Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981 Gísladeilan — Gísladeilan — Gísladeilan — Gísladeilan — Gísladeilan — Gísladeilan Atburðarásin í 442 daga AP - 19. }mn. 1979 4. nóv.: Vopnaðir íranskir „námsmenn" taka bandaríska sendiráöið í Teheran og 98 gísla og krefjast þess að Bandaríkjamenn framselji Iranskeisara. 6. nóv.: Ríkisstjórn Mehdi Bazargans segir af sér. 9. nóv.: Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna skorar á náms- mennina að sieppa gíslunum. 12. nóv.: Carter Bandaríkjaforseti fyrirskipar stöðvun á olíuinnflutningi frá íran. 14. nóv.: Carter frystir innistæður írana í bandarískum bönkum. 19.-20. nóv.:Þrettán gíslar, fimm konur og átta karlmenn, svertingjar, látnir lausir. 4. des.: Alþjóðadomstóllinn í Haag samþykkir einróma að hvetja írani til að sleppa gíslunum. 12. des.: Bandaríkjastjórn rekur úr landi 183 íranska diplóm- ata. 15. des.: íranskeisari fer í „tímabundna" útlegð til Panama. 25. des.: Þrír bandarískir prestar fá að vitja gíslana og halda guðsþjónustu í sendiráðinu. 27. des.: Sovézkar hersveitir ráðast inn í nágrannaríkið Afganistan. 1980 1. jan.: 13. jan.: 20. jan.: 25. jan.: 29. jan.: 3. íebr.: 3. marz.: 6. marz.: 10. marz.: 23.marz.: 1. apr.: 25. apr.: 28. apr.: 9. maí.: 28. mai.: 10. júlí.: 27. júlí.: 12. sept.: 17, okt.: 4. nóv.: 10. nóv.: 19. des.: Kurt Waldheim, framkvaemdastjóri Sþ. kemur til íran til að reyna samninga um lausn gislanna, en árangur verður ekki. öryggisráð S.Þ. vill grípa til refsiaðgerða gegn íran, en Sovétmenn beita neitunarvaldi. Waldheim kveðst hafa tillögu sem gseti leyst deiluna. Bani Sadr kjörinn forseti írans. Upplýst er að kanadíska sendiráðið í Teheran hefur komið sex Bandaríkjamönnum með leynd frá íran. íranir samþykkja að alþjóðleg nefnd rannsaki kærur á hendur kcisaranum og Bandaríkjunum. Byltingarráð Irans heimilar bandarískri rannsóknar- nefnd að hitta gíslana en daginn eftir neita námsmennirnir sem halda sendiráðinu þeim um að koma í sendiráðið. Námsmennirnir fallast á að afhenda gíslana forsjá stjórnarinnar, deila fylgir í kjölfarið og námsmenn- irnir neita að stjórnin taki við gíslunum. Khomeini klerkur tekur afstöðu með námsmönnunum og rannsóknarnefndin fer frá íran án þess að hafa haft erindi sem erfiði. Keisarinn fer til Egyptaiands, til að gangast þar undir enn einn krabbameinsuppskurð. Bani Sadr býðst til að ábyrgjast gislana og Carter er bjartsýnni en áður. Nokkrum dögum síðar aftekur Khomeini að námsmennirnir sleppi höndum af gíslunum og gengur þar með þvert á vilja íransfor- seta. Bandaríkjamenn slíta stjornmálasambandi við íran og setja á efnahagslegar refsiaðgerðir. Bandarikjamenn reyna að frelsa gislana, en tilraunin fer út um þúfur og í valnum liggja átta bandarískir hermenn vegna árekstra þyrla og tæknilegra bilana. Gíslarnir eru fluttir úr sendiráðinu til ótiltekinna staða hér og hvar í landinu að sögn námsmannanna og þeir hóta öllu illu ef önnur björgunartilraun verði reynd. Cyrus Vance, utanrikisráðherra segir af sér í mótmælaskyni við björgunartilraunina og við tekur Edmund Muskie. íranir greiða um það atkvæði í almennum kosningum að þingið annist framvegis mál gislanna. íranska þingið kemur saman en stöðugur dráttur er á því að gisiamálið sé tekið fyrir. Richard Queen, einn gíslanna er látinn laus vegna sjúkleika, og kemur síðar í ljós að hann þjáist af multiple-sclerosis. Keisarinn deyr í Kairó. Khomeini setur fram skilyrði fyrir því að gíslunum verði sleppt, hefjast síðan þrasviðræður um þau skilyrði. Nokkru síðar brýzt út stríð írana og íraka. Rajai forsætisráðherra írans segir í Öryggisráðinu að Bandarikjamenn aðstoði íraka í stríðinu og sjái í þvi möguleika að losa gislana úr haldi. Daginn eftir segir Rajai á blaðamannafundi að hann telji að Bandaríkj- amenn hafi fræðilega séð beðist afsökunar á fyrri stuðningi við keisarann og ýjar aö þvi að lausn sé ekki langt undan. Nokkrum dögum siðar byrjar þingið ioks viðræður um gíslana og er þar þrefað fram og aftur. Loks er samþykkt að sleppa þeim gegn ákveðnum skilyrðum, sem Khomeini setji. Ár er liðið frá sendiráðstökunni. Reagan er kjörinn forseti Bandarikjanna. Fram fara orðaskipti milli írans og Bandaríkjanna og gengur hvorki né rekur. Alsir skipar fulltrúa að beiðni írans til að hafa milligöngu í málinu. „Velkomnir aftur til frelsisins“, stendur á borða, sem bandarískir hermenn hafa komið fyrir i flugstöð bandariska flughersins i Frankfurt. En þangað verða gíslarnir fluttir, áður en þeir fara tii Wiesbaden. Ekkert bandarískt fé er látið af hendi Waxhinxton. 19. jan. — AP. SAMKOMULAGIÐ um lausn gisladeilunnar er einfaldlega skipti á dollurum og fólki: tranir sleppa bandarisku gíslunum 52 og Bandarikin afhenda iranskar eignir, sem höfðu verið „frystar“. Bandariskir embættismenn halda þvi fram, að engir handa- riskir peningar verði látnir af hcndi. „Við fáum aftur það sem þeir tóku frá okkur og við látum þá fá það sem við tókum frá þcim,“ sagði talsmaður handa- ríska utanrikisráðuneytisins. John Trattner. Walter F. Mondale varaforseti neitaði því í viðtali við ABC-sjón- varpsfyrirtækið, að samkomulagið jafngilti því að Bandarikin greiddu lausnargjald. „Við látum ekki af hendi einn einasta Bandaríkjadoll- ar fyrir gíslana,“ sagði hann. „Iran- ir fá ekkert sem við eigum ... Þetta eru þeirra peningar, sem við höfð- um fryst, og við skilum þeim aftur." Auk þess sem skilað verður gulli og dollurum írana, sem hafa verið í bandarískum bönkum síðan skömmu eftir gíslatökuna 4. nóv. 1979, munu 12 stórir bandarískir bankar hafa samþykkt að hætta við málshöfðun í því skyni að fá endurgreitt fé, sem þeir segja að íranir skuldi þeim. Irinar féllu frá þeirri staðhæf- ingu, að hinar frysti eignir þeirra næmu 14 milljörðum dollara, en Carter-stjórnin áætlaði að upp- hæðin næmi alls 9,5 milljörðum dollara. Bandarískur embættis- maður sagði í dag, að lokatalan væri á milli 8 og 9 milljarða dollara. Þar af fá íranir um 5,2 milljarða dollara strax. Seint í síðustu viku gerði stjórn Carters ráðstafanir til að flytja 2,2 milljarða dollara á sérstakan reikning, sem hægt, yrði að afhenda Irönum þegar gislarnir hefðu verið látnir lausir. Rúmlega 3 milljarða dollara eru nú í útibúum banda- rískra banka í Evrópu og verða greiddir. I texta samkomulagsins segir, að 1 milljarður dollara til viðbótar á írönskum reikningum í þessum bönkum verði fluttur á sérstakan alsírskan reikning og notaður til að greiða lán banda- rískra banka til íranskra stofnana eins og þróunarbanka og íranskra fyrirtækja. Mikilvægasta tilslökun írana varðaði ef til vill kröfuna um, að auðæfum fyrrverandi Iranskeisara yrði skilað. Af þeim 24 milljörðum dollara, sem íranir kröfðust í síðasta mánuði að yrðu færðir á alsírskan bankareikning, voru um 10 milljarða dollara taldir jafn- gilda þeim eignum, sem Iranir gerðu ráð fyrir að keisarinn ætti í Bandaríkjunum. Til þess að ganga að þessari kröfu hefði þurft sérstaka fjárveit- ingu frá Þjóðþinginu, því að laga- lega getur bandaríska ríkisstjórnin ekki nálgast peninga keisarans. Auk þess taldi stjórn Carters, að eignir keisarans væru aðeins lítið brot af þeirri upphæð, sem íranir nefndu. Samkvæmt texta samkomulags- ins er því heitið að hvers konar eignir keisarans og fjölskyldu hans í Bandaríkjunum verði frystar jafnskjótt og íranir höfða mál til þess að reyna að komast yfir þær. Iranir geta reynt að komast yfir eignirnar fyrir bandarískum dómstólum rétt eins og hver annar þegn eða ríkisstjórn. I samkomulaginu er því líka heitið, að Bandaríkin fylgi þeirri stefnu að „skipta sér ekki, beint eða óbeint, stjórnmálalega eða hernað- arlega, af innanríkismálum írans“. Ýmsir sérfræðingar, þeirra á meðal’ Henry Kissinger, fyrrum utann'kisráðherra, segja, að Bandaríkin eigi alls ekki að semja við þjóð, sem hafi brotið alþjóðalög með því að taka diplómata í gíslingu. Þegar Kissinger var utan- ríkisráðherra var fylgt þeirri grundvallarstefnu að semja ekki við mannræningja til að skapa ekki fordæmi, sem gæti ýtt undir hryðjuverk gegn Bandaríkja- mönnum síðar meir. Mondale vísaði þessum röksemd- um á bug, þegar hann sagði í gær: „Við höfum rétt til að veita gíslun- um og fjölskyldum þeirra forgang . Við viljum fá þá heim. Og við höfum gert þessar ráðstafanir og lofuðum því, að ef þeir leyfðu gíslunum að koma heim mundum við taka peninga þeirra úr frysti ... Ég held að þetta sé ekki óviðeigandi eins og málum er komið.“ Fjölskyldur bandarisku gislanna: .. nú erum við tilbúin til að taka á móti syni okkar“ 19. janúar. — AP. FJÖLSKYLDUR bandarísku gislanna 52ja, sem svo oft hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum á þvi rúma ári, sem þeir hafa verið i haldi i íran, reyndu margar hverjar litt að hemja gleði sina og geðshræringu þegar þeim bár- ust snemma i morgun fréttirnar um lausn gisladeilunnar. „Mér finnst sem ég hafi himin höndum tekið," sagði Hazel Lee í Pasadena, móðir gíslsins Gary Lee, „og það er langt, langt síðan mér hefur liðið þannig." „Við erum svo hamingjusöm, svo innilega þakklát," sagði Marg- aret Lauterbach, móðir eins gísl- anna. „Nú bíð ég þess eins að sjá son minn aftur en mér hefur ekki liðið betur síðustu 14 mánuðina." Sumir ættingja gíslanna vildu þó ekki gefa neinar yfirlýsingar að svo stöddu enda orðnir vanir því að björtustu vonir þeirra reyndust tálsýn ein. „Við bíðum bara eftir því að Carter forseti staðfesti, að samkomulagið hafi verið gert,“ sagði Carol Hohman, mágkona Donalds R. Hohmans, eins gísl- anna, „og munum ekki veita til- finningum okkar útrás fyrr en hann er lagður af stað í flugvél- inni.“ Foreldrar gíslsins Johnny McKeel brugðust við tíðindunum um frelsi sonar síns á þann hátt, að þeir tóku stóran, gulan borða og fóru með út í garðinn við heimili þeirra í Texas. Þar bundu þeir hann utan um stórt eikartré og minntust með því gamallar vísu þar sem heimkomu fanga er fagnað með sama hætti. „Þarna, nú erum við tilbúin til að taka á móti syni okkar. Nú hefur guium borða verið bundið um gamla eik,“ sagði Wyona McKeel og brast í grát.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.