Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 40
Síminn á afgreiöslunni er 83033 I*1or0iinblnt>it> ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980 Síminn á rifstjórn og skrifstofu: 10100 Jflori)imbTnt>it> Ljósm. Kmilía. Garðar Sigurðsson formaður þingfararkaupsnefndar: Óþarfi fyrir menn að koma af fjöllum. því þeir vissu allt „ÞAÐ er óþarfi fyrir þessa menn að koma af fjöllum. Ég hef ekki tekið eftir því. að þingflokkur AlþýðuhandalaK.sins hafnaði þessu. Þetta var ra'tt á þingflokksfundi. sem ók ekki sat. en síðan kynnti málið allítarlega á oðrum þinKflokksfundi o« þar var engin samþykkt jjerð á móti því. l>að er auðvitað spurninK, hvort ok þá hvenær svona á að koma til framkvæmda, en þá hefðu þessir vísu menn átt að tjá sík um málið. þejjar það var í undirhúninKÍ. því þeir vissu allt um það þá. En sennilega hafa þeir ekki mátt vera að því að hlusta á aðra en sjálfa sig.“ sagði Garðar SÍKurðsson, formaður þingfararkaupsnefndar AlþinKÍs, er Mhl. ra'ddi við hann í Rær um þá ákvörðun nefndarinnar að ha kka laun alþinKÍsmanna um 20% frá áramótum on bar undir hann þau ummæli fjármálaráðherra ok formanns þinKflokks AlþýðuhandalaKsins. að Garðar hefði með samþykki sínu í þinKÍarar- kaupðsncfnd KenKÍð KCKn vilja launamálinu. Garðar kvaðst fagna því lífs- marki, sem fram kæmi hjá Ragnari Arnalds fjármálaráðherra, í þessu máli. „Ok nú var ég að heyra í útvarpinu yfirlýsinKu frá sjálfum landsföðurnum, forsætisráðherran- um okkar, þar sem hann sór fyrir vitneskju um málið og fullyrti að tekið yrði fyrir það, “ sagði Garðar. „Mér skilst nú að málið sé í höndum forseta Alþingis og að aðrir eigi ekki að geta tekið fram fyrir hendurnar á þeim. Það er sennilega ekki á færi nema færustu kunnáttu- manna í stjórnlagafræði að gera það.“ Mbl. spurði Garðar, hvort ágrein- ingur hefði verið í þingfararkaups- nefnd um málið. „Síður en svo,“ sagði Garðar. „Við vorum búnir að velta þessu fyrir okkur nokkuð lengi og höfðum um það samvinnu við skrifstofustjóra Alþingis, meðal annars varðandi upplýsingaöflun frá fjármálaráðuneytinu þannig að ekki gengjum við lengra í málinu en beinn samanburður við þá, sem laun þingmanna hafa verið miðuð við, þingflokks Alþýðubandalagsins í Garðar SÍKurðsson gaf tilefni til. Hækkunin var svo einróma samþykkt á fundi þingfar- arkaupsnefndar af öllum og menn sögðu ekki annað, en að þeir hefðu sína flokka á bak við sig í málinu. Nefndin gerði bókun um sam- þykkt sína í málinu og nú er það i höndum forseta þingsins, þar sem það að mínu áliti ætti alltaf að vera. Forsetarnir geta alveg ráðið þessu máli, en hafni þeir því, þá vænti ég þess að sú neitun verði vandlega rökstudd." Mbl. spurði Garðar, hvort ekkert samband hefði verið haft við forseta þingsins við meðferð málsins í þingfararkaupsnefnd. „Það getur verið, að það ættu að vera betri samráð milli nefnda og forseta við umfjöllun mála,“ svaraði Garðar. „En í þessu máli ber nú svo vel í veiði, að einn nefndarmanna, vara- formaður nefndarinnar, Sverrir Hermannsson kommisar, er einn af þremur forsetum Alþingis." Mbl. spurði Garðar, hvernig málið hefði komið til kasta nefndarinnar og vísaði til ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar um að tillagan hafi komið frá nefndarmönnum annarra flokka en Alþýðubandalagsins. „Ég vil ekkert vera að tíunda frekar um þetta mál í nefndinni," sagði Garð- ar. „Nefndin tók sína ákvörðun og gerði um hana bókun og málið er nú í höndum þingforsetanna. A þessi ummæli Ólafs Ragnars legg ég ekkert mat.“ Fjármálaráðherra á sáttafundi: Vill frestun í V% mánuð RAGNAR Arnalds, fjármálaráð- herra sótti í gær sáttafund með Randalagi starfsmanna ríkis og bæja ásamt sáttanefnd ríkisins. A fundinum var rætt um vinnubrögð og gaf ráðherra þar þá yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, að það myndi líða ein eða tvær vikur, þar til ríkisstjórnin gæti tekið afstöðu til kaupliðarins, visitölu- málsins og samningstímans. Samkvæmt upplýsingum Krist- jáns Thorlaciusar formanns BSRB færði ráðherra einkum þær ástæður fyrir þessari frestun, að ríkisstjórn- in þyrfti tíma til þess að athuga þessi mál fyrir sitt leyti, svör BSRB og í öðru lagi vildi hún líta til þess, sem gerðist á almennum vinnumark- aði þennan tíma. Ráðherra tók fram, að það þýddi ekki að beðið yrði endalaust eftir öðrum. Kristján kvað samkomulag um að tíminn yrði notaður til viðræðna um önnur atriði næstu daga og kvaðst hann búast við því að strax eftir þjóðhátíðardaginn myndu þær við- ræður hefjast. Þá kvað hann ráð- herrann hafa minnst á kauphækkun þingmanna, sem spunnizt hefði inn í umræðurnar á sáttafundinum í gær. Vandræði á Fæðingar- deildinni „ÞAÐ ER farið að horfa til vandræða hjá okkur á Fæðingardeildinni, m.a. vegna sífellt fleiri fóstureyðingaað- gerða og vegna þess að við þurfum að sjá um öll bráðatilfelli í fæðingum og kvenlækningum," sagði prófessor Sigurður S. Magnússon, yfirlæknir á Fæðingardeild Landspítalans í sam- tali við Mbl. í gær, en Sigurður sagði að til þess að létta á, væri ráðgert að opna dagdeild í haust þar sem unnt væri að framkvæma fóstureyðingar og ýmsar smærri aðgerðir og senda konurnar síðan heim í flestum tilfell- um.“ Sigurður kvaðst hafa reiknað það út, að fyrir biðlista varðandi kven- lækningar væru 32 pláss, en 20 af þeim plássum færu í krabbameins- sjúklinga og bráðatilfelli, þannig að aðeins væru um að ræða 12 rúm fyrir biðlista. Þá kvað hann 16—18 pláss á meðgöngudeild notuð í ýmsum tilvik- um, en alls væru 36 plás fyrir sængurkonur eftir fæðingu. Selfoss: 81 árs verka- maður gefur sjúkrabíl STEFÁN Ketilsson. 81 árs Kam- all verkamaður frá Sætúni á Stokkseyri, mun i dag afhenda Sjúkrahúsi Selfoss KÍæsiiega sjúkrabifreið búna fullkomnum búnaði m.a. súrefnistækjum. Mbl. hafði samhand við Stefán í Kærkvöldi, en hann ligKur nú á Sjúkrahúsi Selfoss og spurði hann um gjöfina: „Jú, það er rétt, ég ætla að gefa sjúkrahúsinu Citroen sjúkrabíl. Þessi hugmynd kom í huga minn fyrir fjórum árum, en ég hef eiginlega verið að bíða eftir því, að þeir lykju við Sjúkrahús Suð- urlands, því þá ætlaði ég að láta bílinn standa fyrir utan þegar húsið væri tekið í notkun. En þeir eru svo lengi með húsið, að ég þorði ekki að bíða lengur, því verðið gæti rokið upp. Þetta kostaði mig um 9 milljónir króna, en hefði kostað sjúkrahúsið um 15 millj. kr., því gjöld eru felld niður af gjöfum. Eg hef því gert tvo peninga úr einum." „Óg þú ræður við þetta?“ „Það er búið að borga hann. Ég er að gefa sjúkrahúsinu þetta í virðingarskyni." Stefán hefur búið á Stokkseyri í 30 ár og um langt árabil hefur hann unnið þar í frystihúsinu. „Jú, ég hef unnið lengi í frystihúsinu og á kannski eftir að vinna þar áfram, því ég er að hressast eftir að hafa fengið andsk.... sykursýki í vetur." Svars að vænta frá Saudi-Arabíu í vikunni „ÞAÐ er von á svari frá þeim í lok þessarar viku,“ saKði Hörður IleÍKa- son ráðuneytisstjóri i utanrikis- ráðuneytinu, þegar Mbl. spurði um það í gær hvenær þess mcgi vænta, að tekið verði upp stjórnmálasam- band við Saudi-Arabiu. Hörður sagði að Ingvi S. Ingvars- son sendiherra íslands í Stokkhólmi hefði í síðustu viku átt fund með sendifulltrúa Saudi-Arabíu þar í borg og borið þar fram ósk um að löndin tvö tækju upp stjórnmálasam- band. „Þetta er í fyrsta skipti sem við höfum haft frumkvæði að því að taka upp stjórnmálasamband við annað ríki,“ sagði Hörður Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.