Morgunblaðið - 08.07.1980, Qupperneq 15
hasla sér völl um víða veröld. Þetta eru hlutafélög,
en meirihluti hlutabréfa er í eigu einnar og sömu
fjölskyldunnar.
Petrogal-olíuhreinsunarstöðin. Ég skal viður-
kenna að það var með eilitlum beyg í brjósti, að ég
kvaddi þar dyra ásamt Mariu Idalenu frá Fundo.
Olíuhreinsunarstöðvar eru nú. ekki beinlínis á mínu
sérsviði, en undan þessu varð ekki vikizt, enda
höfum við átt nokkur viðskipti við Petrogal.
Keyptum af þeim töluvert magn af gasolíu og
bensíni í fyrra og hitteðfyrra, sem þeir töldu, að
hefði munað nokkuð um til að jafna viðskipta-
hallann milli landanna. Þegar rætt var síðan um
frekari kaup kom í ljós að þeir treystu sér ekki til að
bjóða olíuvörur á lægra verði en Rotterdamverði og
því varð ekki af viðskiptum um sinn. Hins vegar
hafa þeir látið í ljós áhuga á að hreinsa olíu fyrir
okkur, ef mál skipast svo, en allt er það óráðið að svo
stöddu.
Rodolfo Almeida forstjóri Petrogal í Matosinhos,
fyrir utan Oporto, tók á móti mér ásamt með
aðstoðarforstjórum sínum tveimur. Almeida for-
stjóri var ekki tiltakanlega mjúkur á manninn til að
byrja með, ég held honum hafi þótt hálfgerð
tímasóun að sitja þarna og þylja upplýsingar, sem
áhöld voru um hvort áheyrandinn botnaði í. Lyktir
urðu reyndar þær að við urðum hinir mestu mátar.
Maria Idalena sagði mér á eftir, að á tímabili hefði
hún verið að hugsa um að skríða undir borðið vegna
framkomu forstjórans. Svo hefði hann hvíslað að
henni í kveðjuskyni: „Island er kannski kalt land, en
það mætti segja mér þar byggi heitt fólk.“
En áfram með smérið. Petrogal er samsteypa
fjögurra olíufélaga sem var skellt saman í eitt 1976,
en öll höfðu félögin verið þjóðnýtt árið áður.
Petrogal er algerlega í eigu Portúgala sjálfra.
Ekki þarf verulega þekkingu til að átta sig á því að
hlutverk Petrogal er framleiðsla og rannsókn á olíu
og gasolíu, hreinsun á hráolíu, flutningur og dreifing
og sala á bensínvörum og annað sem tengist
olíuiðnaði. Með yfirstjórn Petrogal fara fimm menn
sem eru skipaðir af iðnaðarráðherra til þriggja ára
og þeir hafa síðan aðskiljanlega aðstoðarmenn og
sérfræðinga sér til ráðuneytis.
Almeida forstjóri hélt vitanlega mjög á lofti
gæðum framleiðslunnar í stöðinni. Hann tók fram
að sér þætti það hið versta mál, að ekki hefði samizt
við íslendinga um meiri kaup í bili, en auðvitað
mætti taka málið upp hvenær sem væri.
í stöðinni vinna 908 manns. Allar aðstæður fyrir
starfsfólk virðast mjög til fyrirmyndar, ókeypis lyf
og læknishjálp, óskert laun greidd í veikindum,
verzlun er á svæðinu, þar sem vöruverð er mun
lægra en í venjulegum búðum. Þá er þarna sundlaug
og leikfimisalir og hver maður fær 30 daga sumarfri
sem er með því lengsta sem þekkist. Almeida
forstjóri sagði að það væri ekki síður markmiðið að
gera starfsfólkið ánægt og m.a. væru starfsmenn
styrktir og örvaðir til endurmenntunar og sérhæf-
ingar hver í sinni grein.
Olíuhreinsunarstöðin tekur yfir 29 hektara svæði.
Önnur stöð er í Sines og sú þriðja við Lissabon og
samtals vinna hjá Petrogal 6.800 manns. Olían
héðan er leidd um 2ja km leið frá stöðinni til
hafnarinnar í Leixoes. Framleiðslan þarna hófst
1969 og var í byrjun 2 milljónir tonna af hráolíu á
ári, en eftir stækkun og endurbætur mun hún nú
vera um 7,5 milljónir tonna árlega.
Eftir að við höfðum lokið viðræðum okkar, sem
undir lokin voru orðnar ákaflega hjartanlegar,
spurði Almeida lengi og marga um ísland og síðan
fórum við í ökuferð um svæðið með aðstoðarforstjór-
unum hans tveimur, að loknum virktavænum
kveðjum.
Og til þess að kóróna nú kæti sjálfrar mín og
lesenda bregð ég mér síðan á skrifstofu hjólbarða-
verksmiðjunnar Mabor og hitti þar fyrir þýðan
forstjóra hennar Augusto Pacheco de Andrade.
Hann segir mér að fyrirtækið hafi byrjað viðskipti
við ísland þótt í smáum stíl sé. Fyrirtækið er búið að
vera til síðan árið 1940, en það var í reynd ekki fyrr
en eftir stríð, sem framleiðslan komst í gang fyrir
alvöru og 1970 var fyrst selt til útlanda, það urðu
Skotar sem voru fyrstu viðskiptavinirnir, en síðan
komu fleiri á eftir. Verksmiðjubyggingin sjálf er í
Lousado, 25 km frá Oporto, og þar eru framleidd um
4,8 þús. dekk á degi hverjum. Verksmiðjan hefur
útibú í Cimbra og Lissabon. Varla þarf að taka fram
að búnar eru til allar hugsanlegar gerðir af
dekkjum, á smábíla jafnt sem tuttugu hjóla trukka,
sumar- sem vetrardekk, mynstur eftir hvers manns
smekk. Hjá Mabor er sem víðar hjá hinum stærri
P fyrirtækjum í Portúgal sérlega vel hlúð að högum
starfsfólks og ýtt undir félags- ög tómstundastarf.
De Andrade forstjóri sagði mér að hinkra við, þegar
ég ætlaði að kveðja; þeir ætluðu að færa mér
smágjöf. Ég hugsaði með mér hvort það mundi nú
fara svo að ég sæti uppi með hjólbarða til að fara
með heim til Islands og leizt ekki meira en svo á
blikuna. En það fór þó á annan veg. Ljómandi
dægilegur öskubakki — úr dekki að vísu, alls konar
smágripir litblýantar og kveikjari svo að ég dró
andann léttar og við kvöddumst með virktum.
Að loknum slíkum degi er eiginlega ekki um nema
tvennt að ræða, annað hvort að skríða lémagna í
kojuna eða fara á diskótek. Og það gerði ég.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1980
15
Frá Cotcsi.
Frá Quintas & Quintas.
sardinhas com limáo
RAMIREZ
IX
sardines portugaises
aux citron
RAMIREZ...
vx 1(lí i ||| „V1 ingredíentes sardtnhas. límfto, 6ieo vagetat
Sýnishorn af portúgölskum sardínum.
portuguese saraines
in tomato sauce
RAMIREZ bran
ingredients: sardines. tomato
oil, satt
«ET wm
I Qujp'ofeöRTUðSu.
sardinas portuguesas
em tomate
RAMIREZ brano
Niðursuðuverksmiðja Ramirez.