Morgunblaðið - 17.06.1980, Side 3

Morgunblaðið - 17.06.1980, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1980 3 Þorsteinn Geirsson, skrifstofustjóri: Algengasta ómælda yfir- vinnan er 20% ALGENGUSTU álagsKreiðslur til opinberra starfsmanna ok embætt- ismanna venna ómældrar vfirvinnu eru á bilinu 15 til 25%, ok munu flestir hafa Kreiðslu. sem er um 20%, þ.e. jafnKÍldi 20 yfirvinnutíma, en einn yfirvinnutími mælist sam- kvæmt kjarasamninKum opinberra starfsmanna sem 1% af mánaðar- launum. MorKunbiaðið leitaði i Kær upplýsinKa um þessar yfirvinnu- Kreiðslur hjá Þorsteini Geirssyni, formanni samninKanefndar ríkisins ok skrifstofustjóra fjármálaráðu- neytisins ok saKði hann. að undan- farin síðustu ár hefði færzt meiri breidd í þessar ómæidu yfirvinnu- Kreiðslur. fiokkunum hefði fjöÍKað ok hefði þá m.a. þessi 25% flokkur orðið til. Þorsteinn Geirsson kvað þessar ómældu yfirvinnuKreiðslur hafa átt sér alllanga sögu. Það hafi fyrst komið inn í kjarasamninga 1970 ákvæði þess efnis, að forstöðumenn stofnana, þar á meðal skólastjórar, eigi ekki rétt á yfirvinnugreiðslum samkvæmt tímareikningi, og var það rökstutt með því að þessir menn gætu ekki sjálfir skammtað sér yfirvinnu. Hins vegar skuli ráðuneyt- ið, ef nauðsyn sé að unnin sé yfirvinna, ákveða þeim fasta mánað- arlega yfirvinnu að höfðu samráði við þá sjálfa og með vitund BSRB. Hið fyrsta áþreifanlega, sem gerð- ist í þessum málum, sagði Þorsteinn, var, að gerður var samningur við skólastjórana, „sem mig minnir að tekið hafi gildi í upphafi árs 1973, og um svipað leyti var ýmsum forstöðu- mönnum, sem um það höfðu sótt, og gert höfðu grein fyrir sér, ákveðin yfirvinna. Síðan eru þessi ákvæði endurtekin í kjarasamningum og kjaradómi fyrir BHM . allar götur síðan, nema það að sú breyting varð á, að semja átti sérstaklega um yfirvinnu í sérsamningum. Slíkir samningar hafa verið gerðir við stöðvarstjóra Pósts og síma, skólastjórana og sérstök nefnd ákvæði yfirvinnu dómara, en um forstjóra opinberra stofnana hefur gömlu reglunni verið fylgt, að ákvörðunin frá 1973 stendur mikið til óbreytt enn, þ.e. ef forstöðumanna- skipti verða eða ný stofnun kemur fram, þá tekur samninganefndin þetta sérstaklega. Þorsteinn Geirsson kvaðst ekki kannast við 50% yfirvinnugreiðslur, algengustu greiðslurnar væru frá 15 og upp í 25 tíma og væru 20 tímar eða 20% algengasta reglan. Hann vildi þó ekki sverja fyrir það, að menn kynnu að hafa hærri yfirvinnu- greiðslur, og hann kvaðst ekki muna eftir því að nokkur hefði 50%. Ráðuneytisstjórar hafa ekki lengur fasta yfirvinnu, þar sem kjaradómur, sem fjaliar sérstaklega um þeirra mál, felldi ómælda yfirvinnu inn í grunnlaun þeirra fyrir nokkru. „En ég get alveg fullyrt það, að það mun heyra til algjörra undantekninga, að slíkar yfirvinnugreiðslur fari upp fyrir 25%,“ sagði Þorsteinn. Af aragrúa opinberra starfs- manna, munu það vera um 600 manns, sem eru með einhverjar fastar yfirvinnugreiðslur. Eru slíkir menn til frá 4. launaflokki og upp í hinn efsta. Eru skólastjórarnir t.d. 200 talsins og fer yfirvinnugreiðslan eftir stærð skólans og umfangi. Lægsta yfirvinnugreiðsla meðal þeirra er 7 tímar og hæsta 25. „ÞETTA mál var tekið fyrir í nefndinni á tveimur fundum og afgreitt á fundi 20. maí að mig minnir. Satt að segja er ég undrandi. svo ekki sé meira sagt, á þeim tvískinnungi. sem kemur fram hjá ýmsum. sem hafa látið ljós sitt skina um máiið á siðustu dögum. þvi ég lit svo á. að öllum þingmönnum hafi verið kunnugt um. hvað nefndin var að vinna. Málið var svo afgreitt einróma í nefndinni af þvi að formaður hennar lagði það til,“ saKði Guðmundur Karlsson. einn fuiltrúi Sjálfsta-ðisflokksins i þinK- fararkaupsnefnd, er Mbl. ræddi við hann i gær um þá ákvörðun nefndar- innar að hækka iaun alþingismanna um 20% frá ok með áramótum. „Satt aö segja var ók dálítið undrandi á því, hvað stjórnarliðið lagði mikla áherzlu á þetta mál, en það var lagt fram sem leiðrétting á því misvægi, sem orðið hefði á síðustu árum milli launa þingmanna og þeirra opinberu starfsmanna, sem upphaflega var miðað við,“ sagði Guðmundur. „Sjálfur var ég og er enn kjördæma úti á landi fá þessa sömu greiðslu á meðan þing sjtur ekki, þar sem talið er, að þeir þurfi þá að dveljast í kjördæminu. Utanbæjar- þingmenn fá jafnframt greiddan dvalarkostnað í Reykjavík um þing- tímann, sem er 6.500 krónur á dag eða 195 þúsund krónur á mánuði eða 201.500 krónur eftir því, hvort mán- uðirnir telja 30 eða 31 dag. Þingmenn, sem búsettir eru í Reykjavík, en eru þingmenn kjördæma úti á landi fá 'h dvalarkostnað greiddan á meðan þing situr ekki. Báðir þessir kostnaðariiðir hækk- uðu hinn 1. maí síðastliðinn, húsaleig- an um 20% og dvalarkostnaðurinn um 25%. Þá fá þingmenn greiddan allan símakostnað, bæði á síma þeirra í Reykjavík og eins á lögheim- ili, sé það annars staðar. Þingmenn fá greiddan svokallaðan Þingfararkaupið ekki einu greiðslurnar til þingmanna ÞINGFARARKAUP er mánaðar- iaun þingmanna. Það hefur verið 817.541 króna á mánuði. en sam- kvæmt hækkuninni. sem þingfarar- kaupsnefnd samþykkti, verður þing- fararkaupið 1. júlí 981.049 krónur og giidir 20% hækkunin frá áramót- um, svo sem Morgunblaðið skýrði frá á lauKardag. Þetta eru þó ekki allar greiðslur þingmanna. því að þeir fá greiddan ýmsan kostnað. sem taiið er að þeir verði fyrir vegna starfs sins. Þingmenn, sem lögheimiii eiga utan Reykjavíkur, fá greidda húsa- leigu, sem er 120 þúsund krónur á mánuði og þingmenn, sem lögheimili eiga í Reykjavík og eru þingmenn Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra: Launahækkun þingmanna mun ekki framkvæmd Guðmundur Karlsson alþingismaöur: Samþykkti launahækkun vegna samstöðu um málið þeirrar skoðunar, að þetta hafi verið óheppiieg ákvörðun. Eg var undrandi á því, að stjórnarliðar skyldu óska eftir henni og að þeir virtust einróma í málinu. Þeir lögðu mikla áherzlu á samstöðu í nefndinni um málið og þegar ég taldi mig vita að málið hefði verið kynnt í öilum þingfiokkunum og varð ekki var við annað en að menn væru nokkuð sáttir við það, þá sá ég ekki ástæðu til að standa gegn þvi. Ég er hins vegar ekkert undrandi á því, að almenningur og þeir forystu- menn launþegasamtaka, sem nú standa í erfiðum samningum, skuli ekki vera ánægðir með þessa ákvörð- un.“ Mbl. spurði Guðmund þá, hvað hann vildi segja um þau ummæli Kristjáns Tholaciusar, formanns BSRB, að allir, sem ábyrgð bera á þessari ákvörðun ættu að segja af sér. „Þessi krafa hefur oft komið fram af ýmsu tilefni. Hitt finnst mér, að þessi ákvörðun sé ekki vitlausari en margt annað, sem ákveðið var á þessu þingi. En ekki yrði ég síðastur þingmanna til að segja af mér, ef til þess kæmi.“ „ÁLYKTUN þingfararkaupsnefnd- ar um kauphækkun alþingismanna var gerð án vitundar okkar sjálf- stæðismannanna í ríkisstjórn. Við erum andvígir henni. Ilún má ekki ok mun ekki koma til framkvæmda.“ segir í yfirlýsingu, sem Morgunblað- inu barst í Kær frá Gunnari Thor- oddsen forsætisráðherra. Þá barst Morgunblaðinu einnig í gær fréttatilkynning frá fjármála- ráðuneytinu, sem segir, að fjármála- ráðherra hafi sent forsetum Alþingis skeyti, „þar sem þess er óskað, að þeir endurskoði ákvörðum þingfarar- kaupsnefndar um 20% launaviðbót til þingmanna vegna ómældrar yfir- vinnu og dragi hana tafarlaust til baka.“ Loks barst svo fréttatilkynning frá skrifstofu Alþingis, sem segir, að i iögum um þingfararkaup alþing- ismanna sé kveðið á um að skjóta megi úrskurði þingfararkaupsnefnd- ar til forseta Alþingis, sem felli endanlegan úrskurð. „í samræmi við þessi iagaákvæði, hafa Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður þingfiokks Alþýðubandalags- ins og Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, óskað eftir því við forseta Alþingis, að breyting þingfararkaupsnefndar á mánaðarlaunum aiþingismanna komi ekki til framkvæmda. Þingflokkunum verði á næstu vikum sköpuð aðstaða Matthías ekki á fundinum MATTHÍAS Bjarnason, þriðji full- trúi Sjálfstæöisflokksins í þingfar- arkaupsnefnd Alþingis, sat ekki fund þann, þar sem ákvörðunin um 20% iaunahækkun þingmanna frá áramótum var tekin. til að ræða kjaramál alþingismanna og á meðan verði engar breytingar gerðar á launum þeirra, enda hljóti alþingismenn að taka mið af al- mennri þróun launa í landinu." ferðakostnað í kjördæmi, sem er frá áramótum 1.200.000 krónur á ári. Þá fá þeir greiddar svokallaðar auka- ferðir í kjördæmi, fari þeir t.d. heim um helgar. Greiddar eru að jafnaði tvær ferðir í mánuði eða 24 ferðir á ári. Er þá átt við fargjald með áætlunarflugi, en ieiguflug geta þing- menn ekki tekið, nema sérstaklega sé um það samið og þá fari fleiri en einn með flugvélinni. Fari þingmenn hins vegar á eigin bíl fá þeir greitt kílómetragjald, sem er 147 krónur á hvern ekinn kílómetra á vegi með varanlegu slitlagi og 168 krónur sé ekið um malarvegi. Þess má að lokum geta, að fari opinber starfsmaður á vegum ríkisins í ferðir innanlands, greiðir ríkissjóð- ur eða viðkomandi stofnun 17.500 krónur í húsaleigu og dvalarkostnað á sóiarhring og 10.000 krónur í fæðis- kostnað. Stefán Valgeirsson alþingismaður: Ríkisstjórnin á að afnema allar aukagreiðslur Eiður Guðnason ritari þingfararkaupsnefndar: Mönnum var f ullkunnugt um viðræður og umf jöllun málsins „ÉG TEL ummæli þeirra, sem nú þykjast ekkert vita um þessa launa- hækkun, hámark hræsninnar, þvi mönnum var fullkunnugt um við- ræður og umfjöllun þessa máls." sagði Eiður Guðnason. fulltrúi Al- þýðuflokksins i þingfararkaups- '-•* nv ritari nefndarinnar, er Mbl. ræddi við han.. . T um 20% launahækkun þingmanna frá ára- mótum. „Mín skoðun er og hefur alltaf verið sú, að laun þingmanna ætti kjaradómur að ákveða," sagði Eiður. „Ég flutti ásamt Vilmundi Gylfasyni frumvarp þar um á þinginu ’78—’79, en það var fellt í neðri deild að viðhöfðu nafnakalli. Eg mun nú beita mér fyrir frumvarpsflutningi aftur að hausti og kanna þannig, hvort viðhorf manna hafa breytzt. En það sem málið snýst um er að eins og nú háttar eru laun þingmanna miðuð við ákveðinn launaflokk í kerfinu. Þegar farið var aö kanna málið í vetur, kom í ljós, að þeir, sem áttu að vera í launaflokki með ■ • , -•*» eru ýmist komnir ofar pingmonnuj.., . . » „ .. , , umfram- eða ut fyrir kerfið meu . greiðslum, sem algengastar eru a bilinu 20—30%. Það er því ljóst, að þingmenn taka ekki sömu laun og þeir, sem launakjör þeirra eiga að miðast við, og þessi ákvörðun þing- fararkaupsnefndar var hugsuð sem leiðrétting á þessu og aðeins sem leiðrétting." Mbl. spurði Eið, hvað hann vildi segja um gagnrýni á timasetningu ákvörðunarinnar. „Ég hygg að það eigi við um allar leiðréttingar, sem gerðar hafa verið á launum þing- manna, að þær hafi verið taldar koma á óheppilegum tíma,“ sagði Eiður. Mbl. spurði um afstöðu manna í þingflokki Alþýðuflokksins. „Það var fiallað um málið í þingflokknum, en -KnVkt gerð,“ sagði Eiður. e"K'n sar"pj ’ ■ •">ni tvístíg- „Það kom fram að ymsir _ andi vegna þess að þeir töldu tíma- setninguna óheppilega." „ÁKVÖRÐUN þingfararkaupsnefnd- ar hefur aldrei áður verið skotið til frekari umfjöllunar þau þrettán ár, sem éK hef setið á Alþingi. Ég tel vafasamt. að forsetar þingsins geti nokkru breytt. Hins veKar getur ríkisstjórnin gripið til sinna ráða og tekið allar þessar aukagreiðslur af yfir heilu línuna. Og það á hún að gera.“ sagði Stefán Valgeirsson, ann- ar fulltrúi Framsóknarflokksins i þingfararkaupsnefnd. er Mbl. ræddi við hann í gær um þá ákvörðun nefndarinnar að hækka laun þing- manna um 20% frá áramótum. „Það er ákaflega skiljanlegt, að þegar samningar eru gerðir við opin- bera starfsmenn og þeim raðað í flokka, að þá ætlist menn til þess, að það haldist, en ekki að breytt verði til undir borðið,“ sagði Stefán. „Ég tel það óhæfu, þegar athugun okkar leiðir í ljós, að þeim mönnum, sem við áttum að miðast við í launum, hefur verið greitt aukalega 16%, 20%, 25% og allt að 50% að því er manni er sagt. Ég verð að segja það eins og er, að ég tel gott að þessi sprenging hefur nú orðið og sé ekki annað en að ríkisstjórnin verði nú að grípa til sinna ráða og svipta af öllum þessum yfirborgunum. Það er ób’úandi við þetta eins og það er.“ Þá spurði Mbl. Stefán, hvers vegna þingfararkaupsnefnd hefði ekki tekið á þessu máli fyrr. „Nú veit ég ekki. Okkur var skýrt frá því í vor að þetta væri svona og þegar málið var kannað, kom í ljós, að þingmenn stóðu einir eftir í þeim launaflokki, sem þeim var ætluð viðmiðun við,“ sagði Stefán. „Hinir voru allir komnir hærra með greiðslum undir borðið, sem ég hefði nú talið að ríkið ætti allra sízt að standa að.“ Mbl. spurði Stefán, hverjar undir- tektir launahækkunin hefði fengið í þingflokki framsóknarmanna. „Þetta mál var ekki rætt formlega í þing- flokknum,“ svaraði Stefán. „Yfirleitt hefur málið ekki komið til kasta þingflokksins fyrr en þingfararkaups- nefnd er búin að gera sínar tillögur, en nú hagaði svo til, að tillaga nefndarinnar lá ekki fyrir fyrr en í þinglok og þá voru svo miklar annir í þingflokknum, að málið komst aldrei formlega á dagskrá." Þá spurði Mbl. hvers vegna nefndin hefði samþykkt að gefa ekkert út ''ninberlega um ákvörðun sína. „Það . “'"■* “ svaraði Stefán. er aldrei v. „Blaðamenn hafa aðgang að skrif- stofustjóra Alþingis um þetta mál sem önnur, en þingfararkaupsnefnd hefur aldrei sjálf staðið í blaða- mannafundum." Mbl. spurði þá Stefán, hvort nefnd- armenn hefðu ekkert rætt málið við sína flokksbræður. „Ég hygg að allir nefndarmenn hafi rætt málið við einhverja í sínum flokki,“ svaraði hann. „Það var aðeins einn maður í nefndinni, sem var andvígur launa- hækkun, en hann Iét kyrrt liggja, þegar formaðurinn lagði áherzlu á að ekkert yrði af málinu, ef nefndarmenn afgreiddu það ekki einróma. Aðrir töldu þetta aðeins leiðréttingu til samræmis við orðinn hlut og svo var þriðji hópurinn, sem alltaf reiknaði með þessari sprengingu". Mbl. spurði Stefán þá, hvort hugs- anlegt væri að málið hefði farið svo hljótt innan þingsins, að það kæmi nú þingmönnum og ráðherrum í opna skjöldu, eins og ummæli bentu nú til. „Það tel ég af og frá,“ sagði Stefán. „Þingfararkaupsnefnd er ekkert leyndarráð frekar en aðrar nefndir þingsins. Og sjálfur varð ég ekki var við andstöðu þingmanna eða ráðherra, þannig að viðbrögð manna nú finnast mér furðuleg.“ Aldrei heyrt slíka lágkúru í málflutningi „ÉG minnist þess nú ekki að hafa heyrt slíka lágkúru i málflutningi eins og ólafur Ragnar Grímsson leyfir sér að bera á borð fyrir almenninK. Annað vil ég ekki segja. en mun síðar gera grein fyrir mínu máli.“ sagði Sverrir Hermannsson. alþingismaður í samtali við Morgun- blaðið í gær. en í sjónvarpi var haft eftir Ólafi Ragnari. að Ólafur G. Einarsson hefði fyrst hreyft nauðsyn hækkunar þingfararkaupsins á fundi þingflokksformanna. en siðan hafi Ólafur G. og Sverrir aftur á fundi með þingflokksformonnunum itrekað málið. Ólafur G. Einarsson er erlendis. Forsetar Alþingis munu koma sam- an til fundar á fimmtudag og ræða ákvörðun þingfararkaupsnefndar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.