Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. Til umhugsunar á 17. júní Aþessum þjóðhátíðardegi eru margir uggandi um framtíðarhorfur í málefnum lands og þjóðar. Þessar áhyggjur eru ekki ástæðulausar. Okkur hefur ekki vegnað vel hin síðari ár. Óðaverðbólgan hefur grafið undan því samfélagi, sem við höfum byggt upp. Afleiðingar hennar eru slíkar að réttlætiskennd þjóðar- innar er misboðið á margan hátt. Aldrað fólk á rétt á því að lifa áhyggjulausu lífi síðustu ár ævinnar. En óðaverðbólgan hefur séð til þess, að áhyggjur þess eru kannski meiri nú en þær voru fyrir einum áratug. Aldrað fólk, sem á langri ævi hefur lagt fyrir til elliáranna hefur horft upp á sparnað lífstíðar brenna upp á báli verðbólgunnar. Það er ekki nógu gott þjóðfélag, sem býr þannig að elztu þegnum sínum, að þeir hafa vaxandi áhyggjur af afkomu sinni og takmarkaða möguleika á að bæta þar úr. Þrátt fyrir óðaverðbólguna höfum við getað fleytt okkur meðan skilyrði hafa verið hagstæð á fiskmörkuð- um okkar, eins og þau hafa verið nú í nokkur ár. En nú eru ískyggilegar horfur framundan á þeim vettvangi. Lækkandi verðlag og vaxandi sölutregða veldur stór- felldum vanda hér heima fyrir. Að vísu eru ljósir punktar í þessari mynd. Staðan á saltfiskmörkuðum og skreiðarmörkuðum okkar er góð. Áföllin, sem við höfum orðið fyrir á Bandaríkjamarkaði til þessa eru ekkert í líkingu við þau skakkaföll, sem við urðum fyrir 1967— 1969. Nú höfum við einnig á fleiru að byggja en fiskinum einum. Álverið hefur risið. Járnblendið hefur tekið til starfa. Ullariðnaður hefur verið byggður upp til útflutnings. En einmitt vegna þess, að við höfum spennt bogann til hins ýtrasta, höfum við ekkert upp á að hlaupa. Við getum ekki leitað í fyrningar eða sparnað. Við höfum eytt öllu jafnóðum og vel það. Stjórnendur lands og þjóðar sýnast ekki hafa miklar áhyggjur af framtíðinni. Kannski vita þeir eitthvað, sem við hin vitum ekki. En í okkar augum fljóta þeir sofandi að feigðarósi og hækka launin sín í leiðinni. Það er orðinn siður þeirra stjórnmálamanna, sem við völd eru hverju sinni að blekkja þjóðina, að telja henni trú um, að staðan sé betri en hún í raun og veru er. Stjórnmálamenn, sem sitja í valdastólum tala gjarnan af bjartsýni og kvarta undan barlómi þeirra, sem gagnrýna. Ef til vill eru þessir menn ekki að reyna að blekkja aðra. Ef til vill stunda þeir sjálfsblekkingu og telja sjálfum sér trú um, að allt sé í stakasta lagi. En þeir sem taka þátt í dagsins önn í þjóðlífinu sjálfu vita, að svo er ekki. Innviðir hins íslenzka lýðveldis hafa verið að fúna, en kjörnir „leiðtogar“ þjóðarinnar sýnast ekki hafa þungar áhyggj- ur af því. Vandi okkar er fyrst og fremst heimatilbúinn. Gæði landsins eru mikil. Við höfum hreinsað fiskimiðin af erlendum togurun og sitjum nú að þeim ein. Við eigum mikil og ónotuð auðæfi í orku fallvatnanna. Við höfum öll skilyrði til að búa hér góðu lífi. En sundurlyndis- fjandinn tröllríður hér húsum nú sem fyrr. Sundrungin einkennir stjórnmálalíf okkar og þjóðmálabaráttu og setur mark sitt á þjóðlífið allt. Lítil þjóð og fámenn þarf á því að halda að standa saman. Það er forsenda þess, að við getum hagnýtt okkur landsins gæði, þjóðinni til framdráttar. Þetta er verðugt umhugsunarefni fyrir okkur á þjóðhátíðardaginn og þá ekki sízt fyrir forystusveit þjóðarinnar, sem margir telja og ekki að ósekju, að hafi ekki valdið því verkefni, sem hún hefur boðizt til að taka að sér. Morgunblaðið sendir lesendum sínum árnaðaróskir á þjóðhátíðardaginn. Menntaskólinn á Akureyri 100 ára: Fjölmenni á minningarhátíð á Möðruvöllum Afmælishátíð Menntaskólans á Akureyri hófst með minningar- hátíð í kirkjunni á Möðruvöllum í Hörgárdal sl. sunnudag. Hófst hátíðin með ávarpi forseta íslands, dr. Kristjáns Eldjárns, sem er gamall nemandi skólans. Siðan var helgistund í umsjá séra Þórhalls Höskuldssonar sóknarprests á Möðruvöllum. Að lokum flutti Steindór Steindórsson frá Hlöðum, fyrrum skólameistari, hátíðar- ræðu þar sem hann rakti sögu skólans og áhrif hans á mannlif á Norðurlandi. Mikið fjölmenni sótti hátíðina í besta veðri. Sat fólk bæði í kirkjunni og fyrir utan hana. Meðal viðstaddra voru, auk forseta íslands og konu hans frú Halldóru Eldjárn, menntamálaráðherra, Ingvar Gíslason, og Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra, en þeir eru báðir gamlir nemendur skólans. Eftir athöfnina í kirkjunni gengu gestir um á Möðruvöllum og skpðuðu staðinn. I gærkvöldi var hátíðarveisla í salarkynnum heimavistar M.A. Þar voru forseti Islands, menntamálaráðherra og 6 gamlir starfsmenn M.A., sem sæmdir voru gullmerkjum skólans. Þeir eru Steindór Steindórsson fyrrv. skólameistari, Hermann Stefánsson íþróttakenn- ari, Hulda Stefánsdóttir, elsti núlifandi kennari skólans, Margrét Eiríksdóttir, ekkja Þórarins Björnssonar fyrrum skólameistara, Brynjólfur Sveinsson, kennari við skólann í yfir 40 ár, og Árni Friðgeirsson gjaldkeri M.A. Auk þeirra voru í veislunni fulltrúar Akureyrarbæjar, fulltrúar afmælisárganga, nýstúdentar og starfs- menn skólans. Núverandi og fyrrverandi skólameistari, Tryggvi Gislason og Steindór Steindórsson. Gengið úr kirkju. Forsetahjónin Eldjárn ásamt sóknarprestinum s H Rabbað saman i veðurbliðunni, þar má kenna Halldór Blöndal, alþingismann, Gisla Jónsson, menntaskól skólastjóra Menntaskólans i Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.