Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981 47 Ronald Reagan áaamt konu sinni, Nancy, í Waahington. Ronald Reagan sver embættiseið í dag Washington. — AP. RONALD Reagan tekur í dag, þriOjudaK við embætti forseta Bandarikjanna. í tilefni emb- ættistöku Reaiíans er mikið um dýrðir í Washington. Talið er, að um 100 þúsund manns séu komnir til höfuðborgarinnar til að vera við hátíðahöldin. Reag- an sver embættiseið sinn á hádegi að staðartíma. Ronald Reagan hefur þegar samið ræðu sína í tilefni dags- ins. Að sögn náins aðstoðar- manns hans, þá mun ræðan lýsa vel þeim markmiðum sem Reag- an hefur sett sér. Megininntak ræðunnar er „upphaf endur- reisnar", að sögn aðstoðar- mannsins. „Reagan mun leggja áherzlu á eflingu atvinnulífsins, lækkun skatta, minnkun ríkis- umsvifa og hjöðnun verðbólgu," sagði hann. Jimmy Carter, frá- farandi forseti Bandaríkjanna verður viðstaddur þegar Reagan tekur við embætti forseta. Ronald Reagan er 69 ára að aldri og verður elsti maðurinn í sögu Bandaríkjanna til að taka við forsetaembættinu. írakar setjast um kyrrt í Khuzistan Bcirut. 19. jan. AP. HAFT VAR eftir talsmanni ír- aksstjórnar i öllum dagbiöðum Kuwaits sl. sunnudag. að trakar ætluðu ekki að hörfa frá núver- andi víglínu í Khuzistan-héraði enda væri þar um að ræða „raunveruleg landamæri“ rikj- anna íraks og írans. í Teheran átti Bani-Sadr for- seti fund með Khomeini um gang styrjaldarinnar og í útvarpinu var haft eftir honum, að það tæki „meira en dag eða tvo að reka óvininn af höndum sér“. Sl. sunnudag hittust þeir að máli í Teheran, Bani-Sadr og Olof Palme, sérstakur sendimaður Sameinuðu þjóðanna, sem reynt hefur að miðla málum milli stríðsaðila. Bani-Sadr tjáði Palme, að íranir gætu ekki sætt sig við vopnahlé fyrr en allt íraskt herlið væri farið af ír- anskri grund. Irakar hafa margsinnis boðist til að draga herlið sitt frá íran ef íranir féllust á yfirráð þeirra fyrrnefndu yfir Shatt-El-Arab, sem er eini aðgangur þeirra að sjó. Iranar segjast aldrei munu fallast á þá skilmála. Talsmenn íraka segja að þeir Slokkhólmi, 19. jan. - AP. HOPUR manna, að sögn lögreglu nokkur hundruð manns, safnað- ist saman við sendiráð Sovétríkj- anna í Stokkhólmi í kvöld, bar blys og spjöid þar sem þess er krafizt að Raoul Wallenberg verði látinn laus úr haldi. í gær voru liðin 35 ár síðan Wallenberg, mikill bjargvættur gyðinga í Búdapest í stríðslok, var tekinn höndum af sovézkum her- sveitum þar í borg og fluttur til Sovétríkjanna. Fólkið hrópaði: „Við viljum fá Wallenberg aftur" og síðan var reynt að afhenda mótmælabréf í sendiráðið, en sendiráðshliðinu var ekki lokið upp. Mótmælagöngur af svipuðum toga voru einnig haldnar í Wash- ington, London, París og Tel Aviv. Fyrirliði sænska hópsins var lög- fræðingurinn Ingrid Garde Wid- ermar, formaður Wallenberg- nefndarinnar. Hún var einnig í forsæti tveggja daga alþjóðlegra Wallenberg-réttarhalda sem efnt var til í Stokkhólmi í sl. viku og sagt hefur verið frá. Mótmæla- göngur þessar fóru hvarvetna friðsamlega fram. ráði nú 24.000 fermílum lands í Khuzistan-héraði, eða Arabistan eins og þeir kalla það, og kveðjast albúnir til að siofna þar sjálf- stætt ríki araba, sem séu þar í meirihluta. Litlar fréttir fara af stríðs- átökum þjóðanna og virðist sem gagnsókn írana hafi litlu breytt um þráteflið sem ríkt hefur síðustu vikurnar. Walesa kominn heim Varsjá. 19. janúar. — AP. LECH Walesa, leiðtogi Samstöðu, sagði við fréttamenn að hann hefði heitið Jóhannesi Páli páfa, að „stofna ekki til vandræða“ í Póllandi. Sex daga heimsókn Walesa til Ítalíu lauk í dag og flaug Walesa til Varsjár. Páfi hvatti Walesa og félaga hans í hinum óháðu verka- lýðsfélögum í Póllandi til að sýna gætni og hófsemi, jafnframt því að vera hugrakkir. Það lá vel á Walesa þegar hann fór frá Rómaborg. Hann gerði að gamni sínu við fréttamenn og hældi ítalskri matargerð. „Ég hef ekki vigtað mig en ég held að ég hafi þyngst," sagði Walesa og brosti. Þetta gerðist 20. janúar Víða Wallenberg-göngur um helgina 1265 — Enska þingið kemur fyrst saman. 1839 — Chilemenn sigra í orrust- unni við Yungay gegn sambands- ríki Perú og Bólivíu og bandalag þeirra splundrast. 1841 — Kínverjar láta Hong Kong af hendi við Breta. 1941 — Franklin D. Roosevelt verður fyrsti forseti Bandaríkj- anna sem situr fleiri en tvö kjör- tímabil. 1953 — Embættistaka Dwight D. Eisenhowers forseta. 1961 — John F. Kennedy verður 35. forseti Bandaríkjanna. 1969 — Richard M. Nixon verður 37. forseti Bandaríkjanna. 1977 — Jimmy Carter verður 39. forseti Bandaríkjanna. Afmæli. Jean Jacques Barthele- mym, franskur rithöfundur (1716—1795) — Paul Cambon, franskur stjórnmálaleiðtogi (1834—1924) — Patricia Neal, bandarísk leikkona (1926 ---). Andlát. 1612 Rudolf keisari II — 1779 David Garrick, leikari — 1900 John Ruskin, gagnrýnandi — 1926 Charles Doughty, landkönnuður — 1936 Georg V Bretakonungur. Innlent. 1490 Englendingum heim- ilað að sigla til íslands til verzlun- ar samkvæmt samningi við Dani — 1732 f. Halfdan Einarsson — 1826 f. Benedikt Sveinsson — 1841 d. Jörundur Jörundarson hundadaga- konungur — 1921 d. Stefán Stef- ánsson skólameistari — 1922 d. Pétur Jónsson ráðherra frá Gaut- löndum — 1975 Brezk herskip sigla út fyrir 200 mílna mörkin — 1904 f. sr. Jakob Jónsson — 1%3 d. Einar Ásmundsson. Orð dagsins. Taktu heiminn eins og hann er, ekki eins og hann ætti að vera — Óþekktur höfundur. Gísladeilan - Gísladeilan — Gísladeilan — Gísladeilan — Gísladeilan — Gísladeilan „VIÐ höfum komizt að sam- komulagi við trana, sem ég tel að muni leiða til þess, að gislarnir fái frelsi.“ Með þess- um orðum skýrði Jimmy Carter forseti frá lausn gisladeilunnar á siðasta starfsdegi sinum i embætti. Forsetinn var þreytu- legur og neitaði að lýsa tilfinn- ingum sínum. „Ég mun bíða með það, þar til gíslarnir hafa verið látnir lausir.“ sagði hann. Flogið hefur fyrir, að forsetinn fari til Vestur-Þýzkalands að taka á móti gislunum. Myndin er af Carter þegar hann sagði frá samkomulaginu. Tass: Bandaríkin „neydd- ust“ til að semja Mtwkvu, 19. janúar. - AP. SOVESKA fréttastofan Tass birti í Gíslarnir munu fá góða umönnun í Þýzkalandi dag frétt um samkomulag Banda- rikjamanna og trana um gislamál- ið. Fréttastofan sagði, að Bandarík- in hefðu „neyðst“ til að semja við írani, eftir að „hernaðar og kúgun- araðgerðir brugðust“ eins og það var orðað. „Bandaríkin reyndu fyrst ögrandi hernaðaraðgerð og jafnframt var írönum hótað innrás. Samhliða þessu, þá beittu Bandaríkjamenn margs konar kúgunaraðgerðum. Þeir ráku íranska sendiráðsmenn frá sendiráðinu í Teheran og settu viðskiptabann á landið. Allar þessar aðgerðir brugðust og því neyddust Bandaríkjamenn til að semja við írani,“ sagði fréttastofan. Fyrr um daginn ásakaði Pravda, málgagn kommúnistaflokksins, Bandaríkja- menn um „óheiðarleg vinnubrögð" í samningaviðræðunum. Washimrton. 18. jan. — AP. SJÚKRAHÚSHERBERGI með sjónvarpi, ókeypis sími og banda- riskur matur biða bandarísku gíslanna 52 í Vestur-Þýzkalandi. fyrsta hvíldarstað þeirra á leið- inni heim frá íran. Cyrus R. Vance, sem var utan- ríkisráðherra þegar Bandaríkja- mennirnir voru teknir i gíslingu 4. nóv. 1979, verður sennilega formaður nefndarinnar. sem tek- ur á móti gislunum. ef og þegar þeir koma til Wiesbaden með flugvél frá ótilgreindu hlutlausu riki. Jimmy Carter forseti fer kannski sjálfur til Wiesbaden til að fagna gíslunum, en Jody Powell, blaða- fulltrúi Hvíta hússins, segir að það séu aðeins „bollaleggingar" á þessu stigi. Vance, sem sagði af sér í maí sl. til að mótmæla hinum misheppn- aða leiðangri til að bjarga gíslun- um, verður einn 30 manna í sér- stakri nefnd embættismenna, sem bíða eftir því að verða sendir til Wiesbaden um leið og tilkynnt verður að gíslarnir hafi verið látnir lausir. í nefndinni eru meðal annarra læknar, sálfræðingar, diplómatar, blaðafulltrúar og embættismenn undir forustu Ben H. Read, aðstoð- arutanríkisráðherra. Gíslarnir munu verða fyrst sendir til hlut- lauss ríkis, ef til vill Alsír. Fyrsti dvalarstaður gíslanna verður sjúkrahús bandaríska flug- hersins í Wiesbaden, þar sem í ráði er að þeir dveljist í nokkra daga meðan þeir eru að ná sér. Þeir verða undir handarjaðri lækna og sál- fræðinga, sem munu skoða þá, ráðleggja þeim og verða þeim til trausts og halds. Fjölskyldur gíslanna hafa verið beðnar um að fara ekki til Þýzka- lands, þótt sumir ættingjanna hafi hraðlega gagnrýnt þá ákvörðun utanríkisráðuneytisins. En ef fjöl- skyldurnar fara til Þýzkalands þrátt fyrir allt geta þær dvalist á Amelia Earhart-hóteli flughersins við hliðina á sjúkrahúsinu. Hver gísl fær sérstakt herbergi með sjónvarpstæki, sem verður stillt á rás sjónvarpsstöðvar hers- ins. Þeir fá að sjá myndir af myndsegulböndum og þeim verður sagt frá því sem gerzt hefur í heimsmálunum síðan þeir voru teknir í gíslingu fyrir 14 mánuðum. Hver gísl fær eigin síma og getur hringt ókeypis. Þeir þurfa ekki að hitta blaðamenn frekar en þeir vilja. Þegar gíslarnir hafa hvílzt og vanizt því að vera frjálsir á ný verða þeir sendir til ótiltekins staðar skammt frá Washington, þar sem þeir fá að hitta fjölskyldur sínar og vini. Seinna fara þeir til Andrews-flugstöðvarinnar í útborg Washington í Maryland, þar sem háttsettir embættismenn og þakk- látir landar munu bjóða þá opinber- lega velkomna heim. Utanríkisráðuneytið ráðgerir að gíslarnir fái ítarlega ráðgjöf svo og fjölskyldur þeirra, og reglulegir fundir verða haldnir með gíslunum til að sigrast á sameiginlegum vandamálum og hjálpa þeim að ná sér. Þessir ráðgjafafundir geta haft úrslitaþýðingu. Ýmsir sálfræðingar segja, að það tilfinningaumrót, sem bíður gíslanna þegar þeir snúa aftur, geti reynzt eins mikil sálræn martröð — á sinn hátt — og hin langa fangavist þeirra. spörum RAFORKU Lausnar gislanna beðið með óþreyju Frá önnu Bjarnadóttur. fréttaritara Mbl. I Waahlngton, 19. janúar. BANDARÍSKA þjóðin beið frétta allan mánudaffinn af brottför handarísku rísI anna í Iran frá Teheran. Jimmy Carter vonaðist til að geta farið tll Wiesbaden, Þýskalandi, til að taka á móti KÍslunum þar ok koma heim aftur í tima fyrir embættiseiðtöku Ronalds Rea^ans á þrlðjudaK En tafir í íran Kerðu honum það ókleift. Reagan hefur tilnefnt Carter i móttökunefnd, sem mun fagna KÍslun- um i Þýskalandi við komuna þangað. Allir fagna yfirvofandi lausn gíslanna, en þó gagnrýna margir ákvörðun Carters að semja við írani, sem þeir kalla hryðjuverkamenn eða villimenn, og hegna þeim ekki verulega fyrir handtöku gísl- anna. Því er fagnað, að Reagan mun líklega hefja stjórnartíð sína með vandann í fran að baki, en flestir eru sammála um, að Bandaríkin þurfi nú að móta stefnu, sem ráðamenn munu fylgja, ef svipaðar aðstæður koma einhvern timann upp aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.