Morgunblaðið - 30.04.1981, Síða 2

Morgunblaðið - 30.04.1981, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981 Rannsóknarlögreglu- menn fresta aðgerðum EKKI kemur til íyrirhuKaðrar vinnustöðvunar rannsóknarlöK- reglumanna í dan, en vegna tilmæla frá dómsmálaráðuneytinu ákváðu lögreglumenn að fresta aðtferðum. Sátu þeir í gær á fundi með fulltrúum fjármálaráðuncytis ok dómsmáiaráðuneytis. A félagsfundi Félags rannsóknar- lögreglumanna ríkisins í gær var samþykkt að þar sem nú stæðu yfir viðræður um lausn kjaramálanna skyldi öllum aðgerðum frestað. Ind- riði Þorláksson deildarstjóri í launa- deild fjármálaráðuneytisins sagði að mál rannsóknarlögreglumanna hefðu verið til meðferðar í allmargar vikur og væru þeir nú að skoða ýmis atriði, sem rætt hefði verið um á fundinum í gær. Breytingartillaga fjárhags- og viðskiptanefndar: Bindiskyldan sveigjan- legri og standi í tvö ár Frá samningafundinum í gær. Talið frá vinstri: Þorsteinn Geirsson, settur ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Grétar Sæmundsson, Sigurbjörn Víðir Eggertsson, ívar Hannesson og Guðmundur II. Jónsson, en þeir eru allir i samninganefnd rannsóknarlögreglumanna. Ljósm. Mbl. Emilía. „FJÁRHAGS- og viðskiptanefnd neðri deildar gerði breytingar á 5. grein lagafrumvarpsins um verð- lagsaðhald. lækkun vörugjalds og bindiskyldu innlánsstofnana og Ályktun Félags islenzkra iðnrekenda: Tap iðnfyrirtækja verður að stöðva nú þegar ef ekki á illa að fara MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Félagi íslenzkra iðnrekenda: Vegna frumvarps ríkisstjórnar- innar um verðlagsaðhald og fleira, sem nú liggur fyrir Alþingi, kom stjórn Félags íslenskra iðnrek- enda saman til fundar í dag til að ræða hin alvarlegu viðhorf er nú eru í íslenskum iðnaði. Var á fundinum samþykkt eftirfarandi ályktun: Verðstöðvun undanfarinna fjög- urra mánaða, svo og þetta frum- varp ríkisstjórnarinnar, beinist eingöngu að innlendum iðnaði og nokkrum greinum innlendrar þjónustu. Allar hækkanir á inn- fluttum iðnaðarvörum munu hér eftir sem hingað til hækka sjálf- krafa, án afskipta stjórnvalda. Gildir einu hvort hækkanir er- lendu varanna stafa af gengissigi, verðbólgu erlendis, eða aukinni áiagningu erlendu framleiðend- anna, svo dæmi séu tekin. Félag íslenskra iðnrekenda hefur ítrek- að mótmælt þeirri óskiljanlegu mismunun er þannig á sér stað, eftir því hvort í hlut á innlend framleiðsla eða erlend, en án árangurs. Fjöldi iðnfyrirtækja hefur beðið með að senda verðlagsyfirvöldum beiðnir um verðhækkanir, vegna þess að búist var við að eftir 1. maí myndu verðlagsyfirvöld taka fag- lega á málum þeirra. Verði frum- varp ríkisstjórnarinnar samþykkt er ljóst að þetta hafa reynst algerar tálvonir. Mikill rekstrar- halli hefur myndast í iðnfyrir- tækjunum vegna kostnaðarhækk- ana undanfarinna mánaða og tap fyrirtækjanna verður að stöðva nú þegar, ef ekki á illa að fara. Upplýst hefur verið að með ársfjórðungslegum meginmark- miðum munu stjórnvöld miða við meðaltalshækkanir. Þetta þýðir að eftir því sem fleiri opinber fyrirtæki fá verðhækkun umfram meginmarkmiðið verður minna til skiptanna fyrir iðnfyrirtæki og þjónustu. Sama máli gegnir um verðhækkanir á erlendum iðnað- arvörum, sem stjórnvöld láta af- skiptalausar, að eftir því sem þær eru meiri fá innlendar fram- leiðsluvörur minni hækkun. Sú framkvæmd verðlagsað- halds, sem boðuð er nú í kjölfar verðstöðvunar síðustu fjögurra mánaða, er aðför að íslenskum iðnaði og starfsmönnum hans. Félag íslenskra iðnrekenda skorar því á Alþingi að hrinda þessari aðför og fella frumvarp ríkis- stjórnarinnar. stend ég einnig að þvi ncfndaráliti. en við gerðum aðeins breytingar- tillögu við 5. greinina. sagði Ingólf- ur Guðnason þingmaður Fram- sóknarflokksins i samtali við Mbl. i gær. Umrædd 5. grein hljóðar þannig: „Þrátt fyrir ákvæði 31. gr. laga nr. 13/1979 skal Seðlabanka íslands heimilt að fengnu samþykki ríkis- stjórnarinnar að ákveða hærri bindiskyldu allra eða einstakra inn- lánsstofnana á tímabilinu 1. maí til 31. desember 1981 en kveðið er á um í lögunum." Verði þessari 5. grein breytt að trllögu fjárhags- og viðskiptanefnd- ar hljóðar hún þannig: „Þrátt fyrir ákvæði 31. gr. laga nr. 13/1979 skal Seðlabanka íslands heimilt að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar að ákveða hærri og sveigjanlegri bindiskyldu innlánsstofnana á tíma- bilinu 1. maí 1981 til 30. apríl 1983 en kveðið er á um í lögunum." Boeing 737-200-þota Arnarflugs aftur utan: Þjálfun flugmajinanna verður lokið á Irlandi N.N. gef- ur 13. millj. gkr. til Hallgrims- kirkju í FRÉTTATILK. frá bygg- ingarnefnd Hallgrímskirkju segir að kirkjunni hafi borizt stórgjöf frá gefanda sem lét nægja dulnefnið N.N. — I gjafabréfinu voru nýkrónur 130.239,10, en það eru rúmlega 13 milljónir gkr. Hermann Þorsteinsson í bygginganefnd Hallgríms- kirkju sagði að þessi stórhöfð- inglega gjöf væri einsdæmi í langri byggingarsögu kirkj- unnar. Væri þetta mikla fjárfram- lag N.N. til byggingar kirkj- unnar öllum velunnurum hennar mikið gleðiefni og myndi vonandi verða öðrum velunnurum Hallgrímskirkju hvatning. Vonir standa til að kirkjan öll verði komin undir hvelf- ingar og það á þessu ári og hinu næsta. „VIÐ viljum alls ekki fara út í neinar deilur við flugvirkjana og ákváðum því að senda vélina til írlands, þar sem við munum Ijúka þjálfun flugmanna okkar, áður en vélin fer í leiguflug fyrir Britannia Airways," sagði Magnús Gunnars- son, framkvæmdastjóri Arnar- flugs, í samtali við Mbl., en Boeing 737 — 200 þota sú er félagið hefur tekið á ieigu kom til Reykjavikur- flugvallar í fyrrakvöld. íslenzkir flugvirkjar gerðu þá athugasemd við það, að með vélinni voru brezkir flugvirkjar, sem áttu að sjá um eftirlit með vélinni þá þrjá daga, scm hún átti að vcra hér á landi. Töldu þeir það ekki vera löglegt. Magnús sagði ennfremur, að tím- inn væri orðinn mjög naumur, þar sem vélin á að hefja leiguflug fyrir brezka flugfélagið Britannia Air- ways á laugardagskvöld. — „Það var því gengið í að finna stað þar sem hægt væri að ljúka þjálfuninni á öruggan hátt og írland varð fyrir valinu," sagði Magnús Gunnarsson ennfremur. „Við áttum hins vegar fund með flugvirkjum hér í dag og tilkynntum þeim, að vélin færi og við óskuðum eftir frekari viðræðum og samvinnu m.a. til að koma í veg fyrir svona misskilning í framtíðinni. Við höf- um áhuga á að eiga sem bezt samstarf við flugvirkja, eins og við höfum átt. Við stefnum síðan að því í haust, að færa einhvern hluta viðhaldsins hingað til lands og þjálfa þá ís- lenzka flugvirkja til þeirra starfa. Reyndar er ég sannfærður um að þeir vilja leysa þessi mál í bróðerni eins og við,“ sagði Magnús Gunn- arsson ennfremur. „Málið snérist um það, að þetta er vél, sem er skrásett á Islandi og við erum lögvernduð iðngrein og eigum því að hafa forgang við þessi störf. Við bendum því forráðamönnum Arnarflugs á, að þessir menn hefðu ekki atvinnuréttindi hér á landi," sagði Ævar Björnsson, flugvirki, í samtali við Mbl. — „Arnarflugs- menn fóru síðan á fundi með okkur í dag ekki fram á neina undanþágu, heldur tilkynntu okkur, að vélin yrði látin fljúga út. Þetta var því bara fundur í góðum anda þar sem menn ræddu málin og ég vona að þetta horfi til bóta,“ sagði Ævar enn- fremur. Boeing 737-200 þota Arnarflugs í flugtaki í gær. Island sigraði SVEIT fslands sigraði í Norður- landakeppninni i blöndun þurra kokteila, sem fram fór á Hótel Loftleiðum í fyrrakvöld. Stig voru reiknuð í gærkvöldi og kom i ljós að ísland hafði hlotið 30 stig en Finnland kom i 2. sæti með 20 stig. Hér á landi eru staddir 33 norrænir barþjónar vegna móts- ins. Hvert land blandaði tvo drykki og hlaut ísland flest stig samanlagt. Drykkurinn Heimaey hlaut flest stig allra drykkja eða 16. Þann drykk hristi Ragnar Örn Pétursson, formaður Barþjóna- klúbbs íslands, en hinn verðlauna- drykkinn hristi varaf^rmaðurinn, Hörður Sigurjónsson. ísland hefur aldrei áður sigrað í þessari keppni, en hún var fyrst haldin 1956. Hér kemur að lokum uppskrift- in að Heimaey: 2 cl Smirnoff vodki, 2 cl Plesses og 2 cl kirsu- berja 21. Hrisst og skreytt með rauðu kokteilberi. Hvers vegna ný byggingarsvæði? Erum að fullnægja bókstaf í skipulagslögum - segir Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Borgarskipulags „ÞÚ VEIST það náttúrulega eins og ég að við verðum náttúrulega að sýna ný byggingarsvæði. það er ekki þar með sagt að þau byggist. Skipulagslög gera ráð fyrir því að sveitarfélag sýni áætlun til tuttugu ára um ný byggingarsvæði og það er raun- verulega sá bókstafur sem verið er að fullnægja með þessu. Hins vegar er ekkert kveðið á um það hvort þau mur<i, eins og ég sagði áðan, verða útbyggð í lok skipulagstímabilsins," sagði Guð- rún Jónsdóttir forstöðumaður Borgarskipulags í samtali við út- varpið í fyrrakvöld. Fréttamaður útvarpsins spurði Guðrúnu hvort hún teldi skipulagið tímabært, vegna þeirra forsendna sem er byggt á, m.a. um fjölgun í borg- inni. Ennfremur sagði Guðrún í um- ræddu útvarpsviðtali að það væri staðreynd að íbúaspár höfuðborg- arsvæðisins væru lágar og því væri áhersla lögð á það að ný byggingarsvæði væru í tengslum við núverandi byggð, „en að við ímyndum okkur ekki að við getum á næstu árum byggt upp fjölmenn hverfi fjarri borginni, vegna þess að við erum alveg sannfærð um það á Borgarskipulagi að upp- bygging næstu ára verður ákaf- lega hæg.“ Þá sagði Guðrún að Borgar- skipulag vildi gjarnan hreyfa flugvallarmálinu svokallaða, þ.e. að taka flugvöllinn undir íbúða- byggð. „Það er okkar mat, að ákaflega mikið myndi leysast með því að taka flugvöllinn undir byggingarsvæði." Sagði hún að það væri „stóra málið“ í skipu- lagsmálum Reykjavíkur að taka flugvallarsvæðið og hugleiða þar framtíðarbyggð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.