Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980 19 Listviðburður í Þjóðleikhúsinu: „Loksins fæ ég tækifæri til að dansa hér heima44 Eyjólfur Konráð Jónsson alþm: Þjóðarhneyksli — sem ráðherrarnir bera ábyrgð á Segir María Gísla- dóttir sem getið hefur sér gott orð sem ballettdansarí í V-Þýzkalandi leyfi ytra meðan sýningar standa yfir. Við dönsuðum í sýningu á Þyrnirósu á laugar- dag, flugum til Islands í gær, og verðum að halda út á fimmtudag, því við eigum að dansa aftur á föstudag ytra. Við hefðum ekki fengið að koma hingað nú ef yfirmenn okkar hefðu ekki verið jafn vingjarnlegir og raun varð á.“ María sagði að í mörgu hefði verið að snúast í gær við að undirbúa sýninguna. „Við þurftum að breyta sporunum örlítið þótt við höfum verið að dansa Þyrnirósu frá því í nóvember, þar sem sviðið er minna en í Wiesbaden. Einnig voru vissir erfiðleikar með tónlistina, en með hjálp góðra manna voru allir erfiðleikar yfirstignir að lokum. Það hefur reyndar komið mér einna mest á óvart hversu ljúft og rólegt starfsfólk Þjóð- leikhússins er. Miðað við það sem við erum vön úti er andrúmið allt rólegra hér og er það mikill léttir. Það er viss hvíld í því að hér er ekki allt það sama span og er ytra,“ sagði María. María hefur getið sér gott orð í Þýzkalandi og víðar frá því hún hélt utan kornung til náms. Hún stundaði nám við Listdansskóla Þjóðleikhússins til 16 ára aldurs, en hélt þá til Lundúna til náms við Konung- lega listdansskólann þar. Eftir tveggja ára dvöl í Lundúnum hélt hún til Berlínar og var ráðinn dansari við Berlínaróp- eruna, þar sem hún var í sjö ár, en í vor var hún ráðin að óperunni í Wiesbaden. Að tveimur árum liðnum í Berlín var María farin að dansa aðalhlutverk hjá óper- unni, hlutverk í ballettum eins og Vorblóti eftir Stravinsky, Þyrnirósu, Svanavatninu og Eldfuglinum. Á hausti kom- anda mun María dansa að- ahlutverkin í Giselle í Wiesba- den, ásamt Roberto Dimitriev- ich, en í gær sagði María að dansarar væru vart taldir menn með mönnum fyrr en þeir hefðu dansað í því verki. aðfangadagskvöld. Hann þekkir alla, og allir þekkja hann. — Aðeins einn maður annar af fram- ámönnum borgarinnar hafa sýnt slíka nærgætni og velvild — Birg- ir ísl. Gunnarsson, á meðan hann var borgarstjóri. Þetta er aðeins eitt dæmi um fórn góðs manns á tíma og þægindum. Það má ekki minna vera en að þess sé getið með þökk. Albert Guðmundsson hefur aldrei farið dult með stjórnmála- lega stöðu sína, — en hann hefur einnig sýnt að hann er maður til að standa sem sjálfstæður aðili — trúr eigin sannfæringu. Þar ráða flokksbönd engu um. Þjóðin hlýtur að bjóða þau hjón Brynhildi og Albert Guðmundsson velkomin að Bessastöðum. Þóra Einarsdóttir Morgunblaðsmönnum tókst að ná örstuttu spjalli við Mariu Gísladóttur er hún var að ieggja síðustu hönd á förðunina stuttu fyrir sýningu í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi, og tók ólafur K. Magnússon ljósmyndari þá þessa mynd af Maríu og Roberto Dimitrievich. María er ört vaxandi nafn i heimi ballettsins og Dimitrievich vel þekktur. Roberto Dimitrievich er Argentínumaður af rússnesk- um ættum, sem dansað hefur aðalhlutverk með mörgum nafntoguðum ballettflokkum, eins og t.d. American Festival Ballett, National ballett of Washington, Teatro Colon, London Festival Ballett, við þýzku óperuna í Berlín og Dusseldorf, og við óperuhúsið í Zurich. Sagði María að Roberto væri vel þekktur í heimi ball- ettsins, og væri fengur að fá að dansa með honum. Aðspurð um íslenzka dans- flokkinn, sem frumflutti í gær- kvöldi nýjan ballett, Úr dimm- unni, sem byggður er á þjóð- sögunni um Galdra-Loft og saminn var sérstaklega fyrir Listahátíðarsýninguna, kvaðst María lítið geta sagt. „Það er þó ánægjulegt að sjá að komnir eru karlmenn í flokkinn. Og það er ljóst að flokknum hefur Harður árekstur í Hafnarfirði HARÐUR árekstur varð milli tveggja fólksbifreiða á mótum Reykjavíkurvegar og Dalshrauns í Hafnarfirði um hálfniuleytið i gærmorgun. Bifreið, sem var á leið til Reykjavikur reyndi fram- úrakstur á blyndhæð og lenti þá framan á bifreið, sem kom i gagnstæða átt. Stúlka. sem ók þeirri bifreið skarst mikið í andliti. Bifreiðarnar skemmdust báðar. Þá varð bílvelta á Þingvallaveg- inum um fimmleytið aðfararnótt s.l. sunnudags. Bifreiðinni ók öl- vaður og réttindalaus unglingur og var félagi hans með í bifreið- inni. Hvorugan sakaði en bifreið- in, sem var frá bílaleigu, skemmd- ist mikið. farið mikið fram og mér lízt vel á það sem ég hef séð til flokksins. Það vantar þó tals- vert á að flokkurinn geti talist verulega góður, en það er ekki dönsurunum að kenna, það er erfitt að dansa við þær aðstæð- ur sem þeir búa við. Ég á þá eina ósk að flokknum fari meira fram, að betur verði búið að honum en gert hefur verið undanfarin ár, að Listdanssk- ólanum verði haldið við,“ sagði María að lokum. Hverju bjuggust menn við, þegar öll þrönglyndisöfl þjóðfé- lagsins voru komin í eina skúffu undir yfirskini frjálslyndis og félagshyggju? Þurfti þingfarar- kaupsfréttin að koma einhverj- um á óvart? Málið er nauðaein- falt og í nákvæmu samræmi við annað, sem er að gerast í íslenzkum stjórnmálum. Hér er sem sagt rétt einu sinni byggt á lygum og lögbrotum — ofbeldi þess, sem valdið hefur. Heldur einhver að þeir tveir lagapróf- essorar, sem síðasta áratuginn hafa verið einna atgangsharð- astir í pólitíkinni, hafi enga hugmynd um það, að launakjör- um þingmanna er skipað með lögum? Og halda menn kannski, að þeir tveir lögfræðingar, sem vinstri öflin hafa valið til gæzlu fjármála landsins á þessum síð- ustu og verstu tímum viti ekkert um það, að þeim ber að fram- fylgja lögum um þingfararkaup alþingismanna? Og hvernig hækka laun ákveðinna embætt- ismanna þegjandi og hljóðalaust um 20—50% ? Og hver hafa verið „kjör“ þeirra Ragnars Arnalds og Tómasar Árnasonar frá því að þeir fyrst byrjuðu að brölta í pólitík. Hver hefur ákveðið þau? Tilkynning er send þingflokk- um þess efnis, að þingfarar- kaupsnefnd hafi ákveðið að gefa þingmönnum smágjöf! Menn set- ur hljóða. Var það raunar út- gjaldalaust, því að þingfarar- kaupsnefnd hefur nákvæmlega ekki neitt með þetta mál að gera, eins og áður hefur verið bent á oftar en einu sinni í umræðum á Alþingi. Það er á ábyrgð fram- kvæmdavaldsins, ríkisstjórnar- innar — og sú ábyrgð er mikil. Og ráðherrar skjóta sér ekki undan henni með því að reyna að klína siðleysinu á aðra. Þetta er þjóðarhneyksli, sem ráðherrarn- ir bera stjórnskipulega ábyrgð á. Tvær sölur í Englandi SKUTTOGARINN Siglfirðingur seldi 113.5 tonn af ísfiski í Hull í gær fyrir 58.2 milljónir króna og var meðalverðið því 513 krónúr á hvert kíló að meðaltali. Þá seldi Gandi VE 161 51.2 tonn í Fleet- wood fyrir 24.5 milljónir, meðal- verð 476 krónur. KVIKMYNDIRNAR: ÞRYMSKVIÐA Fyrsta íslenska teiknimyndin og MORG ERU DAGS AUGU (í Vestureyjum) Heimildamynd um náttúru 4« 44 og búsetu i Vestureyjum á Breióafirói ^»qvír<A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.