Morgunblaðið - 30.04.1981, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 30.04.1981, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981 35 henni, sagði ungfrú d’O. Við þorð- um ekki að dýfa henni ofan í. Nú ætluðum við með hana út að Massabielle-hellinum". Þegar á leið til sjúkrahússins um fjögur- leytið hlaut A. Carrel að samsinna að M. Ferrand væri læknuð. „Það var upprisan frá dauðum — það var kraftaverk", sagði hann. Eftir þrjár stundir fór A. Carrel ásamt þrem öðrum læknum til þess að rannsaka nákvæmlega líðan M. Ferrand. Þeir staðfestu að hún væri raunverulega læknuð. Um kvöldið fór A. Carrel til kirkju og baðst fyrir. „Heilaga mey, þú, sem færir þeim vesælu mönnum hjálp, er biðja þig af auðmjúkum huga, vernda þú mig. Ég trúi á þig. Þú svaraðir bænum mínum með dýrlegu kraftaverki. Ennþá er ég blindur fyrir því, ennþá efast ég, en heitasta ósk mín, æðsta löngun mín er að trúa, að trúa innilega og skilyrðisiaust og gagnrýna ekki framar né efast." Fatima Ég leyfi mér að útskýra aðeins í fáum orðum hvað hér vekur áhuga okkar, þ.e. sýna annað samband á milli kraftaverka og trúar. Joaquim Maria Alonso segir frá þessu í sinni 70 blaðsíðna „Bók- fræði Fatimu". Þann 13. maí 1917 birtist heilög Guðsmóðir í litlu þorpi í Portúgal, sem heitir Fat- íma. Bað hún þrjú lítil börn að koma reglulega á þennan stað 13. hvers mánaðar um hádegisbil í hálft ár. Vegna þess að margir efuðust um sannleiksgildi vitran- anna bað Lucia, eitt barnanna um tákn. Þegar í júlí sagði vitrunin: „Ég mun framkvæma mikið kraftaverk svo að allir megi trúa“. Þetta loforð endurtók hún seinna. Fréttin barst eins og eldur í sinu yfir allt land. Þann 13. október 1917 höfðu um 50.000 manns safnast saman á heiðinni fyrir utan Fatíma um hádegisbil. Hvorki regn né her- menn gátu haldið þeim í burtu. Allir vildu verða vitni að hinu mikla kraftaverki. Að morgni hins ákveðna dags komu fram efa- semdir um spádóminn í hinu stóra fréttablaði „O Seculo". Foreldrar Luciu fóru með henni í fyrsta skipti til staðarins helga Cova da Iria, vegna þess að þau voru hrædd um að fólkið myndi drepa hana eftir hið misheppnaða kraftaverk. Þau vildu jafnvel, að telpan gengi til skrifta fyrst til að vera reiðubúin að mæta dauða sínum. Móðir hennar var sjálf undirbúin til að mæta dauðdaga sínum, því að hún gat ekki trúað að móðir Guðs hefði raunverulega birst í Fatíma og að hennar eigin dóttir hefði í raun verið valin til að eiga svo oft orðaskipti við hana. Börnin Lucia, Jacinta og Fran- cisco byrjuðu að biðja rósakrans- inn eins og venjulega. Síðan bað Lucia fólkið að taka niður regn- hlífar sínar, jafnvel þótt að það rigndi í sífellu. Proenca de Alm- eida Carett, prófessor í Coimbra háskólanum, sem var viðstaddur kraftaverkið mikla, lýsir atburð- unum á eftirfarandi hátt: Skyndi- lega hrópaði fólkið upp og horfði í átt til sólarinnar, sem rétt í því hafði birtst. Síðan fylgir löng lýsing á sólinni. Sólin hringsnerist með feikna hraða í heilar 10 mínútur og aftur mátti heyra undrunarhróp frá mannfjöldan- um. Hvað hafði komið fyrir? Sólin sem var nú orðin rauð sem blóð, kom niður frá hvelfingunni og við höfðum það á tilfinningunni að hún myndi tortíma okkur öllum. Það liðu nokkrar sekúndur hræði- legrar skelfingar. Prófessorinn lýsir einnig í smáatriðum ertingu frá mismunandi litum sem féllu á mannfjöldann. Hverjar urðu svo afleiðingar kraftaverksins? Eng- inn vafi leikur á því að það breytti stjórnmálalegri sögu Portúgals, þar sem trúlaus stjórn hafði hug á að stuðla að útrýmingu trúarinnar innan einnar kynslóðar. Við vitum að kraftaverk eru tákn. Þjóð Portúgals tók ákvörðun og landið varð áfram kaþólskt. Já, þó kraftaverk sýna okkur veginn, ákvörðun valsins felst í náð Guðs og í því, hvernig við tökum á móti þessari náð. Bankamenn vara al- varlega við öfug- þróun í kjaramáhun 32. ÞING Sambands islenskra hankamanna var haldið að Hótel Loftleiðum í Reykjavik 10. og 11. april 1981, Auk herðbundinna þingstarfa voru aðalmál þingsins kjaramál, fræðslumál, meðákvörðunarrétt- ur, jafnréttismál og tæknivæð- ing. Samykktar voru itarlegar ályktanir i öllum þessum mála- flokkum. Á þinginu var kjörin stjórn Sambands íslenskra bankamanna til næstu tveggja ára. Stjórnina skipa: Sveinn Sveinsson, formaður, Hinrik Greipsson, 1. varaformað- ur, Jens Sörensen, 2. varaformað- ur og meðstjórnendur Margrét Brynjólfsdóttir, Kjartan Nielsen, Anna María Bragadóttir og Helgi Hólm. Varastjórn skipa Hólmfríður Guðmundsdóttir, Sigurður Guð- mundsson, Ásdís Gunnarsdóttir og Gísli Jafetsson. Hér verður getið helstu sam- þykkta þingsins. Kjaramál. 32. þing SÍB varar alvarlega við þeirri öfugþróun, að frjáls samningsréttur hefur verið stórlega skertur vegna sífelldra afskipta ríkisstjórna af kjara- samningum, svo ekki verður leng- ur við unað. Þingið hvetur til samstöðu allra stéttarfélaga um að hrista af sér ok slíkra ríkisaf- skipta. í kjaramálaályktuninni er bent á, að kaupmáttur launa banka- manna hafi rýrnað verulega síð- ustu tvö ár og enn stefni í ógæfuátt. Þingið er þeirrar skoðunar, að jafnréttisstefnan svonefnda, sem tekin hafi verið hérlendis, hafi í eðli sínu og framkvæmd reynst vera láglaunastefna. Þá hafi fé- lagsmálapakkar í tengslum við kjarasamninga bankamanna í flestum tilvikum reynst galtómir. Þingið fól stjórn sambandsins að skipa kjaranefnd til starfa að undirbúningi næstu kjarasamn- inga, en núverandi samningar renna út 1. næstkqmandi. Fræðslumál. í fræðslumála- ályktun þingsins segir, að allir bankamenn, án tillits til starfs- greina innan bankanna, búsetu, kyns eða stöðu, skuli eiga rétt á starfsþjálfun og kennslu í banka- fræðum. Fræðslan skuli ekki tak- markast við núverandi starfs- skyldur, heldur skuli hún jafn- framt tryggja viðkomandi starfs- manni starfsöryggi við fyrirsjáan- legar breytingar á starfsskyldum bankamanna í framtíðinni. Ennfremur var ályktað sér- staklega um starfsemi og hlutverk Bankamannaskólans og taldi þingið mjög þýðingarmikið að starfsemi hans yrði efld. Meðákvörðunarréttur. Þingið samþykkti stefnumörkun og starfsáætlun fyrir sambandið varðandi meðákvörðunarrétt. í þeirri stefnumörkun er lögð áhersla á rétt starfsmanna til áhrifa á alla þætti bankastarf- seminnar. Þau áhrif verði tryggð með kjarasamningum við atvinnu- rekendur, en auk þess er lögð áhersla á að SÍB hefji viðræður við önnur stéttarfélög um með- ákvörðunarrétt með tilliti til laga- setningar. Tæknivæðing: í ályktun 32. þings SÍB um tæknivæðingu segir, að tryggja verði starfsmönnum raunhæfa hlutdeild í ákvarðana- töku varðandi tækniþróun, þegar á hugmynda- og áætlunarstigum. Tryggja verði að sjónarmiða starfsmanna verði gætt til jafns við tæknileg- og fjárhagsleg arð- semissjónarmið. Tækniþróun megi ekki leiða til atvinnuleysis, né heldur heilsufarslegra eða fé- lagslegra vandamála, sem stafi af því að vinna verði einhæf og tækifæri gefist ekki til persónu- legrar þróunar. Hvatt er til sam- stöðu launamanna, atvinnurek- enda og stjórnmálamanna til að leysa vandamál þau er fylgi tækniþróun í þjóðfélaginu. Jafnréttismál. í ályktun um janfréttismál segir, að taka beri þennan málaflokk til endurskoð- unar frá grunni innan sambands- ins. Jafnréttismál verði tekin til umfjöllunar á trúnaðarmanna- námskeiðum og í almennri fræðslu Bankamannaskólans. í ályktuninni er skorað á konur að sækja um ábyrgðarstöður í banka- kerfinu. Við ráðningu verði ein- ungis tekið tillit til starfshæfni, en mismunum eftir kynjum eða annarleg sjónarmið ekki látin ráða. bent er á jafnrétti karla til fæðingarorlofs. Þá var í ályktun þingsins lagst gegn framkomnu frumvarpi á Alþingi um tíma- bundin forréttindi konum til handa. Ályktun á ári fatlaðra. Þingið ályktaði um málefni fatlaðra og hvatti stjórnendur banka og sparisjóða til að gera þessar stofnanir aðgengilegri fyrir fatl- aða, bæði sem viðskiptavini og starfsmenn. Minnt er á, að fatlað- ir eru engu síðri starfsmenn en ófatlaðir. Ýmsar ályktanir. Þá voru á 32. þingi SÍB gerðar ályktanir um líftryggingar og lífeyrismál, dag- vistunarheimili og félagsmál bankamanna. Ennfremur um sameiningu banka. Þar segir, að til þess að unnt sé að taka málefnalega afstöðu til samein- ingar banka áliti þingið, að byggja verði á niðurstöðum víðtækra at- hugana á fjöldamörgum þáttum t.d. rekstrarhagkvæmni, viðhorfi viðskiptamanna og starfsmanna. Slíkar athuganir hafi aldrei verið gerðar. Þingið sé andvígt öllum sameiningaráformum sem ekki séu grundvölluð á rökstuddum niðurstöðum nauðsynlegra rann- sókna. (Fréttatilkynning). Tollvörugeymslan hf. Aðalfurtdur Tollvörugeymslunnar hf., verður haldinn fimmtudaginn 30. apríl 1981 kl. 17 á Hótel Heklu, Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórnin. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 57., 62. og 67. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1980, á Smiðjuvegi 6, þing- lýstri eign Skeifunnar hf., fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 6. maí 1981 kl. 14.45. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 17., 14. og 19. tölublaði Lögbirtingarblaðsins 1981, á Furugrund 58 — hluta—, þinglýstri eign Tryggva Bjarnasonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 6. maí 1981 kl. 10.45. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 7., 14. og 19. tölublaði Lögbirtingarblaðsins 1981, á Túnhvammi við Lögberg, þinglýstri eign Elís Gunnarssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 6. maí 1981 kl. 11.45. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 102., 106. og 110. tölublaði Lögbirtingablaösins 1980, á Nýbýlavegi 98 — hluta —, þinglýstri eign Sigþórs Hermannssonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 6. maí 1981 kl. 15.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboö sem auglýst var í 57., 62. og 67. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1980, á Furugrund 24 — hluta —, þinglýstri eign Gunnars Steins Pálssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 6. maí 1981 kl. 11.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 7., 14. og 19. tölublaði Lögbirtingarblaðsins 1981, á Álfhólsvegi 119 — hluta —, þinglýstri eign Jóns G. Hermanníussonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 6. maí 1981 kl. 10.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Sjómannadagsráð Vestmannaeyja óskar eftir tilboðum frá hljómsveit til aö leika fyrir dansi í samkomuhúsi Vestmannaeyja um sjó- mannadagshelgina bæði laugardag og sunnudag. Ennfremur vantar tilboð í diskótek í litla sal. Tilboðum sé skilað fyrir 15. maí til sjómannadags- ráðs Vestmannaeyja, pósthólf 500, Vestmannaeyj- um. Opið til kl. 22 í kvöld fimmtudag og til hádegis laugardag HAGKAUP Skeifunni 15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.