Morgunblaðið - 17.06.1980, Síða 31

Morgunblaðið - 17.06.1980, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980 39 Hermann Guðmunds son - Minningarorð Fæddur 22. desember 1914. Dáinn 5. júní 1980. Svo snöggt og svo sárt kom kallið yfir móðuna miklu. Fyrir stuttri stundu sat hann Hermann í stofunni sinni og las yfir ljóðin, sem hann var að yrkja, og KoL brún dóttir hans hlustaði á. í stofunni, sem er svo hlý og persónuleg, að „heima er best“ er þar svo auðvelt að segja. Á veggjunum hanga myndir af börn- unum þeirra, foreldrum, ömmum og öfum — brúðkaupsmyndir, myndir af barnabörnum. Og vegg- irnir eru skreyttir málverkum eftir húsmóðurina og myndverk- um eftir börnin þeirra. Og innan þessara veggja, sem höfðu hlustað á ástarorð og hlýju, söng hann Hermann söngvana sína, las upp ljóðin sín, sem hann orti til konu sinnar, barna, tengdabarna og barnabarnanna sextán, tengda- móður, ættingja og vina og yfir- leitt um allt, sem hann las eða sá og fyrir hann bar. Ljóðræn og listræn sköpunargáfa hans setti sinn svip á heimilið. Hann var svo sannarlega leiðarljós, sem lýsti fram veginn mót sólu og yl. Stórbrotinn, óvenjulegur maður ljóðs og lista — talandi skáld og sögumaður. Ævintýrin, sem hann sagði börnum sínum, voru jafn oft frumsamin og af bókum lesin. Og var ekki oft sagt: Segðu okkur söguna af litla, vængbrotna fugl- inum, sem þú sagðir okkur i gær. Eða segðu okkur söguna af blóm- inu, sem gat talað og hiegið. Ég skal segja ykkur söguna af litla fuglinum, sem meiddi sig og gat ekki flogið. Og hann hóf frásögn sína, og litlir áheyrendur gripu andann á lofti af eftirvæntingu. Og fyrr en varði hafði litla fuglinum batnað, og hann flaug um loftin blá á þöndum vængjum sínum og söng söngvana sína um vorið og vonina. Og hvað svo pabbi, hvað gerði fuglinn svo, hvert fór hann spurði lítiil snáði eða lítil stúlka. Nú skuluð þið fara að sofa börnin mín, nóttin er að koma. Hver veit nema fuglinn okkar komi á morgun og syngi fyrir okkur alla fallegu söngvana sína. Hermann, maðurinn með stóra hjartað, hlýja brosið, maðurinn, sem alltaf hafði pláss — gat alltaf miðlað öðrum af góðleika sínum og gleði. Hann var svo sannarlega maður kærleikans. Ég man þegar mamma sagði stolt á svip: Það er ungur maður, og hann er að koma að sækja hana öllu systur þína. Við höfðum beðið í flæðarmáiinu og horft út á sjóinn. Ég hélt fast í mömmu og leit út undan mér á þessa ljós- hærðu, hávöxnu systur mína. Mér fannst hún óþarflega glaðleg á svipinn á þessari kveðjustund. Hún, sem var að fara frá mömmu. Og allt í einu varð ég sem bergnumin. Þarna kom báturinn, sem þeir áttu saman mágarnir, Halldór Magnússon og Hermann. Og þarna stóð hann í stafni prinsinn hennar öllu, alveg eins og í ævintýrunum. Hann stökk fimlega niður á klappirnar, hljóp til unnustu sinnar og greip hana í fangið. Hann lætur alla sjá, hvað hann er ástfanginn af henni hugs- aði ég gröm. Og þarna standa þau allt í einu fyrir framan okkur með geislandi bros og haldast í hendur. Eg horfi á þennar. ókunna mann og ísinn bráðnar. Og líst þér ekki bara vel á hann, litla systir, segir Alla stolt, og hún gengur léttstíg og hamingjusöm við hlið unnusta síns um borð í bátinn hans. Ég sný mér að mömmu og segi: Mikið er hann Hermann fallegur. Já, og góður maður vina mín. Hann var svo sannarlega kær- leikans maður, og ekkjan tengda- móðir hans og ung börn hennar nutu þess, að elsta dóttirin hafði gifst óvenju drenglyndum manni. Dyr heimilis þeirra stóðu ávallt opnar ættingjum og vinum. Hvernig hann reyndist tengda- móður sinni og okkur systkinun- um, börnum hennar, gleymist okkur aldrei. Hann var okkur sem besti faðir. Ungu hjónin tóku yngstu dótt- urina, þá 9 ára í fóstur og voru henni sem bestu foreldrar. Nokkru síðar kom móðir okkar alkomin til þeirra og Halldór bróðir okkar, sem þakkar kærum mági sínum allt það, sem hann var honum á lífsleiðinni fyrr og síðar. Viðmót Hermanns til okkar systkinanna gleymist okkur seint, og síðar á lífsleiðinni nutu svo börnin okkar þess. Hann sýndi hug sinn svo vel í ljóðum sínum, sem hann orti við hatíðleg tæki- færi, svo sem ljóð í orðastað ömmunnar á fermingardegi eða í tilefni afmælis barnabarna henn- ar. Pétur, sonur Lóu, var mjög elskur að Hermanni og mátti vart af honum sjá í æsku, en hann sleit barnsskónum á heimili þeirra Aðalbjargar og Hermanns. Á nítján ára afmæli hans sendi amma honum vísur, sem Her- mann orti í hennar orðastað: Ék árna Kengis, elsku Pétur minn, þó amma Kerist nú á ftt'ti sein. Hun ieKKur band við ljAAafákinn sinn i IjóAi hyllir nitján ára svein. Nú biA ók þann. sem Kefur ljós ok lif aA ieiAa þÍK á heillarikri braut. AA vernda þÍK ok vera hjálp ok hllf, svo vini minum blessun falíi á skaut. Pétur stundar nú tónlistarnám í Boston og sendir hljóðar kveðjur yfir hafið. Guðbjörg, tengdamóðir Her- manns sem í 40 ár naut hlýju og umhyggju á heimili þeirra ðllu og barnanna, þakkar nú honum fyrir allt og allt. Þakkar honum, sem söng og sagði sögur svo vel, að við heyrðum og sáum fyrir okkur brimið, sem brotnaði við klettótta ströndina, tæra, hjalandi lækina, fuglana, blómin í brekkunni og frostrósir á glugga. Hún þakkar honum, sem söng um lífið, sem Guð oss gaf. Til Guðbjargar, tengdamóður sinnar sextugrar orti Hermann ljóð, sem sýnir best hvern hug hann bar til hennar: Þík vildi éK Keta Kltttt á heiAursdeKÍ. þú KoAa tenKdamóAir. heiil sé þér. Þú ert sem Ijós á lifs mins fðrnum veKÍ. er loKaA hefur til aA þóknast mér. Þitt móAurhjarta mildi á svo rika, ok mannúA til aA Kefa sérhvern daK. Ék þekki fáa þina jafna, lika, þér vil éK Kefa ljóAs mins dýrsta braK. Ék vil nú þakka umhyKKjuna þína, hin Atal mórKU stðrf er vinnur þú. Og KteAi þin viA mig ok alla mina. þitt milda geA ok þina kristnu trú. Og tárin. þú sem þerraA hefur tiAum. svo þýtt af harna minna votri kinn. Ok signt á kvðldin svo með armi biiAum ok svœft viA KóAa, hlýja barminn þinn. EigAu svo ljóA mitt. elsku tenKdamóAir. Minn anda skortir fluK ok styrk ok þor. Almættis hönd ok englar líka KÓAir yfir þér vaki ok leiAi sérhvert spor. Þú sem aA byrgAa sorg i bliAu geAi. boriA hefur lengi djörf. huKrókk. Þér biA ég gaefu, blessunar og gleAi bæn min er þessi og eigAu hjartans þokk. Elskulega systir og mágkona, börn, tengdabörn, barnabörn og systkini hins látna. Til ykkar vildum við geta sagt huggunarorð í ykkar miklu sorg. Við stöndum allt lífið á tímamótum gleði og hamingju — á tímamótum dýpstu sorgar og saknaðar. Lífið er svo stutt mót eilífð allri. Hugsum okkur, að hann, sem við kveðjum nú hinstu kveðju, sé aðeins farinn á undan til bústaða himnanna. Og er þar ekki allt baðað í hvítum og bláum blómum himneskrar feg- urðar? Við sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur. Við biðjum þess, að Hermann, okkar kæri tengdasonur og mágur, megi í friði fara til þess „meir að starfa Guðs um geim“. Guðbjörg Aðalsteinsdóttir. ólöf, Stefán, Sólrún. Halldór, Sigurborg, makar og börn þeirra. Það er skammt stórra högga milli að skörð eru rofin í stóra systkináhópinn frá Bæ. Hér verður kvaddur fimmti bróðirinn af níu bærðrum. Þrettán voru systkinin og ein systir hefur kvatt. Hvenær sem kallið kemur, kaupir sér enginn frí. Foreldrar Hermanns voru Ragnheiður Halldórsdóttir og Guðmundur Guðmundsson er áttu jörðina Bæ á Selströnd. Hermann ólst upp í foreldra- húsum og var snemma lipur og viljugur til allra verka, hann var fús að létta móður okkar störfin þegar við systur vorum farnar að heiman. Hermann fór að stunda sjó snemma á unglingsárum, reri með Halldóri Magnússyni, mági sínum og var þá hjá Matthildi systur sinni og honum fyrstu árin, síðar varð hann meðeigandi í báti sem hét Rut. Var Halldór formaður á þeim báti. Þannig aflaði hann sér peninga til skólagöngu eins og títt var á þeim tímum. Hann stundaði nám í Reykholtsskóla tvo vetur, þá var hann líka á Laugarvatni og lauk þaðan prófi sem íþróttakenn- ari 1936 og gerðist sundkennari í Hveravík. Þá var þar sundlaug og unaa fólkið sótti sundið af kappi undir hans lipru og góðu tilsögn. Einnig kenndi hann íþróttir víða. Hann var athafnamaður hinn mesti og fylgdist með auknum framförum. Hann átti annan bát sem Sæbjörg hét en þá var mikill afli við Húnaflóa og jafnvel inn á Steingrímsfirði. Hermann kvæntist eftirlifandi konu sinni Aðalbjörgu Jónsdóttur 1. júní 1944. Foreldrar hennar voru þau Guðbjörg Aðalsteins- dóttir og Jón Nielsson sem bjuggu að Heiðarbæ og víðar í Tungu- sveit. Aðalbjörg er fædd 15. des- ember 1916. Hún lauk námi við Kvennaskólann á Blönduósi 1938. Með konunni fékk Hermann hinn ágætasta félaga og styrka stoð gegnum lífið. Aðalbjörg er óvenju listfeng kona. Hún hefur málað mikið auk þess sem hún hefur sýnt hvað er hægt að vinna fínt úr íslensku ullinni okkar, þar sem pjónakjóiarnir eru sem hafa verið hér fengnir á heimilisiðnaðarsýn- ingar og farið víða um heim og hvarvetna hlotið aðdáun mikla. Það var hörð barátta hjá þeim hjónum fyrstu árin eins og flestu þá-tímafólki. En þegar bæði hjón- in geta aflað, fer allt vel. Aðal- björg vann að saumaskap öll fyrstu árin og bætti þeirra hag enda blómgaðist hagur þeirra hjóna. Þegar Guðbjörg móðir Aðalbjargar missti mann sinn fór hún til þeirra hjóna eftir okkur ár. Hún var þeim styrk stoð við börnin og önnur innanhússtörf. Nú er hún orðin sjúklingur en er vel um hana séð á heimili þeirra. Á heimili þeirra hjóna hefur ríkt andi friðar og kærleika. Hermann byggði tveggja hæða steinhús á Drangsnesi sem stendur enn. Þau hjón stóðu fyrir matsölu fyrir Kristján Einarsson í tvö ár, sem hann lét reka fyrir bát að sunnan, sem hann keypti fisk af. Hermann stundaði sjó með öðrum störfum, þar til hann flytur suður 1947. Heimili þeirra er Sólheimar 26, Rvk. Þau hjón áttu margt sameigin- legt, höfðu bæði óvenju fagra söngrödd enda voru þau í kirkju- kór Langholtssóknar um margra ára skeið. Hermann var í kvæða- mannafélaginu Iðunni. Hann var vel hagmæltur og mun vera til eftir hann í bundnu og óbundnu máli, handskrifað og á spólum. Hann var glaður og ljúfur í allri umgengni, heimilisfaðir hinn besti. Þau hjón áttu sjö börn en misstu eitt stuttu eftir fæðingu. öll hin eru styrkar stoðir þjóðfé- lagsins ásamt tengdabörnum, sem hann unni sem sinum eigin börn- um og eiga þau hjón nú 16 afkomendur. Hermann var búinn að vera verkstjóri í 23 ár hjá Max og Sjóklæðagerðinni. Reyndist hann þar hinn vinsæli og góði húsbóndi, hann vann hylli allra sem unnu undir hans stjórn og unglingarnir elskuðu hann og virtu. Maður kemur í manns stað, en hans skarð verður vandi að fylla. Við sem eftir stöndum af stóra systkinahópnum kveðjum Her- mann með klökkva og þökk fyrir hans bróðurlega kærleika. Hann kvaddi svo fljótt og sárt er hans saknað af elskaðri konu, börnum, ættingjum og vinum. Kristur sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa“. Sú vissa skal syrgj- endur hugga, að við hittumst öll á landi hins lifanda Guðs. Friður Guðs þig blessi. Jarðarförin fer frma 18. júní, frá Fossvogskirkju. Þuriður frá Bæ. + Útför mannsins míns JÓNS AXELS PÉTURSSONAR fyrrverandi bankastjóra, veröur gerð fró Dómkirkjunnl á morgun miövikudaginn 18. þ.m. kl. 15.00. Fyrir hönda vandamanna Aatríöur Einarsdóttir. Alúöar þakkir sendum viö öllum þeim er sýnt hafa okkur samúö og hlýhug viö andiát og útför, BERGSTEINS BOGASONAR, fré Búðardal. Anna Día Erlingsdóttir, Una Jóhannsdóttir og vandamenn. + Þökkum auösýnda samúö og hiýhug viö fráfali og útför, GUNNLAUGS HANS STEPHENSEN, verzlunarmanns. Anna E. Stephensen, Stefón Stephenaen, Egill Stephensen, Unnur G. Stephensen, Guórún Stephensen. + Útför fööur okkar, tengdafööur, afa 05 langafa STEINÞÓRS P. ARDAL, fer fram frá Akureyrarkirkju miövikudaginn 18. júní kl. 13.30. Blóm afþökkuö. Þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamleg- ast bent á Krabbameinsfélag Islands. Kristinn Ardal, Elke Ardal, Póll S. Árdal, Harpa Árdal, Úlla Árdal, barnabörn og barnabarnabörn. + Minningarathöfn um eiginmann minn og fööur okkar, SVAVAR GUOMUNDSSON fró Sauöórkróki, er lést í Landspítalanum þann 6. júní sl. fer fram frá Filadelfiukirkju fimmtudaginn 19. júní kl. 14.00. Jarösett veröur frá Sauöárkrókskirkju laugardaginn 21. júní kl. 14.00. Blóm og kransar afþökkuö, en þelm sem vllja minnast hins látna eru vinsamlegast beönir aö láta innanlandstrúboö hvítasunnu- manna njóta þess. Sígurbjörg Ögmundsdóttir, bórn og aörir vandamenn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, ömmu og tengdamóöur, ODDBJARGAR RUNÓLFSDÓTTUR, Stýrimannastíg 11. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks deild 3-B Landspítal- anum. Ragna ivarsdóttir, Gunnlaugur Guömundsson, Rúnólfur ívarsson, Oddur Sigurðsson og barnabörn. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og jaröarför SIGHVATS KJARTANSSONAR, múrara, Kleppavegi 128. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A-7 á Borgarspítalanum, fyrir góöa umönnun og hjúkrun. Guórún Aöalsteinsdóttir, börn, tengdabðrn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.