Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980 35 Niðurstöður vinnuhóps um vetni og vetnissambönd: Vetni tæpast notað sem eldsneyti hér- lendis á þessari öld „Innlond framleiðsla á fljót- andi eldsneyti er sem stendur ekki samkeppnisfær við innflutt- ar olíuvörur, hvort heldur notað er rafgreint vetni til framleiðsl- unnar eða vetnið er unnið með kolabrennslu. Slík framleiðsla er þó nær því að vera samkeppnis- fær ef ekki er notað rafgreint vetni“ segir m.a. í niðurstöðum athuKana vinnuhóps, sem orku- málastjóri skipaði um áramótin 1978/79 og kynntar voru á frétta- mannafundi. í hópnum áttu sæti dr. Bragi Árnason prófessor, Runólfur Þórðarson framkvæmdastjóri, Gunnlaugur Jónsson eðlisfræðing- ur og rekstrarhagfræðingur og dr. Jón Steinar Guðmundsson efna- verkfræðingur. Jakob Björnsson orkumálastjóri sagði, að niður- stöðurnar þýddu alls ekki dauða- dóm yfir því að hérlendis yrði framleitt fljótandi eldsneyti ein- hvern tíma í framtíðinni, en í dag væru horfurnar mjög óvissar bæði hvað varðar tækni og markaðs- verð og þó grundvöllur væri ekki fyrir framleiðslunni nú gætu þess- ar forsendur breytzt. Álitsgerðin fjallar aðallega um tæknileg atriði er varða rafgreint vetni og aðrar eldsneytistegundir (metanól og tilbúið benzín), sem hægt er að framleiða úr vetni og innfluttum kolum. Dr. Jón Steinar Guðmundsson, sem var formaður hópsins, gerði grein fyrir álits- gerðinni og sagði niðurstöðurnar sýna að vetni verði tæpast notað sem eldsneyti hérlendis á þessari öld, og kæmi þar aðallega til, að hagkvæm tækni til geymslu og dreifingar væri ekki til nú og ekki fyrirsjáanlegt að hún yrði til á næstunni. „Þrátt fyrir það“, sagði Jón Steinar „var gerð áætlun um framleiðslukostnað rafgreinds vetnis til notkunar við framleiðslu á öðru tilbúnu eldsneyti. Athuganir vinnuhópsins á metanóli sem eldsneyti sýna að notkun þess kemur varla til greina á næstu árum, m.a. vegna tækni- legra þátta og kostnaðar. Hins vegar er til aðferð sem breytir metanóli í tilbúið benzín með litlum aukakostnaði. Vinnuhópur- inn hefur gert frumáætlun um framleiðslu tilbúins benzíns úr metanóli, sem búið yrði til úr rafgreindu vetni og innfluttum kolum. Til samanburðar var líka gerð áætlun um framleiðslukostn- að benzíns úr kolum eingöngu. Báðar þessar áætlanir eru mið- aðar við 110.000 tonn/ári benz- ínframleiðslu. Miðað við núver- andi tækni og líklegt verð á raforku og innfluttum kolum virð- ist ljóst að rafgreint vetni er enn of dýrt til að vera samkeppnisfært við eldsneytisframleiðslu úr kol- um. Með hækkandi kolaverði og bættri rafgreiningartækni á næstu árum gæti hlutur raf- greinds vetnis batnað að þessu leyti. Áætlanir vinnuhópsins sýna, að á verðlagi í ársbyrjun 1979 kostar 507—622 $/tonn að fram- leiða tilbúið benzín úr rafgreindu vetni og kolum, en 390—513 $/ tonn úr innfluttum kolum ein- göngu. Núverandi verð á innfluttu benzíni skv. Rotterdamskráningu er 362 $/tonn. Þá kom einnig fram í niðurstöð- unum að áætlaður stofnkostnaður eldsneytisiðnaðar, sem framleiðir Fara á kolmunna austur af land- inu í vikunni ÍSLENZKU skipin. sem voru á kolmunnaveiðum við Færeyjar, eru fyrir nokkru komin heim. Veiðarnar gengu betur nú heldur en á síðasta ári og í þessari viku halda einhver þeirra á kolmunnaveiðar austur af landinu. Sigurjón Valdimarsson, skipstjóri á Berki NK, sagði í samtali við Mbl„ að þeir á Berki hefðu náð tveimur túrum og landað 980 og 870 tonnum í Skagen í Danmórku. Hann sagði að Eldhorgin hefði einnig landað tvívegis í Danmörku, í Hirtshals, og Grindvíkingur einu sinni í Esbjerg og einu sinni í Færeyjum. Sigurjón sagðist ekki hafa nákvæmar fréttir af fjórða íslenzka skipinu, Júpiter, en hann kom síðastur á miðin. — Það fór mánuður í þetta hjá okkur og mikil olía, sagði Sigur- jón. — Þó við fáum mun meira verð fyrir kolmunnann í Dan- mörku heldur en hér heima, þá kemur það á móti, að við fengum allt að 10% minna upp úr skipun- um í hverri löndun þar, heldur en hér heima. Við fengum 42 krónur íslenzkar fyrir kílóið í Skagen, en hér heima voru greiddar 23 krónur fyrir kílóið, sagði Sigurjón. Hann sagði, að það væri alveg á mörkunum að þessar veiðar við Færeyjar hefðu borgað sig og vonlaust hefði verið að stunda þær með trollum, eins og notuð voru fyrir tveimur árum. Gjörbreyting hefði orðið á veiðafærum og hefðu íslenzku skipin nú látið breyta sínum trollum eins og aðrar þjóð- ir, sem stunda þessar veiðar. Kolmunnaveiðarnar við Færeyjar hefðu byrjað vel, en botninn síðan dottið úr þeim. í frétt frá Hafrannsóknastofn- un um vorleiðangur fiskifræðinga kemur fram, að kolmunnagöngur voru kannaðar eftir því sem tími vannst til. Vart hefði orðið við talsverðan kolmunna við suðaust- urland um 40 sjómílur austsuð- austur af Hvalbak, en togarar hafi einnig orðið varir við kolmunna- lóðningar á svipuðum slóðum. Sigurjón Valdimarsscn sagðist einnig hafa fengið fréttir af kol- munna úti af Suðausturlandi og vel gæti verið að nú þegar væri kolmunninn kominn í veiðanlegt ástand á þessum slóðum, en ekki væri nákvæmlega fylgst með ferð- um hans. Hann sagði að Grindvík- ingur væri tilbúinn í slaginn og færi sennilega út í vikunni. Verið væri að gera Börk kláran og yrði farið út um leið og skipið væri tilbúið. Þá sagðist hann reikna með að Eldborg, Júpiter og jafnvel fleiri skip færu á þessar veiðar á næstunni. Frá fréttamannafundinum, taiio ira vinstri: Finnbogi Jónsson, iðnaðarráðuneytinu, Gunnlaugur Jónsson eðlisfræðingur og rekstrarhagfræðingur, dr. Jón Steinar Guðmundsson formaður vinnuhópsins, Jakob Björnsson orkumálastjóri, Runólfur Þórðarson framkvæmdastjóri, og lengst til hægri dr. Bragi Árnason prófessor. Ljósm. Mbl. Kristján. 110.000 tonn á ári væri um 193.000 Mkr., af þeim hluta eru tveir þriðju raforkuiðnaður. Vinnuhópurinn leggur til við orkumálastjóra að fylgst verði með þróun rafgreiningartækni vetnis og framleiðslutækni til- búins eldsneytis. Stuðlað verði að samvinnu við þær þjóðir sem hyggja á framleiðslu tilbúins eldsneytis. Hafist verði handa um athuganir á öðrum orkunýt- ingarkostum landsmanna til sam- anburðar við hugsanlega eldsneyt- isframleiðslu. Gerð verði athugun á isíenzkum mó. Orkustofnun vinni að því að samræma frekari athuganir á innlendri eldsneytis- framleiðslu. Það kom einnig fram á blaða- mannafundinum, að þó svo ekki væri hagkvæmt í dag að hefja slíka framleiðslu af framan- greindum ástæðum yrði áfram unnið að könnunum þar sem aðstæður gætu breyzt þannig í nánustu framtíð, að hagkvæmt yrði talið að hefja framleiðsluna, en fyrirséð væri þó í dag, að það yrði fyrst á tímabilinu 1992—95 sem nægt rafmagn yrði fyrir hendi til að hefja slíka fram- leiðslu, og þá gæti einnig komið til að aðrir nýtingarkostir á vatns- orku landsins yrðu taldir hag- kvæmari. TERJIÐ HÚSID RAKA 06 STETPUSKEHMDUH Ein hagkvæmasta og varanlegasta lausnin ef hús er farið að leka, er að klæða það áli. A/klæðning er seltuvarin og hrindir frá sér óhreinindum. Fáanleg í mörgum litum, sem eru innbrenndir. Auk þess að koma í veg fyrir leka og áframhaldandi skemmdir, gefur A/klæðning nýtískulegt útlit og veitír húseiganda öryggi. Kynnist kostum A/klæðningar. Látið okkur gera verðtilboð eftir teikningum, þér að kostnaðariausu. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.