Morgunblaðið - 30.04.1981, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 30.04.1981, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30- APRÍL 1981 23 Dazhuna Davitashvili fæst við einn sjúkiinga sinna. Andalæknir vekur athygli í Sovét Brésneff sagður skjólstæðingur Moskvu, 29. apríl. AP. EINN þekktasti og virtasti lækn- ir Sovétrikjanna, Irina Chek- macheva. sem veitir forstöðu einu fullkomnasta sjúkrahúsi i Moskvu. hefur farið miklum við- urkenninKarorðum um anda- lækni nokkurn. Sajft er að sjálfur Leoníd Brézneff, flokksleiðtoffi og forseti Sovétríkjanna, sé einn af skjólstæðingum andalæknis- ins, sem er kona að nafni Dzhuna Davitashvili. Chekmacheva full- yrðir að glöggskyggni Davitas- hvilis i sjúkdómsgreiningu sé nær óskeikul. og beri úrskurði hennar saman við álit færustu lækna í 97% tilfella. Chekmacheva kveðst hafa látið fara fram ýtarlega athugun á starfsemi andalæknisins, og hafi þá m.a. komið í ljós, að auk þess að greina sömu sjúkdóma og aðrir læknar finna í sjúklingunum, með því einu að fara um þá höndum, finni Davitashvili annan krank- leika hjá um það bil helmingi sjúklinganna þ.e.a.s. sjúkleika sem hinir læknarnir hafi ekki orðið varir við, enda þótt þeir hafi á að skipa fullkomnasta tækniútbún- aði. Grein um þetta birtist í tímarit- inu Ogonyok í þessari viku, en nýlega var sagt frá starfi konunn- ar í Prövdu og fleiri blöðum. Hafa greinarhöfundar lagt áherzlu á nauðsyn þess að komið verði á fót rannsóknarstofnun til að rann- saka fyrirbærið, en sjálf . segir Davitashvili að það sé á engan hátt yfirnáttúrulegt. Hún heldur því fram að í kringum hvern einstakling sé lífeðlissvið, sem sérlega næmt fólk — eins og hún sjálf — geti greint auðveldlega. Sjúkdómar hafi þau áhrif að þetta svið breytist og með því að renna höndum sínum yfir líkama sjúkl- inganna geti hún fundið hvaða iíffæri starfi ekki eðlilega. Hirohito Japanskeisari. Japanskeisari áttræður Tókýó, 29. aprll. AP. UM 75 þúsund manns komu saman við keisarahöllina i Tókýó í dag til Hirohito keisara á áttræðisafmæii hans. Öldung- urinn birtist fjórum sinnum ásamt fjölskyldu sinni á skot- heldri verönd hallarinnar og talaði hlýlega til mannfjöldans. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem hann viðhefur svo alþýðlega framkomu við slíkt tækifæri, en Japanskeisari hefur löngum lif- að í upphafinni einangrun og verið dýrkaður sem goð af þegn- um sínum. Kjarvalsstaðir á morgun: Fyrsta ljósmyndasýning Björns Rúrikssonar hér á landi opnuð BJÖRN Rúriksson opnar á morg- un Ijósmyndasýningu að Kjar- valsstöðum i Reykjavik. Alls sýn- ir hann sextiu og þrjár myndir, teknar á árunum 1975 til 1981. Myndin er þriðja einkasýning Björns, en hann hefur áður sýnt i Newark Museum i New Jersey og í Nikon House i Rockefeller Cent- er í New York. Þá hafa víða birst eftir hann myndir, svo sem í Iceland Review. New York Times og Lesbók Morgunblaðsins. Myndirnar eru allar frá Islandi, náttúru- og landslagsmyndir mest áberandi. Um fjörutíu af hundraði myndanna eru teknar úr lofti, og gefur þar að líta mörg kunn örnefni er hingað til hafa yfirleitt verið mynduð frá öðru sjónar- horni. í sýningarskrá segir Björn að von hans sé að sýningin megi verða til þess, að kynna landið, þann fjársjóð er landsmönnum sé ljáður, og eigi að geta verið hverjum manni hvatning til dáða og sóknar fram á veg. Björn sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins, að hann hafi byrjað að taka myndir fyrir um það bil tíu árum, og af nokkurri alvöru fyrir sex til átta árum. Hann var um tíma búsettur í Bandaríkjunum þar sem hann tók margar myndir, og segir það land vera frábært til ljósmyndunar vegna fjölbreytn- innar. Öðru máli gegni um Evrópu, sem sé að Suður-Evrópu undan- skilinni öll skógi vaxin. Island segir Björn vera mjög skemmtilegt land til ljósmyndatöku, bæði vegna fjölbreytilegs náttúru- og lands- lags, og einnig vegna hins enda- lausa skyggnis hér, þar sem sjón- deildarhringurinn hverfur ekki í mistri og þoku eins og svo víða erlendis. Björn Rúriksson fæddist í Reykjavík árið 1950. Hann varð stúdent frá M.R. 1972 og viðskipta- fræðingur frá Háskóla Islands 1980. Einkaflugmannspróf tók hann 1976, og frá 1975 til 1980 ferðaðist hann víða um Bandaríkin Við opnun sýningar Björns i New York: Björn sýnir hinni kunnu leikkonu Ginu Lollobrigidu sýninguna. en hún er einnig þekktur ljósmyndari. LjÓKm: Raxnar Axelsson. Björn við uppsetningu á myndum sinum á Kjarvalsstöðum í gær. Stóra myndin, Keilir, er tekin af fjallinu Keili í vetrarklæðum, frá öðru sjónarhorni en f jallið er yfirleitt séð frá. þar sem hann hélt fyrirlestra um Island í háskólum og vann einnig við önnur störf. Sérstakt við sýninguna á Kjar- valsstöðum er meðal annars, að með því að ganga rangsælis um hana og huga að myndum sem merktar eru með rauðum depli, má fá nokkuð samfellda mynd af jarðfræði landsins. Skýringahlað liggur frammi fyrir þá er áhuga hafa á þessu. Norðurlandaráð- stefna skáta í Rvík NORÐURLANDARÁÐSTEFNA skáta 1981 verður haldin að Ilótel Loftleiðum i Reykjavik dagana 30. april til 2. mai nk. Ráðstefna sem þessi er haldin 3ja hvert ár og til skiptis á Norðurlöndunum. Þarna koma saman stjórnir skátabandalaga allra Norður- landanna og aðrir forystumenn skátastarfs viðkomandi landa. Helstu viðfangsefni ráðstefnunn- ar verða: 1) umræður um næstu alheims- ráðstefnur skáta nk. sumar. 2) Samstarf Norðurlandanna í skátastarfi á komandi árum. 3) Tengsl Norðurlandaskáta- starfs við Æskulýðssjóð Norður- landaráðs. 4) Skipti milli Norðurlandanna á hugmyndum og verkefnum í skáta- starfi. 5) Almennur áhugi og óskir um tómstundastarf fyrir 14—18 ára unglinga og hvernig nota má í skátastarfi þekkingu þar að lút- andi. 6) Samstarf kven- og drengja- skáta í alþjóða-skátastarfi. Framsöguerindi verða flutt um KVENNADEILD Skagfirðinga- félagsins verður að venju með kaffisölu og hlutaveltu 1. mai og að þessu sinni i Skagfirðinga- heimilinu Drangey, Siðumúla 35. í frétt frá kvennadeildinni segir hvert mál og síðan verða almennar umræður eða hópumræður. Ráðstefnustjórar af íslands hálfu verða þau Anna Kristjáns- dóttir og Halldór S. Magnússon. Undirbúningsnefnd hefur starf- að á vegum Bandalags íslenskra skáta undanfarna mánuði við und- irbúning og er Borghildur Fenger formaður hennar. Um 130 skátar taka þátt í ráðstefnunni, þar af um 100 er- lendir. Færeyskir skátar taka nú í fyrsta skipti þátt í þessu samstarfi sem Færeyingar, en áður hafa þeir verið taldir með Dönum. Allir fundir ráðstefnunnar fara fram á Hótel Loftleiðum og þar gista allir erlendu þátttakendurn- ir. Ráðstefnan verður formlega sett fimmtudaginn 30. apríl kl. 20.30. Föstudaginn 1. maí þiggja þátt- takendur heimboð forseta íslands Vigdísar Finnbogadóttur til Bessa- staða, en hún er verndari íslenskra skáta. Eftir þá heimsókn verður farin skoðunarferð um Reykjavík. Laugardagskvöldið 2. maí lýkur svo ráðstefnunni með hófi á skáta- vísu að Valhöll á Þingvöllum. að engin núll verði í hlutaveltunni, en ágóðinn af fjáröflun deildar- innar hefur á undanförnum árum ýmist runnið til líknar- eða menn- ingarmála. Kaffisala til styrktar kristniboði Kristniboðsfélag kvenna i Reykjavik efnir á morgun, 1. maí. til kaffisölu i kristniboðshúsinu Betaniu að Laufásvegi 13. Hefst hún kl. 14.30 og stendur til kl. 22 og rennur allur ágóði til íslenska kristniboðsins i Eþiópiu og Kenýa. í frétt frá Kristniboðsfélagi kvenna segir m.a., að prestarnir tveir, sem sátu í fangelsi í marga mánuði vegna trúar sinnar, hafi nú verið látnir lausir. „Fangelsun þeirra átti að hefta starf kirkjunnar, en hefur í þess stað orðið til að efla safnaðarstarfið að mun. Meðan yfir- völd staðarins beita svipum til að safna fóiki á áróðurssamkomu, þyrp- ist margmenni að prestum og pré- dikurum hvenær sem þeir birtast þrátt fyrir bann við kristilegu sam- komuhaldi úti í héraðinu." í Kenýa eru nú starfandi tvenn kristniboðahjón frá íslandi, Kjellrun og Skúli Svavarsson og Valdís Magn- úsdóttir og Kjartan Jónsson. Skagfirðingafélagið: Kvennadeildin með fjáröflun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.