Morgunblaðið - 20.01.1981, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 20.01.1981, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981 17 Frihöfnin: Starfsmenn fá greitt ákveðið hlutfall af veltu og hagnaði íslenzku atvinnulífi, enda var það álitið meiri háttar afrek sjálf- staeðismanna á viðreisnarárunum að losa þjóðina við þetta milli- færslukerfi, en það var forsenda þess að viðreisnin náði árangri á sínum tíma. Dregið lítillega úr skattahækkun í efnahagsáætluninni er sagt, að skattar verði lækkaðir sem svari til 1,5% í kaupmætti lægri launa og meðallauna. í útvarpinu sl. miðvikudag sagði Ragnar Arnalds fjármálaráðherra að nota ætti 7 milljarða kr. til þessarar svo kölluðu skattalækkunar. Þeir pen- ingar eru teknir úr sjóði, sem myndaður er í fjárlögum, að upphæð 11 milljarðar gamalla króna. En er hér um skattalækkun að ræða? Þegar svars er leitað við þeirri spurningu, er rétt að hafa í huga, að skattahækkun á föstu verðlagi varð hér um bil 20 milljarðar gamalla króna í fjár- lögunum. Með svokailaðri lækkun skatta ætlar ríkisstjórnin að skila til baka þriðjungi skattahækkun- arinnar og telja síðan launþegum trú um, að þannig hafi kaupskerð- ingin verið bætt að nokkrum hluta. Dýrmætt tækifæri fer forgörðum Niðurstöður mínar eftir þessa umfjöllun eru þessar helztar: 1. Til lagasetningar er gripið með bráðabirgðalögum án lögboðins samráðs við aðila vinnumark- aðarins, vegna þess að ríkis- stjórnin var svo veik að hún treysti sér ekki til að fara eðlilega leið í gegnum þingið. 2. Ekkert í bráðabirgðalögunum er kristaltært nema kaupskerð- ingin 1. marz. Öðrum atriðum mátti ná fram án bráðabirgða- laganna, enda eru þau ákvæði sett í því skyni að kaupa forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar til fylgis við lögin. 3. Aðgerðirnar eru aðeins skammtímaaðgerðir, sem auka á vandann í loks ársins, nema gripið verði til nýrra ráðstaf- ana síðar á árinu. 4. Stigið er stórt skref aftur á bak í atvinnu- og efnahagsmálum með uppbótar- og millifærslu- kerfinu, sem óhjákvæmilega leiðir til versnandi lífskjara. 5. Sorglegast er, að gjaldmiðils- breytingin er ekki notuð til að ná haldgóðri viðspyrnu gegn verðbólgunni. Þannig er dýr- mætt tækifæri látið fara for- görðum. Hver er afstaða þingflokksins? Þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins (allir nema ráðherrarnir og Eggert Haukdal) samþykkti sam- hljóða ályktun, þar sem bent er á, að efnahagsaðgerðirnar séu ein- ungis skammtímalausnir, sem höggvi ekki að rótum verðbólgu- vandans. í lok ályktunarinnar segir: „Þingflokkur sjálfstæðismanna lýsir sig í grundvaliaratriðum andvígan efnahagsáætlun ríkis- stjórnarinnar og mun við af- greiðslu bráðabirgðalaga um ráð- stafanir til viðnáms gegn verð- bólgu flytja breytingartillögur í samræmi við stefnu Sjálfstæðis- flokksins og styður því ekki bráða- birgðalögin, eins og þau liggja fyrir.“ í sjónvarpsþætti fyrir nokkrum dögum kom upp sú furðulega vígstaða, að ráðherrarnir, sem settu bráðabirgðalög eftir að hafa sent þingið heim, heimtuðu skýra afstöðu forystumanna stjórnar- andstöðunnar til efnahagsaðgerð- anna og þó einkum bráðabirgða- laganna. Svarið átti að vera já eða nei við öllum pakkanum. Auðvitað er ekki hægt að svara slíkum spurningum fyrr en vitað er, hvort og hvernig lögin breytast í með- förum Alþingis og auk þess er allt óljóst um framkvæmd aðgerð- anna. Til að nefna nokkur atriði um hugsanlegar breytingartillög- ur má í fyrsta lagi benda á, hvort ljóst sé, að verðstöðvun falli niður 1. maí og frjáls verðlagning taki við. I öðru lagi er varla við því að búast, að Alþingi ákveði verðbóta- vísitölu út fyrir samningstímabil- ið. í þriðja lagi viljum við sjá lista yfir niðurskurðarhugmyndir ríkis- stjórnarinnar í ríkisfjármálum og teljum að Alþingi eigi að sjálf- sögðu að fjalla um þær. Og í fjórða lagi er allt óvíst um framkvæmd vaxtaákvæðisins. Breytingartillögur sjálfstæð- ismanna verða lagðar fram á þingi og afstaða til laganna verður tekin, þegar endanlega verður ljóst hver niðurstaðan verður. Hvað hefði Sjálfstæð- isflokkurinn gert? Afstaða flokksins að öðru leyti til verðbólguviðnáms er ljós og hefur legið fyrir frá síðustu kosn- ingum. Við teljum, að til þess að hægt sé að ná tökum á verðbólg- unni jnirfi þrjú atriði að vera í lagi. I fyrsta lagi ríkisfjármálin, í öðru lagi má peningamagn í um- ferð ekki fara yfir ákveðin mörk og í þriðja lagi getur það ekki gengið til lengdar, að launahækk- anir séu sjálfkrafa í takt við verðhækkanir. Eins og flestir fundarmenn muna, hafnaði Sjálfstæðisflokkur- inn niðurtalningarleiðinni, enda hefur komið í Ijós, að hún er gagnslaus í reynd. Við vildum ráðast að rótum meinsins með snöggu átaki á síðasta ári, sem auðvitað hefði kostað sársauka um sinn, en hefði skilað raunhæfum árangri, þegar til lengri tíma var litið. Það hefur tekið ríkisstjórn- ina ellefu mánuði að ákveða efna- hagsaðgerðir, sem einungis leiða til þess, að við hjökkum í sama farinu. Sjálfstæðisflokkurinn lagði hins vegar áherzlu á, að gripið væri til aðgerða strax, þar sem ríkisútgjöld yrðu skorin stór- lega niður, og gengið yrði stöðvað eftir að fiskverð væri ákveðið, sjálfvirkar vaxtabreytingar af- numdar, en vaxtaákvörðunarvald- ið fært til peningastofnana og víxlgengi verðlags og launa stöðv- að. I framhaldi af þeim aðgerðum vildum við bæta lífskjörin með- auknu athafnafrelsi þ.á m. frjálsu verðlagi, sem að okkar dómi lækk- ar vöruverð. Við vildum lækka skatta og auka þannig ráðstöfun- artekjur. Þá vildum við móta atvinnustefnu byggða á arðsemis- grunni og efna til stórátaks til að nýta innlendar orkulindir til stór- iðju. Þessa stefnu Sjálfstæðisflokks- ins er fróðlegt að bera saman við stefnu ríkisstjórnarinnar, sem hefur stóraukið ríkisútgjöldin og hækkað skatta og fest gengið áður en fiskverð er ákveðið. Ríkis- stjórnin fylgir stefnu Alþýðu- bandalags í verðlagsmálum og stendur að fjölgun togara, sem auðvitað rýrir lífskjörin á sama hátt og aðgerðarleysið í orkumál- um. Þessi undansláttarstefna er beint framhald af stefnu vinstri stjórnarinnar og hefur leitt til þess að þjóðarframleiðsla á mann (hagvöxtur) hefur minnkað ört á síðustu árum. Og enn stefnir í samdrátt m.a. sökum þess, að ekki er hægt að reka iðjuverin með fullum afköstum vegna orku- skorts. Fjallið tók jóðsótt og fæddist lítil mús Að vel yfirlögðu ráði setti ríkis- stjórnin sér háleit markmið í stjórnarsáttmálanum. Það tók hana 11 mánuði að velta fyrir sér, hvernig hún gæti notað gjaldmið- ilsbreytinguna til að styrkja verð- gildi íslenzku krónunnar. Fjallið tól jóðsótt og fæddist lítil mús. Niðurstaðan varð sú, að hún ákvað að setja sér það mark að leiðrétta misgengið, sem hefur orðið af hennar völdum í íslenzku efna- hagslífi. Tilgangurinn með efna- hagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar er ekki annar en að hjakka í sama verðbólgufarinu. Árangurinn er sá einn að slökkt er í verðbólgubál- inu, sem stjórnin kveikti sjálf, með aðgerðar- og úrræðaleysi sínu á síðasta ári. Það er út af fyrir sig þakkarvert. UM siðustu áramót var tekið upp breytt rekstrarfyrirkomulag í Fríhöfninni á Keflavikurflug- velli. í samtali við Guðmund K. Jónsson. sem ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri fríhafnarinn- ar, kom fram að nýja rekstrar- fyrirkomulagið feli i sér að starfsmenn eru á föstum mánað- arlaunum en í stað þess að fá greiddar ýmsar aukatekjur s.s. yfirvinnu, vaktaálag. útköll o.fl. samkvæmt kjarasamningum, fá þeir nú greitt ákveðið hlutfall af veltu og hagnaði. Guðmundur var spurður hvort það myndi þá koma niður á starfsmönnum ef tap yrði á rekstrinum. „Þetta fyrirtæki er rekið á þeim grundvelli að-ég held að varla geti orðið um tap að ræða,“ sagði Guðmundur. „Við höfum allavega ekki gert ráð fyrir þeim möguleika." Við rekstrar- breytinguna var starfsmönnum fækkað og starfar nú 31 maður í Fríhöfninni, en voru 37 áður. Meðal þeirra starfsmanna sem látið hafa af störfum hjá fyrir- tækinu eru Ólafur Thordarsen, fyrrverandi framkvæmdastjóri þess, og Ágúst Ágústsson, fjár- málastjóri. Guðmundur kvað nýja HJÁ sjónvarpinu er í undirbún- ingi gerð spurningaþátta. sem væntanlega yrðu á dagskrá siðar í vetur. Áð sögn Tage Ammen- drup hefur verið rætt við þá Trausta Jónsson veðurfræðing og Guðna Kolbeinsson íslenzkufræð- ing og þeir beðnir að hafa umsjón með slikum þáttum. ef gerðir yrðu. rekstrarfyrirkomulagið hafa reynst vel það sem af væri, þó væri ekki búið að leysa ýmis innanhúsvandamál að fullu. Tage sagði að umræður væru í gangi um hvernig og hvenær staðið yrði að gerð þáttanna, en þar eins og annars staðar í rekstri sjónvarpsins gæti fjármagns- skortur hamlað. Hann sagði Trausta og Guðna hafa tekið vel í hugmyndina og myndu þeir hafa umsjón með þáttunum, ef af þeim yrði. Erþérsama % /hver/uþú s/turr CHRYSLER PLYMOUTH é árgerð 1979 með ölllu. Verð ca. 128.000.- Það er fljótlegast að telja upp þá aukahluti, sem eru ekki í þessum hílum. Hill fullkomni bíll. DODGE árgerð 1980. 4. d. Verð ca. 105.000.- 3. d. - 024 HATCHBACK. Verð ca. 119.500.- Vél 104 ha. Framhjóladrifjnn, sjálfskiptur, mjög kraftmikill en eyðir samt ekki nema 8,5 lítrum í hcejarakstri. TALBOT SIMCA 1100 LE árgerð 1980. Verð ca. 59.000,- TALBOT Þennan þrautreynda rally-bíl er óþarft að kynna Islendingum. Hann er með undir- vagn, sem hcegt er að lcekka eða hcekka á örfáum mínútum. Ath: að enginn fólksbíll kemst jafnlangt í snjó, ogSIMCA 1100. PREMIER STATION árgerð 1980. Verð ca. 138.000,- Þessir lúxusbílar eru með öllumfáanlegum aukahlutum, og meira að segja Stereo- útvarpi m. kassettutceki og DOLBY- SYSTFM. TALBOT HORIZON árgerð 1980. Verð ca. 75.000 - og 79.500.- Framhjóladrifinn kraftmikill verðlauna- bíll margfaldur sigurvegari, vegna hönnunar og gceða. Margir hafa reynt að líkja eftir Horizon en enginn þeirra hefur hlotið viðurkenningu á heimsmarkaðinum VARIST EFTIRLÍKINGAR. KAUPIÐ HORIZON. ByÓur nokkur betur t SIMCAtröiiið 1100 VF2 Sendibíll árgerð 1980. Verð ca. 59.500.- Húsbóndaholla TRÖLLIÐ sem hefur þjónað fjölda fyrirtcekja af mikilli prýði í mörg ár. Stillanlegur fjaðrabúnaður, mjög spar- neytinn. HANN ER DUGLEGRI í SNJÓ EN AÐRIR SFNDIBÍLAR. »aí Wfökull hf. Ármúla 36 Sími: 84366 Spumingaþættir í undirbúningi hjá Sjónvarpinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.