Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980 29 dr. Kristján Eldjárn ok frú Halldóra éra Þórhalli Höskuldssyni. Ávarp forseta íslands dr. Kristjáns Eldjárns við minningarhátíðina á Möðruvöllum Með tilkomu skólans hafði Norðurland stækkað Hér fer á eftir ávarp forseta íslands, dr. Kristjáns Eldjárns, í Möðruvallakirkju í Hörgárdal 15. júní 1980, á aldarafmæli Mennta- skólans á Akureyri. Háttvirta samkoma, góðir kirkjugestir. Mikil hátíð fer í hönd, og þar sem ég nú stend hér í Möðru- vallakirkju til þess að mæla nokkur upphafsorð, finn ég til þess, að hér er helgur staður og minningastaður. Land vort allt er helgað minningum forfeðranna, lífi þeirra og starfi frá öndverðu. Á góðri stund birtast þær eins og myndir í huga vorum. í allri sögu þjóðarinnar er fátt eins sérkenni- lega heillandi og koma landnáms- manna hingað í ósnortið land. Hve oft hef ég ekki reynt að kalla fram í huga mér þá sýn, þegar allra fyrstu mennirnir komu sigl- andi inn þennan blessaða fjörð, Eyjafjörð, og gera mér í hugar- lund hvernig þeir horfðu upp á þessar strendur, sem áttu að verða heimkynni þeirra og niðja þeirra. Þeir horfðu til -landsins með búmannsaugum, ekki vík- ings, augum manna með aldagró- ið náttúruskyn og glöggskyggni á nytjar lands og sjávar. Mér er sem ég sjái þann gæfumann, sem auðnaðist að kasta eign sinni á þessa jörð, Möðruvelli í Hörgárdal, og reisa þar bæ sinn. Sá hefur, trúi ég, fundið, að ekki var í kot vísað. Hann mun vissulega hafa skilið, að hér hlaut að rísa höfuðból, eins og sagan hefur sýnt og sannað. Saga þessa höfuðstaðar er mikil og litrík. Það er öllum kunnugt. En í dag minnumst vér þess tilbrigðis í litrófinu, sem helgað er fyrsta gagnfræðaskól- anum á Islandi, sem hér hóf starf sitt fyrir hundrað árum. Saga Möðruvallaskóla, sem síðar nefndist Gagnfræðaskólinn á Ak- ureyri og loks með nýrri réttar- stöðu Menntaskólinn á Akureyri, varð ekki ýkja löng á þessum stað, en nógu löng til þess, að staður og skóli næðu að setja svip hvor á annan, og nógu löng til þess að hér hlyti skólinn sína eldskírn, festi rætur í norðlenskri mold, sannaði tilverurétt sinn sem menntastofnun og áhrifa- mátt sinn til blessunar fyrir Norðurland og raunar landið allt. Það var hér, sem skólinn stóðst það próf, hvort honum yrði þess lífs auðið, sem forvígismenn hans vonuðu en sumir voru vantrúaðir á. Eftir að þessi frumraun var yfirstigin, varð það ljóst, svo að engum fékk dulist, að með til- komu skólans hafði Norðurland stækkað, það hafði risið og endurheimt í nýrri mynd þann metnað sem lagður hafði verið, þegar hinn gamli Hólaskóli var lagður niður um aldamótin 1800. Þess vegna eru fyrir því góð og gild rök, að nú á minningarári sé staldrað við í annríki daganna og þeirra manna minnst, sem hér Íeiddu gott mál fram til sigurs, og þeirra sem síðar fylgdu þeim sigri eftir með þeirri reisn, sem ætíð hefur verið í heila öld. Þeir, sem stjórnuðu skólanum hér á Möðruvöllum, voru eins konar landnámsmenn, þeir þurftu að kynna sér vandlega allar aðstæð- ur, íhuga þær og finna sér búskaparform, eins og allir land- námsmenn gera, þeir voru braut- ryðjendur sem veginn mörkuðu og ruddu þá braut, sem síðan hefur verið farin af kennifeðrum allra þeirra mörgu, sem fram á þennan dag hafa átt því láni að fagna að stunda nám í hinum norðlenska skóla. Ég tala hér sem einn úr þeim hópi. Ég sagði, að saga Möðruvalla í Hörgárdal væri litrík. Saga skól- ans er það einnig. Ef til vill á það við um alla skóla, öðrum stofnun- um fremur. Má vera, að það liggi í hlutarins eðli. Skóli vor er að vísu einn og samur frá öndverðu, í senn gamall, en þó alltaf nýr. Ef til vill liggur einnig það í hlutar- ins eðli. Hann er nýr af því að hann hlýtur ávallt að leitast við að svara þeim breyttu kröfum, sem til hans eru gerðar á hverri tíð. Hann er nýr af því að á hverju ári koma nýir og nýir hópar æskumanna til að fylla bekki hans. En skólinn er meira en glæstar byggingar, gamlar og nýjar, og þeir menn sem nú sinna þar sínum daglegu önnum, skóla- meistari, kennarar og nemendur. Hann er einnig í huga og minn- ingum þeirra mörgu, sem enn eru lífs og eitt sinn voru þar nemend- ur. Áhrif hans lifa með einhverj- um hætti í gerð sjálfra vor, hvort sem vér gerum oss þess skýra grein eða ekki, og þau birtast í verkum vorum og samskiptum við aðra menn. Sú er trú mín, að þeir sem nú ráða ríkjum í Menntaskólanum á Akureyri, muni verða þess varir á þessum tímamótum, og það svo um mun- ar, að skóli þeirra, skóli vor allra, með sínar traustu, gömlu rætur í norðlenskri mold, á sér einnig lifandi frjókorn í þakklátum huga fjölmargra þeirra, sem telja sig hafa átt hamingju- og heilla- ríka æskudaga innan veggja hans. Einn af þeim mörgu færi ég norðlenska skólanum þakkir og hamingjuóskir og bið honum blessunar fram á veg. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt þess kost að taka þátt í þessari afmælishátíð. Þeim, sem nú halda uppi merki mennta og menningar á þessu höfuðbóli, þar sem vagga skólans stóð, svo og þessari góðu sveit, þar sem nú erum vér, óska ég giftu og farsældar. Fyrrum skólameistari, SteindórSteindórsson frá Hlöðum flytur hátið' arræðu. akennara og Guðna Guðmundsson, Þeir sem ekki komust fyrir i kirkjunni sátu bara úti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.