Morgunblaðið - 30.04.1981, Side 18

Morgunblaðið - 30.04.1981, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1981 Borgarstjórn mun í dag fjalla um tillögu að adalskipulagi Reykjavíkur sem meirihluti skipulags- nefndar samþykkti nýlega. Sem kunnugt er lét borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins gera slík- ar tillögur, sem samþykktar voru sem aðalskipulag árið 1977. Meginhugmyndin í því skipulagi var sú að byggja meðfram ströndinni, með Grafarvoginum og í átt að Korpúlfsstöðum og byggðinni í Mosfellssveit. Hinar nýju hugmyndir eru á þá leið að byggt verði við Rauðavatn, í Selási, á Ártúnsholti og í Norðlingaholti. í tilefni þess að borgarstjórn mun í dag taka ákvörðun um skipulagshugmyndir þessar, hefur Morg- unblaðið átt viðtal við Davíð Oddsson, oddvita Sjálfstæð- isflokksins í borgarstjórn, og fer það hér á eftir. Davíð Oddsson: L <* '■-á fii/ M-'W-w'.rÆ Kort sem sýnir hugmyndir meirihluta skipulagsnefndar sem kosið verður um á aukafundi borgarstjórnar í kvöld. Þær skipulagshugmyndir sem nú á að keyra í gegn eru gjörsamlega óraunhæfar og óframbærilegar Eina röksemd meirihlutans Um hvað er deilt í skipulags- málum borgarinnar? „Deilurnar um aðalskipulagið, sem stefnt er að að afgreitt verði í kvöld snúast aðallega um tvennt. I fyrsta lagi hvort meginstefnan eigi að vera sú að byggja meðfram ströndinni, á láglendi, eða hvort fara eigi upp á Rauðavatnssvæðið og byggja þar í jaðri Reynisvatns- heiða. I öðru lagi er deilt um hver sé hin rétta framkvæmdaröð varð- andi ný byggingarsvæði. Þær umræður sem átt hefa sér stað að undanförnu hafa leitt i ljós að geysilegir annmarkar eru á því að byggja uppi i hæðunum fyrir ofan Rauðavatn, svo miklir að það vekur furðu að meirihluti, borgarstjórnar skuli ætla sér að keyra það í gegn, að þar verði framtíðarbyggingarsvæði fyrir Reykjavík. Einu kostirnir sem meirihlutinn hefur reynt að færa fram fyrir svæðum þessum, eru þeir að með byggð við Rauðavatn megi samnýta þjónustu með ná- grannahverfunum. Ibúar við Rauðavatn sæki þjónustu til Ár- bæjar- og Breiðholtshverfa. Þessi röksemd er afar hæpin, en jafnvel þó eitthvað væri til í henni þá er það harla léttvægt, miðað við annmarkana á skipulaginu. Það er alveg ljóst að væntanlegum íbúum í Rauðavatnshverfi yrði aldrei með góðu móti gert að sækja opinbera þjónustu yfir mestu hraðbraut landsins, Suðurlands- veginn, og í þjónustumiðstöðvarn- ar í Árbæ, svo ekki sé talað um Breiðholtið. Það er einnig ljóst, að eftir að byggð hefur verið sett í Ártúnsholt og Selás, þá verða þessar þjónustustofnanir þar meira en fullnýttar. Hvað verslun og aðra almenna þjónustu snertir gefur augaleið að íbúar við Rauða- vatn hafa sama rétt til þess og aðrir íbúar borgarinnar, að ganga út frá því sem vísu, að séð verði fyrir slíkum þörfurrv innan þeirra hverfis. Þetta atriði er raunverulega það eina sem meirihlutinn hefur lagt fram sem rökstuðning við þessar hugmyndir. 17 milljarða g.króna dýrari kostur Hvað með gallana á þessm svæðum. Eru þeir verulegir? Gallarnir á þessum svæðum, sem gera það nánast óbrúklegan kost, eru hinsvegar stórkostlegir. Ekki er hægt að líkja saman veðurfari á láglendinu við sjóinn, sem fyrra skipulag gerði ráð fyrir að byggt yrði á, og í Rauðavatns- hæðunum. Úrkoma og snjóþyngsli eru þar miklum mun meiri, en niðri á láglendinu og er munurinn slíkur, að af því mun leiða stór- kostlegt óhagræði fyrir íbúa svæð- isins og borgarsjóð. Það að halda svæðinu opnu á veturna mun kosta mikla fjármuni. Menn minnast væntanlega ástandsins í Breiðholti í vetur, en það er talandi tákn um veðurfarið á þessu svæði. Þegar allur snjór var fyrir löngu farinn úr Breið- holtinu, stóðu enn miklar snjó- dyngjur í Rauðavatnshæðunum, enda eru þau svæði í 125 metra hæð yfir sjávarmáli. Þá hefur komið í ljós, sam- kvæmt útreikningum þeirra sem gerst þekkja til, verkfræðinga gatna- og holræsadeildar borgar- innar, að það kostar borgarsjóð 17 milljörðum gamalla króna meira að gera Rauðavatnssvæðið bygg- ingarhæft, en sambærileg svæði á láglendinu, svæðin við Grafarvog- inn. Óðs manns æði, að byggja á sprungusvæði Ennfremur hefur verið á það bent af færustu jarðvísinda- mönnum að Rauðavatn sé á miklu sprungusvæði sem sé að verulegu leyti ókannað og óathugað. Jarð- vísindamenn hafa talið það óðs manns æði að gera ráð fyrir þessum svæðum sem næstu bygg- ingarsvæðum í borginni, áður en visindalegar athuganir á því hafa farið fram. Þá komum við að einum mikil- vægum punkti, en hann er sá að þessi umdeildu byggingarsvæði eru á svæði sem enn er undir vatnsvernd, samkvæmt sérstöku samkomulagi sveitarfélaganna á Stór-Reykjavíkursvæðinu og stað- fest var af félagsmálaráðherra árið 1969. Það er alveg ljóst að aðalskipulag, sem gerir ráð fyrir byggð á þessu svæði, verður ekki staðfest fyrr en þessari vatns- vernd hefur verið létt af, og það gerist ekki að mínu mati nema með samkomulagi allra sveitarfé- laganna. Það er dæmigert fyrir öll vinnu- brögð hjá meirihlutanum, að ekki er einu sinni haft, svo mér sé um það kunnugt, neitt samband við forsvarsmenn þessara sveitarfé- laga. Allir þessir þættir eru svo mikilvægir að hver og einn einasti þeirra ætti að verða til þess að fá menn ofan af því að samþykkja byggð við Rauðavatn, hvað þá þegar þeir ieggjast allir á eitt. Vinstri flokkarnir vísuðu tillögu borgarstjóra á bug Því hefur verið haldið á lofti með næsta furðulegum rökum að eignarhald ríkisins á landi Keldna sé því til fyrirstöðu að hægt sé að byggja á því landi og því verði að flýja til fjalla. Þetta eru auðvitað bábiljur einar og hreint fáránlegt að halda slíku fram, því það er alvanalegt að sveitarstjórn skipu- leggi land sem ekki er í hennar eigu, enda hefur sveitarstjórn alla möguleika á, með staðfest aðal- skipulag í höndum, að tryggja sér eignarhald á slíku landi með eignarnámi. Það hefur vissulega vakið at- hygli að borgarstjóri vinstri flokk- anna er okkur sjálfstæðismönnum sammála um þetta atriði, en tillögu hans þar að lútandi hafa vinstri flokkarnir í raun vísað á bug. Á það má benda að á þeim landsvæðum sem tillaga meiri- hluta borgarstjórnar segir fyrir um byggð á, er eignarhald í höndum tuga aðila og miklu erfið- ara verður að ganga frá slíku landamáli, en svæðinu við Keldur. Elliðaánum, golfvellinum og hagsmunum hestamanna stefnt i voða Það hefur vakið mikla athygli að stefna vinstri flokkanna í borgarstjórn gengur þvert á úti- vistar- og friðunarsjónarmið þau sem ríktu í tíð meirihluta Sjálf- stæðisflokksins. Nú síðast ofbauð Náttúruverndarþingi og veitti þingið í raun meirihlutanum þungar ákúrur svo ekki sé meira sagt, fyrir stefnu hans í þessum málum. Meirihluti skipulagsnefndar hafði þegar samþykkt, að skerða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.