Morgunblaðið - 08.07.1980, Page 23

Morgunblaðið - 08.07.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1980 3 1 Á detfi trésins í Rcykjavik voru KnWiursettar alls um 25 þúsund plöntur vidsvetfar um bortfina. Starfsemi Skógræktar- félags Reykjavíkur 79 þroska þeirra, mættu hafa í huga sérkennilega niðurstöðu, sem fékkst hér um árið í Menntaskóla Rvíkur á mati nemenda þar á efni og gildi dagblaða. Virtist hún hafa verið all-víðtæk. Langstærsti hópurinn mat mest hinar svokölluðu myndasögur! Auðvitað sjá allir, sem vita vilja, að velflestar eru þessar „sögur" ekkert annað en framhaldsútgáfa af strumpunum! Reynsla annarra — Okkur bent. Bandaríkjamenn voru í röð fyrstu þjóða, sem tóku að leggja aðaláherzlu á talmálið á kostnað ritmálsins. Þessi faraldur gekk þó misjafnt yfir, enda ræður hvert ríki fræðslumálum sínum þar, án íhlutunar annarra. Oruggar heimildir liggja nú fyrir um gífurlega afturför í kunnáttu nemenda í ritleikni og málsmekk. Samkvæmt könnunum í Berkeley háskóla, sem er einn hinna vandfýsnustu um nemend- aval þar vestra, hefur komið í ljós, að 18 ára unglingar með fjögra ára háskólavist að baki virtust engu betur staddir í ritmálinu en 15 ára unglingar áður. Samt hafði skólinn gert tilraun til að lappa upp á vankunnáttuna m.a. með því að snara námsefninu á léttara og einfaldara mál. Svipuð var reynsla annarra há- skóla í ríkjunum. Er þetta ástand nú eitt mesta áhyggjuefni sæmi- legra skólamanna vestur þar. Við þetta bætist svo, að allskonar „slangur" og bögumæli veður uppi í talmáli unga fólksins. Við vitum, að Svíar hlupu út á sviplíka galeiðu, og við öpuðum eftir. Nú eru þeir að henda þessu fyrir róða, og norskir kennarar voru sagðir í mín eyru fyrir tveim árum að stórum hluta (80%) örvæntingarfullir með framvind- una þar. Hefi ég það beint frá Arne Flem, ritara í Norsk Lærer- lag, sem örugglega er enginn flysjungur. Hvernig okkar háskólanemum farnast, heyrum við og lesum árlega í hrakförum þeirra í námi og vorófum og sjáum árangui þeirra, er þó druslast í gegn Neyðarlegust er þó ásókn manna í nýuppteknar greinir, sem við höf- um enga þörf fyrir s.s. „sálfræði og félagsvísindi". Það virðist ekki einu sinni hvarfla að þessu fólki, að sannarlega er ríkið búið að veita því ríkulega af fátækt sinni með því að hjálpa því til að tosast áfram gegnum nám, heldur er krafist með fullri aðgangshörku bæði áhrifa og framfæris af þeirra fánýta puði! Fyrir nokkru barst Iandslýði fregn um að nú ætluðu Danir að leggja okkur lið við uppfræðslu í hinni „eðlu dönsku". Já, ber er hver o.s.frv.! Það fylgdi ekki — og mætti þó vera saga til næsta bæjar, hvar ætti að koma þessu fyrir í fræðslukerfi okkar, sem vissulega væri forvitnilegt að vita. Ef leyfilegt væri að geta, má vænta þess, að því verði þrýst inn neðarlega í skólakerfinu. Trúlega alllöngu áður en okkar börn eru orðin læs og umfram allt ekki skrifandi á eigin móðurmáli, lík- lega þá rökstutt með því, að það væri kurteisi við veitandann! Víst er danskan ágætt bókmál og Danir margs góðs maklegir. Eigi hinsvegar kennslan að vera einkum uppfræðsla í talmáli, sem líklegt er, kynni einhver að vilja forvitnast um við hvaða danskan framburð eigi að miða. Þar er úr talsverðu að moða! Astæða er fyrir okkur að hug- leiða alvarlega, hvert við erum að fara og hvar við óhjákvæmilega lendum, ef við týnum ritmálinu niður í það svað, sem hópur hinna nýlærðu stefnir á. Það er líka gild ástæða til að spyrja, hvernig er varið málskiln- ingi þeirra, sem hnoða og kuðla saman orðagraut — svokölluðu „fagmáli" — sem brýtur lögmál tungunnar sem heild, enda þótt hvert einstakt orð mætti kallast íslenzka. Lestur og skrift er í reynd tvær hliðar á þeim veruleika að kunna sem fyllst skil á því, sem með er farið. Hvorugt getur án annars verið, ef vel á að fara. Fræðslustarf er vaxandi þáttur í störfum félagsins og voru haldn- ir fræðslufundir þar sem kynnt var uppeldi trjáplantna, gróður- setning og flutningur á trjám. Félaginu berst fjöldi fyrir- spurna og stöðugt fjölgar heim- sóknum í skógræktarstöðina. Rit félagsins, Skógurinn, kom út nokkrum sinnum á árinu. Þá stóð Skógræktarfélagið fyrir skógarferð í Haukadal. Nokkrir félagsmenn fóru í skógræktarferð til Noregs. Félaginu voru færðar nokkrar gjafir og var þeim varið til gróðursetningar í Rauðavatnsstöð. I skógræktarstöðinni í Fossvogi var sáning, dreifsetning og um- hirða plantna með svipuðum hætti og áður. Til framræktunar voru gróðursettar 330 þús. plöntur. Rekstur stöðvarinnar og félags- ins hefur aldrei verið jafn hag- kvæmur og 1979. Hagnaður að frádregnum fyrningum varð 5.9 milljónir og var honum varið til uppbyggingar og endurbóta. Heildarvelta var 108 millj. Framlag Reykjavíkurborgar til Heiðmerkur var 37.7 millj. Af- hentar voru úr skógræktarstöð- inni 135 þús. skógarplöntur og 97 þús. garðplöntur af ýmsum stærð- um. I Rauðavatnsstöð og Öskjuhlíð var gróðursett, grisjað, lagðir göngustígar og hreinsað. Reykjavíkurborg lagði fram um 35 millj. króna til gróðursetningar í Breiðholtshvarf og þar gróður- settu unglingar um 35 þús. trjá- plöntur. Gróðursettar voru á Heiðmörk um 90 þús. plöntur 1979. Mikið var unnið þar að endurbótum girð- inga, vega, grisjun og lagfæringu trjágróðurs. Á þessum stöðum unnu um 370 unglingar í 2 mánuði. Mikil vinna var iögð í að undir- búa Ár trésins. Fólst hún í undirbúningi og aðstoð við sjón- varpsþætti, skipulagningu sjálf- boðavinnu í Reykjavík, allt í náinni samvinnu við samstarfs- nefnd um Ár trésins. Guðmundur Marteinsson, fyrr- verandi formaður félagsins lést á árinu og verður honum reistur bautasteinn í Heiðmörk. Núverandi stjórn er þannig skipuð: Jón Birgir Jónsson for- maður, Lárus Bl. Guðmundsson varaformaður, Björn Ófeigsson gjaldkeri, Ragnar Jónsson ritari, Bjarni K. Bjarnason meðstjórn- andi. Varamenn eru: Þorvaldur S. Þorvaldsson, Kjartan Sveinsson og Þórður Þ. Þorbjarnarson. Framkvæmdastjóri er Vilhjálmur Sigtryggsson. (Frá SkÓKræktarfélaKÍ Reykjavikur) óráðsíu, þegar hinn óbreytti borg- ari verðu að láta þriðjung tekna sinna fyrir það eitt að geta haldið sér og sínum lifandi í íbúð sinni vegna kulda. Þá ættu flestir að sjá hvað stór hluti er eftir af tekjunum, þegar allir skattar eru frá teknir, og ef slíkir hlutir jaðra ekki við áþján, þá veit ég ekki hvað frekar mætti við líkja. Sú ráðstöfun, sem nú er gerð, með hækkun söluskatts til að jafna olíuverð til húsahitunar, held ég að þjóni tæplega því óréttlæti, sem við er búið, heldur í mörgum dæmum auki ójöfnuðinn að miklum mun. Þessi hækkun er fljót að verða að þúsundum og aftur þúsundum í rekstrarkostn- aði hjá bændum að minnsta kosti í auknum viðhalds- og rekstrar- kostnaði, það sýna varahlutanót- urnar okkar best, hvað söluskatt- urinn er, þegar nær fjórða hver króna er komin í skatt ti) ríkisins af hverjum einasta hlut sem keyptur er og viðgerðarvinnu sem unnin er. En þar á ofan er svo komið hálft ár sem engin niður- greiðsla hefur komið í okkar hendur í olíustyrk fyrir hálft árið 1979, og því síður fyrir það sem liðið er af þessu ári. Ég er hins vegar búinn að fara með 7 þúsund lítra af olíu til að ylja mér á í vetur, enda farið að kólna blóðið í slíkum fauski, en með virðingu fyrir öllum góðum gerðum stjórn- valda, þá held ég að þessi miðlun verði litlu raunsærri en þegar snjallast þótti að taka bensín- gjaldið af því sem ég eyddi á jeppann minn við að smala rollun- um til að borga niður með því olíuna á miðstöðina, eða að minnsta kosti hef ég orðið að bíða nokkra mánuði eftir því, en með engu móti komist hjá því að borga olíuna nokkurn veginn jafnóðum og brennst hefur og stundum nokkru áður. Jens í Kaldalóni 91 þúsund sýningargestir á siðasta leikári i Þjóðleikhúsið LEIKÁRI Þjóðleikhússins lauk laugardaginn 21. júni. Hefjast æfingar að nýju i ágústlok en fyrsta frumsýningin verður um miðjan september. Sýningum fækkaði nokkuð i vetur frá und- anförnum leikárum og aðsókn var minni. enda nokkur sam- dráttur i starfi leikhússins. Mesta aðsókn i vetur hlaut Stund- arfriður, sem nú hefur verið sýndur samfieytt 78 sinnum og ekkert leikverk heíur verið sýnt oftar i einni lotu á stóra sviðinu nema Fiðlarinn á þakinu. Tala áhorfenda er nú komin upp i rúmlega 38 þús., en annað met var slegið á árinu. Á síðustu sýningu á gamanleiknum Á sama tíma að ári var tala áhorfenda þar komin upp i rúml. 47 þúsund og nálgast þar hið gamla met Fiðlarans. Sýningar á Á sama tíma að ári hafa teygst yfir þrjú leikár og var leikurinn samtals sýndur yfir 80 sinnum úti á landi í leikferðum og rúml. 50 sinnum á stóra sviðinu í Reykjavík. Á leikárinu var farið í margar leikferðir með Fröken Margréti, sem líka var sýnd á þremur leikárum og sýningafjöld- inn þar kominn upp í 124 sýningar hérlendis auk leikferðar til Finn- lands. Mikla aðsókn hlaut líka barna- leikritið óvitar sem samið var að tilhlutan leikhússins vegna barna- ársins, sýningargestir þar eru orðnir rúml. 23 þúsund og verður sýningum haldið áfram í haust þar eð ekkert lát var á aðsókn í haust. Annars voru sýningar á árinu á 5 nýjum íslenskum verkum, nú- tímaleikritum frá Bandaríkjunum og Sovétríkjunum, sígildum verk- um eftir Gorki, Feydeau og gamla japanska meistara auk leikrits eftir Dario Fo. Tvö hinna innlendu verka voru frumsýnd í tilefni 30 ára afmælis leikhússins, sem haldið var hátíðlegt nú í vor, Smalastúlkan og útlagarnir eftir Sigurð Guðmundsson og Þorgeir Þorgeirsson og í öruggri borg eftir Jökul Jakobsson, en bæði þessi verk hlutu afbragðsviðtökur og verða tekin til sýninga að nýju í haust. Samtals komu 91.281 sýningar- gestir á sýningar í leikhúsinu eða á vegum þess og eru þá meðaltald- ar sýningar á Listahátíð, en leik- húsið tók mjög mikinn þátt í listahátíð m.a. með dagskrá um Jóhann Sigurjónsson á 100 ára afmæli hans og forsýningum á Snjó Kjartans Ragnarssonar, sömuleiðis var listdanssýning þar sem María Gísladóttir dansaði í fyrsta sinn hér heima og frum- fluttur var ballett Kenneth Till- sons um Galdra-Loft, Úr dimm- unni. íslenski dansflokkurinn kom fram í þremur sýningum, óper- unni Orfeifur og Evridís sem var jólasýning ársins, áðurnefndri sýningu á listahátíð og svo sér- stöku ballettkvöldi í mars sem var stýrt af Tillson og Sveinbjörgu Alexanders. í dansflokknum eru nú 10 dansarar. 32 leikarar eru fastráðnir við Þjóðleikhúsið en auk þess tóku tólf aðrir leikarar þátt í sýningum leikhússins á leikárinu og 6 óper- usöngvarar. Eftirtaldir leikstjórar stýrðu sýningum leikhússins í vetur: Benedikt Árnason, Brynja Bene- diktsdóttir, Gísli Alfreðsson, Haukur J. Gunnarsson, Kenneth Tillson, Stefán Baldursson, Sveinn Einarsson, Þórhallur Sigurðsson og Þórhildur Þorleifsdóttir, en leikmyndir teiknuðu Alistair Pow- ell, Baltasar, Gylfi Gíslason, Jón Benediktsson, Magnús Tómasson, Sigurjón Jóhannsson og Þórunn Sigr. Þorgrímsdóttir. Um 345 manns störfuðu í leik- húsinu í vetur að einhverju eða öllu leyti. Þrír starfsmenn leik- hússins létu af störfum sem fast- ráðnir starfsmenn í vor, Ævar R. Kvaran, sem hefur verið einn aðallleikari leikhússins i 30 ár og ásamt þeim Herdísi Þorvaldsdótt- ur og Róbert Arnfinnssyni fast- ráðinn leikari frá upphafi, Sigur- rós Jónsdóttir hárgreiðslumeistari og Stefán Baldursson leikstjóri og leikhúsritari, sem nú hverfur að störfum sem leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur. I æfingu í vor fóru tvö leikrit, sem sýnd verða á næsta hausti, Könnusteypirinn pólitíski eftir Holberg í þýðingu dr. Jakobs Benediktssonar og leikstjórn Hall- mars Sigurðssonar, sýnt á stóra sviði og Dags hríðár spor, frum- raun ungs læknis í leikritun, Valgarðs Egilssonar, sýnt á litla sviði í leikstjórn Brynju Bene- diktsdóttur. Fyrsta frumsýningin á stóra sviðinu verður 12. sept- ember á Snjó Kjartans Ragnars- sonar í leikstjórn Sveins Einars- sonar, en hinn 15. september fer hópur frá leikhúsinu í leikferð til Júgóslavíu með þá frægu sýningu, Stundarfrið. Um líkt leyti hefjast svo sýningar á þeim leikritum frá fyrra ári, sem tekin verða upp að nýju, Smalastúlkunni, Óvitum og í öruggri borg. Fréttatilkynninic frá Þjóöleikhúsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.