Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981 Minning: Gunnar Ormslev hljómlistarmaður Aðfararnótt 20. apríl lézt á Landspítalanum Gunnar Ormslev hljómlistarmaður eftir mjög stutt veikindi. Þegar miklir hæfileikamenn eru á brott kallaðir í blóma lífsins setur okkur hina hljóða. Undirritaður átti því láni að fagna að njóta samvista þeirra hjóna nokkrum sinnum á sl. sumri frá amstri dagsins. Var það í Kaupmannahöfn, þar sem þau höfðu nýlega standsett íbúð sína. Þau virtust sem nýgift þrátt fyrir 30 ára hjónaband. Sól skein í heiði og Gunnar var með gamanyrði á vörum, eins og honum var einum lagið. Hann naut lífsins í ríkum mæli og fjölyrti um framtíðina sem hann sá óvenju bjarta. Hamingju- samlega kvæntur, njótandi þeirr- ar gæfu að eiga mannvænleg uppkomin börn. Komandi skólaár var ofarlega á baugi, því kennslan átti hug hans allan. Það virðist hafa komið honum nokkuð á óvart, sem öðrum leyndist ekki, en það var hinn frábæri árangur er hann hafði náð á því sviði undanfarin ár. Ef hann hefur saknað einhvers, þá var það hversu seint hann hóf kennslu. „Að skreppa upp í skóla“ á ólíkleg- ustu tímum til að géfa nemendum aukatíma, var í hans augum sjálfsagt mál. Kennslan virtist honum allt. Má það heita furðulegt, þar sem í hlut átti maður sem staðið hafði í sviðsljósinu alla sína ævi, sem bezti jazzleikari íslands. Allar listgreinar hafa átt því láni að fagna að eiga á erfiðleika- og niðurlægingartímabilum þrá- hyRKjumenn, sem neituðu að gef- ast upp, þrátt fyrir efasemdir annarra. Slíkur var Gunnar jazz- tónlistinni, þó hann bæri nokkuð efnahagslegt tjón af. Það varð honum því mikið gleðiefni, þegar jazztónlistin hófst til vegs á ný, en í dag er enginn tónlistarháskóli í heiminum svo aumur að kenna ekki þessa listgrein. Hann var traustur félagi, sem dró aldrei tilvist stéttarfélags síns í efa og strax í upphafi var hann sjálfkjörinn fulltrúi þess í Nor- djazz og gegndi því af alúð til dauðadags. í stríðslok stóð jazz í hvað mestum blóma hér á landi og hélst það fram á sjöunda áratuginn. Þá voru jazztónleikar tíðir og „jam-sessionir“ haldnar vikulega. Jazzblaðið var gefið út í nokkur ár með sínum árlegu vinsældakosn- ingum og alltaf var Gunnar lang- efstur sem tenórsaxafónleikari. Arið 1951 var brugðið út af vananum og kosið um einn mann. Hlaut Gunnar þriðjung atkvæða, en allir hinir skiptu restinni á milli sín, en misjafnlega þó. Slíkir voru yfirburðir hans. Á þessum árum bar oft að garði heimsfræga jazzleikara, sem léku með innlendum, var þá einatt litið á Gunnar sem fyrirliða íslenzkra. Mér er hvað minnisstæðast þeg- ar hinn heimsfrægi tenórsaxa- fónleikari Ronnie Scott sótti okkur heim og lék hér á hljómleik- um. Hápunkturinn var einvígi þeirra Gunnars, þá var gaman að vera ísiendingur, því viðureign- inni lauk með stórmeistarajafn- tefli. Ég hef það fyrir satt að það eina sem Ronnie Scott man í dag frá íslandi 28 árum síðar, er nafnið Ormslev. Þrátt fyrir einangrun hlaut nafn Gunnars að berast víða og 1955 bauðst honum staða í hljóm- sveit sænska hljómsveitarstjórans Simon Brehm af orðsporinu einu saman og er hvað stórkostlegast fyrir það að einungis stórstjörnur komust í þá hljómsveit, en Svíar eru ein mesta jazzþjóð í heimi. Islenzkir hljóðfæraleikarar samfögnuðu Gunnari með að halda honum „Kveðjuhljómleika" og komust færri að en vildu, bæði í sal, sem á sviði. Kveðjuhljóm- leikar voru þeir kallaðir, þrátt fyrir að allir vildu Gunnar heim sem fyrst aftur. Og heim kom hann að loknu samningstímabili þrátt fyrir gylliboð ytra. Hann fann sig bezt á íslandi. Á „Heimsmóti æskunnar" í Moskvu 1957 var Gunnari boðið ásamt sextett sínum, en þar kepptu 3109 listflytjendur í hinum ýmsu greinum og báru Gunnar og félagar sigurorð af öðrum kepp- endum og þágu gullverðlaun fyrir. Hér er hvorki rúm né tími til að rekja listferil Gunnars nánar, en vonandi verða honum gerð betri skil, þó síðar verði. Gunnar fæddist í Kaupmanna- höfn 22. marz 1928, en foreldrar hans voru Jens G. Ormsiev banka- fulltrúi og kona hans Áslaug Jónsdóttir Ormslev úr Hafnar- firði. Gunnar fluttist alkominn til íslands 1946. Fljótlega hóf hann nám í tannsmíðum hjá frænda sínum Jóni K. Hafstein tannlækni og lauk prófi í þeim fræðum, en sneri sér síðan einvörðungu að tónlistinni. Á þeim árum þótti sjálfsagt að verðandi hljómlist- armenn lærðu einhverja iðngrein og var litið á það sem einkonar „líftryggingu". Árið 1950 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína Margréti Petersen Ormslev, en börn þeirra hjóna eru Áslaug Gyða, flug- freyja, gift Ásgeiri Pálssyni, Margrét Guðrún, gift Leifi Franzsyni og synirnir Pétur Úlfar, knattspyrnumaður og Jens Gunn- ar, en þeir eru enn í foreldrahús- um. Góður drengur er genginn sem skráð hefur nafn sitt gullnu letri í íslenzka tónlistarsögu. F.h. nemenda hans, samkennara í Tónlistarskóla FÍH og hinna fjölmörgu vina og félaga í Félagi ísl. hljómlistarmanna votta ég fjölskyldu hans okkar dýpstu sam- úð. Sverrir Garðarsson Kveðja frá Skólahljómsveit Kópavogs Gunnar Ormslev hóf kennslu við Skólahljómsveit Kópavogs haustið 1977, eftir lát Vilhjálms Guðjónssonar. Vilhjálmur var sér- lega vel látinn kennari, svo vissu- lega var Gunnari vandi á höndum að fylla það skarð, en það tókst honum með prýði. Gunnar Ormslev var svo sannarlega fyrsta flokks hljómlistarmaður, ágætur kennari og prýðis félagi. Skömmu eftir að Gunnar hóf störf við Skólahljómsveit Kópa- vogs, var stofnuð af meðlimum hornaflokks Kópavogs 18 manna jazz-hljómsveit „Big Band“, undir stjórn Gunnars og komu þá í ljós hinir frábæru hæfileikar hans sem jazz-hljómsveitarstjóra. Áhugi hinna ungu hljóðfæraleik- ara og samvinna þeirra við stjórn- andann var einstaklega góð, og sýndi það sig best í hljómleikaferð hornaflokksins til Svíþjóðar og Finnlands á sl. sumri. I þeirri ferð vakti hljómsveit Gunnars alls staðar mikla hrifn- ingu og þá ekki síður sóló hans sjálfs. Gaman var að heyra, að í hvert skipti sem hljómsveitin var kynnt í þessari ferð, var Gunnars alltaf getið sem tenorvirtuossins úr hljómsveit Símon Brehms, en það var fínasta jazz-band Svía á sinni tíð. Nemendur Gunnars og sam- kennarar í Kópavogi þakka honum liðnar samverustundir, sem því miður urðu allt of fáar, og við sendum konu hans og börnum innilegar samúðarkveðjur. Björn Guðjónsson Þrátt fyrir það, að vissan um að eitt sinn skal hver deyja, er það eina sem við mannanna börn vitum fyrir víst um lífsgöngu okkar allra, kemur andlátsfregn ævinlega á óvart, ekki síst þegar um er að ræða fólk á besta aldri, sem ekkert útlit var fyrir að væri á förum. Þannig hefur farið fyrir flestum sem þekktu til Gunnars Ormslev þegar þeir fréttu, að hann væri fallinn frá eftir skamma sjúkdómslegu. Fundum okkar Gunnars bar saman fyrir u.þ.b. þrjátíu árum, þegar hann var nýfluttur hingað til lands frá Danmörku, þar sem hann hafði slitið barnsskónum. Það átti fyrir okkur að liggja að eiga langa samleið á lífsbrautinni og kynntist ég þá vel þessum frænda mínum, manninum og músíkantinum. Gunnar vakti strax á sér athygli fyrir einstaka hæfileika á hljóðfæri sitt og var alla tíð í fremstu röð okkar bestu jazzleikara. Þótt leikur Gunnars hafi verið einróma lofaður af öllum, sem til hans heyrðu, held ég, að einungis örfáir menn og þá helst þeir sem störfuðu með hon- um, hafi verið dómbærir á hvílík- um einstæðum hæfileikum hann var gæddur, hugmyndaauðgi, frábæru hljómskyni, tækni og fágaðri næmni, sem án efa hefði skipað honum í raðir fremstu jazzleikara heims, hefði starfs- vettvangur hans ekki verið hér í fámenni lands okkar. Gunnar hafði til að bera einstaklega ríka kímnigáfu og kom það manni ævinlega í gott skap að vera í námunda við hann. Við kollegar hans, bæði þeir sem unnu með honum fyrr og síðar í dansmúsíkinni og ennfrem- ur í Sinfóníuhljómsveit Islands, en þar starfaði Gunnar um 20 ára skeið, kveðjum góðan vin og glað- væran félaga með þakklæti fyrir samfylgdina. Viljum við votta Margréti, konu hans, börnum þeirra, tengdabörnum og barna- börnum innilegustu samúð okkar og lifum með þeim í minningunni um góðan dreng. Gunnar Egilson Mig langar aðeins að minnast góðs vinar með fáeinum línum. Ég kynntist honum ekki fyrr en í haust þegar Tónlistarskóli FÍH tók til starfa. Það getur verið erfitt að hefja nám hjá nýjum kennara en strax frá fyrsta tíma höfðum við mikið að spjalla. Hann var hress og kátur er hann sótti mig fram á gang, þolinmóður og skilningsríkur ef illa gekk og hafði alltaf bjartsýnina í fyrirrúmi ef ég gerðist óþolinmóð. Svo ók hann mér í bæinn á eftir þegar mér lá á. Hann hafði mikið að gera og talaði oft um að hann væri orðinn þreyttur, ætlaði að minnka mikið við sig. En tónlistin átti hug hans allan fram á síðasta dag. Það var páskahelgi. Veðrið óvenjugott, sól og blíða. Ég beið eftir símhringingu frá Gunnari. Hann talaði um að hringja þegar hann kæmi heim frá spítalanum. Viku fyrir páska hafði mér verið sagt að hann færi að koma heim. En hann hringdi ekki. Það var hringt fyrir hann. Ég vil þakka Gunnari stundirn- ar sem ég átti með honum og naut tilsagnar hans. Ég sendi eiginkonu Gunnars og börnum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Jóhanna Rútsdóttir t Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓHANNES KRISTJÁNSSON frá Hellu, forstjóri í Vélsmiðjunni Odda, andaöist í fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri aöfaranótt miöviku- dags 29. apríl. Ingunn Kristjánsdóttir og börn. t Bróöir minn og mágur, KRISTJÁN G. KRISTJÁNSSON, lést í Elliheimilinu Grund þann 28. apríl. Útförin auglýst síöar. Kristín S. K ristjánsdóttir, Hafliöi Gíslason. t Maðurinn minn, ÁRNI MAGNUSSON, prentari, sem andaöist 23. apríl, veröur jarösunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 2. maí kl. 14. Eja Magnússon. t Sonur, okkar, bróöir og mágur, VALUR BRAGASON, Borgabraut 4, Hólmavík, lést á Gjörgæsludeild Landspítalans aö kvöldi föstudagsins langa. Útförin hefur fariö fram. Nanna Magnúsdóttir, Bragi Valdimarsson, Hrólfur Guömundsson, Gunnfríöur Siguröardóttir, Magnús Bragason, Elín Gunnarsdóttir, Elfa Björk Bragadóttir, Elfar Þór Jósefsson, Valdimar Bragi Bragason. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, ÞORSTEINN TÓMAS ÞORARINSSON, vélfraeóingur, Faxaskjóli 24, Reykjavík, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Þóra Guörún Einarsdóttir, Ingi Þorsteinsson, Fjóla G. Þorvaldsson, Þorsteinn Ingason. t Faöir okkar og fósturfaöir, ÍSLEIFUR SVEINSSON, Hvolsvelli, veröur jarösunginn frá Breiöabólsstaöarkirkju í Fljótshlíö laugar- daginn 2. mai kl. 14.00. Börnin. t Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns, fööur, tengdafööur, afa og langafa, ÞÓROAR STEFÁNSSONAR, Vík ( Mýrdal. Ingibjörg Siguröardóttir, Vilborg M. Þóróardóttir, Jóna Þóröardóttir, Unnur Þóröardóttir, Sigríöur E. Þóröardóttir, Kristbjörg Þóröardóttir, Daníel Bergmann, Stefán Á. Þóröarson, Sigrún Jónsdóttir, Olafur Þórðarson, Kolbrún Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað veröur í dag kl. 1—3 vegna jaröarfarar GUNNARS ORMSLEVS. Hans Petersen hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.