Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980 pltrgmi Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. Að gæta hags- muna lands og þjóðar * Islendinjíar voru því næst óviðbúnir fyrir fjörutíu árum, þe>;ar þeir urðu að taka utanríkismál sín í eigin hendur, eftir að Danmörk hafði verið hernumin. Umræðan um utanríkismál þjóðarinnar hafði að sjálfsöKðu tekið mið af því, að samkvæmt sambandslöfíunum frá 1918 fóru Danir með utanríkismál Islands í umboði þess. Þótt í því umboði fælist ekki, að Danir skyldu móta utanríkisstefnu landsins, urðu íslendinyar að fara með öll meiriháttar santskipti sín við aðrar þjóðir í gefínum ríkisstjórnina í Kaupmannahöfn. Staða utanríkismálanna var mörííum þyrnir í augum ofí var þáttur í almennri umræðu um aljyör sambandsslit við Danmörku. Nokkrir íslendingar réðust til starfa í dönsku utanríkisþjónustunni og reynsla þeirra var ómetanlej;, þej;ar íslenska utanríkisþjónustan var stofnuð með bráðabirfíðalögum, sem gefin voru ut þennan dag fyrir réttum 40 árum. Deilurnar um íslenska utanríkisstefnu hafa jafnan sett svip sinn á stjórnmálabaráttuna. Oþarft er hér að fara mörj;um orðum um það í hverju þessar deilur eru fólj;nar. En óhætt er að fullyrða, að ekki er unnt að halda því fram með neinum haldbærum rökum, að sú stefna, sem þjóðin hefur fylj;t allt frá fyrstu tíð, hafi j;efist illa. Sjálfstæði oj; örygj;i þjóðarinnar hefur verið tryj;f;t oj; á ótrúlej;a stuttum tíma höfum við öðlast yfirráð yfir fiskimiðunum umhverfis landið. í stað málefnalegrar umræðu hafa andstæðinj;ar þessarar stefnu laj;t sij; fram um að j;era þá tortryj;j;ilej;a, sem hana hafa mótað oj; fylgt fram. Enn má sjá fullyrðinj;ar um „landsölu" oj; „landráð", þej;ar þessir aðilar reyna að setja fram sjónarmið sín. Óneitanlej;a hefur það sett svip sinn á íslensk utanríkismál, að hérlendis hefur sá hópur manna verið tiltölulej;a öfluj;ur, sem ekki hefur hikað við að halda á loft haj;smunum heimskommúnismans í ræðu oj; riti. En sú alþjóðahreyfinj; er nú svo ötuð af eij;in ofbeldisverkum, að stuðninj;smenn hennar kjósa að sækja fram í dularklæðum. Utanríkisþjónustan hefur þróast oj; eflst. Samskipti ríkja fyrir millij;önj;u sendiherra eru byj;j;ð á aldaj;amalli hefð, oj; þrátt fyrir marj;víslej;ar tillöj;ur víða um lönd hefur enj;inn bent á aðra heppilegri leið. Hér á landi fer utanríkisráðuneytið ekki aðeins með almenna haj;smunaj;æslu j;aj;nvart öðrum ríkjum heldur er einnig á verksviði þess að annast rekstur varnarsvæð- isins umhverfis Keflavíkurflugvöll oj; stjórna starfsemi á vegum íslenskra stjórnvalda á vellinum. Þetta eru viðamikil verkefni oj; viðkvæm. Lönj;um hefur verið um það rætt, að nauðsynlegt væri að styrkja ráðuneytið með sérfróðum mönnum um hernaðarlej; málefni. Hefur Morj;unblaðið marj;sinnis hvatt til þess, að þetta yrði j;ert oj; nú síðast í tenj;slum við umræður um það, hvort kjarnorkuvopn séu á Islandi eða ekki. A það hefur verið löj;ð áhersla, að með starfi slíkra sérfræðinj;a yrði drej;ið úr tortryj;j;ni, sem ávallt er alið á af hálfu andstæðinj;a varnarsamstarfsins. Þess vej;na faj;nar blaðið því sérstaklej;a, að Ólafur Jóhannesson, utanrÍKÍsráðherra, skuli í tilefni 40 ára afmælis utanríkisþjónustunnar hafa skýrt frá því, að hann hafi í hyggju að ráða slíkan sérfræðing til starfa í utanríkisráðu- ne.vtinu. Öflun markaða fyrir íslenskar sjávarafurðir er mjög á dagskrá um þessar mundir. Af yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar um þau mál virðist mega ráða, að hún telji það á færi stjórnvalda að bæta þar um betur. Þetta er mikill misskilning- ur, þegar um það er að ræða að finna heppilega kaupendur. Hitt er Ijóst, að stjórnvöld eiga með samningum við önnur ríki að skapa sem hagstæðastar aðstæður til sölu íslenskra afurða erlendis. I þessu efni hafa skilin milli utanríkisráðuneytisins og viðskiptaráðuneytisins ekki alltaf verið skýr, en hið síðarnefnda hefur verslunarviðskipti við útlönd í sínum verkahring. I tilefni af 40 ára afmæli utanríkisþjónustunnar væri ekki óeðlilegt, að ríkisstjórnin tæki það til sérstakrar athugunar, hvort ekki ætti að sameina í utanríkisráðuneytinu alla þætti utanríkismálanna þar með tálin viðskiptamálin. Ekki er ólíklegt, að með þeirri ráðstöfun yrði best stuðlað að því að sameina opinbera aðila í sókninni eftir sem hagstæðustum markaðsskilyrðum fyrir íslenskar afurðir. Arni Isaksson: Framtíd lax- eldis á Islandi Á síðasta áratug hafa orðið mjög stórstígar framfarir í laxeldi víða um heim. í nágrannalöndum okkar, bæði í Noregi og Skotlandi, hefur verið lögð megináherzla á að fóðra laxinn upp í söluhæfa stærð í flotkvíum og eldistjörnum og hefur þessi atvinnugrein nú kom- izt á góðan fjárhagslegan grund- völl, einkum í Noregi. I löndum sem liggja að Norður- Kyrrahafi hefur megináherzla verið lögð á hafbeit, eða „salmon ranching" með Kyrrahafslax sem byggist á því að ala laxaseiði í göngustærð og sleppa í sjó, þar sem náttúran tekur við og elur laxinn, unz hann snýr aftur á sleppistaðinn sem fullvaxinn fisk- ur. I Japan og Alaska er um arðvænlegan atvinnurekstur að ræða. Þar eru notaðar tegundir sem dvelja mjög stutt í ferskvatni, en jafnframt er verið að þróa hafbeit með laxategundir sem líkjast Atlantshafslaxi, hvað lífs- feril varðar. Hinar öru framfarir í þessum málum erlendis hafa að vonum vakið mikinn áhuga hér á landi og hafa sumir álitið að okkur væri ekkert að vanbúnaði að feta beint í fótspor Norðmanna. Reynslan hefur þó sýnt að aðstæður hér- lendis bjóða ekki upp á beina eftirlíkinjpi norskra eldisaðferða og að sérhönnun á aðferðum sem henta við íslenskar aðstæður er nauðsynleg. I grein þessari mun ég reyna að lýsa þeim eldisáhrifum sem að mínu mati koma til greina í laxeldi við íslenzkar aðstæður og hvernig rétt er að standa að framkvæmd þeirra. Sjóeldisstöðvar I Noregi eru aðallega notaðar þrjár aðferðir við sjóeldið. Al- gengust er flotkvíaeldi inni á fjörðum en ennfremur eldi í strandkvíum með sjódælingu, sem að vísu hefur verið á undanhaldi og loks eldi í lokuðum sjávarsund- um. Þó hinar ýmsu eldisaðferðir geri nokkuð mismunandi kröfur til eldisaðstöðu, má segja að þær eigi eftirfarandi sameiginlegt: a) Staðurinn þarf að vera í skjóli fyrir öldugangi lagnaðaríss og óveðri. b) Flotbúr þurfa að vera sem næst landi til að auðvelda eftirlit og æskileg lágmarks- hæð netpoka frá botni þarf að vera 5 metrar á stórstraums- fjöru. c) Æskilegur sjávarhiti á vetrum er yfir 5°C og hitastig sjávar má ekki fara niður fyrir +0,5°C í langan tíma. d) Seltumagn þarf ekki að vera hátt, en æskilegt er að það sé stöðugt. e) Endurnýjun á sjó þarf að vera góð og forðast ber mengaða staði. Séu þessar meginreglur hafðar til hliðsjónar, kemur í ljós að mjög fáir staðir á íslandi standast þessar kröfur. íslenzku firðirnir eru margir hverjir mjög grunnir, a.m.k. nærri landi vegna aurfram- burðar og veðrunar. Veðurhamur og öldugangur getur verið með ólíkindum og sjávarhiti fer iðu- lega niður í +1,0°C á vetrum sem orsakast ekki sízt af hinum mikla mun á flóði og fjöru sem stundum er 4—5 metrar. Hitastig til sjóeld- is er heppiiegast við suðurströnd- ina og á þeim hlutum Reykjaness og Snæfellsness sem snúa að úthafinu. Hagstæðast er hitastig- ið í Vestmannaeyjum en þar kemur sjódæling helzt til greina, sem og á flestum hinum stöðun- um. Nægilegt var fyrir flotkvíar á þessum svæðum er aðeins í Kirkjuvogi á Reykjanesi og hugs- anlega í Klettsvík í Vestmanna- eyjum. Hafbeitaraðferðin Hafbeitaraðferðin er vissulega mjög einföld miðað við sjóeldi og sérstaklega hefur verið bent á, að hún sé orkusparandi, þar sem laxinn er ekki alinn á dýrmætum fiski sem hugsanlega mætti nýta til manneldis. Á hinn bóginn gengur laxinn sjálfala í hafinu og leitar í það straumvatn sem hon- um var sleppt í sem gönguseiði 1—2 árum áður. Helztu skilyrði fyrir góðri haf- beitaraðstöðu eru sem hér segir: a) Nægilegt ferskvatn fyrir klakklausa göngu seiða í sjó og endurheimtu á laxi. b) Fullnægjandi aðdýpi til að tryggja öruggar göngur og til að geta dælt sjó í sleppitjarnir. c) Aðstaða til eldis fyrir stálpuð seiði í nokkra mánuði, annað- hvort í flotkvíum eða eldis- tjörnum. d) Eldisstöð sem elur gönguseiði þarf að vera sambyggð eða í heppilegri fjarlægð. e) Sjórinn úti fyrir þarf að vera næringarríkur og bjóða upp á gott viðurværi fyrir laxinn. f) Sjávarveiði á laxi þarf að vera bönnuð eða a.m.k. í mjög smá- um stíl. Almennt má fullyrða að allir staðir landsins fullnægi síðustu tveimur skilyrðunum en hin atrið- in eru bundin við einstaka staði og landshluta. Eins og áður kom fram, er hafbeit ekki eins vel þróuð erlend- is sem atvinnugrein eins og sjó- eldi, enda eru aðstæður víða óhag- stæðar vegna gegndarlausrar sjó- veiði. Þannig þurfa hafbeitarfyr- irtæki vestan hafs að sætta sig við að 8 af hverjum 10 löxum sem leggja af stað til hrygningar séu teknir í net skammt frá móttöku- stöðinni. Svipaða sögu er að segja í Noregi og Bretlandseyjum, enda hefur hafbeit ekki náð fótfestu á þessum stöðum. ísland hefur þá sérstöðu að öll sjávarveiði á laxi er bönnuð innan 200 mílna sem meðal annars kemur fram í stórauknum laxa- göngum í ár landsins, en það er í algjörri mótsögn við þróun laxa- gengdar annarsstaðar í heiminum. Sjóveiðibannið hér verndar í dag algjörlega þann lax sem er eitt ár í sjó, en laxar sem eru lengur í sjó lenda enn í veiði við Grænland, Noreg og Færeyjar. Fjölmargir erlendir Iaxasér- fræðingar hafa tjáð sig um það, hversu aðstæður hér á landi séu hentugar til hafbeitar með lax og tilgreina þær ástæður að landið liggi á mörkum kaldra og hlýrra sjávarstrauma sem örvi frum- framleiðslu og framleiðslu teg- unda sem lax lifir á, svo sem Ijósátu, loðnu og geirsílis svo nokkur dæmi séu nefnd. Rétt er að benda á að hafbeit verður aðallega við komið á tvenn- an máta. Annarsvegar er sleppt beint úr eldisstöð sem framleiðir gönguseiði, líkt og gert hefur verið í Laxeldisstöðinni í Kollafirði í rúmlega 15 ár. Þessi aðferð hefur þegar náð því stigi að tímabært er að hefja atvinnurekstur sem bygg- ir á fenginni reynslu. í Kollafirði hefur verið þróað það útsæði sem hentar til hafbeitar á Faxaflóa- svæðið og sennilega má aðlaga það að aðstæðum við Breiðafjörð í gegnum nokkrar kynslóðir. Stofn- inn hefur þegar aðlagazt vel að ferskvatnseldi sem eykur mjög hagkvæmnina þegar hann er not- aður til gönguseiðaframleiðslu. Hin aðferðin byggir á því, að sleppa úr sleppistöð, seiðum sem alin eru í eldisstöð, sem staðsett er tugi eða jafnvel hundruð kíló- metra í burtu. Vísir að þesskonar hafbeitarstarfsemi hefur verið í Lárósi á Snæfellsnesi, þó aðeins hafi þar að hluta verið notuð gönguseiði. Nokkur hafbeitar- starfsemi hefur einnig verið í Súgandafirði, Reykjafirði við Djúp og víðar. Segja má að í Lárósi hafi verið þróaður stofn sem henti vel til hafbeitar á Breiðafjarðarsvæðið, en aðlögun að aðstæðum í eldisstöð hefur ekki fengizt, þar sem seiðunum hefur yfirleitt verið sleppt á kviðpoka- stigi. Aldrei verður lögð á það of mikil áherzla að laxar sem endur- heimtast í hafbeit séu ætíð notað- Nýjar hringþrær í Laxeldisstöð rikisins i Kollafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.