Morgunblaðið - 30.08.1980, Síða 13

Morgunblaðið - 30.08.1980, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 13 Um siðustu helgi vann Heimir Barðason „Víkingsbikarinn“ — veglega styttu. en hann bar sigur úr býtum i „speedway-keppni Vikings“. Fór fram úr helsta keppinaut sinum á siðustu metrunum, — þá risu áhorfendur úr sætum sinum af spenningi. Mynd Mbl. Bjarni Friðriks- son. hjólum. Þess er gætt, að keppnis- brautirnar séu yfirleitt í ónotuð- um malargryfjum þar sem alls engin hætta er á, að gróður verði fyrir skemmdum. Þá eru örygg- iskröfur gífurlegar enda ekki van- þörf á þar sem hraðinn getur orðið rúmlega 100 km á klukkustund við ekki betri aðstæður en raun ber vitni. Það er því ekkert grín ef ökumenn gera einhver mistök á þessum hraða og er íþróttin ekki að ástæðulausu álitin sú hættu- legasta í heiminum í dag. Slys eru þó ótrúlega sjaldan og ökumenn eru skyldaðir til að fara eftir ýtrustu öryggiskröfum, sem samd- ar hafa verið eftir alþjóðlegum kröfum. Þannig hafa engin slys átt sér stað í keppni hér á landi." Hver er sigurstranglegastur á morgun? nÞað er ómögulegt um það að spá. Óskar Guðmundsson vann síðustu opnu keppni okkar og núverandi meistari er Þorvarður Björgúlfsson en íslandsmótið fór fram í fyrsta sinn í fyrra í Mosfellssveit. Stigakeppnin er mjög jöfn en sá verður íslands- meistari sem samanlagt fær flest stig úr mótum sumarsins. Nú er Oddur Vífilsson með flest stig. Hann ekur á Hondu og hefur 63 stig. I öðru sæti er Islandsmeist- arinn Þorvarður Björgúlfsson á Suzuki með 55 stig og í 3.-4. sæti eru Heimir Barðason og Lárus Guðmundsson, báðir á Suzuki með 50 stig. Allt getur gerst því sigurvegarinn hlýtur 30 stig.“ Willy Hansen i miðið ásamt féiögum sfnum. Stephan Hiil og Matthew Gillard. Ljósmynd Mbl. RAX. Gospel-söngvar- ar gera víðreist Gospel-tónlistin hefur á síðustu árum sifellt rutt sér meira tii rúms erlendis og angar aukinna vinsælda hafa náð hingað til lands. Margir þekktir söngvarar syngja nú gospel-tóniist og þar er fyrstan að nefna Bob Dylan. Þá má nefna Johnny Cash. Donnu Summer og á Englandi Cliff Richard. Ný-Sjálendingurinn Willy Hanssen hefur á undanförnum árum ferðast um heiminn, sungið og prédikað. Hann hefur auk þess sungið inn á tvær plötur, sem báðar hafa komið út á Englandi og vinnur nú að þeirri þriðju. Síðari plata Willys fékk góða dóma og var talin ein bezta gospel-platan, sem kom út á Englandi í fyrra. Þegar Willy hefur dvalið hér á landi, — hann talar ágæta ís- lenzku, — hefur hann tekið þátt í safnaðarstarfi hjá Krossinum í Kópavogi en hyggst nú leggja land undir fót ásamt hljómsveit sinni, — tveimur ungum piltum, Ný- Sjálendingi og Englendingi. Þeir munu fara til Eyja, Stykkis- hólms, Akureyrar og auk þess að syngja á Reykjavíkursvæðinu. „Gospel-tónlistin hefur tiltölulega lítið rutt sér til rúms hér á landi. Ég mun syngja lög sem ég sjálfur hef samið og Krossinn í Kópavogi stendur að baki ferðinni. Við vilj- um með ferð okkar hvetja fólk til þess að komast í snertingu við Guð, freista þess að nálgast Guð. Mark- miðið er ekki að setja á laggirnar söfnuði — heldur gefa fólki tæki- færi til þess að nálgast Guð á annan hátt en tíðkast hefur hér á landi, — að fólk upplifi sannleika Guðs á nýjan hátt. Ég hef ferðast víðs vegar um heiminn og sungið. Það er stórkostlegt kraftaverk þeg- ar líf fólks gerbreytist við að komast í snertingu við Guð. Hvern- ig dapurlegt líf breytist í lífsgleði og ánægju. Kraftaverkin eru alltaf að gerast,“ sagði Willy Hanssen. HELGARVIÐTALIÐ Baldvin ásamt félögum við 117 kilóa stórfisk. Frá Kenya til Húsavíkur til aö fermast! smeykur er ég um, að stutt sé í að sú útgerð leggist útaf. Japanir voru þarna til skamms tíma en hafa misst öll leyfi. Hins vegar eru frystihús þarna, Kenya Fis- hing Industries rekur þau og þeir gera út 5 litla togbáta og 2 línubáta fyrir túnfisk. En stjórnin í Nairobi hefur verið fremur sinnulaus um uppbyggingu fisk- veiöa enda margir þar aldrei séö saltan sjó. Áhuginn er meðal fólksins viö ströndina og til aö mynda er nú starfrækt fiskideild og vísir aö hafrannsóknarstofn- un. Þá hef ég jafnframt því aö stýra togaranum veriö viö kennslu. Kennt meöferð skipa og veiöarfæra og siglingafræöi." Hefuröu hug á aö dvelja lengi í Kenya? „Eg hef samning til tveggja ára. Aöstoö íslands viö þróunar- lönd borgar laun mín auk þess aö standa straum aö veiðarfæra- kostnaöi. Hvaö viö tekur er „Kenyamenn eru ágætir sjómenn" — spjallað viö Baldvin Gíslason, skipstjóra en hann hefur dvalið um tveggja ára skeið í Kenya „Síöastliðin þrjú ár hef óg veriö á vegum Aöstoöar íslands viö þróunarlöndin í Mombasa í Kenya og kennt innfæddum nútíma fiskveiðar. Mombasa er rétt sunnan við miðbaug, viö lndlandshaf,“ sagði Baldvin Gíslason, skipstjóri en hann er nú staddur hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. Ástæöa ferðar- innar hingað upp nú er m.a. aö þau hjónin, Baldvin og Helena Sigtryggsdóttir, eru aö ferma tvö börn sín, Gísla Baldvinsson og Helenu Línadal Baldvins- dóttur. Þau komu alla leiðina frá Kenya til aö ferma þau í Húsa- víkurkirkju og fór athöfnin fram síðastliöinn sunnudag. En snúum okkur aö sjó- mennskunni viö Indlandshaf. „Ég hef veriö meö 122 tonna skuttog- ara — Shakwe, byggöan í Mombasa en veiöarfærin eru frá Hampiöjunni og hafa þau reynst ágætlega. Viö höfum einkum veitt snapper, — ég held aö ekki sé til íslenzkt nafn á honum en þaö er stór og góöur fiskur, rauöur eins og karfi. Þá höfum viö veitt lúöutegund, svipaöa grálúöunni hér heima. Hins vegar eru ekki mikil fiskimiö út af Mombasa. Þar eru miklir straum- ar, 4—5 mílur á klukkustund og lítið landgrunn. Viö höfum siglt 50 til 70 mílur noröur, út af Malindi skammt viö Sómalíu. Þar er landgrunn og betri fiskimið. Fyrir utan Snapper og lúöuna, þá veiöum viö rækju og humar á grunnmiöum og humar á djúpmiðum. Úrvals rækju og tröllahumar." Hvernig sjómenn eru Kenya- menn? „Þeir eru ágætir sjómenn, og margir þeirra eru ágætir kunn- ingjar mínir. Áöur en ég fór til Kenya þá var ég í N-Yemen. Þar eru fiskimiö betri en miklir hitar. Hins vegar eru Yemenbúar ekki nándar nærri eins góöir sjómenn og Kenyabúar.“ Leggja stjórnvöld mikiö upp úr fiskveiöum? „Utgerð viö Indlandshaf er ekki mikil en rétt er aö taka fram, aö ágætlega veiöist í Viktóríu- vatni og fleiri vötnum. í Mom- basa er nú kínverskt fyrirtæki og eins grískur eigandi fiskiskips. En auövitaö óráöin gáta. Okkur hef- ur líkað vel í Kenya. Helena kennir viö blindraskóla og börnin hafa gengið í Mombasaskólann og staöiö sig meö miklum ágæt- um. Gísli og Helena voru fermd i Húsavikurkirkju um síðustu helgi. Shakwe á þurru landi. Vegna þess, að ekki var hægt að koma skipinu i slipp. þá ákvað Baldvin. að sigia skipinu að iandi og siðan fjaraði undan því og þá var hægt að skrapa skipið. Stjórnvöld hafa sýnt fiskveiðum á Indlandshafi mikið tómlæti þó 25 þúsund tonn hafi veiðzt í hafinu. — eða jafn mikið og i vötnunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.