Morgunblaðið - 08.07.1980, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980
23
IJósm. sor
Gunnar Blondal skorar tiunda mark KA í lciknum mcA þrumuskoti.
KA tók Austra
í kennslustund
Þeir 470 áhorfendur sem borg-
uðu sig inn á leik KA og Austra i
2. deild á Akureyri á sunnudag-
inn fengu svo sannarlega eitt-
hvað fyrir peningana sína. Það er
skemmst frá þvi að segja, að KA
sigraði i leiknum með 11 mörkum
gegn 1, eftir að hafa leitt 2:0 i
leikhléi. Eins og tolurnar gefa til
kynna voru yfirburðir KA alger-
ir og hefði sigurinn hæglega
getað orðið stærri, t.d. misnotaði
Gunnar Gislason vitaspyrnu i
síðari hálfleik. Lítum nú á gang
leiksins.
Fyrsta mark leiksins kom á 15.
mínútu. Elmar Geirsson skoraði
þá utan úr teig eftir að hafa leikið
á markvörðinn. Segja má að KA
hafði haldið uppi stöðugri pressu
allan fyrri hálfleikinn, en engu að
síður skoruðu þeir aðeins 2 mörk.
Seinna markið kom á 43. mínútu,
er Gunnar Gíslason skoraði með
góðu skoti utan úr teig. Einni
mínútu síðar fékk Austri sitt eina
tækifæri í fyrri hálfleik. Steinar
Tómasson renndi sér þá í gegnum
KA-vörnina, lék skemmtilega á
Aðalstein í markinu en skoti hans
var bjargað á línu.
Aðeins voru liðnar 5 mínútur af
seinni hálfleik er Gunnar Gíslason
hafði skorað sitt annað mark og 3.
mark KA. Hann skallaði í netið af
stuttu færi eftir fyrirgjöf frá
Elmari. Á 58. mínútu skoruðu
Austramenn öllum á óvart. Bjarni
Kristjánsson skoraði þá með
skalla eftir að þvaga hafði mynd-
ast í markteig KA, 3:1. Á 60. mín.
skoraði Gunnar Gíslason enn einu
sinni fyrir KA. Var markið keim-
líkt 3. markinu, Elmar gaf fyrir og
Gunnar skallaði í netið af stuttu
færi.
Aðeins einni mín. síðar skoraði
Gunnar Blöndal 5. markið með
þrumuskoti utan úr teig, knöttur-
inn söng í netinu. Strax í næstu
sókn skoraði Gunnar Blöndal aft-
ur, nú með skalla eftir fyrirgjöf
Elmars, staðan orðin 6:1. Á 70.
mín. skoraði svo Óskar Ingimund-
Kristinn skoraði þrennu
SKAGAMENN unnu á laugar-
daginn góðan sigur á UBK á
Akrancsi og léku um Icið sinn
besta leik á heimavelli á þessu
sumri. Lokatölur leiksins urðu
3—1 fyrir ÍA, eftir að staðan í
hálflcik hafði verið 1—0 fyrir ÍA.
Leikir Skagamanna hafa verið
sveiflukcnndir það sem af er
sumri , en tveir síðustu leikir
liðsins í deildarkeppninni hafa
lofað góðu. Það cr líka eins gott
að liðið standi sig í deildarkcppn-
inni, þvi það er fallið út úr
bikarkeppninni. Kristinn Björns-
son var sannarlega hetja Skaga-
manna í þessum leik. Ilann hcfur
ekki sýnt sínar bestu hliðar í háa
herrans tíð, en gegn UBK var
hann mcð öllu óstöðvandi. Hann
skoraði öll mörk ÍA og var
óheppinn að skora ckki fleiri.
Fyrri hálfleikuF var fremur
daufur og Skagamenn voru þá
áberandi sterkari aðilinn. Blikarn-
ir léku án Ingólfs Ingólfssonar,
Helga Bentssonar og Hákons
Gunnarssonar og náðu fyrir yikið
afar sjaldan að ógna marki ÍA í
fyrri hálfleik. Liðið lék þó betur
um hríð í síðari hálfleik. Kristinn
Björnsson komst í dauðafæri
strax á 3. mínútu leiksins, Krist-
ján Olgeirsson sendi þá laglega
sendingu á kollinn á Kristni, sem
hitti ekki knöttinn. Nokkru síðar
varði Guðmundur Blikamarkvörð-
ur naumlega skot Júlíusar Ing-
ólfssonar og síðan laglegan skalla
Sigþórs. Öðru sinni fór fram
óskaplegur darraðardans í mark-
teig Blikanna, en bjargað var á
IA —
UBK
3:1
síðustu stundu. Fyrsta markið
kom á 35. mínútu. Kristján
Olgeirsson tók þá aukaspyrnu frá
vinstri. Hann sendi stutta send-
ingu út á Árna Sveinsson og
þrumuskot Árna skaust í netið af
fótum Kristihs.
Síðari hálfleikur var mörgum
gæðaflokkum betri en sá fyrri.
Blikarnir, með Sigurð Grétarsson
í fararbroddi sóttu án afláts
framan af síðari hálfleik og slapp
þá mark ÍA nokkrum sinnum
ótrúlega. T. d. var skoti Gísla
Sigurðssonar bjargað af marklínu
og öðru sinni varði Bjarni mark-
vörður svo naumlega skoti Þórs
Hreiðarssonar, að nokkrir Blik-
anna voru þegar byrjaðir að fagna
marki. Kristinn skoraði annað
mark ÍA á 59. mínútu og var þá
skorað gegn gangi leiksins. Krist-
inn fékk laglega stungusendingu
fram völlinn, komst einn í gegn og
skoraði með góðu skoti, 2—0.
Þegar hér var komið sögu, tóku
Skagamenn öll völd á vellinum og
bókstaflega óðu í dauðafærum.
Jón Gunnlaugsson átti þrumu-
skalla í stöng og annan naumlega
framhjá, Kristján Olgeirsson
komst einn í gegn en brenndi af,
Sigþór hitti ekki knöttinn í góðu
færi og þannig mætti halda
áfram. Það kom því eins og
skrattinn úr sauðarleggnum þegar
Blikarnir komust skyndilega á
blað á 77. mínútu leiksins. Sigurð-
ur Grétarsson komst þá skyndi-
lega á auðan sjó við mark ÍA og
skoraði örugglega. Tveimur mín-
útum síðar innsiglaði Kristinn
hins vegar sigur ÍA. Þá kom
fyrirgjöf frá vinstri og Kristinn
skallaði að marki. Björguðu Blik-
arnir af marklínu, en Kritsinn
fékk knöttinn aftur og skoraði þá
örugglega með hörkuskoti. Krist-
inn hefði hæglega getað skorað
mun fleiri mörk, því 3 dauðafæri
nýtti hann ekki.
Skagamenn léku á köflum mjög
vel að þessu sinni. Mest bar að
sjálfsögðu á Kidda Björns, en
margir aðrir máttu einnig vel við
una. T. d. léku bæði Júlíus Ing-
ólfsson og Kristján Olgeirsson
mjög vel. Árni Sveinsson átti góða
spretti og Sigurður Halldórsson
var drífandi kraftur í liðinu og
öskraði ótæpilega á félaga sína er
honum þótti þeir vera of linir.
Blikarnir voru með daufara móti
að þessu sinni, enda vantaði
marga af fastamönnum liðsins.
Sigurður Grétarsson bar af, en
hann er sérlega leikinn og hættu-
legur framherji. Ólafur Björnsson
er einnig mikið efni, en í heild
geta Blikarnir miklu meira.
I STUTTU MÁLI:
ÍSLANDSMÓTIÐ í 1. deild, Akra-
nesvöllur. ÍA—UBK 3—1 (1—0).
MÖRK ÍA: Kristinn Björnsson
(33., 59. og 77. mínútum).
MARK UBK: Sigurður Grétarsson
(75. mín.).
ÁMINNINGAR: Engin.
ÁHORFENDUR: 960.
— gg.
arson sjöunda markið af stuttu
færi, eftir að Jóhann Jakobsson
hafði átt gott skot á markið. Einni
mínútu síðar skoraði Gunnar
Blöndal enn með skalla eftir
fyrirgjöf Elmars, staðan orðin 8:1.
Stuttu síðar braust Gunnar af
harðfylgi inn í vítateig Austra og
var felldur, og dæmdi dómarinn
umsvifalaust vítaspyrnu. Mark-
vörðurinn gerði sér hins vegar
lítið fyrir og varði spyrnu Gunn-
ars Gíslasonar.
Á 75. mín. skoraði Jóhann
Jakobsson með þrumuskoti eftir
að hafa einleikið í gegnum vörn-
ina, þrem mín. síðar skorar Gunn-
ar Blöndal sitt fjórða mark og
tíunda mark KA af stuttu færi,
eftir að Elmar hafði enn einu
sinni splundrað Austravörninni.
Síðasta mark leiksins skoraði svo
Elmar sjálfur. Hann braust upp
hægri kantinn og inn í teiginn, og
skoraði af öryggi í hornið nær með
föstu skoti, og innsiglaði þar með
stórsigur KA.
Eins og sjá má af þessari
upptalningu hér að framan, var
það Elmar Geirsson sem var
maðurinn á bak við flest mörk
KA. Hann skoraði 2 mörk sjálfur
og átti eigi færri en 5 sendingar
sem gáfu mörk. Þrátt fyrir að
Austri lé.ki varnarleik, gátu KA-
mennirnir nánast farið inn í
gegnum vörnina hvenær sem var,
en enginn gerði það þó eins oft og
Elmar, sem bókstaflega tætti
Einkunnagjöf
LIÐ lA:
Bjarni Sigurðsson 6
Guðjón Þórðarson 6
Árni Sveinsson 7
Sigurður Halldórsson 7
Jón Gunnlaugsson 6
Jón Áskelsson 4
Kristján Olgeirsson 7
Sigurður Lárusson 5
Július Ingólfsson 7
Kristinn Björnsson 8
Sigþór Ómarsson 6
Markaregn á Isafirði
LIÐ UBK:
Guðmundur Ásgeirsson
Valdemar Valdemarsson
Helgi Ilelgason
Bencdikt Guðmundsson
Einar Þórhallsson
Vignir Baldursson
Þór Hreiðarsson
Gisli Sigurðsson
Sigurjón Kristjánsson
ólafur Björnsson
Sigurður Grétarsson
Gunnlaugur Hclgason (vm) 4
Dómari: Guðmundur Sigur-
björnsson 7
ÍBÍ OG Ármann skildu jöfn,
4—4, i 2. deild íslandsmótsins i
knattspyrnu, eftir að staðan i
hálfleik hafði verið 2—1 fyrir
Ármann.
Ármann komst í 2—0 með
mörkum Odds Hermanssonar á 3.
mínútu og vítaspyrnumarki Þrá-
ins Ásmundssonar á 30. mínútu.
Rétt fyrir hlé tókst Halldóri
Ólafssyni að laga stöðuna fyrir
ísafjörð.
Heimaliðið byrjaði síðari hálf-
leikinn með hamagangi og látum
og eftir átta mínútur var staðan
orðin 4—2 fyrir ÍBÍ, með mörkum
Haraldar Leifssonar, Haraldar
Stefánssonar og Andrésar Krist-
jánssonar. Ármenningar voru ekki
af baki dottnir, Þráinn skoraði
enn úr víti nokkru síðar og rétt
fyrir leikslok skoraði Egill Stein-
dórsson jöfnunarmarkið.
Fylkir hefur skorað
11 mörk í 3 leikjum
LIÐ Fylkis sigraði Völsung, írá
Húsavík 2—0, er liðin mættust á
Laugardalsvellinum á laugar-
dag. Lið Völsunga var allan
tímann bctri aðilinn í leiknum og
sigraði verðskuldað. Mörk þeirra
skoruðu Kristinn Guðmundsson
og Hilmar Sighvatsson, bæði
voru mörkin skoruð i síðari
hálfleiknum. Lið Fylkis verður
greinilcga i toppbaráttunni i 2.
dcild. Liðið cr i mikilli framför
og hefur skorað 11 mörk í siðustu
þremur leikum og sigrað auð-
veldlega i þeim öllum. — þr.
Staðaní
2. deild
Staðan í 2. deild er nú þessi
eftir leiki helgarinnar.
Fylkir—Völsungur 2—0
KA —Austri 11 — 1
Þór sigraði Hauka
ÞÓR frá Akureyri sigraði Hauka
3—1. á Kaplakrikavelli á laugar-
dag. Leikur liðanna var allan
timann jafn. Nói Björnsson skor-
aði cina mark Þórs í fyrri hálf-
leiknum. Sigurður Aðalsteinsson
jafnaði fyrir Hauka á 60. minútu
síðari hálfleiksins. Þórsarar áttu
svo siðasta orðið i leiknum og
skoruðu tvö mörk bæði voru
laglega skoruð. Það fyrra gerði
Oddur Óskarsson og hið síðari
Óskar Gunnarsson. Þór er nú í
efsta sæti í 2. deild ásamt KA með
11 stig i 7 leikjum. — þr.
hana í sig hvað eftir annað og Haukar —Þór 1 -3
virtust Austramenn lítið reyna til ísafj, — Ármann 4 -4
að loka fyrir leka vörnina. Auk KA 7 5 1 1 23-5 11
Elmars, bar mest á Gunnari Þór 7 5 1 1 15-5 11
Blöndal og Gunnari Gíslasyni, og Fylkir 7 4 1 2 14-4 9
skoruðu þeir samtals 7 mörk í ísafj. 7 3 3 1 18-15 9
leiknum. I liði Austra stóð ekki Haukar 7 3 2 2 14-15 7
steinn yfir steini í þessum leik. Völsungur 7 3 1 3 9-9 7
Þróttur.N. 6 2 1 3 8-12 5
Leikmenn liðsins virtust oft á Ármann 7 1 2 4 10-17 4
tíðum ekki vera með í leiknum, og Selfoss 6 1 1 4 6-14 3
ef þeir leika ekki betur en þeir Austri 7 0 1 6 7-28 1
Efling skoraði 5
gerðu í þessum leik bíður þeirra
ekkert annað en fall í þriðju deild.
Dómari var Björn Björnsson.
— sor
Knattspyrna
4 leikir voru á dagskrá í
Norðurlandsriðlum 3. deildar i
knattspyrnu á laugardaginn. 2
leikir voru i D-riðli; HSÞ sigraði
Magna 2:1 með mörkum Jónasar
Þórs Hallgrímssonar og Árna
Bóassonar en Hringur Hrcinsson
svaraði fyrir Magna. Þá urðu þau
óvæntu úrslit. að Lciftur frá
ólafsfirði sigraði KS 2:1 og fór
leikurinn fram á Siglufirði. Guð-
mundur Garðarsson skoraði bæði
mörk Leifturs en Jakob.Kárason
skoraði fyrir KS.
I E-riðli voru einnig leiknir 2
leikir. Efling sigraði USAH 5:3 og
Tindastóll vann Reyni 2:0. Mörk
Eflingar skoruðu Þórarinn Illuga-
son (3) og Guðmundur Jónsson (2),
en Hafþór Gylfason (2) og Guðjón
Rúnarsson (1) skoruðu mörk
USAH. Björn Sverrisson skoraði
bæði mörk Tindastóls gegn Reyni.
Við látum fylgja hér með úrslit
í leik Leifturs og Árroðans sem
leikinn var fyrir skömmu en hafði
áður verið frestað. Leikið var á
Ólafsfirði og sigraði Árroðinn 2:0.
Hafberg Svansson og Baldvin Þór
Harðarson skorðuðu mörk Árroð-
ans. — sor.