Morgunblaðið - 30.08.1980, Side 30

Morgunblaðið - 30.08.1980, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 Oldungadeild í Hveragerði ÖLDUNGADEILD tók til starfa í Hverajferði i janúar sl. og starfar i nánum tengslum við Menntaskólann i Hamrahlið. Fyrstu önnina i skóianum voru 83 nemendur við nám, frá Ilveraííerði og náxrannahyKKðum. Öldungadeildin nýtur ekki sér- stakra ríkisstyrkja ok fjármöKnuðu Hveragerðis-, Ölfus- ok Gnúp- verjahreppur skólahaldið siðastliðinn vetur. Nemendur . í Öldungadeild námsannar við M.H. á komandi Hveragerðis leystu af hendi sömu próf og nemendur Hamrahlíðar- skólans og samtímis sl. vor. Urlausnir voru síðan metnar af kennurum Hamrahlíðarskólans. Flestir þeirra 62, sem þá þreyttu próf, ætla að halda áfram sínu námi í Óldungadeild Hveragerðis. Öldungadeildarmenn hyggjast bjóða upp á námsefni 1. og 2. haustönn, en fjölbreytni í náms- fögum ræðst af aðsókn. Öldungadeildin efnir til kynn- ingarfundar í Gagnfræðaskóla Hveragerðis laugardaginn 30. ág- úst kl. 13.30, og verður þar sagt af námsefni, kennslufyrirkomulagi og prófum í skólanum veturinn 1980-81. Á flugvellinum á að malbika bæði bílastæði og flugvélastæði. Frá malbikunarfram- kvæmdum á ísafirði Miklar malbikunarframkvæmdir standa nú yfir á ísafirði og er stærsta verkið malbikun vegarins milli ísafjarðar og Hnífsdals og vegarins inn í fjörð, frá Eyrinni inn að Holtahverfinu. Fimm ár eru nú liðin frá þvi síðast var unnið að malbikunarframkvæmdum á ísafirði og nú þegar þessar framkvæmdir standa yfir. er tækifærið notað og malbikað á ísafjarðarflugvelli. bæði flugvélastæði og bílastæðin við flugvall- arbygginguna. I>á verður einnig malbikað nokkuð á Bolungarvik og í Súðavik. Standa þessar framkvæmdir yfir fram á haustið eins og veður leyfa og halda siðan áfram næsta vor. Malhikunarstöðin við Skutulsfjörð og fyrir neðan hana má sjá nýja veginn sem liggur inn fjörðinn og til vinstri á myndinni er húsnæði Orkubús Vestf jarða. Ljósm. jt. Vegaframkvæmdir við Hafnarstræti skammt neðan nýju sjúkra- hússbyggingarinnar. þar sem Hnífsdalsvegurinn fer gegnum ísafjörð og heldur áfram inn fjörðinn. TONLIST Síðustu sumartónleik- arnir í Dómkirkjunni Á sunnudagskvöld kl. 18.00 leikur Marteinn H. Friðriksson á orgel Dómkirkjunnar. Á efnisskrá er m.a. Chaconne eftir Pál ísólfsson. Þetta eru síðustu tónleik- arnir í Dómkirkjunni á þessu sumri. Marteinn H. Friðriksson. MYNDLIST Á HALLVEIGARSTOÐUM Árni Finn- bogason sýnir teikningar UM ÞESSAR mundir sýnir Árni Finnbogason teiknimyndir á Hall- veigarstöðum við Túngötu. Mynd- irnar eru flestar frá Vestmanna- eyjum, en nokkrar frá Færeyjum og Grænlandi. Þá eru á sýning- unni mannamyndir og andlits- myndir. Árni hefur þrisvar áður sýnt á Hallveigarstöðum. Sýningin er opin daglega frá kl. 14—22 og lýkur 3. september. FÍM-SALURINN Kjartan sýnir 18 olíumálverk UM ÞESSAR mundir stendur yfir í FÍM-salnum við Laugarnesveg myndlistarsýning Kjartans Ólafssonar. Nefnist hún Hannyrð- ir og stendur út næstu viku. Á sýningunni, sem er opin frá kl. 16—22 daglega, eru 18 olíumál- verk. Eitt verkanna á sýningunni. BJöRN BIRNIR Á KJARVALSSTÖÐUM Sýnir teikningar, kol- og akrílmgndir í GÆR OPNAÐI Björn Birnir sýningu í vestursal Kjarvalsstaða. Þar sýnir hann tæplega 60 verk, teikningar, kol- og akrílmyndir. Björn hefur áður haldið einkasýningar í Norræna húsinu 1977, Chicago I.V. 1979, Devenport Iowa 1979, auk þess sem hann hefur sýnt víðs vegar í Kanada. Björn Birnir stundaði nám í Handíða- og myndlistaskólanum 1949—’52. Lauk prófi í skreytilist og skiltagerð frá Bergenholtz Dekorations Fagskole 1955 og prófi í fjarvíddar-, flatar- og rúmteiknun við Indendors Arkitekt Akademie. Árið 1979 lauk hann svo MS-prófi við Indiana State University. Sýningin stendur til 10. september og er opin frá kl. 14—22 alla dagana. Síðasta sýning- arhelgi Ninu SÝNINGU Nínu Gautadóttur á veggskúlptúrverkum, sem staðið hefur undanfarnar vikur á göngum Kjarvals- staða, lýkur nú um helgina eða kl. 22.00 annað kvöld. Á sýningunni eru 14 veggskúlptúrverk, sem gerð eru á árunum 1974—’80. Nína Iærði í Listaháskólanum í París, þar sem hún er búsett nú. Nina Gautadóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.