Morgunblaðið - 17.06.1980, Síða 15

Morgunblaðið - 17.06.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980 15 Jónatan Þórmundsson prófessor: Hvers vegna Pétur? öllum ber saman um, að barátt- an fyrir forsetakosningarnar 29. júní hafi verið venju fremur drengileg og málefnaleg. Væri óskandi, að eitthvað svipað gæti gerzt, þegar við kjósum til Alþing- is og sveitarstjórna. Er fólk loks- ins farið að þreytast á öllum gífuryrðunum, vanefndu loforðun- um og rógburðinum? Til eru þó þeir, sem jafnvel kvarta nú, vafa- laust fólk, sem leitar fullkomleik- ans. Ekki vil ég þó mæla bót því örlitla broti af skrifum Péturs- manna, sem umdeilanleg eru vegna ummæla um meðframbjóð- endur. Sumir hafa gaman af að tönnlast á þessum skrifum og nafnleysi þeirra, þótt úr því væri strax bætt. í skrifum örfárra úr herbúðum annars forsetafram- bjóðanda hefur gætt nokkurrar taugaveiklunar vegna ímyndaðra rógskrifa um frambjóðandann. En er ekki verið að fjarlægjast full- komleikann og sýna fullmikið ger- ræði, ef það er talið ámælisvert að lýsa andstöðu við tiltekinn fram- bjóðanda með því einu að tilgreina sannanlegar staðreyndir án gífur- yrða, ásakana eða móðgunarorða? Ég hirði ekki að ræða frekar um jafnómerk taugaveikiunarskrif og hefi reyndar ekki áhuga á að fjalla mikið um aðra frambjóðendur en þann, sem ég styð. Ég er einn af þeim, sem seint tók ákvörðun. Ég hef því lengst af verið í þeim stóra hópi, sem ekki hefur ákveðið sig. Mér rennur blóðið til skyldunnar að skýra það einmitt fyrir þessum hópi, hvernig mér tókst að komast að niðurstöðu og velja Pétur J. Thorsteinsson. Mér var ljóst, að allir frambjóð- endurnir hafa sína kosti. Ég þekki Guðlaug úr Háskólanum og að öllu góðu. Gott gæti verið að fá konu í forsetaembætti, þótt það atriði eigi aldrei að ráða úrslitum. Ég er sem sé þeirrar skoðunar, að sama mælikvarða verði að leggja á karla og konur, þegar um kjör eða skipun í embætti er að ræða. Albert gæti kannski, þegar það á við, haft nokkurn hemil á stjórn- málamönnum okkar, sem ég hef takmarkað álit á. En hvers vegna Pétur? Það var reyndar svo um mig sem marga aðra, að ég þekkti Pétur lítið í upphafi kosningabaráttunnar og Jónatan Þórmundsson. einungis af afspurn. Hann hefur aldrei verið að þenja sig í fjölmiðl- um, heldur hefur hann stundað störf sín í kyrrþey, jafnt hérlendis sem erlendis. Hann var ekki mjög þekktur í byrjun, eins og það var nefnt, og hefur því átt talsvert undir högg að sækja allan tímann. En einmitt einurð þeirra hjóna og baráttugleði, þótt á brattann væri að sækja, hefur vakið aðdáun mína og margra annarra. Pétur hefur stöðugt verið að vinna á, þótt á móti blési í fyrstu skoðana- könnunum, og hann hefur sýnt það þrek, þrautseigju og æðru- leysi, sem þjóðhöfðingi þarf að hafa til að bera á úrslitastundum. Pétur J. Thorsteinsson hefur hlotið langa og djúptæka starfs- reynslu í utanríkisþjónustunni og hefur gegnt störfum sínum þar af sérstakri hæfni og samvizkusemi. Um það verður ekki deilt. Hvers eðlis eru þessi störf og hvaða yfirburði skapa þau Pétri ásamt hæfileikum hans í embætti for- seta? Pétur er þaulvanur að um- gangast þjóðhöfðingja og forystu- menn annarra þjóða, skiptast á skoðunum við þá og kynna þeim hagsmunamál íslendinga. Þótt sendiherrar dveljist langdvölum erlendis, fylgir það starfi þeirra að vera vel heima í öllu, sem gerist á Fróni, og kunna góð skil á sögu þjóðarinnar, atvinnuháttum og stjórnmálaþróun. Pétur hefur hlotið áratuga þjálfun í að haga orðum sínum eins og við á hverju sinni, og beita frábærri mála- kunnáttu sinni, orðfimi og sann- færingarkrafti, svo að íslandi er sómi að á erlendri grund. Pétur hefur hitt fjölda fólks af ýmsum stéttum, þjóðernum og trúar- brögðum og kynnzt högum þeirra og lífsviðhorfum af eigin raun. Ég er þess fullviss, að allt hefur þetta þroskað með Pétri óvenjumikla víðsýni og þekkingu á málefnum eigin þjóðar og annarra þjóða, sern og nauðsynlega gætni og háttvísi, en jafnframt festu og einurð í samskiptum við íslenzka og erlenda stjórnmálamenn. I kosningaskrifum að undan- förnu hefur talsvert verið rætt um verkefni forseta íslands og vald- svið samkvæmt lögum og í reynd. Deilt hefur verið um, hvort æski- legt sé, að væntanlegur forseti notfæri sér í ríkari mæli en fyrri forsetar það vald og þau áhrif, sem hann hefur í embættis nafni. Hvort sem breytingar verða gerð- ar á forsetaembættinu í stjórn- skipunarlögum eða ekki, hlýtur það að teljast óæskilegt, að sam- einingartákn þjóðarinnar taki opinberlega afstöðu í viðkvæmum deilumálum landsmanna, t.d. varðandi kjaramál eða utanrík- ismál, nema brýna nauðsyn beri til við óvenjulegar aðstæður. Hins vegar gæti reynsla og starf forseta nýtzt enn betur í þágu þjóðarinnar en nú, ef hann beitti sér meira að því að vinna Islendingum og íslenzkum hagsmunum skilning og brautargengi erlendis, t.d. í mark- aðsmálum, samgöngumálum og fiskveiðimálum. Þjóðhöfðingi lít- illar þjóðar gæti á ýmsan hátt stuðlað betur að kynningu þessara hagsmunamála, t.d. í heimsóknum og í viðtölum við fréttamenn, en stjórnmálamenn og embættis- menn ríkisstjórna. Énginn hefur meiri þekkingu, yfirsýn og reynslu varðandi slík hagsmunamál ís- lendinga erlendis en einmitt Pétur J. Thorsteinsson. Ég skora á ykkur, sem hafið ekki tekið afstöðu enn að fylkja ykkur um Pétur og tryggja honum sigur 29. júní. Guölaugur og Kristín veröa á fundi í iþróttaskemmunni Akureyri miövikudaginn 18. júní kl. 21.00. Fundarstjóri: Knútur Otterstedt. Ávörp: Steindór Steindórsson, fyrrum skólameistari, Gísli Jónsson, menntaskólakennari, Séra Pétur Þórarinsson, Guörún Lárusdóttir, húsmóöir, Jón Baldvin Halldórsson, háskólanemi. Elín Sigurvinsdóttir, óperusöngkona syngur nokkur létt lög. Hljómsveit Tónlistarskólans leikur. Akureyringar — Eyfirðingar — nærsveitamenn fjölmennum Stuöningsmenn. aövart.... ... meö nýju 26“ sjónvarpstæki á ótrúlega hagstæðu verði. Staögreiösluverö: 834.385 Kynnist litgæöum tækjanna á verzlunum okkar Sætúni 8 og Hafnarstræti 3. Philips svíkur ekki lit. heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 — SÆTUN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.