Morgunblaðið - 30.04.1981, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981
Úrelt kenning boðuð
í nafni vísindanna
Ernest Mandel:
InnKanKur að hagfræðikenninKU
marxismans, FylkinKÍn 2. útg.,
85 bls.
I apríimánuði kom hingað til
lands Belgíumaðurinn Ernest
Mandel og hélt tvo fyrirlestra,
annan í boði Félagsvísindadeildar
Háskóla íslands, hinn á fundi
Fylkingarinnar. Einnig var rætt
við hann í sjónvarpinu. Ég hafði
ekki tækifæri til þess að hlusta á
háskólafyrirlesturinn, en fór á
fylkingarfundinn og sat undir
reiðilestri Mandels um tilveruna,
sem honum fannst að vonum
ófullkomin. Talsmaður Fylkingar-
innar sagði, áður en hann gaf
Mandel orðið, að hann væri heims-
frægur fræðimaður og rit eftir
hann væru kennd í íslenzkum
framhaldsskólum. Hvaða ástæðu
hafði sjónvarpið til að ræða við
manninn í fréttatíma, Félagsvís-
indadeild til að bjóða honum til
landsins og framhaldsskólakenn-
arar til að kenna bók eftir hann?
Svarið við þeirri spurningu er
væntanlega að finna í ritum hans,
og ég ætla í þessari grein að fara
nokkrum orðum um eitt ritið,
Inngang að hagfræðikenningu
marxismans, sem Fylkingin hefur
gefið út á íslenzku.
Þetta er heldur tyrfið rit, ber-
sýnilega skrifað af hreintrúar-
manni, sem heldur dauðahaldi í
allar gamlar kreddur Marx. Það
skiptist í þrjá hluta. í hinum
fyrsta segir frá vinnuverðgildis-
kenningu Marx, í öðrum hlutanum
frá þeim mótsögnum, sem marx-
sinnar telja sig finna í markaðs-
kerfinu („auðvaldskerfinu") og
verði því að lokum að falli, og í
þriðja hlutanum er reynt að
greina breytingarnar, sem orðið
hafa á hagkerfinu síðustu áratug-
ina (þ.e. greina „Síðkapítal-
ismann“, sem Mandel nefnir svo).
íslenzkir hagfræðingar hafa
ekki skrifað margt um vinnuverð-
gildiskenningu Marx. Ég man ekki
eftir nema tveimur greinum, ann-
arri í tímaritinu Hagmálum 1980
eftir Ólaf Björnsson prófessor,
hinni í bókinni Verkalýðnum og
þjóðfélaginu 1962 eftir dr. Benja-
mín Eiríksson. Þeir hafna henni
báðir eins og aðrir nútímahag-
fræðingar. En með því að öll
kenning Marx hvílir á vinnuverð-
gildiskenningunni, hyggst ég ræða
hana svo rækilega sem rýmið
leyfir. Mandel orðar þessa kenn-
ingu svo í ritinu, að „skiptagildi
vörunnar ákvarðast af vinnu-
magni því, sem þarf til þess að
Bðkmenntlr
eftir HANNESH.
GISSURARSON
framleiða hana“, og hann bætir
því við, að “þetta vinnumagn er
mælt í tíma þeim, sem það tók að
vinna að framleiðslu vörunnar"
(bls. 17). Skiptagildi vöru er það
gildi, sem hún fær í skiptum
manna.
Nefna má dæmi, þar sem þessi
kenning á ekki við. Segjum sem
svo, að úrsmiður noti lengri tíma
ERNEST MANDEL
MARXISMANS
2.<mkr* ímmucti
INfslGANGURAÐ
FRÆÐIKENNÍNGU
en annar til að smíða úr, en úr
þeirra beggja séu jafngóð, þannig
að þau seljast á sama verði á
markaðnum. Með öðrum orðum er
skiptagildið hið sama, en vinnu-
magnið ólíkt. Þetta leysir Mandel
eins og aðrir marxsinnar með því
að skilgreina vinnumagnið sem
meðaltal, þannig að það verði það
meðaltalsvinnumagn, sem notað
sé til að framleiða vöruna. Lausn-
in sú er að vísu hæpin, ekki sízt
vegna þess að þetta meðaltal er
varla mælanlegt. En látum það
eftir honum í bili og nefnum
annað dæmi. Segjum sem svo, að
unglingur fáist við það í hálfan
dag að hlaða snjókerlingu. Hann
hefur notað tiltekið vinnumagn til
að framleiða vöruna, en hún hefur
þó ekkert skiptagildi — af því að
enginn hefur þörf fyrir hana.
Þetta leysir Mandel enn með
skilgreiningu. Hann segir, að „fé-
lagslega nauðsynleg" vinna geti
ein haft skiptagildi. Óteljandi
önnur dæmi má nefna (svo sem
það að hver, sem sprettur upp
nálægt Reykjavík, hefur skipta-
gildi, þótt ekkert vinnuafl hafi
verið notað í hann), og marxsinn-
ar leysa þau með svipuðum skil-
greiningum.
Vaknar ekki einhver grunur
með okkur um, að betri kenning
hljóti að vera til um gildi vöru,
þegar við sjáum alla varnaglana,
sem slá verður, allar skilgrein-
ingarnar, sem grípa verður til? Að
sjálfsögðu. Og grunurinn verður
að vissu, þegar við tökum eftir því,
að Mandel verður að vísa til
markaðarins. þegar hann skil-
greinir „félagslega nauðsynlega“
vinnu. Sú vinna er „félagslega
nauðsynleg", sem notuð er til að
framleiða vöru, er getur selzt á
markaðnum — vöru, er menn telja
sig með öðrum orðum hafa þörf
fyrir. Markaðurinn sker úr um,
hvort vara er „félagslega nauð-
synleg" eða ekki. Af þessu má
ráða, hvað bogið er við vinnuverð-
gildiskenninguna: Gildið liggur
ekki í vörunni sjálfri, heldur í þörf
manna fyrir hana, það er með
öðrum orðum ekki hlutlægt, held-
ur huglægt. Að þessu komust
hagfræðingar þegar á síðustu ára-
tugum nítjándu aldar, höfnuðu því
vinnuverðgildiskenningunni og
hafa síðan aðhyllzt það, sem
Ólafur Björnsson nefnir „huglægu
virðiskenninguna". Hún er, að
skiptagildi vöru ráðist af því gildi,
sem hún hafi í hugum þeirra, sem
ætla að nota hana. Marxsinnarnir
höfðu hausavíx) á hlutunum; gildi
vöru ræðst ekki af því, hvernig
hún varð til, heldur til hvers á að
nota hana, gildið ræðst ekki af því,
sem gerist fyrir skiptin, heldur
hinu, sem búizt er við, að gerist
eftir þau.
Því má bæta við, að Karl Marx
var ekki einn um að hafa vinnu-
verðgildiskenningu. Hann var
lærisveinn Adam Smiths og Dav-
íðs Ricardos og hélt eins og þeir,
að gildið væri hlutlægt. Marx var
barn síns tíma, hann vissi ekki
betur. Það er afsakanlegt. En hitt
er óafsakanlegt, að menn boði
þessa úreltu og röngu kenningu í
nafni vísindanna árið 1981. Hve-
nær býður Félagsvísindadeildin
einhverjum flatar-jarðar-fræðing-
um eða lærisveinum Lamarcks eða
kynórakennurum eða miðlum eða
ferðalöngum til Atlantis eða pýra-
mídafræðingum til fyrirlestra-
halds?
í vinnuverðgildiskenninguna
sóttu marxsinnar rök fyrir því, að
„borgarastéttin" arðrændi
Ernest Mandel á fyrirlestrl sinum i Háskólanum. LjíWni. RSv/Nei»ti
Mandel flutti háskólafyrirlestur i boði Félagsvisindadeildar Háskóla
íslands, þótt hann boði úrelta og ranga kenningu, vinnuverðgildis-
kenninguna, sem hagfræðingar höfnuðu fyrir siðustu aldamót.
„öreigastéttina". Öll kenningin
fellur því með henni. En hver er
„öreigastéttin“? Mandel svarar í
öðrum hluta ritsins, að hún sé
stétt, „sem ekki á önnur auðæfi en
hendur sínar og ekki annars kost
til að fullnægja þörfum sínum en
að selja vinnuafl sitt“ (bls. 37).
Hvar í ósköpunum getur þessi
skilgreining átt við? Að minnsta
kosti ekki í vestrænum iðnríkjum.
Þeim hefur í sífellu fjölgað, sem
lifa af að selja þekkingu sína,
stjórnendum, sérfræðingum,
tæknimönnum og iðnaðarmönum,
en hinum fækkað, sem lifa af að
selja handafl sitt eitt. Þróunin
hefur orðið út úr þeim veruleika,
sem Marx lifði í á nítjándu öld, og
inn í annan.
í þriðja hlutanum snýr Mandel
sér að nútímanum, „síðkapítal-
ismanum". Hann hefur hina við-
teknu kenningu um heimskrepp-
una, að hún hafi orðið, af því að
markaðskerfið sé í eðli sínu óstöð-
ugt, þó að Milton Friedman og
fleiri hafi sýnt, að hún hafi orðið
vegna óstjórnar í peningamálum,
en ekki of lítilla rikisafskipta.
Mandel telur, að vígbúnaður
hafi forðað vestrænum þjóðum frá
kreppu, en kostað þær verðbólgu.
„Ef við athugum vel uppruna
hinna tæknilegu breytinga í fram-
leiðslunni, munum við komast að
raun um, að hann er að 99%
hernaðarlegur" (bls. 63). Þessi
staðhæfing er órökstudd og ótrú-
leg, þótt aldrei verði þetta áætlað
með neinni nákvæmni. (En hvern-
ig skýrir Mandel hina öru tækni-
þróun á nitjándu öld?) „í hernað-
arútgjöld fóru fyrir 1914 fimm eða
sex prósent af þjóðartekjum, en í
auðvaldsríkjum eru þau nú fimmt-
án eða tuttugu prósent, stundum
meira að segja þrjátíu" (bls. 67).
Þessi tala er röng, t.d. verja
Bandaríkjamenn um 6% þjóðar-
tekna sinna til varna. „Grundvall-
arorsök þessarar stöðugu verð-
bólgu er mikilvægi vígbúnaðariðn-
aðarins í hagkerfi flestra
auðvaldslanda" (bls. 75). En hvað
er að segja um verðbólguna á
íslandi? Hún er miklu meiri en í
nágrannalöndunum, og þarf þó
fjörugt ímyndunarafl til þess að
sjá vígbúnaðariðnað hérlendis,
sem henni getur valdið.
Ég ætla ekki að gera fleiri
athugasemdir við þetta rit, þótt af
nógu sé að taka. En allir hljóta að
telja, sem lesa rit Mandels, án
þess að trúa á Marx í blindni, að
margir aðrir hefðu átt meira
erindi í sjónvarpið, Háskólann eða
kennslustofur framhaldsskólanna
en hann.
Dr. Magni Guðmundsson:
Erfiðleikar
Margaret Thatchers
Forsætisráðherra Breta, frú
Margaret Thatcher, tók við emb-
ætti vorið 1979, eða fyrir nálega
tveim árum. Gert var ráð fyrir, að
hún myndi framfylgja einbeittri
stefnu og rétta við hnignandi
efnahag lands síns. í sigursælli
kosningabaráttu hafði hún lofað
þrennu: (1) Að örva iðnað og
atvinnustarfsemi, (2) að draga úr
ríkisútgjöldum og (3) að hemja
verðbólgu með hægfara samdrætti
í peningaframboði. Mikill þing-
meirihluti gerði stöðu hennar
sterka, og um allan heim gætti
eftirvæntingar. Þarna gafst hinu
frjálsa markaðskerfi og „monitar-
isma“ (sjá síðar í greininni) tæki-
færi til þess að sýna ágæti sitt.
Enda þótt of snemmt sé að
dæma um endanlegan árangur,
hefir margt farið öðruvísi en
ætlað var. Á fyrsta ársfjórðungi
þessa árs (1981) var verðbólga að
vísu minnkandi, en þó 13% p.a.
eða svipuð og þegar frúin tók við
völdum. Atvinnuleysi var 10%
vinnufærra manna — og vaxandi.
Það er verra ástand en þekkzt
hefir í Bretlandi síðan í heims-
kreppunni á 4. tug aldarinnar.
Iðnaðarframleiðsla hafði fallið um
10% á einu ári og hélt áfram að
falla.
Þetta lítur illa út á yfirborðinu,
og tilraun frú Thatcher virðist
hafa runnið út í sandinn í fyrstu
lotu. Hins vegar er ekki þar með
sagt, að frjáls markaðshyggja og
peningalegt aðhald hafi beðið
hnekki, því að slíkri stefnu hefir
einfaldlega ekki verið fylgt eftir.
Þannig kom ekki til framkvæmda
sú takmörkun peningaframboðs,
sem var einmitt kjarninn í
stjórnar-prógramminu. Þvert á
móti hefir aukning peningafram-
boðs frá byrjun árs 1980 orðið nær
tvöfalt meiri en hún átti að vera
skv. settu marki.
Ef leitað er skýringa á þessum
mistökum, er þess fyrst að gæta,
að stjórn frú Thatcher (eins og
raunar allar ríkisstjórnir) tók við
arfi fyrri ríkisstjórnar. Sú hafði
skilið eftir talsverðan glundroða,
sem hagkerfið var einmitt að
gjalda fyrir, þegar frú Thatcher
sté í valdastólinn. Frúin fékk
einnig í arf gömul og úrelt hag-
stjórnartæki, sem féllu ekki að
nýrri eða nýlegri tækni. Englands-
banki, sem frá alda öðli hefir í
peningapólitík sinni beitt vaxta-
breytingum, fyrirmælum og for-
tölum gv. viðskiptabönkum, var
þess engan veginn umkominn að
framfylgja hnitmiðuðum sam-
drætti peningaframboðs þrep
fyrir þrep. Þarna þurfti að gera
kerfislagfæringu, áður en lengra
var haldið, eins og frúin mun hafa
áttað sig á núna.
í þessu sambandi er vert að
minna á það, að um tvo valkosti er
að ræða, þegar stjórna á aukningu
peningaframboðs: svonefnda
vaxta-stýringu (interest-rate
control) og grunnforða-stýringu
(base control)*. Með fyrri aðferð-
inni setur miðbankinn peninga-
framboðinu ákveðin mörk, reynir
að ráða í ýmsa breytilega þætti,
svo sem þjóðartekjur, verðlagið
o.fl. pósta, er áhrif hafa á eftir-
spurn almennings eftir peningum,
og boðar síðan vaxta-prósentu,
sem svarar til þessa peningafram-
boðs. Skilyrðin fyrir því, að slík
stefna beri ávöxt, eru tvö: (1)
* Enska orðið „base" vísar þarna
til „monetary base“, sjá síðar í
greininni.