Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR50, APRÍL 1981 15 Þorvaldur Skúlason listmálari - 75 ára Stundum er tíminn svo snar í snúningum, að fólk varar sig ekki á honum. Nú finnst mér til daemis svo stutt síðan Þorvaldur Skúla- son varð sjötugur, að vart verður trúað, að fimm ár hafi bæst við. Þetta er eins og andartak í tilverunni. Svolítil andakt, eins og Þorvaldur mundi sagt hafa. En samt hefur feiknalega mikið skeð. Þar á ég fyrst og fremst við þau ótrúlegu afköst, er Þorvaldur hef- ur skilað á þessum tíma og þá ágætu heilsu, er hann hefur notið, orðinn þetta roskinn. Eins og allir vita, er Þorvaldur Skúlason einn af okkar allra fremstu listamönnum, og hann hefur verið í fremstu víglínu málara um langan tíma. Allt frá því er hann fyrst sýndi verk sín hér í Reykjavík, hefur hann verið nokkuð umdeildur, og er það besta merkið um, hverja þýðingu hann hefur haft fyrir hina hratt vax- andi myndlist í þessu þjóðfélagi. Það eru, til allrar guðslukku, margir, sem allt frá fyrstu sýning- um hafa gert sér grein fyrir hlutverki Þorvaldar sem málara, og er ljósasta dæmi þess hið merka safn, er þau hjónin Sverrir Sigurðsson og Ingibjörg kona hans hafa komið saman af mikilli vandvirkni, þekkingu og natni. Nú hafa þau afhent einni virðulegustu menntastofnun Islands þetta safn, og verður Jíað vísir að Listasafni Háskóla Islands. Þar má líta ágætt yfirlit af verkum Þorvaldar, og efast ég ekki um, að þau eiga eftir að hafa sín áhrif þar og kveikja ef til vill í ungum hugum áhuga og virðingu fyrir þessari listgrein. Það má með sanni segja, að margir hafi byrjað með minna. Það er alger óþarfi að fara' nánar út í þýðingu ævistarfs Þorvalds fyrir menningu okkar íslendinga. Ég bæti aðeins við margkveðna vísu: Þorvaldur Skúlason er mjög sérstæður persónuleiki, sem-byggt hefur list sína á framsækni, staðfestu og virðingu fyrir viðfangsefni sínu. Hann er afar sterk viðmiðun í íslenskri málaralist, sem oft á tíðum hefur verkað sem kjölfesta, en um leið örvandi á starfsbræður hans. Þótt hann sjálfur sé ekki hár í loftinu, er hann risi í verkum sínum. Nú læt ég þessi fáu orð blífa og' vind mér í aðra sálma. Segir ekki Shakespeare einhvers staðar: All that is past is prol- ogue? Ég vitna í þessa setningu hér í sambandi við afmæli Þor- valdar. Ekki af rælni, heldur vegna þess sannleika, sem felst í þessum orðum, og hve vel þau eru fallin til að verða afmæliskveðja til svo vinnuglaðs manns sem Þorvaldur er. Bestu óskir með daginn, og við vitum að í uppsiglingu er sýning á verkum Þorvaldar í Norræna hús- inu. Það verður skemmtilegt. Þetta er alveg eins og hér á árunum, Þorvaldur minn; sýning á verkum Þorvaldar og óróleiki í Heklu. Valtýr Pétursson Bridge Umsjóni ARNÓR RAGNARSSON íslandsmótið í tvímenningi íslandsmótið í tvímenningi, undanúrslit hefjast í kvöld í Domus Medica og hefst keppnin kl. 20. Undanúrslit: 1. umf. fimmtud. 30. apríl kl. 20.00. 2. umf. föstudag 1. maí kl. 13.00. 3. umf. föstudag 1. maí kl. 20.00. Crslit: 1. umf. laugardag 2. maí kl. 13.00. 2. umf. sunnudag 3. maí kl. 10.00. Áhorfendur eru velkomnir. Keppnisstjóri verður Agnar Jörgensson. Bikarkeppni sveita Nú er að renna út sá tími sem þátttökutilkynningar þurfa að berast fyrir en það er 4. maí. Fyrirliðar sveita snúi sér til Sævars Þorbjörnssonar í síma 10320. Spilatíminn verður sem hér segir: 1. umf. skal lokið fyrir 15. júní. 2. umf. skal lokið fyrir 27. júlí. 3. umf. skal lokið fyrir 31. ágúst. 4. umf. skal lokið fyrir 21. sept. Úrslit verða spiluð 3. október. Brídgefélag Akureyrar Nýlega lauk þriggja kvölda sveitahraðkeppni Bridgefélags Akureyrar. Alls spiluðu 15 sveit- ir sem er mjög góð þátttaka. Að þessu sinni sigraði sveit Jóns Stefánssonar nokkuð ör- ugglega, hlaut 865 stig. Auk Jóns spiluðu í sveitinni Hörður Stein- bergsson og feðgarnir Svein- björn Jónsson og Einar Svein- björnsson. Röð efstu sveita varð þessi: sveit stig 1. Jóns Stefánssonar 865 2. Magnúsar Aðalbjörnssonar 840 3. Páls Pálssonar 837 4. -5. Jónasar Karelssonar 794 4.-5. Stefáns Vilhjálmssonar 794 6. Ferðaskrifstofu Akureyrar 778 Meðalárangur er 756 stig. Beztum árangri út úr einni umferð náði sveit Páls Pálssonar 318 stigum í síðustu umferð. Keppnisstjóri var sem fyrr Al- bert Sigurðsson. Síðasta keppnin á þessu starfsári er hafin en það er minningarmót um Halldór Helgason. Spilað er með sveita- keppnisfyrirkomulagi. Núver- andi verðlaunahafi er sveit Al- freðs Pálssonar. Bridgefélag Selfoss Sveitakeppninni er nú lokið. Röð efstu sveita varð þessi: Sveit stig Halldórs Magnússonar 168 Steingerðar Steingrímsd. 138 Gunnars Þórðarsonar 115 Málningarþjónustunnar 95 Hjálparsveitarinnar 87 Með Halldóri spila: Haraldur Gestsson, Vilhjálmur Þ. Pálsson, Sigfús Þórðarson og Tage Ole- sen. Úrslit í firmakeppni Bridgefé- lagsins voru spiluð 6. apríl sl. 50 fyrirtæki tóku þátt í keppninni. Nr. 1. MBF. Spilari Sigfús Þórðarson, 306 stig. Nr. 2 Prentsm. Suðurlands. Spilari Guðjón Einarsson, 302 stig. Nr. 3 Verzl. Hildar Þorl. Spilari Vil- hjálmur Þ. Pálsson, 297 stig. Nr. 4 Rakarastofa Leifs österby. Spilari Þórður Sigurðsson, 281 stig. Nr. 5 Málningarþjónustan. Spilari Gunnar Andrésson, 280 stig. Sértílboð vörukynning ss á Medisterpylsu í SS búóinni Austurveri í dag kl 2-6 Komió og bragóió á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.