Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981 37 Minning: Þorsteinn Tómas Þórarinsson í dag kveðjum við höfuðsnilling íslands-djassins. Alla tíð hefur Gunnar Ormslev verið óaðskiljan- legur hluti íslenskrar djassvakn- ingar. Það var mikið happ fyrir íslenskt tónlistarlíf er Gunnar Ormslev flutti hingað frá Kaup- mannahöfn átján ára gamall. Alla tíð síðan hefur hann auðgað ís- lenskan djass öðrum fremur. Stundum hélt hann til meginlands Evrópu og gerði góða veislu með meisturum sínum, Count Basie og Stan Getz eða öðrum spámönnum, en alltaf sneri hann heim aftur reynslunni ríkari pg jós af nægt- arbrunni sínum Islands-djassin- um til blessunar. Oft sótti Gunnar Jazzvakningu heim og síðast í hópi Kópavogs- krakkanna. Þá leyndi handbragð stórhljómsveitarsnillingsins sér ekki. Hafi hann þökk fyrir hinn ljúfa blástur og heitu sveiflu. Jazzvakning í dag verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni tengdafaðir minn, Gunnar Ormslev. Gunnar var fæddur í Kaupmannahöfn 22. mars árið 1928 og var því nýorðinn 53 ára er hann lést eftir stutta sjúkdómslegu. Hann var einka- barn hjónanna Aslaugar Jónsdótt- ur, Þórarinssonar, fyrrum fræðslumálastjóra og Jens Gjed- ing Ormslev, bankafulltrúa í Handelsbanken í Kaupmanna- höfn. Gunnar ólst upp í Danmörku og átti heima fyrstu 17 ár ævi sinnar þar í landi. Að stríðinu loknu ákvað hann að flytjast til íslands og má ætla að sú ákvörðun hafi reynst foreldrum hans þung- bær í fyrstu, en Gunnar hélt ætíð mjög nánum tengslum við for- eldra sína meðan þeirra naut við. Gunnar ákvað snemma að gera tónlistina að ævistarfi sínu. Slíkt starf er erfitt og vanmetið af flestum okkar. Hann valdi sannar- lega rétta braut og skipar hann sess meðal okkar fremstu tónlist- armanna. Tónlistarferill hans verður ekki rakinn hér, en þó get ég ekki orða bundist og vil minna á hið mikla og óeigingjarna brautryðjendastarf, sem hann vann í þágu jazztónlistarinnar hér á landi. Gunnar, sem var algjör- lega sjálfmenntaður á sviði tón- listarinnar, naut þess að leiðbeina og kenna ungum og áhugasömum saxófónleikurum og miðla þeim af þekkingu sinni svo mikið sem hann mátti. Honum féll vel að kenna, hefði hans notið lengur við hefði hann sennilega helgað sig því starfi óskiptur. Gunnar var hæglátur og dag- farsprúður maður, en fæddur húmoristi. En þrátt fyrir að hafa gert það að atvinnu sinni að spila á mannamótum, þá var hann fremur hlédrægur að eðlisfari og undi sér best í þröngum vina- og fjölskylduhópi, þar sem frábær frásagnar- og kímnigáfa hans naut sín best. Það var gaman að ræða við hann um vandamál lands og þjóðar, því hann sá og skildi þau vel, en hann gat jafnframt dregið fram spaugilega hlið á máli hverju. Frístundum sínum, sem ekki voru margar, eyddi hann yfirleitt heima við með bók í hönd eða hlustaði á eftirlætistónlist sína, jazzinn, sem átti hug hans allan. Gunnar bjó yfir miklum fróð- leik um hagi ýmissa annarra landa, sem hann hafði aflað sér við lestur erlendra bóka, svo og á ferðalögum víða um heim. Það er erfitt að sætta sig við að hann hafi svo snemma og svo skyndilega lagt af stað í sína hinstu ferð til þess áfangastaðar sem bíður okkar allra. Ég þakka honum samfylgdina. Leifur Franzson Það mun hafa verið um 1952 sem ég var ráðinn til starfa hjá versl. Hans Petersen og þá sem staðgengil! Gunnars Ormslev. Hann hafði farið til Danmerkur til að starfa við þau mál sem honum voru hugleiknust, hljóm- listarstörf. Þegar tvö ár höfðu liðið og von var á Gunnari heim var ekki laust við að nokkur eftirvænting væri í hugskoti mínu þar sem ég hafði ekki séð Gunnar áður en hann fór út, og ekki síst fyrir það að hann hafði unnið sér frægð og viður- kenningu sem saxófónleikari á erlendri grund. Við unnum siðan saman í versl. Hans Petersen um nokkurra mán- aða skeið og þar kynntist ég því, af hverju menn verða listamenn á borð við Gunnar Ormslev, músik átti hug hans allan og notuð var hver stund sem gafst til að sinna þeim málum hvort sem var matar- eða kaffitími. Það hvarflaði alls ekki að mér á þeim tíma að ég ætti eftir að standa við hlið Gunnars á músik- palli. Aðstæður urðu þó þær að haustið 1958 stofnuðum við saman hljómsveit undir hans nafni og vorum ráðnir til starfa hjá Fram- sóknarhúsinu í Reykjavík við Tjörnina (síðar Glaumbær). Það var skemmtileg staða sem kom upp við mannaskipan í þess- ari hljómsveit því við urðum 4 með sama nafni. Það voru: Gunnar Ormslev, Gunnar Páll Ingólfsson, Gunnar Mogensen og Gunnar Sigurðsson. ekki munaði nema hársbreidd að við yrðum 5 því byrjað var á, því að ræða við Gunnar Reyni Sveinsson en hann var þá í mjög ströngu námi og treysti sér ekki í svo mikla vinnu, því spilað var 6 og 7 daga vikunnar. En í hans stað var ráðinn Magnús Ingimarsson. Söngkona starfaði með okkur, Helena Eyjólfsdóttir. Gunnar Ormslev og Magnús Ingimarsson sáu um útsetningar fyrir þessa hljómsveit og kom margt mjög skemmtilegt út í þeirra samstarfi. Utlendir skemmtikraftar voru mjög hrifnir af verkum þeirra félaga og hvöttu okkur óspart til að freista gæfunnar á erlendri grund og var málið komið á það stig að aðeins átti eftir að taka ákvörðun þegar hagir hljómsveit- armeðlima breyttust þannig að ekki var farið í þá ferð. Þetta sýndi að Gunnar gat náð því besta útúr mönnum á mjög stuttum tíma enda býr maður enn að þeim ágætu ráðum sem Gunnar gaf á þessum tíma. Ahugi hans var alltaf sá sami. Hann var oftast mættur einum klukkutíma á und- an boðuðum æfingartíma og æfði þrotlaust á hljóðfæri þann tíma. Þessir fáu minningapunktar vega kannski ekki mikið á löngum og litríkum listamannsferli Gunn- ars Ormslev, en við sem störfuð- um með honum þennan tíma geymum þá sem minningu um góðan dreng og mikinn hljómlist- armann sem gaf hluta af sér til okkar og þeirra sem hann spilaði fyrir, af þeirri einlægni sem lista- mönnum er einum gefið. Ég votta eiginkonu og aðstand- endum mína innilegustu samúð á þessari erfiðu stund. Gunnar Páll Ingólfsson Góður vinur og starfsfélagi hef- ur skyndilega verið kallaður burt af jarðneskum vettvangi. Hugurinn leitar ósjálfrátt til þess tíma er hann stóð rúmlega tvítugur í fremstu röð íslenskra jazzleikara. Þeir sem þá voru innan við fermingu, með vaknandi áhuga á músík og kannski farnir að fikta við harmóniku, táningahljóðfæri þess tíma, gátu tæplega vænst þess að innan fárra ára bæru þeir gæfu til að standa á leikpalli við hlið þessa snillings, ekki tíma- bundið heldur meira eða minna í tvo áratugi, þar til yfir lauk. Samstarfið spannaði flest svið íslensks tónlistarlífs auk margra ferða erlendis með jazz- og dans- hljómsveitum eða lúðrasveitum, nefndarstörf vegna norræna jazz- sambandsins eða kennslu við hinn nýja tónlistarskóla FÍH. Svo verða snögg þáttaskil. Endurminningin kallar fram mynd af manni með ógleyman- legan persónuleika sem einkennd- ist af hlýju viðmóti, skjótleika í hugsun, góðu minni, græskulausri gamansemi í frásögnum, ná- kvæmni, smekkvísi og hógværð þess sem náðargáfuna hefur hlotið í ríkari mæli en almennt gerist. Þessi persónueinkenni kristöll- uðust síðan í tónlistarmanninum, jazzmúsíkantinum og saxófónleik- aranum sem gladdi svo marga með leik sínum, hvort sem um var að ræða ljóðræna túlkun á ballöðu eftir Ellington, hraða Be-Bop línu með tæknikröfum Parker-tíma- bilsins eða einfalt dægurlag. Góðar minningar munu lifa með þeim sem með honum störfuðu og á hann hlýddu. Hljómplötur og tónbönd geyma tónlist hans fyrir samtíð og framtíð. Stórt skarð hefur orðið í röðum íslenskra tónlistarmanna sem mun vandfyllt. Margréti og börnunum bið ég huggunar og styrks. Blessuð sé minning Gunnars Ormslev. Reynir Sigurðsson Við heyrðum stefið strax. Einhver hafði haft orð á því, að suður í Hafnarfirði, nánar tiltekið í Gúttó, væri iðkuð hrein undra- músik á síðkvöldum, og væru þar að verki ungir menn, þeirra á meðal einn, sem enginn vissi náin deili á. Hann blési allt „öðru vísi“ í silfurlita, dældaða altóinn með teygjuböndunum, var sagt. Þessi undur varð að heyra með eigin eyrum og því var gerður út leiðangur með Hafnarfjarðar- strætó og haldið sem leið lá í Gúttó. Hún er enn í fersku minni sú stund, þegar við félagar tveir stóðum í anddyrinu og gægðumst inn í salinn og upp á hátt leiksviðið í hinum endanum, þar sem þöndu sig af lífsins lyst nokkur ungmenni, þeirra á meðal einn, sem blés „öðru vísi“, alveg eins og sagt hafði verið. Við heyrðum stefið strax. Þarna fór Gunnar nokkur Ormslev, þá ný- kominn frá Danmörku til Islands og þegar farinn að slípa hvassar brúnir, horn og fírkanta í heldur stirðlegum tilraunum innfæddra til að leika eftirlætismúsikina, jazzinn. Brúnirnar urðu ávalari, línurnar liðlegri, og enda þótt Gunnar hefði engu meiri reynslu í hljóðfæraleik en margir innfæddir á þessum tíma, vissi hann bara hvernig þetta átti að vera. Það var innbyggt. Já, við heyrðum stefið strax. Svo urðu kynni nánari og sett á laggirnar hljómsveit, G.O.-kvint- ett hét hún, kennd við Gunnar. Sú varð ekki ýkja langlíf, en hafði nokkur áhrif á fámennan hóp jazzfólks hér á norðurslóðum og af henni andaði ferskum gusti. Tím- ar liðu fram og stefið var enn á sínum stað, en nú sífellt að þroskast og þjálfast og taka flugið þróttmiklum vængjum. I stað altó-saxófónsins kom fljótlega tenór og lét æ meir að sér kveða, oftast í hinum bestu hljómsveitum hvers tíma og svo á eftirlætissamkomum jazzleikar- ans, jam-sessiónum. Þar man ég Gunnar í glöðum leik, sem sífellt og alla tíð hafði veruleg mótandi og örvandi áhrif á samleikara og heildarmyndina alla. Sorgarfregnin um fráfall Gunn- ars Ormslev kallar fram langa röð svipmynda. Frá því við lékum saman einhver tímabil, eða vorum í sjónmáli og kallfæri og fylgd- umst hvor með öðrum. Frá hljómplötuupptökum, músikþátt- um og æfingum fyrir eitt eða annað, hljómleikum og jazzklúbb- um. Og alltaf var stefið á sínum stað, þótt línur tækju breytingum með þroska og leikni. Æviferillinn var músik og aftur músik. I rauninni þarf ekki frekari skýringu. Á tímabili var Gunnar Ormslev talinn einn besti tenór- saxófónleikari Evrópu, enda starf- aði hann um nokkurt skeið með fleiri en einni kunnustu hljóm- sveitum á Norðurlöndum og reyndar í álfunni allri. Þá hljóm- aði stefið góða svo undir tók í fjöllunum. En nú er stefið hljóðnað. Við drjúpum höfði og hugsum. Þökkum gömlum vini fyrir góðar stundir. Sendum eiginkonu og börnum samúðarkveðjur. Látum hugann hvarfla til stefsins góða. Það er skýrt í minningunni. Og nú hljómar það á annarri strönd. ólafur Gaukur Fæddur 15. maí 1907. Dáinn 20. april 1981. Símskeyti, sem barst frá Nair- obi í Kenya þ. 20. þ.m. um skyndilegt fráfall mágs míns, Þorsteins T. Þórarinssonar, kom mér mjög á óvart, þótt ég vissi að hann hafði ekki með öllu gengið heill til skógar síðustu árin. Þegar hann var hér heima síðast fyrir tveimur árum gekkst hann undir nýrnauppskurð, en heilsaðist svo vel á eftir, að hann virtist hafa náð góðum bata, þegar hann fór aftur af landi brott, enda tók hann þá aftur við starfi sínu á eyjunni Mauritius. En í nóvember sl. þurfti hann að gangast aftur undir uppskurð vegna annars sjúkleika. Heppnaðist sú aðgerð einnig mjög vel, en nokkru þar á eftir fór heilsu hans smám saman að hraka, en þó ekki svo, að fjöl- skylda hans byggist við að enda- lokin væru svona skammt undan. Hann kom til Nairobi frá Mauriti- us 17. apríl, og aðeins þremur dögum síðar var hann látinn. Þorsteinn var sonur hjónanna Þórarins Jónssonar, verkamanns og Ingifríðar Pétursdóttir, Smiðjuhúsi (Melnum) við Ásvalla- götu í Reykjavík. Þórarinn var ættaður frá Fossi á Barðaströnd, sonur Jóns Helgasonar bónda þar, og konu hans, Ástríðar Jónsdótt- ur. Ingifríð var dóttir Péturs Ingjaldssonar, bónda og sjómanns frá Bakkakoti á Seltjarnarnesi og konu hans, Sigríðar Auðunsdóttur frá Stóra-Seli í Reykjavík. Þorsteinn lauk prófi frá Vél- stjóraskóla íslands árið 1932 og sveinsprófi í vélvirkjun 1941. Hann hlaut meistararéttindi í vélvirkjun árið 1948. Hann var yfirvélstjóri á togurum og ýmsum kaupskipum í mörg ár og hafði orð á sér sem einkar traustur vél- stjóri, úrræðagóður og hagur við allar smíðar og viðgerðir. Vél- virkjunarnámið stundaði Þor- steinn hjá Vélsmiðjunni Héðni hf. undir handleiðslu hins mæta manns, Markúsar ívarssonar. Síð- ar vann hann við vélsmíðar í mörg ár hjá því fyrirtæki, undir yfir- stjórn Sveins Guðmundssonar for- stjóra. Hinn 16. maí 1931 steig Þor- steinn það heillaspor, sem hann fékk forsjóninni aldrei fullþakkað, en þann dag kvæntist hann heit- konu sinni, Þóru Guðrúnu Einars- dóttur, Ólafssonar, bónda og Jó- hönnu Þorsteinsdóttur, frá Fremra-Hálsi í Kjós. Sonur þeirra og einkabarn er Ingi, fyrr á árum kunnur íþróttamaður hér í bæ, viðskiptafræðingur og nú ræðis- maður Islands í Nairobi, Kenya, kvæntur Fjólu G. Þorvaldsdóttur. Þau eiga einn son, sem að sjálf- sögðu var skírður Þorsteinn í höfuðið á afa sínum. Var hann augasteinn afa síns og ömmu, enda einkar hugþekkur og vel gerður piltur. Árið 1954 brá Þorsteinn á nýtt ráð og stofnaði heildsölufyrirtæk- ið „Everest Trading Company" ásamt syni sínum og starfaði sem forstjóri þess um allmörg ár. Jafnframt var hann viðriðinn nokkur önnur verslunar- og iðnað- arfyrirtæki. En árið 1971 tók Þorsteinn ákvörðun, sem þurfti bæði bjartsýni og áræði til af manni nokkuð á sjötugsaldri. Hann tók sig upp með konu sinni og fluttist til Tanzaníu í Afríku og gerðist þar yfirvélstjóri og tækni- legur ráðunautur hjá stærsta mjólkuriðnaðarfyrirtæki landsins, „Coastal Dairy Industries ltd.“ í Dar es Salaam og starfaði þar fram á fyrri hluta árs 1975. Hannaði hann og breytti vélum og framleiðslukerfi verksmiðjunnar með þeim árangri, að framleiðni og afköst tvöfölduðust. Forráða- menn verksmiðjunnar, sem er ríkiseign, framlengdu ráðningar- tíma Þorsteins tvisvar og vildu ekki fyrir nokkurn mun missa hann, þegar hann ákvað að taka við starfi sem verksmiðjustjóri í nýju fyrirtæki, „Ramthor Texiles Corporation (International ) ltd.“, sem Ingi sonur hans hafði verið fenginn til að setja á stofn á eyjunni Mauritius í Indlandshafi, sem áður er getið. Annaðist Þor- steinn alla niðursetningu véla í þessari verksmiðju og sá um yfirstjórn og þjálfun véltækni- manna fram í ársbyrjun 1979, þegar hann ákvað að taka sér frí og fara með konu sinni heim til íslands m.a. til þess að líta eftir viðhaldi á húseign sinni. Þá kenndi hann snögglega þess sjúk- leika sem að framan er getið og gekkst undir uppskurðinn. En eftir þessa vel heppnuðu aðgerð ákváðu þau hjónin að fara um jólin 1979 til Mauritius og dvelja þar hjá syni sínum og fjölskyldu. Úr þeirri ferð átti Þorsteinn ekki lífs afturkvæmt til íslands. Þorsteinn var maður vinsæll af öllum sem kynntust honum. Hann var dulur í skapi og fátalaður um eigin hag. Hann gat haldið með festu á skoðunum sínum þegar hann taldi þess þurfa, en var eigi að síður ljúfmenni í öllum sam- skiptum. í hópi vina og kunningja gat hann verið hrókur alls fagnað- ar og átti auðvelt með að halda uppi gleði og góðum anda. Fjölþættum lífsferli dugmikils athafnamanns er lokið og hann kvaddur með þökk og söknuði vina og vandamanna. Jarðneskar leifar hans voru að hans eigin vilja og aðstandenda fluttar hingað heim, og verður útför hans gerð í dag, fimmtudag, frá Fossvogskapellu, kl. 1.30 síðdegis. Ég flyt eiginkonu Þorsteins og ástvinum öllum innilegar samúð- arkveðjur og óska honum farar- heilla á nýjum leiðum, sem sjálfur trúði að framundan væru að hérvist hans lokinni. Víglundur Möller Birting afmœlis- og minningar- greina. ATIIYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.