Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1980 Mannskæðar kynþáttaerjur Mandai. Indiandi. 16. júni. AP. KYNÞÁTTAERJUR leiddu tl dauða a.m.k. 345 manna í fylkinu Tripura í norðausturhluta Indlands í síðustu viku. Menn af ættflokkum frumbýlinKa róðust með kylfum. knífum ok byssum á heimili innfiuttra Beniíalimanna og drápu heilu fjölskyldurnar. Yfirvöld hafa sagt að 345 manns hafi fallið, þar af 212 í þorpinu Mandai, en lögregla skýrði frá því í dag, að í Mandai hefðu a.m.k. 350 fallið. Ýmsar heimildir herma, að mannfallið í erjunum kunni að hafa skipt þúsundum. Enn fleiri hafa misst heimili sín. Bengalimenn í Tripura flýðu flestir frá Bangladesh, er landið hlaut sjálfstæði 1971. Þeir eru hindúatrúar. Þeir hafa allt efna- hagslíf í Tripura í höndum sér og eru helmingi fjölmennari en frum- býlingarnir. Virolainen féll fyrir Váyrynen Frá Harry GranherK. Finnlandi. PAAVO Váyrynen utanríkisráð- herra var um helgina kjörinn formaður finnska Miðflokksins. Hann hlaut 1.737 atkvæði á þingi flokksins í Ábo, en mót- Veður víða um heim Akureyri 9 skýjað Amsterdam 19 rigning Aþena 34 heióskírt Barcelona 30 skýjað Berlín 24 sólskín BrUssel 18 rigning Chicago 12 heiðskírt Feneyjar 25 léttskýjað Frankfurt 21 rigning Genf 23 heióskirt Helsinki 23 sólskin Jerúsalem 26 heiðskírt Jóhannesarborg 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 21 skýjað Las Palmas 23 léttskýjað Lissabon 23 sólskin London 18 skýjað Los Angeles 34 rigning Madríd 23 sólskin Malaga 22 léttskýjað Mallorca 25 léttskýjað Miami 28 skýjað Moskva 20 skýjaó New York 30 skýjað Óstó 25 heiðskírt París 21 skýjaö Reykjavík 11 skýjað Rio de Janeiro 25 heiðskfrt Rómaborg 25 heiöskírt San Fransisco 21 heiöskírt Stokkhólmur 24 sólskin Tel Aviv 26 heiöskírt Tókýó 29 heiöskírt Vancouver 20 skýjaö Vínarborg 25 sólskin herji hans, Johannes Virolainen 1,611 atkvæði. Val nýs formanns hefur verið mál málanna á flokksþinginu og var rætt fram og aftur í tvo daga áður en formannskjörið fór fram. „Úrslitin voru óvenju tvísýn," sagði hinn nýi flokksformaður eftir atkvæðagreiðsluna. „En ég vona að samstaða verði í flokkn- um. Engra breytinga er að vænta á stefnu flokksins. Við höldum áfram á sömu braut," sagði hann. Virolainen hefur verið formaður Miðflokksins í 16 ár og á þeim tíma hafa áhrif bæjarbúa aukizt mjög í flokknum, svo mjög að Váyrynen ýmsum hefur fundizt áhrif þeirra innan hans of mikil. Virolainen tók við flokksformennskunni á sínum tíma af V.J.Sukselainen, sem hann sigraði með litlum mun. Að þessu sinni studdi Sukselainen mótframbjóðanda Virolainens. Váyrynen er lýst senr gáfuðum stjórnmálamanni og vel að sér. Hann er frá Lapplandi þar sem Miðflokkurinn hefur víðtækt fylgi. Ýmsir gamalreyndir flokksmenn hafa veitt Váyrynen öflugan stuðning auk Sukselainens, þar á meðal Martti Miettunen forsætis- ráðherra og ráðherrarnir Eino Uusitalo og Ahti Pekkala, sem studdu Virolainen síðast þegar kosið var um flokksformann. Lík Palestínumannanna og leifar báts þeirra flutt frá svæði á ísraelsku ströndinni þar sem þeir reyndu að ráðast í land í gær. ísraelskt varðskip sökkti báti þeirra. Callaghan tapaði tveimur orrustum Lundúnum. 16. júni. AP. JAMES Callaghan, leið- togi brezku stjórnarand- stöðunnar, hefur beðið tvö- faldan ósigur fyrir vinstri- armi Verkamannaflokks- ins. Á fundi þrettán manna könnunarnefndar flokks- ins um helgina töpuðu Callaghan og fylgismenn hans atkvæðagreiðslu þar sem keppinautar hans lögðu til að það yrðu sér- stakir kjörmenn, sem framvegis veldu formann, i stað þingmanna flokks- ins eins og áður hefur verið. Er það álit kunn- ugra að ákvörðun um að svipta þingfulltrúa flokks- ins hefðbundnum rétti sín- um til að kjósa formann, sé lóð á vogarskálar rót- tæklinga, sem eiga mun meira fylgis að fagna með- al flokksforingja í bæjum og sveitum en á þingi. Einnig urðu Callaghan og vara- formaður flokksins, Michael Foot, að láta í minni pokann í baráttu sinni gegn þeirri tillögu vinstri armsins að flokkurinn endurskoði val á frambjóðendum fyrir hverj- ar kosningar, sem haldnar eru fimmta hvert ár að öðru óbreyttu. Á hinn bóginn báru andstæð- ingar Callaghans minna úr býtum, er felld var tillaga þess efnis, að framkvæmdanefnd flokksins setti saman stefnuskrá flokksins. Sam- kvæmt tillögu þeirri er samþykkt var verður stefnuskráin framvegis háð staðfestingu kjörmanna. Allar tillögur um endurbætur er fram komu á fundi nefndarinnar um helgina, verða bornar undir miðstjórn flokksins og ársþing í haust. Er því spáð að þar muni koma til hastarlegra átaka milli Callaghans og oddamanns rót- tæklinga, Tony Benn, fyrrverandi orkumálaráðherra. Öskuf ok f rá Sánkti Helenu Portland. 16. júní. AP. ÖSKUFOK frá eldfjallinu Sánkti Helenu olli taisverðum trafala i Oregon-fyiki yfir helgina og grúfir rykský enn yfir stórum hluta fylkisins. Fresta varð öllu áætlunarflugi til fylkisins á sunnudag af þess- um sökum og umferð bifreiða var með minna móti í Portland. Vindar þeyttu upp gosöskunni og skyggni var víðast hvar lélegt. Hámarkshraði á vegum var leyfður 25 km á klukkustund, og varað var við mengunarhættu af völdum öskunnar. Kom í ljós að kísilinnihald öskunnar var í hærra lagi, og folki með öndun- arsjúkdóma því ráðlagt að halda sig innandyra. Þrír ráðamenn líflátnir í Kabúl Hussein í Washington: iteynt að draga Jórdani inn í viðræður ísraeia og Egynta Washinifton. 16. júni. AP. HUSSEIN Jórdaníukonungur kom i dag til Bandarikjanna til viðræðna við Jimmy Carter forseta. og herma áreiðanlegar heimildir, að reynt verði að draga Jórdani á einn eða annan hátt í friðarviðræður við ísraela og Egypta. Hermt er að aðeins hinir bjart- sýnustu búist við að Hussein leggi blessun sína yfir viðræðurnar, og að útilokað sé, að hann fallist á þátttöku í viðræðunum. Jórdanir hafa þegar hafnað mörgum tilboð- um um hlutdeild í viðræðunum og hafa samskipti yfirvalda í Jórdan- íu og samtaka Palestínumanna á sama tíma batnað verulega. Jafn- framt hafa kærleikar aukist með Jórdönum og Sovétmönnum. En náist árangur af viðræðum um frið fyrir botni Miðjarðarhafs, skiptir miklu máli hver afstaða Jórdana verður, og mun Carter kynna sér gaumgæfilega hvaða afstöðu þeir kunna að taka. Jórd- anir réðu Vesturbakkanum svo- kallaða frá 1948 þar til 1967, að hann féll í hendur ísraela. I Bandaríkjaheimsókninni mun Hussein falast eftir nýjum vopn- um frá Bandaríkjamönnum, og er búist jafnvel við því að honum takist að ná samningum um a.m.k. 100 skriðdreka af gerðinni M-60, er búnir verða hitaskynjurum er auka hæfni þeirra til næturbar- daga. Heimildir í Pentagon herma að skriðdrekar af þeirri gerð hafi enn ekki verið seldir til útlanda. fslamabad, Pakistan. 16. júni. AP. ÞRÍR fyrrverandi ráðherrar úr stjórn Hafizullah Amin forseta i Afghanistan voru líflátnir um helgina að sögn útvarpsins í Kahúl. Útvarpið sagði að bylt- ingardómstóll hefði dæmt menn- ina og sakað þá um morð á saklausu fólki auk annarra glæpa. Alls hafa 13 fyrrverandi ráðamenn verið liflátnir í Kabúl á einni viku. Fórnarlömbin þrjú voru Sahi- bjan Sahrai, ráðherra landa- mæra- og kynþáttamála, Sadique Alenyar, hagsýsluráðherra, og -AAhftrra ríkisfjölmiðla, Mo- hammed Zareef. r.r ! iyrsta skipti að byltingardómstóll úr- skurðar í samræmi við lög Kór- ansins eða „shariat", að sögn útvarpsins. Amin sjálfur var tek- inn af lífi eftir innrás Sovétmanna í Afghanistan í desember síðast- liðnum. Núverandi stjórnvöld landsins hafa skorað á héraðsleiðtoga að slá varnargarð fyrir „sjálfstæði og frelsi föðurlandsins" og gegn „samsæri heimsvaldasinna" að því er austur-þýzka fréttastofan ADN sagði á sunnudag. I sérstakri útsendingu frá Kabúl sagði fréttastofan einnig að Babrak Karmal forseti hefði skorað á trúarleiðtoga í landinu að „fletta ofan af áróðri óvina vinnandi fólks.“ Arabískur olíukóngur til Noregs ÓnIó, íe. júní. AP. OLÍUMALak^RRRA Sa“di Arabíu og einn af Iykilmonnu.7! OPEC-samtakanna, Ahmed Zaki Yamani, kom I dag til Noregs til fjögurra daga heimsóknar. Mun hann meðal annars eiga fund með Bjartmar Gjerdi. orkumálaráð- herra, og öðrum ráðherrum norsku stjórnarinnar. Miklar öryggisráð- stafanir hafa verið gerðar vegna komu höfðingjans, sem hyggst með- al annars fljúga til Norður-Noregs til að verða vitni að miðnætursól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.