Morgunblaðið - 20.01.1981, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981
33
vera sem alþýðlegastur í kosningabaráttunni,
við embættistökuna og í forsetastóli fyrir
fjórum árum. Reagan er ekki á þeim
buxunum. Hann gefur þá skýringu, að hann
beri of mikla virðingu fyrir embætti banda-
ríkjaforseta til að sýna því ekki fyllstu
virðingu og koma hátíðlega fram fyrir hönd
þess.
Skemmtanir og veizluhöld hófust form-
lega á laugardagskvöld með flugeldasýningu
við Lincoln-minnismerkið í Washington.
Nancy og Ronald Reagan og Barbara og
George Bush, varaforseti, voru viðstödd
flugeldasýninguna og veifuðu til 15.000
áhorfenda, sem fögnuðu þeim ákaft. Hætt var
við að kveikja á blysum, sem áttu að sýna
andlitsmyndir af Reagan og Bush, eftir að
verkamaður lézt, þegar pallur, sem blysunum
var komið fyrir á, féll saman. Miðar á flestar
skemmtanirnar eru rándýrir eða ekki fáan-
legir. Margir áhorfendapallar hafa verið
reistir við Pennsylvania Avenue. Fólk, sem
hefur komið víða að, getur keypt sér sæti á
þeim og fylgzt þaðan með mikilli skrúðgöngu
fara hjá á leið frá þinghúsinu að Hvíta
húsinu. Tekjur af miðasölum og minjagripum
eiga að borga fyrir hátíðarhöldin.
Reagan sver embættiseiðinn og flytur
ræðu á tröppum bandaríska þingsins. Hann
mun síðan fylgjast með skrúðgöngunni, sem
verður farin honum til heiðurs, ásamt fríðu
föruneyti úr áhorfendastúku, sem hefur
verið reist fyrir framan Hvíta húsið. Hann
mun síðan sækja dansleiki, sem haldnir verða
honum til heiðurs á 8 stöðum í Washington í
kvöld.
Undirbúningur fyrir embættiseiðtökuna
hefur staðið lengi. Starfsfólk Carters sagði,
að verið væri að reisa hengingarpalla, þegar
smiðshögg bárust inn á skrifstofur þeirra
utan af götunni. Carter kvaddi þjóðina í
ræðu í síðustu viku og þakkaði fyrir að hafa
fengið tækifæri til að þjóna henni. Fjölmiðlar
voru fullir af greinum um hann um helgina,
og báru margar keim af minningargreinum.
En framtíðin ein mun sýna, hvaða dóm
Carter hlýtur í sögunni.
Hann vann síðustu 14 mánuðina í embætti
næstum sleitulaust að lausn bandarísku
gíslanna í íran. Margir telja, að varðhald
þeirra hafi kostað hann kosningarnar, en
honum tókst á næst síðasta degi í embætti
að fá þá lausa.
Walter Mondale, varaforseti, lætur einnig
af embætti í dag. Hann sagði í viðtali við
Barböru Walters á sunnudag, að hann kynni
að sækjast eftir embætti forseta eftir fjögur
ár. Mondale er fyrsti varaforseti Bandaríkj-
anna, sem hefur fengið að starfa við hlið
forseta allt kjörtímabil þeirra og vonar, að
Reagan muni sýna Bush sama traust. Hann
og Joan, kona hans, gistu hjá Rosalynn og
Jimmy Carter í Hvíta húsinu í nótt, en þau
munu öll stíga til hliðar fyrir nýju forystu-
mönnum þjóðarinnar í dag.
. ab
og ósérhlíf-
fremst trúr
Douglas MacArthur í Japan, var um hríð
í Kóreu og lauk meistaragráðu í alþjóð-
legum samskiptum. Það var ekki fyrr en
1962 að veruleg breyting varð á högum
hans en þá var hann gerður að aðstoð-
armanni í herráðinu í Pentagon. Tveimur
árum seinna var hann orðinn sérstakur
aðstoðarmaður Roberts McNamara, sem
þá var varnarmálaráðherra.
Þrátt fyrir vegtyllurnar í Pentagon
þótti Haig sem það gæti komið sér vel að
kynnast stríðsátökum af eigin raun og
bað því um að verða fluttur til Vietnam
þar sem hann gat sér gott orð. Til
Bandaríkjanna sneri hann svo aftur 1967
og varð næstráðandi í herskólanum í
West Point.
í janúar 1969 gerði Kissinger, ráðgjafi
Nixons í þjóðaröryggismálum, Haig að
aðstoðarmanni sínum og kom það í hans
hlut að gefa daglega skýrslu um ástand
heimsmála. Haig er maður ósérhlífinn og
lét sig ekki muna um að vinna allt að 20
stundir á sólarhring. Honum var enda
smám saman falin æ meiri ábyrgð og
sumir telja jafnvel, að hann hafi í raun
farið með embættisvald forseta á síðustu
og verstu dögum Nixons.
Eftir að Gerald Ford hafði tekið við
forsetaembættinu úr hendi Nixons hug-
leiddi hann að gera Haig að forseta
herráðisns en sú ráðstöfun hefði orðið að
hljóta blessun öldungadeildarinnar, sem
óvíst var um. Ford tók þess vegna þá
ákvörðun að skipa Haig yfirmann herja
Atlantshafsbandalagsins i desember
1974.
Skipun Haigs mæltist illa fyrir í
Evrópu fyrst framan af. Evrópskum
hershöfðingjum þótti sem hann væri
óreyndur og þjóðarleiðtogarnir höfðu
vara á sér gagnvart manni, sem bendlað-
ur var við Watergate. Svo fór þó, að áður
en hann lét af embætti hafði hann áunnið
sér virðingu kollega sinna, hershöfðingj-
anna, og öðlast vináttu ýmissa frammá-
manna álfunnar, eins og t.d. Helmut
Schmidts kanslara Vestur-Þýskalands.
Alexander M. Haig lét af embætti sem
yfirmaður herja Atlantshafsbandalags-
ins í júní 1979. Um tíma hugleiddi hann
að bjóða sig fram í forsetakosningunum á
síðasta ári en hætti við þegar hann gerði
sér grein fyrir því, að hann hafði ekki
þann pólitíska stuðning, sem til þess
þurfti. Honum var boðin forsetastaða í
stórfyrirtækinu The United Technologies
Corp. og hefur gegnt henni til þessa.
William F.
Smith
dómsmála-
ráðherra:
Frábær samningamaður
og mikill mannþekkjari
Þegar William French
Smith kvaddi sjóherinn eítir
siðustu heimsstyrjold hélt
hann til Los Angeles án þess
að vita hvað hann ætti að taka
sér fyrir hendur í íramtiðinni.
Ilann er Ný-Englendingur i
húð og hár, fæddur i New
Hampshire og uppaiinn i Bost-
on, en hann minnist þess nú
hve hann var hrifinn af víðátt-
unum, frelsinu og moguleikun-
um, sem Vesturríkin buðu upp
á, og hann ákvað að setjast þar
um kyrrt.
Árið 1946 hóf Smith störf á
einni virtustu lögfræðistofu
borgarinnar, Gibson, Dunn &
Crutcher, og þar hefur hann
verið síðan, en hann er nú 63 ára
gamall. „Ég held ég geti ekki
kallast neinn flautaþyrill," segir
Smith og brosir.
En nú, eftir 34 ára starf á
sama stað, verður breyting á
högum Smiths, því að í dag
tekur hann við embætti dóms-
málaráðherra í ríkisstjórn Ron-
alds Reagans.
William F. Smith hefur verið
náinn vinur Reagans og lög-
fræðilegur ráðunautur hans í
meira en 15 ár. Hann er einn í
hópi þeirra sex eða sjö auðugra
repúblikana frá Kaliforníu, sem
hafa haft hvað mest áhrif á
stjórnmálaferil Ronalds Reag-
ans, safnað fyrir hann fé og lagt
á ráðin með honum allt síðan
hann bauð sig fram sem ríkis-
stjóri í Kaliforníu árið 1966 eftir
þeirra tillögu.
William F. Smith er fæddur
26. ágúst 1917 í Wilton í New
Hampshire. Faðir hans, sem lést
þegar Smith var sex ára gamall,
var forseti Mexíkanska síma- og
ritsímafélagsins, en aðalstöðvar
þess voru í Boston. Á unga aldri
ferðaðist Smith mikið með móð-
ur sinni og sem unglingi þótti
honum mikið til Kaliforníu
koma. Hann stundaði nám við
Kaliforníu-háskóla í Berkeley
og útskrifaðist þaðan með láði
árið 1939. Eftir það sneri hann
aftur austur og lauk lagaprófi
við Harvard 1942. Smith er
tvíkvæntur og á þrjá syni og
dóttur af fyrra hjónabandi.
I heimaríki sínu er Smith
þekktastur sem fyrrverandi
formaður stjórnarnefndar Kali-
forníu-háskóla en við því starfi
tók hann 1968 að beiðni Reag-
ans. Þetta voru erfiðir tímar
fyrir yfirvöld skólamála, mót-
mæli gegn Víetnam-stríðinu
voru í hámarki og óánægju
gætti vegna aukins áðhalds í
fjárveitingum hins opinbera.
Það mæddi því mikið á Smith
sem formanni stjórnarnefndar-
innar og ógerlegt að gera svo
öllum líkaði. Þrátt fyrir það
nýtur hann virðingar þeirra,
sem við hann þurftu að skipta,
og var hann talinn maður víð-
sýnn og vinna skólanum allt það
gagn, sem hann mátti.
Sérgrein Smiths í lögum er
vinnumálalöggjöfin og hefur
hann oft gætt hagsmuna atvinn-
ufyrirtækja í deilum þeirra við
verkalýðsfélögin. Það starf hef-
ur ekki aðeins gert hann ríkan
heldur einnig áunnið honum
virðingu jafnt vinnuveitenda
sem verkamanna fyrir einarðan
og skynsamlegan málflutning.
Þegar hann var beðinn að lýsa
starfi sinu sem samningamaður
sagði hann:
„Við samningagerð þarf á að
haida heilbrigðri skynsemi og
heiðarleika og að meta stöðu
málanna rétt. Góð mannþekking
er einnig mikilvæg. Þú verður að
gera þér grein fyrir því í hverju
sameiginlegir hagsmunir eru
fólgnir og hvar rétt er að gera
tilslakanir, sem oft geta borið
miklu ríkulegri ávöxt en tilslök-
unin sjálf."
James G.
Watt
innanríkis-
ráðherra:
Ihaldssamur og umdeildur
en orðlagður vinnuþjarkur
James Gaius Watt, sem
gegna mun embaetti innan-
ríkisráðherra í ríkisstjórn
Reagans, sagði á blaða-
mannafundi i Washington
nú fyrir skömmu, að hann
væri fulltrúi „heilbrigðrar
skynsemi“ þegar um væri að
ræða að velja á milli nátt-
úruverndar og eðlilegrar
landnýtingar.
Þegar Reagan tilkynnti
væntanlegt innanríkisráð-
herraefni sitt tóku umhverfis-
verndarmenn Watt með fyrir-
litningu og fullum fjandskap
og töldu hann vísan til að
eyðileggja allt þeirra starf sl.
áratug. Ein af ástæðunum
fyrir þessari óvináttu er sú, að
Watt hefur verið í forsvari
fyrir íhaldssömum félags-
skap, sem hefur beitt sér gegn
því, sem Watt kallar „öfga-
full“ umhverfisverndarsjón-
armið, sem hafi komið í veg
fyrir eðlilega nýtingu lands-
ins í þágu atvinnuveganna.
Watt verður yngstur ráð-
herra í ríkisstjórn Reagans og
líklega sá íhaldssamasti.
Hann er fæddur 31. janúar
1938 í Lusk í Wyoming, út-
skrifaðist frá verslunar- og
iðnrekstrardeild háskólans
þar með mjög góðum vitnis-
burði árið 1960 og lauk laga-
prófi við sama skóla tveimur
árum síðar.
James G. Watt hóf störf í
Washington 1962 og frá 1966
til 1969 var hann formaður
þeirrar nefndar verslunar-
ráðsins, sem fjallaði um nátt-
úruauðlindir og mengunar-
varnir. I því starfi reyndi
hann að hafa áhrif á lagasetn-
ingu og löggjöf með hagsmuni
iðnaðarins fyrir augum. Vara-
forseti verslunarráðsins,
Richard Breault, sagði nú
fyrir skömmu, að Watt væri
réttur maður á réttum stað
sem innanríkisráðherra vegna
þess, að hann styddi stefnu,
sem vægi salt „á milli
umhverfisverndunarsjónar-
miða og efnahagslegra þarfa".
I stjórnartíð Nixons og
Fords starfaði Watt í innan-
ríkisráðuneytinu og bera
samstarfsmenn hans honum
misjafnlega söguna. Sumir
segja, að hann sé „ofstækis-
maður", sem hafi fylgst ná-
kvæmlega með vinnuafköst-
um undirsáta sinna með hjálp
sérstakrar tímatöflu, en aðrir
segja að hann sé orðlagður
vinnuþjarkur, sem krefjist
þess sama af öðrum. Alan K.
Simpson, repúblikani, sem
sæti á í öldungadeildinni,
sagði, að hann teldi Watt
miklu sáttfúsari og sann-
gjarnari en umhverfisvernd-
armenn vildu vera láta og
sagðist vera viss um að hann
gerði sér far um að hlusta á
þáða málsaðilja og finna við-
unandi lausn. Simpson sagðist
efast um, að þegar til kast-
anna kæmi yrðu verulegir
árekstrar milli Watts og
náttúruverndarmanna.
James Gaius Watt er
kvæntur og á tvö börn, Erin
Gaius og Eric Gaius. Watt
hefur miída ánægju af útivist
og ferðalögum og stjórnaði
raunar á sínum tíma þeirri
ríkisstofnun, sem hefur þau
mál á sinni könnu. Vinir hans
og kunningjar segja þó, að
vegna dugnaðar hans og
vinnugleði hafi hann sjaldan
mikinn tíma aflögu til þeirra
hluta.