Morgunblaðið - 08.07.1980, Síða 44
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1980
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980
25
• VikinKarnir Maiínús Þorvaldsson (nr.3) og Heimir Karlasson, sá er skoraði sÍKurmark Vikinga
Klæsilcga, stöðva Baidur Ilannesson Þrótti, sem reynir að brjótast í gegn.
Ljósm. Rax.
Sagt eftir leikinn
Þjálfari ÍBK Kernan: Við gáfum
þeim of mikinn frið, þegar þeir
voru með boltann. Það vantaði
meiri baráttu hjá okkur. SÍKur-
inn Kat aiveK eins orðið okkar i
ieiknum. Við vorum svo sannar-
lejfa óheppnir að nýta ekki tæki-,
færi okkar betur en við Kerðum.
Liðin voru jofn að xetu i leiknum
sem var ekki vel leikinn.
Þjálfari Valsmanna Valker:
IIvoruKt liðið náði að sýna góða
knattspyrnu í þessum leik. Það
var Kreinilcg þreyta í leik-
mónnum Vais. Við lékum erfiðan
leik siðastiiðinn miðvikudaK á
móti Fram i bikarkeppninni <>k
hann sat i okkur.
Okkur KenKur ekki vel að nýta
marktækifæri þau sem okkur
Kefast í leiknum. Við verðum að
taka skotæfinKar fyrir á næstu
æfinKum. Það er eins ok leik-
menn virki tauKaóstyrkir upp við
mark andstæðinKanna þeKar KÓð
tækifæri Kefast.
Ék hef verið að Kera ýmsar
tilraunir með lið Vals i undan-
förnum leikjum þess. Nú er þessi
tilraunastarfscmi búin. Ok í
næstu leikjum liðsins verður ekk-
ert slíkt.
Fyrirliði Vals Guðmundur Þor-
björnsson: Þetta voru sannKjörn
úrslit, vissuleKa áttu þeir sín
tækifæri í leiknum, en við áttum
enn betri marktækifæri ok vor-
um klaufar að nýta þau ekki
betur en við Kerðum. Ék er ekki á
því að við séum neitt þreyttari en
önnur lið. Að vísu hefur verið
mikð álaK á leikmönnum að
undanförnu en varla svo að það
eÍKÍ að bitna á leik liðsins. Ék er
sannfærður um að lið Vals verður
í toppbaráttunni í 1. deild i
sumar. Ok við munum stefna
ótrauðir á meistaratitilinn.
Fyrirliði ÍBK Gísli Eyjólfsson:
— Við duttum niður eftir markið
sem við fenKum á okkur. Það var
slysaleKt að fá á sík þessa víta-
spyrnu. Mér fannst þetta vera
erfiður leikur. Ék á ekki von á
því að við verðum í toppbarátt-
unni i 1. deild. Við munum þó
Kera okkar besta ok við Ketum
auðveldleKa tekið stÍK af hvaða
liði sem er i deildinni. — þr.
Elnkunnagjðfin
g Lið þróttar Lið Vals: ÍBV:
Jón Þorbjörnsson 5 ólafur Magnússon 6 Hreggviður Ágústsson 5
í Ottó Hreinsson 5 Grímur Sæmundsson 6 Sighvatur Bjarnason 5
1 Halldór Arason 5 óttar Sveinsson 6 Viðar Elíasson 5
í Rúnar Sverrisson 6 Dýri Guðmundsson 6 ómar Jóhannsson 6
^ Sverrir Einarsson 6 Sævar Jónsson 6 Gústaf Baldvinsson 6
h Jóhann Hreiðarsson 5 Magnús Bergs 7 Snorri Rútsson 6
k Baldur Hannesson 6 Guðmundur Þorbjörnsson 7 Jóhann Georgsson 5
í Páll Ólaísson 6 Albert Guðmundsson 5 óskar Valtýsson 6
J Daði Harðarson 5 Ólafur Danivalsson 5 Sigurlás Þorleifsson 7
G Ágúst Hauksson 6 Hermann Gunnarsson 6 Tómas Pálsson 6
^ Sigurkarl Aðalsteinsson 6 Þorsteinn Sigurðsson (vm) 5 Kári Þorleifsson 6
h ólafur Magnússon 5 Magni Pétursson (vm) 5 Þórður Hallgrimsson (varam. 15. mín.) 4
G Lið Vikings: FH: Friðrik Jónsson 5
^ Diðrik ólafsson 6 Viðar Halldórsson 6
h Þórður Marelsson 6 Lið ÍBK: Atli Alexandersson 5
g Magnús Þorvaldsson 6 Jón Örvar Árnason 6 Valþór Sigþórsson 6
J Helgi Helgason 6 óskar Færseth 6 Ásgeir Eliasson 6
" Gunnar Gunnarsson 6 Guðjón Guðjónsson 7 Magnús Teitsson 6
^ Jóhannes Bárðarson 5 Kári Gunnlaugsson 6 Helgi Ragnarsson 6
^ Hinrik Þórhallsson 7 Gísli Eyjólfsson 6 Knútur Kristinsson 5
k Ómar Torfason 5 Skúli Rósantsson 6 Valur Valsson 5
S Lárus Guðmundsson 7 Hilmar Hjálmarsson 4 Pálmi Jóns^pn 6
J Aðalsteinn Aðalsteinss. 5 Ragnar Margeirsson 6 Ásgeir Arnbjörnsson 5
1 Heimir Karlsson 7 ólafur Júlíusson 5 Þórir Jónsson (vm.) 4
1 Gunnar Örn Kristjánsson 5 Steinar Jóhannsson 4 Guðjón Guðmundsson (vm) 4
k Dómari Guðmundur HaraldssonS Dómari Sævar Sigurðsson 8 Dómari: óli ólsen 6
Glæsimark Heimis tryggði
Víkingum sigur gegn Þrótti
Lið VíkinKs náði sér í tvö dýrma’t stÍK í safnið er liðið bar sÍKurorð
af Þrótti á LauKardalsvellinum 1—0. á sunnudaK-skvöldið í íslands-
mótinu í knattspyrnu. Leikur liðanna var mikill baráttuleikur en
þeKar á heildina er litið átti lið VikinKs ha ttuleKri marktækifaTÍ ok
hefði með örlítilli heppni átt að Keta skorað fleiri mörk. Framlína
Þróttar var ekki næKÍleKa beitt í leiknum. Liðið lék oft vel saman úti á
vellinum en vantaði að slá botninn í sóknarlotur sínar. SÍKur VíkinKs
var því sannKjarn eftir KanKÍ leiksins.
Þófkenndur
fyrri hálfleikur:
Fyrri hálfleikurinn var frekar
þófkenndur og fór mikið fram á
miðjum vellinum. Varnir beKgja
liða voru fastar fyrir og gerðu
fullmikið af því að hreinsa vel frá
markinu í stað þess að reyna að
byggja upp spil í kringum miðju-
leikmennina. Það gáfust ekki
mörg hættuleg marktækifæri í
hálfleiknum. Hinrik Þórhallsson
átti fyrsta skotið sem eitthvað
kvað að. Var það strax á 5. mínútu
leiksins en boltinn rétt sleikti
þverslána. I lok hálfleiksins var
Hinrik aftur á ferðinni með skot
af löngu færi en Jón varði naum-
lega. Þá átti Lárus gott skot en
framhjá. Tækifæri Þróttar voru
ekki umtalsverð.
Glæsimark Heimis:
Bæði liðin léku mun betur í
síðari hálfleiknum en í þeim fyrri.
Sér í lagi þó Víkingar. Á 47.
mínútu leika þeir Lárus og Hinrik
laglega saman í gegn um vörn
Þróttar og Lárus fær boltann í
dauðafæri en brást bogalistin. Þar
fór gott tækifæri forgörðum. Þá
átti Helgi Helgason mjög fast skot
af um 23 metra færi sem Jón varði
vel í horn.
Besta tækifæri Þróttar í leikn-
um kom á 63. mínútu. Sigurkarl
Aðalsteinsson braust laglega í
gegn og náði að leika á Diðrik
markvörð skjóta síðan góðu skoti
Víkingur — IbO
Þróttur laW
og boltinn stefndi beint í netið.
Gunnar Gunnarsson bjargaði
hinsvegar á síðustu stundu, tókst
að sneiða boltann yfir markið.
Þarna skall hurð nærri hælum við
mark Víkinga.
Sigurmark leiksins, og það eina
sem skorað var, kom ekki fvrr en á
65. mínútu. Heimir Karlsson gerði
sér lítið fyrir og sendi þrumuskot
af um tuttugu metra færi svo til
beint upp í samskeytin á marki
Þróttar. Glæsilegt mark og sjald-
gæf sjón á vellinum. Fögnuðu
félagar Heimis honum innilega
enda koma mark þetta eins og
þruma úr heiðskíru lofti.
Eftir markið lifnaði yfir leik-
mönnum Þróttar en þeim gekk
mjög illa að reka endahnútinn á
sóknirnar sem þó byrjuðu flestar
mjög vel úti á vellinum.
Lárus Guðmundsson átti, tví-
vegis góð marktækifæri undir lok
hálfleiksins og var óheppinn að
skora ekki. Þó sérlega er hann
komst einní gegn á 75. mínútu en
skaut beint á Jón markvörð Þrótt-
ar.
Liðin
Það var mikil og góð barátta í
leikmönnum Víkings, þeir Lárus
og Hinrik voru góðir í framlín-
unni„ og vörn liðsins var traust og
gerði fáar villur í leik sínum. Lið
Þróttar gafst aldrei upp og barðist
vel allan leikinn, en gekk mjög illa
að finna rétta taktinn í sóknar-
leikinn. Þar vantaði allan brodd.
Leikmenn voru jafnir í leiknum og
ekki gott að gera upp á milli
þeirra.
í stuttu máli: íslandsmótið 1.
deild. Þróttur—Víkingur 0—1
(0—0) Laugardalsvelli. Mark Vík-
ings. Heimir Karlsson á 65. mín.
Gult spjald: Jóhannes Bárðar-
son Víking.
Áhorfenur: 619.
Dómari: Guðmundur Haralds-
son og dæmdi hann leikinn mjög
vel. — ÞR.
• Sigurmark Valsmanna gegn IBK. Guðmundur Þorbjörnsson hefur tekið vítaspyrnuna og boltinn smellur í bláhornið á markinu án þess að Jón örvar
geri tilraun til varnar. Ljósm. Rax.
Valssigur í daufum leik
ÞEIR EITT þúsund áhorfendur
sem leið sina lögðu á leik Vals og
ÍBK á laugardaginn urðu fyrir
nokkrum vonbrigðum. Leikurinn
var í daufara lagi og leikmenn
beggja liða náðu aldrei að sýna
verulega góða eða skemmtilega
knattspyrnu. Valur fór með sigur
af hólmi, skoraði eitt mark úr
vítaspyrnu og máttu þeir teljast
heppnir að fá hana. Að vísu var
hún réttilega dæmd en brot
Hilmars Hjálmarssonar var al-
veg einstaklega klaufalegtog al-
ger óþarfi. Ekki er ólíklegt að
einhver þreyta hafi verið í lið
Vals eftir erfiðan bikarleik á
miðvikudag gegn Fram. En með
öllu var óskiljanlegt hversu litil
barátta var í liði ÍBK. Er liða tók
á síðari hálfleikinn kallaði lika
hinn baráttuglaði bakvörður liðs-
ins, Guðjón Guðjónsson, til fram-
linumanna ÍBK og spurðu þá
hvort þeir væru alveg hættir og
búnir að gefast upp. Ekki var
annað að sjá á leik þeirra.
Fyrri hálfleikur var frekar tíð-
indalítill og bauð upp á fá mark-
tækifæri. Liðunum gekk illa að ná
saman og sárasjaldan brá fyrir
góðri knattspyrnu. Það var einna
helst Magnús Bergs í liði Vals sem
barðist, og tókst honum að skapa
sér þrjú ágæt færi en skaut eða
skallaði naumlega framhjá mark-
inu. Besta tækifæri hálfleiksins og
reyndar í leiknum öllum kom á 42.
mínútu. Guðmundur Þorbjörnsson
vann boltann af Gísla Eyjólfssyni
og komst í gegn um vörn IBK. Lék
Guðmundur inn í miðjan vítateig-
inn og var í dauðafæri, átti aðeins
markvörðinn eftir, en virtist hitta
boltann illa og skaut framhjá.
Sama þófið í
síðari hálfleik
Hafi menn gert sér vonir um að
leikur liðanna batnaði í síðari
hálfleik, þá brustu þær. Sama
þófið einkenndi leikinn allt fram á
síðustu mínútu leiksins. Eitt besta
tækifæri ÍBK kom í upphafi síðari
hálfleiksins. Steinar Jóhannsson
Valur
ÍBK
komst í gott færi en hörkugott
skot hans hafnaði í hliðarnetinu.
Skömmu síðar átti Hermann
Gunnarsson gott tækifæri en skot
hans var laust og fór beint á
markvörðinn.
Klaufalegt brot
hjá Hilmari
Á 53. mínútu leiksins brunar
Ólafur Danivalsson inn í vítateig
ÍBK, og án þess að nokkur hætta
væri á ferðum, braut Hilmar
Hjálmarsson illa á Ólafi algjör-
lega að ástæðulausu og góður
dómari leiksins dæmdi réttilega
umsvifalaust vítaspyrnu. Guð-
mundur Þorbjörnsson skoraði af
öryggi úr spyrnunni og kom Val
þar með yfir. Þarna voru Keflvík-
ingar óheppnir.
j
I -JfTJÍJC,
>•*+****
mb
• Boltinn á leið i netið hjá FII, Helgi Ragnarsson kemur engum vörnum við. Helgi skoraði þrennu i
leiknum fyrir FH. Ljósm. Sigurgeir.
FH skoraði þrjú mörk
fyrstu 15 minuturnar
— átta mörk skoruð í Eyjum
Aðeins lifnaði yfir leikmönnum
ÍBK við að fá á sig mark. Ragnar
Margeirsson átti tvö ágæt tæki;
færi eftir að hafa komist í gegn. í
fyrra skiptið varði Ólafur vel, en í
síðara skiptið var Sævar dómari
of fljótur að flauta og stoppa
leikinn, Ragnar braust út og var á
auðum sjó þegar flautað var.
Liðin
Lið Vals var langt frá sínu besta
í þessum leik. Magnús Bergs var
besti maður liðsins, barðist vei og
skilaði boltanum vel frá sér. Þá
var vörn Vals föst fyrir. Lið ÍBK
virkaði mjög dauft í leiknum.
Guðjón bakvörður var besti maður
liðsins. Aðrir leikmenn voru í
daufara lagi.
í stuttu máli: íslandsmótið 1.
deild: Valur — ÍBK 1—0, (0—0).
Mark Vals: Guðmundur Þor-
björnsson úr vítaspyrnu á 53. mín.
Gult spjald: Kári Þorleifsson ÍBK.
Áhorfendur 1050.
—þr.
FH HÉLT heim frá Vestmanna-
eyjum með dýrmætt stig á laug-
ardaginn eftir viðureign við fs-
landsmeistara ÍBV. í leik mikilla
sviptinga urðu lokatölurnar 4 —
4. Eftir meira en sólarhrings
rigningu í Eyjum var völlurinn
blautur og háll og þegar leikið er
við slikar aðstæður má oft á
tiðum búast við hinum ótrúleg-
ustu hlutum. Sú varð líka raunin
á i þessu tilfelli en segja má að
jafntefli í leiknum hafi verið
réttlát úrslit.
Það voru FH-ingar sem gáfu
tóninn og það var hinn eini, sanni
hreini tónn. Fyrstu 20 mín. var
sem aðeins eitt lið væri á vellin-
um, FH. FH-ingar léku á þessum
kafla skínandi vel og þeir komust í
3—0 án þess að Eyjamenn væru
almennilega með í leiknum. Strax
á 4 mín. sendir Ásgeir Elíasson
frábæra sendingu fram völlinn og
Pálmi Jónsson brunar með bolt-
ann framhjá stöðum varnar-
mönnum og skorar með góðu skoti
af vítateigshorninu. Aðeins líða 5
mín. og enn skorar FH. Magnús
Teitsson lék þá lagalega í gegn
hægra megin og honum er brugðið
rétt innan vítateigsins út við
endamarkalínu. Dómarinn Óli
Ólsen benti þegar á vítapunktinn
og Helgi Ragnarsson skoraði úr
vítinu af öryggi. Á 15. mín. fá
Eyjamenn enn eitt áfallið pg FH
skorar sitt þriðja mark. Úr vel
tekinni aukaspyrnu berst boltinn
inn í teiginn hjá ÍBV og Helgi
Ragnarsson skallar glæsilega í
markið. Þarna var vörn ÍBV sem
svo oft fyrr og síðar í leiknum
alveg úti á þekju.
Eitthvert lið hefði trúlega
brotnað niður við slíkt og þvílíkt
mótlæti en ekki ÍBV að þessu
sinni. Nú loksins komu Eyjamenn
inn í leikinn og tóku að sækja stíft
að marki FH. Og á 22. mín gaf
Sigurlás Þorleifsson Eyjamönnum
von um viðreisn. Sighvatur
Bjarnason sendi góða langsend-
ingu fram völlinn, Sigurlás vann
léttilega kapphlaupið um boltann
og skoraði auðveldlega, 1—3.
Áfram sóttu Eyjamenn og á 37.
mín minnkar Sigurlás Þorleifsson
muninn niður í eitt mark. Viðar
Elíasson framkvæmdi aukaspyrnu
IBV
FH
4—4
vel og sendi inn að marki FH á
Jóhann Georgsson sem skallaði
betur í átt að markinu og þar
gnæfði Sigurlás yfir öllum og
skallaði í hornið uppi. Frábært
mark. Ekki var meira skorað í f.h.
enda þegar þó nokkuð. 3—2 fyrir
FH í hálfleik.
Viktor Helgason hefur heldur
betur talað sína menn til í hálfleik
því Eyjamenn komu grimmir til
leiks á ný og ekki voru liðnar
nema 8 mín. þegar þeir höfðu
jafnað metin með fallegu marki
Gústafs Baldvinssonar. Óskar
Valtýsson tók hornspyrnu vel og
Gústaf skallaði glæsilega í netið.
Áfram var mikið fjör í leiknum
og sótt á báða bóga. Helgi Ragn-
arsson átti stórkostlegt langskot
að marki ÍBV en Hreggviður
Ágústsson í marki ÍBV rétt náði
með blá-fingurgómunum að stýra
boltanum í þverslána og frekari
hættu var bægt frá. Það var svo á
75. mín. sem Eyjamenn í fyrsta
skipti komast yfir í leiknum og
þvílíkt og annað eins glæsimark
hefur ekki sést í Eyjum í háaherr-
ans tíð. Enn var það Óskar
Valtýsson sem tók vandaða
hornspyrnu og sendi yfir allan
hópinn sem var fyrir framan
mark FH til Tómasar Pálssonar
sem var óvaldaður á vítateigs-
horninu. Tómas hikaði ekki heldur
skaut viðstöðulaust þrumuskoti
upp í þaknetið hjá FH. Drauma-
mark hvers sóknarmanns.
Ef einhver hefur haldið að nú
væri IBV búið að tryggja sér
sigurinn þá var það meiriháttar
misskilningur og FH-ingar voru
allavega ekki á þeirri skoðun. Þeir
gáfu ekkert eftir og börðust áfram
um hvern bolta. Sjö mín. fyrir
leikslok fá þeir síðan enn dæmda
vítaspyrnu og verður eflaust lengi
um þann dóm rætt í Eyjum.
Sighvatur Bjarnason hrasaði þá á
Knatlspyrna
blautum vellinum inni á vítateig
og taldi Óli Ólsen hann hafa slegið
boltann með hendinni þegar hann
féll en Sighvatur segir að boltinn
hefi lent á brjóstinu og ekki snert
handlegginn. Hvað um það, dóm-
arinn hefur valdið og hann dæmdi
vítapyrnu. Vítaspyrnusérfræðing-
ur FH, Helgi Ragnarsson, skoraði
örugglega og tryggði FH þar með
mjög svo dýrmætt stig í fallbar-
áttunni. 4—4 urðu endalok þessa
spennandi leiks.
Eyjamenn voru slakir í þessum
leik og trúlega um of sigurvissir
eftir ágætan leik gegn KR á
fimmtudaginn. Sérstaklega var
varnarleikur þeirra óöruggur og
mikið um slæm mistök. Eyjamenn
gáfust þó ekki upp þó um tíma
virtist allt vera glatað og fyrir það
eiga leikmenn liðsins hrós skilið.
Sigurlás Þorleifsson var besti
maður liðsins og er hann nú óðum
að komast í sitt góða og ógnvekj-
andi (fyrir varnarmenn) form.
FH-ingar komu verulega á óvart
í þessum leik og léku oft á tíðum
ágætlega. Þá var barátta og
leikgleði leikmanna til mikillar
fyrirmyndar. Það var barist um
alla bolta og ávallt reynt að
byggja upp spil. Eyjamaðurinn í
liði FH, Valþór Sigþórsson var
besti meður liðsins, var oft sú
hindrun sem sóknarmenn ÍBV
komust ekki framhjá.
Dómari var Óli Ólsen og dæmdi
hann ágætlega.
í STUTTU MÁLI:
1. DEILD Helgafellsvöllur 5. júní
1980.
ÍBV - FH 4-4 (2-3).
MÖRK ÍBV: Sigurlás Þorleifsson á
22. og 37. mín. Gústaf Baldvinsson
á 53. mín og Tómas Pálsson á 75.
mín.
MÖRK FH: Helgi Ragnarsson á 9.,
15. og 83. mín. Pálmi Jónsson á 4.
mín.
GUL SPJÖLD: Sighvatur Bjarna-
son ÍBV og Atli Alexandersson
FH.
ÁHORFENDUR: 537.
— hkj.