Morgunblaðið - 17.06.1980, Síða 5

Morgunblaðið - 17.06.1980, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980 5 Hátíðarguðsþjónusta í Möðrudal: Minnst 100 ára ártíð- ar Jóns Stefánssonar Grimsstödum. Fjollum. 16. júní. t GÆR 15. júní fór fram í Möðru- dalskirkju hátídleg Kuðsþjónusta. Prestur var sr. Bjarni Guðjónsson Valþjófsstað. Minnst var 100 ára ártiðar listamannsins Jóns Stef- ánssonar ok konu hans Þórunnar Vilhjálmsdóttur þar sem Jóni var þakkað hans mikla framtak þegar hann byKKði kirkjuna í Moðrudal til minninKar um konu sína og stendur hún sem minnisvarði þeirra hjóna. Fermd voru 5 börn, afkomendur Jóns, barnabarnabörn. Einnig voru gefin saman hjón, Sævar Pálsson og Katla Sigurgeirsdóttir og dóttir þeirra skírð. Þau hafa bæði dvalið í Möðrudal, en eru nú búsett á Refs- stað í Vopnafirði. í Möðrudal var saman kominn fjöldi manns, kring- um 250, í fegursta veðri þar sem öllum var veitt af miklum höfð- ingsskap. Fyrir þessa athöfn var sérstakur söngflokkur undir stjórn Kristínar Axelsdóttur og var flest söngfólkið úr Möðrudalsfjölskyldun- um. Sungin voru 2 lög eftir Jón Stefánsson og Hátíðarsöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar voru fluttir. Myndin er úr einu atriði Óðals feðranna. og sýnir Jakob Þór Einarsson. einn aðalleikaranna. Kvikmyndin Óðal feðranna frumsýnd á laugardag Seljasókn í Breið- holti stofnuð KVIKMYNDIN óðal feðranna verður frumsýnd laugardaginn 21. júní i Háskóla- og Laugarásbíói. Verður myndin sýnd í báðum bióun- um tvær fyrstu vikurnar, en sýn- ingum verður siðan haldið áfram i Laugarásbiói, á meðan aðsókn end- ist. Að þvi loknu fer myndin út á land. Óðal feðranna er eftir Hrafn Gunnlaugsson og er hann jafnframt leikstjóri, en kvikmyndatöku stjórn- aði Snorri Þórisson. Aðalleikarar í myndinni eru Jakob Þór Einarsson, Hólmfríður Þórhallsdóttir, Jóhann Sigurðsson og Guðrún Þórðardóttir. Ekkert þeirra hefur áður leikið í kvikmynd. Auk þeirra eru veigamik- il hlutverk í höndum Ingimundar Jónssonar, Sveins M. Eiðssonar, Ást- hildar Bernharðsdóttur, Helgu Hjörvar og Magnúsar Ólafssonar. Óðal feðranna verður frumsýnt í Stokkhólmi í haust, en sænska kvikmyndafyrirtækið Viking Film hefur keypt Svíþjóðarréttinn að myndinni og mun jafnframt sjá um dreifingu í Evrópu. Þá verður mynd- in kynnt í þrem stórborgUm Amer- íku (New York, Chicago, Los Angel- es), á vegum The Museum of Modern Art ásamt myndum frá Norðurlönd- um, en kynning þessi nefnist Scandi- navia: Recent Films. Óðal feðranna er kvikmynd um íslenzka fjölskyldu í gleði og sorg. Mynd sem gerist í dag bæði úti á landsbyggðinni og í Reykjavík. Söguþráðurinn snýst öðru fremur um yngsta son fjölskyldunnar, Stef- án; baráttu hans fyrir að ráða sínu eigin lífi og láta þá drauma rætast sem hann á sér. Inn í þennan söguþráð fléttast síðan lýsing á harðsnúnum veruleika og mann- legum ástríðum. Vinna við myndina hófst í febrúar á síðasta ári og lauk í vor, svo í allt hefur myndin verið meira en ár í vinnslu. Tónlist við myndina gerðu þeir Magnús Eiríksson og Gunnar Þórð- arson, en reynt hefur verið að vanda Töpuðu myndavélum og fé sínu við Lækinn Sænskt ferðafólk, sem fór f heita lækinn i Nauthólsvik, á laugardag. tapaði þar af bakkanum brúnni leðurhliðartösku með vegabréfum sínum. myndavélum og ferðafé í ferðatékkum og erlendum gjald- eyri. Unga fólkið hafði komið til landsins daginn áður og ætlaði að ferðast um Suðurland og i Skafta- fell og halda jafnvel til Grænlands. Þessir hlutir eru þeim þvi ákaflega mikiivægir og eru þeir sem kynnu að vita eitthvað um töskuna og innihald hennar beðnir um að hafa samband við Ásthildi Eyjólfsdóttur í sima 42672. þar sem þau búa. Þarna voru á ferð Áke Vikström og ljósmyndarinn Eva Norden- skiöld, sem var með Canon mynda- vél, mótor og 2 linsur (35 og 100 mm). En Eva er dóttir skíðafólksins Pelle og Bibbo Nordenskiöld, sem margir íslendingar þekkja. Hann kom hér og kenndi 194J og oftar, og þau ráku skíðastað í Áre í Norður- Svíþjóð, þar sem margir íslenzkir skíðamenn hafa dvalið. Bróðir henn- ar var hér á ferð í fyrra og keypti þá 11 íslenzka hesta til viðbótar þeim 5 sem þau höfðu áður fengið til að fara á í smáferðir með ferðafólk í Áre. Eva og Áke Vikström voru komin til að kynnast landi og þjóð, fóru á fyrsta degi í heita lækinn og höfðu lagt af stað heim, er þau mundu eftir töskunni á bakkanum, sneru við, en þá var hún horfin. Væntanlega hefur einhver hirðu- samur tekið hana með. Vinningsnúmer í landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins Dregið var í landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins hjá borgar- fógetanum í Reykjavík 14. júní síðastliðinn. Upp komu eftirtalin vinnings- númer. Nr. 41735 Ferð fyrir 2 til ítalfu. Nr. 38634 Ferð fyrir 2 til Mallorka. Nr. 4234 Ferð fyrir 2 til Costa del Sol. Nr. 16938 Ferð fyrir 2 til Ibiza. Nr. 37499 Fcrð fyrir 2 til Mallorka. Nr. 43288 Ferð fyrir 2 til Júgóslaviu. Nr. 43739 Ferð fyrir 2 til Ibiza. Nr. 2421 Ferð fyrir 2 til Costa del Sol. Nr. 9546 Ferð fyrir 2 til Mallorka. Nr. 35629 Ferð fyrir 2 til Ibiza. Nr. 7429 Ferð fyrir 2 til New York. Nr. 19387 Ferð fyrir 2 til Parisar, 6/30. Nr. 22499 Ferð fyrir 2 til Luxemborgar, 6/30. Nr. 8218 Ferð fyrir 2 til Kaupmannahafnar, 6/30. Nr. 1112 Ferð fyrir 2 til Lundúna, 6/30. Eigendur ofantaldra vinningsmiða framvísi þeim í skrifstofu Sjálfstæð- isflokksins, Valhöll, Háaleitisbraut 1. Sjálfstæðisflokkurinn þakkar öll- um þeim fjölmörgu, sem tóku þátt í stuðningi við flokkinn með kaupum á happdrættismiðum. (Fréttatilkynning frá Sjálfstæðis- flokknum.) mjög til alls tæknilegs frágangs, og nemur kostnaður við myndina um 65 milljónum króna. Framleiðendur myndarinnar eru þeir Hrafn Gunnlaugsson, Jón Þór Hannesson og Snorri Þórisson. Gunnar Baldursson sá um leikmynd. Guðrún Sigríður Haraldsdóttir um búninga, Guðlaugur Jónasson um leikmuni. Ragnheiður Harwey var skrifta og sá um föðrun. Aðstoðar- leikstjóri var Valgarður Guðjónsson, en aðstoð við val leikara veitti Helga Hjörvar. SEUASÓKN i Breiðholti var formlega stofnuð sunnudaginn 15. júni. Embætti sóknarprests hefur verið auglýst til umsóknar og verður prestskosning væntan- lega um mánaðamótin ágúst— september. Kveðið er á í lögum að 5000 manns skuli vera að baki hverju prestakalli í Reykjavíkurprófasts- dæmi, og eru því prestarnir 19 talsins. Við breytingar á búsetu riðlast slíkar tölur, þannig að níu og tíu þúsund manns eru í sóknun- um í Breiðholti, en hins vegar innan við fimm þúsund í sumum eldri sóknunum. Er sr. Árelíus Nielsson lét af störfum í Langholtskirkju, fór kirkjustjórnin þess á leit að emb- ættið yrði fært í Breiðholt. Var það samþykkt og gaf kirkjumála- ráðherra svo nýverið út reglugerð- arbreytingu því að lútandi. Eins og áður var getið hefur prestsembættið í Seljaprestakalli verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 15. júlí. Ljóðabækur Matthíasar Johannessens Enn eru fáanleg nokkur eintök af Mörg eru MATTlHAS JOHA N NESSK N morgunn ímaí MYNDIR LRRO dags augu og Morgunn í maí Aðrar ljóðabækur skáldsins hjá forlaginu eru uppseldar. s7l> Almenna bókafélagið Austurstræti 18, sími 25544.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.