Morgunblaðið - 21.06.1980, Page 17

Morgunblaðið - 21.06.1980, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1980 17 framkvæmdirnar við virkjunina en fyrst var komið við á skrifstofum Landsvirkjunar. Þar heilsaði Vigdís upp á starfsfólkið og leit meðal annars inn á fund hjá verkfræðing- um, sem voru að ræða gang virkjun- arframkvæmdanna. Þá var hópur- inn búinn út með hjálma og fram- kvæmdirnar skoðaðar. Vigdís ræddi við starfsmennina, þar sem þeir voru við vinnu og von bráðar var hún komin upp í heljarstóran krana og einn starfsmannanna útskýrði fyrir henni, hvernig slíkum farar- tækjum væri stjórnað. Vigdísi og fylgdarmönnum henn- ar var boðið í mat í einu mötuneyta Landsvirkjunar og var það þriðja mötuneytið, sem hún heimsótti við Hrauneyjafoss. Réttur dagsins var saltkjöt og baunir. Vigdís gekk milli manna og heilsaði en hélt enga ræðu þarna, heldur spjallaði við fólkið undir borðum. „Sestu bara hjá þeim, sem þér líst best á,“ sagði eldri maður og Vigdís tók hann á orðinu og settist við hlið hans og gæddi sér á baununum. Matartíminn hjá starfsfólkinu við Hrauneyjafoss er ekki langur og Vigdís varð því að hafa hraðann á. Hún átti enn eftir að heimsækja eitt mötuneyti og var það jafnframt siðasti viðkomustað- urinn við Hrauneyjafoss. Heldur var farið að fækka í matsalnum hjá Fossvirkja þegar Vigdísi bar að, en fyrst heilsaði hún starfsfólkinu í eldhúsinu. Nokkur almenn orð um tilefni heimsóknarinnar urðu að nægja en einnig fór Vigdís á milli borða og heilsaði. Starfsfólkið við Hrauneyjafoss var kvatt og Helga Bjarnasyni þökkuð leiðsögnin, en næst lá leiðin á Búrfellsvirkjun. „Sérfræðingar í íslenskum baksvip“ „Ég held ég verði að kalla þetta samkomu," sagði Ásólfur Pálsson, þegar hann bauð Vigdísi velkomna á stuttan fund, Sem haldinn var í mötuneytinu í Búrfellsvirkjun. Starfsfólkið hafði safnast þar sam- an enda skammt í kaffitíma. Vigdís var þarna reyndar á heimavelli, ef svo má komast að orði, því eins og Ásólfur minnti á, er hún að hluta alin í Gnúpverjahreppi. „Okkur finnst við eiga eitthvað í henni Vigdísi," sagði Ásólfur og gaf Vig- dísi orðið. Vigdís flutti stutta ræðu og ræddi meðal annars um kynni sín af íbúum Gnúpverjahrepps og völd forseta íslands. Hún sagðist hafa eignast fjöldann allan af íslendingum að ævifélögum á ferðalögum sínum um landið að undanförnu. „í leikhúsinu hef ég alltaf staðið aftast." sagði Vigdís, „og ég er orðin sérfræðingur í íslenskum baksvip. En eftir þessi ferðalög þekki ég Islendinga í bak og fyrir. Eg vildi gjarnan geta komið öllu, því sem þetta fólk hefur sagt mér á prent og það yrði þá ævisaga, sem héti „Árið, sem ég var í forsetaframboði" og yrði minnst 11 bindi. Ég á líka fjölda stjórnmála- manna fyrir vini og mun koma þessari reynslu minni á framfæri við þá.“ Starfsfólk Búrfellsvirkjunar bar fram margar fýrirspurnir til Vig- dísar svo sem um skoðanakannanir, völd forseta íslands og einhver spurði, hvort ekki væri gert of mikið úr stjórnmálaþætti forsetaembætt- isins. „Nei“, var svar Vigdísar við þessari síðustu spurningu og hún bætti við: „Við megum ekki gleyma því mikilvæga hlutverki forsetans að útnefna menn í ríkisstjórnir, er Alþingi kemur sér ekki saman um stjórn. Það er annað að forsetinn situr ekki einn í Stjórnarráðinu með hönd undir kinn eins og skákmaður og hugsar næsta leik. Hann getur leitað sér ráða hjá ýmsum mönnum og þeir eiga að vera úr öllum stéttum og stjórnmálaflokkum þjóð- félagsins." Margt fleira bar á góma svo sem ferðalög forsetans út um land en lengri gat viðdvölin i Búrfeilsvirkj- un ekki orðið, því innan tíðar átti Vigdís að vera mætt á fundi á Hellu. Vigdís sagðist nú mega til með að heilsa upp á starfsmennina, sem voru á vakt í virkjuninni áður en hún færi af staðnum. Skammt fyrir ofan virkjunina var stöðvað og þar heilsaði Vigdís upp á starfsmann dýpkunarpramma virkjunarinnar, en hann hafði kom- ið gagngert í land til að hitta frambjóðandann. Á leiðinni niður Landssveit var komið við á bænum Skarði og þar tók húsfreyjan Sigríð- ur Theodóra Sæmundsdóttir á móti frambjóðandanum. Ekki gafst þó tækifæri til að þiggja veitingar á skarði að þessu sinni og áfram var haldið í rykmekkinum niður að Hellu. r I kvennaríki á Hellu í fundarsal Verkalýðshússins á Hellu beið hópur fólks eftir Vigdísi. „Það er góður siður að heilsa fólki," sagði Vigdís, þegar hún veitti þvf athygli að skrifstofur stuðnings- manna tveggja mótframbjóðenda hennar voru í Verkalýðshúsinu, og hún barði að dyrum og heilsaði mönnum sem voru að störfum á kosningaskrifstofum Alberts Guð- mundssonar og Guðlaugs Þor- valdssonar. Það var sannkallað kvennaríki á síðdegisfundi á Hellu, því af nær 50 fundarmönnum voru aðeins 5 karlmenn. Konurnar sögðu að Hella væri kvennabær, því karimennirnir væru flestir að vinna einhvers staðar fjarri heimilum sínum og þannig væru margir við vinnu inn á hálendinu við virkjunarfram- kvæmdir. Þegar Vigdís hafði heilsað fundarmönnum tillti hún sé á borð- rönd fremst í salnum og spjallaði stuttlega við fundarmenn. Hún sagði, að sér þætti það merkilegt hversu margir sjómenn væru hlynntir framboði hennar. Senni- lega væri það vegna þess að sjó- Við Hrauneyjafoss ræddi Vigdis mcðal annars við starfsmenn við vinnu sína. Hér sýnir einn starfsmanna henni, hvernig staðið sé að stjórnun á heljarstórum krana, sem notaður er við framkvæmdirnar. Vigdis notaði tækifærið til að líta í daghlöðin, þegar hún staidraði við hjá starfsmönnum Búr- fellsvirkjunar. „Ég er mun skárri á mynd en í raunveruleikanum," varð Vigdisi að orði, þegar einn starfsmannanna benti á mynd af henni i einu dagblaðanna. „Heyrðu Vigdis. hvað á ég að kalla þig, ef þú verður forseti. Hann eða hún forsetinn,“ sagði Hjörtur kokkur við Hrauneyjafoss Vigdísi. mennirnir vissu hvers konurnar væru megnugar, því þær þyrftu að sjá einar um allt, þegar mennirnir væru úti á sjó. Vigdís sagði fundarmönnum, hvernig framboð hennar hefði borið að og frá ýmsu úr kosningabarátt- unni. Hún sagðist ekki hafa hugleitt fyrirfram þá miklu athygli, sem framboð hennar hefði vakið erlendis og hun væri sjálfsagt til samans búin að eyða nokkrum dögum síð- ustu vikur í að ræða við erlenda blaðamenn. „Ég þurfti auðvitað að kynna mér ýmislegt áður en ég lagði út í þessa baráttu og ég held að einhver besta bók, sem ég hef lesið um æfina sé Stjórnskipun íslands eftir Ólaf Jóhannesson," sagði Vig- dís. Konurnar á Hellu vildu gjarnan fræðast um valdsvið forsetans og Vigdís var spurð, hvort hún mundi beita neitunarvaldi, yrði hún kjör- inn forseti. „Ef ég verð valin til forsetaembættisins og til þess kæmi að ég þyrfti að undirrita lög, sem þjóðin væri klofin um, þá mundi ég íhuga það vel að bera slíkt undir þjóðina. En valdið er vandmeðfarið og við megum ekki gleyma því að frelsið, þetta dásamlega frelsi, er nokkuð sem við verðum að varð- veita. Við þurfum agað frelsi, en ekki taumlaust frelsi," sagði Vigdís. Fundinum á Hellu lauk með því að ein konan úr hópnum þakkaði Vigdísi fyrir að hafa kjark til að bjóða sig fram í forsetaembættið og fundarmenn hylltu frambjóðandann Á Hellu heimsótti Vigdis elliheimilið á staðnum og heilsaði upp á vistmenn. Vigdís heilsar starfsfólki í eldhúsinu í einu mötuneytanna við Hrauneyjafoss. með lófataki. Næsti viðkomustaður Vigdísar var elliheimilið á Hellu og þar heilsaði hún upp á vistmenn. Nú gafst stund milli stríða. Þó ekki löng, því klukkan níu átti að hefjast fundur í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli. Vigdís naut nú gestrisni stuðningsmanna sinna á Hellu og fyrst var Anna Bjarnason heimsótt. Þar fékk Vigdís að skola af sér ferðarykið og Carmen-rúll- urnar voru hitaðar. Innan tíðar var frambjóðandinn búinn að laga hár sitt og hafa fataskipti. Áður en" haldið var á Hvolsvöll var kvöld- verður snæddur hjá Guðrúnu Har- aldsdóttur. „Þú yrðir dæmalaust góð forsetafrú“ Félagsheimilið á Hvoli var orðið þéttsetið rétt fyrir klukkan níu, þegar Vigdís gekk í salinn en að sögn Gríms Bjarndal kosninga- stjóra Vigdísar á Suðurlandi voru á fundinum milli 250 og 300 manns. Jón Kristinsson bóndi í Lambey setti fundinn en hann var jafnframt fundarstjóri. Fyrst gerði Grímur Bjarndal grein fyrir kosningastarfi stuðningsmanna Vigdísar á Suður- landi en síðan flutti gamall skóla- bróðir Vigdísar, séra Páll Pálsson á Bergþórshvoli ávarp. Hann ræddi kynni sín af Vigdísi og skoraði á viðstadda að gefa lýðveldinu, sem um þcssar mundir væri 36 ára, góða afmælisgjöf með því að kjósa Vig- dísi Finnbogadóttur sem forseta íslands. Næst flutti Sigríður Theo- dóra Sæmundsdóttir, húsfreyja á Skarði ávarp og sagðist ekki hafa viljað trúa því að konur væru ekki hæfar til allra starfa. „Við erum að velja forseta," sagi Sigríður. „For- setinn er sameiningartákn og full- trúi okkar — forsetafrúin hefur aldrei birst okkur öðru vísi en í fylgd með manni sínum." Þá var komið að ræðu Vigdísar Finnbogadóttur. Fjallaði hún meðal annars um vald forseta íslands. „Það er Alþingi, sem heldur þéttar í höndina á forsetanum en forsetinn í hönd Alþingis," sagði Vigdís og bætti því við að forsetinn væri eign þjóðarinnar en þjóðin ekki eign forsetans. Vigdís sagði að mikilvægt væri að forsetinn gæti kynnt þjóð sína vel á erlendri grund og tók fram að Þorgeir Ljósvetningagoði væri henni fyrirmynd að forseta íslands. Vigdís lauk ræðu sinni með því að skora á stuðningsmenn sína að ástunda drengskap í baráttunni og nefna aldrei aðra frambjóðendur nema til lofs, en ekki gæti þó skaðað að lofa ónefnda konu eilítið meir. Fleiri ávörp voru á dagskrá. Guðrún Sigurðardóttir á Hvolsvelli flutti Vigdísi ávarp sem ljóð, Sig- urður Sigmundsson í Ey flutti ávarp og Edda Karlsdóttir leikari á Berg- þórshvoli flutti ættjarðarljóð eftir Hannes Hafstein. Þá var komið að almennum umræðum og í þeim tóku til máls Bjarni Bjarnason, Árni Arason bóndi á Helluvaði, Jón Ólafsson bóndi í Eystra-Geldinga- holti og séra Sváfnir Sveinbjarnar- son á Breiðabólstað. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs en Vigdís spurði, hvort ekki væru einhverjar fyrirspurnir, sem fólk vildi bera fram. Þær létu þó standa á sér og Vigdís sagðist þá vilja nota tækifærið til að spyrja, hvort fund- armönnum fyndist að það ætti að auka vald forseta íslands. Fund- armenn reyndust vera sammála vigdísi um að ekki væri ástæða til að auka vald hans. „Ég má til með að segja ykkur eina sögu, sem gerðist þegar ég var á ferð fyrir norðan," sagði Vigdís, „en það var maður, sem sagði við mig: „Vigdís mín, ég get bara ekki kosið þig, því þú ert einhleyp — en þú yrðir dæmalaust góð forsetafrú.“ Fólkið í salnum kunni greinilega að meta þessa sögu og Vigdís þakkaði fólki fyrir komuna og minnti á gjörðir Bergþóru á Bergþórshvoli, og sagði að það sakaði ekki að nefna að orðið karlmennska væri kvenkyns orð. Síðustu orðin á fundinum mælti Jón í Lambey og sagði að það yrði ánægjulegt ef fólki á þessum fundi tækist ásamt fleirum að stuðla að því að kona yrði í fyrsta sinn kjörin í embætti forseta. Klukkan var um hálf tólf, þegar fundinum á Hvoli lauk og að baki 16 klukkustunda langt ferðalag og Vig- dís átti þá eftir að fara til Reykja- víkur. — t.g.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.