Morgunblaðið - 08.07.1980, Síða 14

Morgunblaðið - 08.07.1980, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980 HEIMSOKN Suma morgna var erfiðara en aðra að setjast inn í bílinn frá Fundo og bruna af stað að heimsækja fyrirtæki og skoða verksmiðjur; þegar sólin skein og fölleitan íslending langaði mest af öllu til að liggja í sólbaði og láta grillast allan liðlangan daginn. En Carvalho bílstjóri var jafnan mættur á mínútunni og ekki til setunnar boðið. Samt var fyrsti morgunninn í Oporto verstur allra. Flugi hafði verið aflýst frá Lissabon kvöldið áður, svo að ég tók mér ferð á hendur með næturlestinni til Oporto. Sú ferð stóð yfir í sjö klukkutíma og ekki mikið um svefn í þeirri ferð. Þegar við bættist að daginn áður hafði ég flogið frá íslandi og er þeirrar náttúru að vera svo yfirmáta flughrædd að ég get aldrei slappað af stund í þeim maskínum, var ljóst að það var harla slæpt og sljóleg vera sem dröslaði sér og föggum sínum út af járnbrautarstöðinni í Oporto. Og þá var engan leigubíl að fá; fólk raðaði sér kurteislega upp í biðröð og svo komu leigubílar öðru hverju og allt fór vel og settlega fram, en það tók sinn tíma. Ég var komin á Hotel Dom Henrique klukkan hálf tíu um morguninn. Þá biðu mín skilaboð frá Fundo, ég yrði sótt eftir tíu mínútur. Ég og litli burðar- strákurínn fórum á hundrað kílómetra hraða upp, ég henti því helzta úr töskunum inn í skáp, rétt þvoði mér í framan og þá voru stúlkurnar frá Fundo komnar. Það var eina bótin að þann dag skein ekki sól. Portúgalar eiga langa hefð að baki í niðursuðu, mér skilst að fyrirtæki Ramirez hafi verið sett á stofn í kringum 1853 og hafa umsvif fyrirtækisins orðið æ meiri, það rekur nú þrjár niðursuðuverk- smiðjur, eina skammt fyrir utan Porto, og þangað er ferðinni heitið nú, aðra rekur það í Lissabon og þá þriðju í Algarve. Næsta niðursuðuverksmiðjan mun hafa verið sett á laggirnar í Setúbal í suðurhluta Portúgals úm 1880. Þróun hefur orðið mjög hröð í þessari grein, verksmiðjur spruttu brátt upp með- fram allri strönd Portúgals og þar gildir hið sama og í mörgum öðrum atvinnugreinum, að ein kynslóð hefur tekið við af annarri>r ^ Nú beinist þróunin af því að verksmiðjurnar séu færri og stærri og lagt hefur verið kapp á að vélvæða þær og gera aðstöðuna eins fullkomna og verða má. Á niðursuðuvarningi er mjög strangt gæðaeftirlit, engin dós fær að fara á markað innan lands eða utan nema viðkomandi eftirlitsstofnun hafi lagt blessun sína yfir hana. Til marks um það hversu niðursuðuiðnaður er fyrirferðarmikill í N-Portúgal einu saman, má nefna að þar eru um hundrað verksmiðjur sem veita um ellefu þúsund manns vinnu. I þessum verksmiðjum eru framleidd 52 prósent ailrar niðursuðuvöru í Hvernig væri að bregða sér í olíuhreinsunarstöð - niðursuðuverk- smiðju og fara í hjólbarðafyrirtæki? landinu, en síðan koma verksmiðjurnar í Algarve með 25 prósent. Mest er framleitt af hinum nafntoguðu portúgölsku sardínum, einnig túnfiski, makríl, ansjósum o.fl. Hjá fyrirtæki Ramirez tók Manuel Guerreiro Ramirez á móti okkur Fernöndu Mariu frá Fundo. Hann seglr mér að áttatíu og fimm prósent vöru þeirra fari til útflutnings, mjög mikið til Svíþjóðar og Finntands, en mest til ríkja Efnahagsbandalags- ins. I verksmiðjunni fyrir utan Oporto vinna um 120 manns og eru konur í mikli m meirihluta. Ramirez segir, að fyrirtækið reki m.a. barnaheimili fyrir börn starfsfólks og hafi verið brautryðjandi á því sviði. Einnig er þarna ágætis mötuneyti, þar sem máltíðir eru seldar hræbillegar. Við gengum síðan um verksmiðjuna og fylgdumst með. Konurnar voru allar mjög önnum kafnar og alvarlegar, skáru fiskkríli, þvógu, röðuðu í dósir eftir kúnstarinnar regíum og síðan var allt sett í ýmsar vélar og loks í ofnana til suðu. Ramirez sagði mér að fyrirtækið framleiddi alls um 36 tegundir af niðursuðuvörum. Veiðarfæraverksmiðjan Quintas & Quintas í Povoa de Varzim var einn þeirra staða sem ég vitjaði á yfirreiðinni. Hún var stofnsett árið 1925 og fyrstu árin var allt unnið í höndum, en í mesta lagi að frumstæð verkfæri væru tekin til notkunar með. Þarna í verksmiðjunni, sem hefur verið margstækk- uð síðan er enn gamla vinnustofan í sinni uppruna- legu mynd og þar eru unnin net fyrir viðskiptavini með sérþarfir, að sögn Vasco Guerreiro, markaðs- stjóra. Það er svo árið 1932 sem segja má að Vörumrrki Mabor. verksmiðjan hafi verið fullvélvædd og síðan fylgt þróuninni í þeim málum til hins ítrasta. Fyrirtækið hefur einnig á öðrum stað framleiðslu á vírlögnum og hefur selt þann varning einkum til Afríkuianda, einnig til Iraks og landa í Suður Ameríku. Guerreiro sýndi mér verksmiðjuna og ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei haft sérstaka hugmynd um, hvernig snæri, hvað þá heldur kaðlar væru búnir til, svona í smá atriðum. En satt að segja var það býsna sniðugt að sjá einhverja sérkennilega flóka vefja sig upp úr sekkjum og eftir að hafa farið í gegnum nokkrar þar til gerðar vélar komu út bönd og snæri og digrir kaðlar af öllum mögulegum gerðum. í verksmiðjunni vinna um tólf hundruð manns og félagslíf er að sögn markaðsstjórans ágætt og m.a. hefur fyrirtækið á að skipa fyrirtaks góðu fótbolta- liði. Hins vegar stakk ég upp á því við Guerreiro hvort það væri ekki ráð að fyrirtækið útvegaði starfsfólkinu heyrnarskjól, því að ekki hef ég á öðrum stað heyrt þvílíkan hávaða sem í vélum Q&Q. Ég fór í aðra veiðarfæraverksmiðju, Cotesi, sem mun hafa haft einhvern innflutning til íslands. Það er einnig vegleg verksmiðja og Edgar A. Ferreira framkvæmdastjóri segir að hér vinni enda nítján hundruð manns. Aðalframleiðslan byggist á öllum hugsanlegum gerðum veiðarfæra og kaðla. Þetta fyrirtæki er ungt, er systurfyrirtæki annars sem heitir Corfi, ekki ýkja langt undan. Við framleiðsl- una eru einvörðungu notuð gerviefni og hafa reynzt vel. Töluvert mikið er framleitt af alls konar sekkjum fyrir hvers konar varning og hefur sú framleiðsla aukizt verulega. Um níutíu prósent framleiðslunnar fara til útflutnings, en einnig til margra Evrópulanda, Miðausturlanda og raunar segir Ferreira að fyrirtækið sé á góðri leið með að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.