Morgunblaðið - 30.04.1981, Síða 1

Morgunblaðið - 30.04.1981, Síða 1
48 SÍÐUR 95. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Reagan vel fagnað á Bandaríkjaþingi: Efnahagstillögur af- greiddar á næstunni WashinKton. 29. apríl. AP. BÚIZT ER við því, að Reagan Bandaríkjaíorseti hafi með ræðu sinni á sameiginlegum fundi beggja deilda þingsins, tryggt framgang efna- hagstillagna sinna í þing- inu. Deildir þingsins munu hefja afgreiðslu til- lagnanna á fimmtudag og Þingko.sninKar í Suður-Afríku — I k»t fóru frant þinnkosn- infjar í Suður- Afríku ok á myndinni sést Pieter Botha for- sætisráðherra Kreiða atkvæði i kjorda’mi sinu. Aðeins hvitir menn hafa kosn- inKarétt i kosn- inKiinum. Talið er vist að þjóðar- flokkurinn. flokk- ur Bothas. verði öruKKur sÍKur- veKari í kosninK- unum. en flokkur- inn hefur verið nær alls ráðandi i stjórnmálum i S-Afríku frá ár- inu 1948. Útlit var þó fyrir að flokkurinn tapaði nokkru fyIkí. (Simamynd-AP) er talið að þær hafi nú meirihluta í báðum þing- deildum. Reagan flutti ræðu sína í þinginu í gærkvöldi og var það í fyrsta sinn, sem hann kom fram opinberlega eftir að til- ræðismaður reyndi að bana honum fyrir um mánuði síðan. Reagan sagði, að sér hefði farið fram, en langt í frá væri að efnahagslífið hefði tekið fram- förum. Reagan hvatti þingmenn til að hraða meðferð tillagna hans um samdrátt ríkisútgjalda og skattalækkanir, og sagði að kjósendur biðu óþolinmóðir eft- ir að þingið afgreiddi þessi mál. „Frekari tafir munu aðeins draga lækningu efnahags- meinsins á langinn og gera hana kvalafyllri," sagði Reag- an. Forsetinn talaði í 20 mínútur og varð margoft að stöðva flutning ræðunnar, þegar fagn- aðarlæti þingmanna yfir- gnæfðu hann. Talsmaður Hvíta hússins, Larry Seakes, sagði í dag, að þar væru menn vongóð- ir um skjóta meðferð þingsins á efnahagstillögum forsetans. Ronald Reagan Bandaríkjaforseta var ákaft fagnað. þegar hann flutti ræðu á sameÍKÍnlegum fundi beggja deilda Bandarikjaþings i fyrrakvöld. Á myndinni eru auk Reagans Bush varaforseti og Thomas O’Neill, forseti fulltrúadeildarinnar. (Símamynd-AP) Líbanon: Aukinn hernaðarvið- búnaður Sýrlendinga Beirut. VVashington. 29. april. AP. SÝRLENDINGAR fluttu í dag fullkomnar sovézkar loftvarna- byssur inn i austurhluta Líban- Flokksþing pólska komm- únistaflokksins í júlí nk. Varsjá. 29. apríl. AP. STANISLAW Kania. leið- togi pólska kommúnista- flokksins, gerði um það tillögu á fundi miðstjórnar flokksins í dag, að næsta þing kommúnistaflokks- ins verði haldið um miðjan júlí nk. Ákvörðunar um þingiö hefur verið beðið með nokkurri eftirvænt- ingu, þar sem það verður fyrsta þingið eftir að verkamönnum í Póllandi var heimilað að stofna sjálfstæð verkalýðsfélög. Margir ræðumanna á fundi 140 manna miðstjórnar flokks- ins, sem töluðu á eftir Kania, gagnrýndu afstöðu flokksins til Samstöðu, samtaka hinna frjálsu verkalýðsfélaga, og hvöttu til aukinnar þátttöku almennings í flokksstarfinu. Var einnig hvatt til þess, að fleiri verkamenn og bændur fengju sæti í stjórnarnefnd flokksins. Frá því var greint í pólska útvarpinu í dag, að fjölda áhugamanna, sem sitja vildu fund miðstjórnarinnar og hlýða á umræður, hafi verið vísað frá. Stefan Olszowski, einn helzti ráðamaður í kommúnista- flokknum, kvartaði undan því á fundinum, að hann og fleiri lægju undir ásökunum um að vera íhaldssamir, þegar fyrir þeim vekti það eitt að verja flokks- og þjóðarhagsmuni. Olszowski gagnrýndi Sam- stöðu fyrir að hafa afskipti af stjórnmálum og varaði við andsovézkum hægri sinnuðum áróðri í landinu. ons. að sögn heimildarmanna á svæðinu. ísraelsmenn skutu niður tvær þyrlur Sýrlendinga i ga*r á þessu sama svæði og þotur ísraelshers gerðu i dag margar árásir á búðir palestínu- skæruliða í suðurhluta landsins. Vopnahlé virðist haldast milli kristinna hægri manna í Líbanon og Sýrlendinga, en loft er lævi blandið á öllum vígstöðvum í landinu. Margir óttast að frekari viðbúnaður sýrlenzka hersins í Líbanon nú geti leitt til nýrrar styrjaldar ísraels og Arbaríkj- anna. Haig utanríkisráðherra Banda- ríkjanna skoraði í dag á Sovétrík- in að beita áhrifum sínum í Sýrlandi til að koma í veg fyrir frekari átök í Líbanon. Haig sagði að ástandið í landinu væri nú mjög alvarlegt. Hefði sovézki sendiherrann í Washington verið kallaður til viðræðna í bandaríska utanríkisráðuneytið um málið. Utanríkisráðherra Egyptalands, Butros Ghali, fordæmdi í dag bæði aðgerðir Sýrlendinga og ísraels- manna í Líbanon og sakaði þá um að stefna í hættu möguleikum á að koma á friði í landinu. Franska stjórnin lét i ljósi vaxandi áhyggj- ur yfir þróun mála í Líbanon og skoraði á alla að gera vopnahlé. Almenningur í Belfast hamstrar nauðsynjavörur Belfast. 29. april. AP. MÓTMÆLENDUR úr röðum ka- þólskra á Norður-írlandi lentu i minni háttar átökum við lögreglu i dag. en óttaslegnir borgarar i Belfast hömstruðu mat og ýmsar nauðsynjar til að eiga, komi til alvarlegra átaka i borginni á næstunni. Skæruliðinn Bobby Sands var meðvitundarlaus við og við i dag. en hann hefur ekki neytt matar i 60 daga. og er talinn eiga skammt eftir ólifað. Sands og þrír aðrir fangar í Maze-fangelsinu í Belfast, sem einnig eru í hungurverkfalli, höfn- uðu í dag beiðni sendimanns páfa um að þeir hættu mótmælasvelt- inu. Sr. John Magee, sendiboði páfa var í fangelsinu í tæpar fimm klukkustundir í dag, en fékk ekki talið Sands á að breyta afstöðu Magee átti í dag viðræður við Humphrey Atkins, sem fer með málefni N-írlands í brezku stjórn- inni, til að kanna hvort stjórnin sæi sér fært að koma til móts við Sands með einhverjum hætti og reyna að bjarga lífi hans. Brezkir embættismenn sögðu eftir fund- inn, að áður en á hann hefði verið fallizt, hefði öllum verið gert Ijóst, að stjórnin myndi ekki hvika frá afstöðu sinni gagnvart hungur- verkfallinu. Sósíalistar í röðum þingmanna á Evrópuþinginu skoruðu í dag á Thatcher forsætisráðherra Bret- lands að gera ráðstafanir til að bjarga lífi Sands. Fréttir um skilnaðarmál Margrétar og Henriks „hreinn uppspuni“ IIANS Solvhoj. hirðmark- skálkur dönsku hirðarinnar. hefur lýst því yfir í viðtali við hlaðið Aktuclt. að frétt blaðs- ins um hugsanlegan skilnað Margrétar drottningar og Henriks prins sé hreinn upp- spuni. Aktuelt, sem er málgagn danska Jafnaðarmannaflokks- ins (ríkisstjórnarflokksins), byggði frétt sína um erfiðleika í hjónabandi þeirra Margrétar og Henriks á grein í enska blaðinu Daily Express. Frétt Morgunblaðsins sl. sunnudag sama efnis var byggð á Aktu- elt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.