Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980 Isleifur Sveinsson Hvolsvelli — 80 ára Nú þegar þú afi minn ert 80 ára, ræð ég ekki við þá löngun, að senda þér kveðju á prenti, sem smá þakklætisvott til þín fyrir allt, sem þú hefur verið mér og mínum í gegnum árin. Þú ert hið dæmigerða aldamóta- barn. Þér hefur þrátt fyrir örar breytingar, tekist að vera í takt við tímann og verið hetja hins hversdagslega lífs. Það lýsir vel þinum jákvæða hugsunargangi sem þú sagðir við mig, þá litla telpu: „Ég hef aldrei sofnað svo að kveldi að ég hlakk- aði ekki til að vakna að morgni." Gera aðrir betur, þegar litið er til þess, að ekki voru kjör þín af veraldlegum gæðum neitt til að öfundast yfir hér áður fyrr, þegar þú á þinni litlu jörð, Miðkoti í Fljótshlíð, komst upp sjö börnum ykkar ömmu. í Miðkoti skorti engan neitt, á þess tíma mæli- kvarða, þar voru allir vel mettir og höfðu gott atlæti. Enginn vafi er að ykkur sívinnandi, högu hendur, þínar og ömmu, gerðu það að verkum að fátæktin þurfti aldrei að smækka ykkur. Skaparinn hefur nú oft sýnt þér jákvæðar hliðar og sent þér hitt og þetta, en aldrei var hann samt jafn örlátur við þig og þegar hann gaf þér ömmu, Ingibjörgu Krist- jánsdóttur, þvílíkt sem þú varst nú alltaf ástfanginn af henni. Þar var nú eitthvað á ferðinni, sem hollt var að fylgjast með, kossar fyrir og eftir matinn. Það þurfti enga rauðsokku til að segja þér að hræra í pottunum og elda graut- inn, þetta var allt jafn sjálfsagt og eðlilegt, að engin orð fóru þar um. Mér er minisstætt sem krakka þegar þú komst heim úr vinnu á kvöldin, það var alltaf eins og þú værir að koma úr löngu ferðalagi, svo innilegar voru móttökur ömmu, og alltaf reyndi hún að vera innandyra, svo að þú kæmir ekki að tómum bænum, eða „ömmubæ" eins og við krakkarnir kölluðum hann. Ur ömmubænum þínum eigum við krakkarnir þínir ómetanlegan minningasjóð. Þegar ég var barn, áttu heima þar hún langamma, Margrét móðir þín, og Stína gamla. Ég minnist þeirra beggja rúmfastra, en þótt þær væru líkamlega farnar að kröft- um, var svo notalegt í þeim hjartalagið að barnabörnin þín kepptust við að sitja inni hjá þeim og lærðu vers og vísur. Ég viður- kenni að kandíssykurinn þeirra hafði gífurlegt aðdráttarafl, en hann bráðnaði fljótt. En eftir situr minningin um lítið, tandur- hreint herbergi, tvær hjartahlýjar konur, sem elskuðu allt sem and- ann dró. Þegar ég læt hugann reika til himnaríkis, finnst mér alltaf að það sé í líkingu við herbergið þitt. Þær voru svo innilega trúaðar á hið góða og göfuga, að mér fannst alltaf að Jesús Kristur gæti varla verið annarsstaðar en í þeirra herbergi. Þegar amma Ingibjörg féll svo frá fyrir nær tíu árum, var fráfall hennar í samræmi við allt ykkar líf. Hún fékk að sofna þér við hlið á ykkar heimili, þar sem þú hafðir hjúkrað henni í veikindum hennar og borið hana á örmum þér í gegnum lífið. Ég veit að hún sofnaði svefninum langa full af þakklæti til þín. Það getur verið stórhættulegt að hella sér út í minningaflóð og tilfinningarugl, getur verið afar þreytandi fyrir lesendur, en þar sem menn verða bara áttræðir einu sinni og lifið er hlátur og grátur, veit ég að þú fyrirgefur slíka smámuni. Þótt þú hafir aldrei haft tíma og tækifæri til að ferðast um önnur lönd, ertu marg- sigldur maður í Iífsins ólgusjó. Af víðsýni þinni, þekkingu og reynslu gæti margur maðurinn verið stolt- ur. Þú hefur svo mikla trú á möguleikum þíns lands og hefur sýnt og sannað með ræktunargleði þinni, að heima á Hvolsvellinum er nú ýmislegt hægt að rækta fleira en kartöflur Við niðjar þínir, sem erum eitthvað töluvert 33 yfir fimmtíu, getum stælt okkur af stórkostlegum -3míðagripum þínum úr efnivið, sem þú hefur ræktað í garðinum þínum. Þú ert vorsins barn, lundarfar þitt í takt við gróandann. Ég segi bara að lokum: Til hamingju með daginn, afi minn, og megi vorið fylgja þér alla þína ævidaga. Ingibjörg Pálmadóttir. Aukasýning á „Beðið eftir Godot“ LEIKFÉLAG Akureyrar hefur að undanförnu sýnt á vegum Listahátíðar sjónleikinn „Beðið eftir Godot" eftir Samuel Beckett við mjög góðar undirtektir og hefur verið uppselt á allar sýningar. Vegna mjög mikillar eftirspurnar hefur aukasýning verið ákveðin miðvikudaginn 18. júní kl. 20.30. Aðgöngumiðar verða seldir í Iðnó sama dag frá kl. 14.00. Árni Tryggvason og Bjarni Steingrimsson i hlutverkum umrenninganna Estragons og Vladimirs. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Hilmar Foss Lögg. skjalaþýö. dóml. Hafnar- stræti 11, sími 14824, Freyju- götu 37, sími 12105. Bólstrun, klæóningar KlæOum eldri húsg., ákl. eöa leöur. Framl. hvíldarstóla og Chesterfieldsett. Bólstr. Laugarnesvegi 52. Sími 32023. Múrvlögeröir sfmi 84736. Keflavík 3ja herb. neðri hæö í tvíbýli í mjög góöu ástandi. Sér inn- gangur. íbúöin er á góöum staö í bænum. Bílskúr Úrvalið er hjá okkur. Eignamiölun Suöurnesja, Hafnargötu 57, sími 3868. Kristniboóssambandiö Bænasamvera veröur i Kristni- boöshúsinu Betaníu. Laufásvegi 13, miövikudaginn 18. júní kl. 20.30. Alllr velkomnir. Hjálpræðisherinn í dag 17. júní kl. 16.00 Þjóöhá- tiöarfagnaöarfundur. Helgi Hró- bjartsson. syngur og talar Kapt. Óskarsson stjórnar. Góöar veitingar. Velkomin. Krossinn Almenn samkoma í dag kl. 4.30 að Auöbrekku, Kópavogi. Frjálsir vitnisburöir. Allir hjartanlega velkomnir. „Old Boys“ Æfingar á Valsvelli eru á fimmtu- dögum kl. 17.30—19.00. Nefndin. FERDAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferöir: Þriðjudaginn 17. júni: Kl. 13 Dauöadalahellar — Kaldársel. Létt ganga. Miðvikudagmn 18. júni: kl. 20 Straumsel — Óttarstaöasel. Kvöldganga við allra hæfi Helgarferóir: 20.—22. júní 1. Kl. 20 föstudag: Þórsmörk — gist í skála. 2. Kl. 8 laugardag: Þjórsárdalur — Hekla. Gist í húsi. Ath. breyttan brottfarartíma í ferö nr. 2 Þjórsárdalur — Hekla. Laugardaginn 21. júni nætur- ganga á Esju um sólstööur Brottför kl. 20 frá Umferöa- miöstööinni. Ffladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Einar J. Gíslason talar. UTIVISTARFERÐIR 17. júni kl. 13. Búrfellsgjá, upptök Hafnarfjarö- arhrauna, létt ganga. Verö 3000 kr. 18. júní kl. 20 Heiðmerkurganga, létt kvöld- ganga, verö 3000 kr. Fariö frá B.S.Í. benzínsölu. Bláfall-Hagavatn meö Jóni I. Bjarnasyni um næstu helgi. Hakla meö Kristjáni M. Bald- urssyni um næstu helgi. Noragur noröurslóöir á föstu- dagskvöld. Útivist, s. 14606. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Útboð Málning utanhúss aö Suöurlandsbraut 4. Sameigendur húseignarinnar Suöurlands- braut 4, Reykjavík óska eftir tilboöum í aö mála húseignina Suöurlandsbraut 4, aö utan. Útboösgögn veröa afhent á Verkfræðistof- unni Ferli h.f., Suöurlandsbraut 4 og veröa tilboö opnuð þar á sama staö, þriðjudaginn 24. júní n.k. kl. 11.00. Verkinu skal aö fullu lokið fyrir 1. sept. n.k. Útboö Tilboð óskast í lagningu 1. áfanga aðveitu- lagnar fyrir hitaveitu Hjaltadals. Lögnin er 150 mm stálpípa. Lengd ca. 6.400 m. Útboösgögn fást afhent á Verkfræðistofnun- inni Fjölhönnun h.f., Skipholti 1, Reykjavík og hjá Gísla Pálssyni, Hofi í Vatnsdal, A-Hún., gegn 50 þús. kr. skilatryggingu. Tilboöum skal skila á sömu staöi fyrir kl. 11 þann 30. júní1980. Hitaveita Hjaltadals. Útboð Eyrarbakkahreppur. Tilboð óskast í innréttingar viöbyggingar barnaskóla Eyrabakka. Útboösgögn fást hjá skrifstofu Eyrabakkahrepps og Teiknun sf.t Fellsmúla 26, Reykjavík. Skilatrygging kr. 50 þús. Tilboðum skal skilaö á skrifstofu Eyrabakka- hrepps, merkt: „Barnaskóli". Tilboð veröa opnuö fimmtudaginn 26. júní 1980 kl. 17.00. Itkynningar Til hellu- og skraut- steinaframleiöenda Höfum tekiö aö okkur sölu á litarefnum í steinsteypu frá danska fyrirtækinu HYGAEA. Höfum ávallt ýmsa liti á lager. steinprýði v/Stórhöföa sími 83340. VU 'í' SÖRLI Hestamannafélagið Sörli Hafnarfiröi. Dregiö hefur verið í happdrætti Sörla Hafnarfiröi, upp komu þessi númer. 1. — 1503 2. — 1379 3. — 1407 4. — 1882 5. — 1804 6. — 1779 7. — 2219 8. — 1354 9. — 1752 10. — 1436 Upplýsingar í símum 51990 — 54563 — 53046. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU aiglysinga- SIMINN KR: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.