þar sem 11 þyrfti með gamla laginu. Þessi 10% sparnaður ásamt því að öryggi vex til muna í umferðinni, ætti að vekja okkar ráðamenn til umhugs- unar um það, hvort ekki ætti að leiða hugann alvarlega að þessu nýja kerfi, enda þótt stofnkostn- aður aukist nokkuð, áður en al- menningsvagnakerfið okkar er endurnýjað. Ferðin til Halmstad var mér lærdómsrík, mér finnst ég hafa séð lausn á miklum og gömlum vanda. Innan tíðar verður auðveldara að ferðast með strætó, engar tröppur að klifra upp, ekkert öryggisleysi eða hik. Sú umbót mun gera mörgum kleift að ferðast um, sem nú sitja heima. Nýja Volvokerfið er til reytislu í Halmstad i Sviþjóð. Eins og sjá má á myndinni stöðva vagnarnir við upphækkaða palla og geta farþegar geng beint inn i vagnana. Á ráðstefnunni mættu um 80 fulltrúar, en frá íslandi var ég einn. Þarna voru haidin mörg merk erindi um þróun undanfar- inna ára í umferðarmálum fatl- aðra. I upphafsorðum formanns kom það fram að enn vantar mikið á að almenningsfarartæki séu hönnuð með þarfir fatlaðra í huga, en að víða væri nú unnið að umbótum og rannsóknum á þessu sviði. Stefna ber að því að sem allra flestir af þeim sem þurfa að ferðast geti nýtt almennu farar- tækin. Um það bil 0,3% af íbúum eru það illa farnir að þeir þurfa sér- ferðaþjónustu, þar er aðallega um að ræða hjólastólafólk, blinda, þroskahefta og mannfælna. Slík sér-ferðaþjónusta er nú að nokkru fyrir hendi á Norðurlöndunum og víðar. 4. tölvumiðstöðin og radío eru stjórntækin. 5. séraðstoð við fermingu og af- fermingu sé þess óskað. Tilraunavagnar hafa verið í gangi i V-Berlín frá ársbyrjun 1979. Þeir fluttu fyrst 200—800 farþega daglega. Um mitt ár 1979 voru farþegar orðnir 800—1200 daglega. I ársbyrjun 1981 er búist við 4000—8000 farþegum daglega. Og takmarkið er að í ársbyrjun 1982 flytji Telebus 8000 farþega á dag í V-Berlín. að koma afturendanum í rétta hæð frá götu. Höfuðeinkenni Tele- buskerfisins eru þessi: 1. farþegar sóttir heim og skilað á áfangastað. 2. far pantað með pósti eða sím- leiðis. 3. enginn ákveðin ferðaleið. Televögnunum er stjórnað með aðstoð tölvu og má sjá hér eina stjórnstöðina. Telebus, sem minnst er á i greininni Það sem vakti þó mestan áhuga hjá mér var tilraun sem Volvo er að gera í Halmstad í Svíþjóð, í samstarfi við Tækniháskóla Chalmers, stjórnarnefnd tækni- nýjunga í Svíþjóð og bæjarstjórn- ina í Halmstad. I þessum nýju Volvo-vögnum eru innréttingarnar hannaðar sérstak- lega með það i huga að hjólastólar og barnavagnar komist þar fyrir. ‘*VM 9U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.