Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 137. tbl. 68. árg. ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. .. Uetta er mesti kosninga- sigurinn á þessari öld“ - sagði Mauroy forsætisráðherra eftir yfirburðasigur franskra jafnaðarmanna Francois Mitterand forseti Frakklands oj? Pierre Mauroy. forsætisráðherra. Mauroy baðst í «ær lausnar fyrir sig og stjórn sína en Mitterrand fól honum strax myndun nýrrar stjórnar. Bú- ist er við skipun nýju stjórn- arinnar í dag ojí er j?ert ráð fyrir að kommúnistar fái þar minniháttar emhætti. AP-símamynd París. 22. júni. AP. „ÞETTA er mesti kosninttasÍKurinn á þessari öld.“ saitði Pierre Mauroy, forsætisráðherra frönsku ríkisstjórnarinnar. sem i dax baðst lausnar fyrir sík o« ráðuneyti sitt i kjölfar yfirburðasÍKurs jafnaðarmanna ok samstarfsflokks þeirra i kosningunum á sunnudatt- Mitterrand forseti fól honum þettar i stað myndun nýrrar stjórnar. Jafnaðarmenn ok kommúnistar komu saman til fundar i daK þar sem rætt var um huKsanleKa aðild kommúnista að væntanleKri stjórn ok er almennt búist við. að þeir muni fá einhver minniháttar ráðherraembætti. Endanleg úrslit í frönsku kosn- ingunum, að undanskildum tveimur kjördaemum í nýlendum Frakka á Kyrrahafi, voru þau, að jafnaðar- menn fengu 285 þingsæti, eða 39 þingsæta meirihluta. Þeir höfðu áður 117 menn af 491, sem þingið situr. Kommúnistar fóru miklar hrakfarir í kosningunum og hafa nú aðeins 44 þingmenn en höfðu 86 áður. Hægrimönnum vegnaði ekki betur, gaullistar hröpuðu úr 155 þingsætum í 84 og flokkur Giscard d’Estaings, fyrrum forseta, fékk 64 í stað 119 áður. Talsmaður Francois Mitterrand forseta sagði í dag, að búast mætti við skipan nýrrar stjórnar á morg- un, þriðjudag, og að fyrsti fundur hennar yrði jafnvel á miðvikudag. Jafnaðarmenn rekur ekki lengur nauð til að hafa kommúnista með í stjórn, en flestir telja, að þeir muni fá einhver valdalítil ráðherraemb- ætti. Á það er bent því til stuðnings, að jafnaðarmenn hefðu ekki unnið jafn stóran sigur og raun varð á án liðsinnis kommúnista og einnig það, að brýnt er fyrir Mitterrand, að vinnufriður verði góður í Frakk- landi á næstunni en kommúnistar ráða stærsta verkalýðssambandinu. Jafnaðarmenn hafa hins vegar gert kommúnistum það ljóst, að ef þeir vilji gera sér vonir um veruleg ítök í væntanlegri stjórn verði þeir að gerbreyta afstöðu sinni til inn- rásar Sovétríkjanna í Afganistan og til SS-20-kjarnorkuflauganna rússnesku, sem beint er gegn Vest- ur-Evrópu, en yfir hvort tveggja þetta hafa kommúnistar lagt bless- un sína. Þess má einnig geta, að franskir jafnaðarmenn eru hlynntir áætlunum NATO um nýjar kjarn- orkueldflaugar í Vestur-Evrópu í varnarskyni. Handhafar forsetavalds, þrieykið, sem nú fer með völd i íran eftir að Khomeini erkiklerkur rak Bani-Sadr frá. Frá vinstri: Rajai, forsætisráðherra, Rafanjani, forseti þingsins, og Beheshti, forseti hæstaréttar. AP-simamynd Khomeini heitir Bani-Sadr griðum Beirut. 22. juni. AP. AYATOLLAH Khomeini, erki- klerkur i Íran, rak í dag Bani-Sadr forseta frá völdum en skoraði jafnframt á hann að gefa sig fram og hverfa aftur i „náðarfaðm íslömsku hyltingarinnar" sem lær- dómsmaður og fræðaiðkandi. Þá yrði honum fyrirgefið. 1 gær birti saksóknarinn i Teheran kæru á hendur Bani-Sadr þar sem hann er sakaður um að hafa harist gegn hvoru tveggja. trúnni og bylting- unni, og fyrirskipaði handtöku hans hvar sem til hans næðist. Ekkert er vitað um hvar Bani-Sadr er niðurkominn og eru ýmsar sögur á kreiki, sumir telja að hann sé enn i íran en aðrir að hann sé sloppinn úr landi. Tveimur tímum eftir, að Khom- eini rak Bani-Sadr frá völdum flutti Teheran-útvarpið hljóðritaða ræðu erkiklerksins, þar sem hann hvatti forsetann fyrrverandi til að gefa sig fram og yfirgefa „spillinguna og glæpaklíkurnar" og þjóna bylting- unni sem lærdómsmaður og fræða- iðkandi. Talið er, að með þessari sáttfýsi sinni vilji Khomeini reyna að koma í veg fyrir frekari uppþot og óeirðir af hálfu stuðningsmanna Bani-Sadrs. Ali Quddosi, saksóknari í Teher- an, neitaði í dag öilum fréttum um, að Bani-Sadr væri flúinn úr landi og sagði, að hann væri enn í felum í íran. Hann varaði fólk við að skjóta skjólshúsi yfir hann eða hjálpa honum á annan hátt, enda væri hann eftirlýstur fyrir „glæpi gegn íslam og byltingunni". Talið er þó víst, að Khomeini muni eiga siðasta orðið um sekt Bani-Sadrs ef til hans næst. Við forsetavaldi í íran hafa nú tekið þrír menn, Beheshti, forseti hæstaréttar, Rafsanjani, forseti þingsins, og Rajai, forsætisráð- herra. Samkvæmt stjórnarskránni ber þeim að efna til nýrra forseta- kosninga innan 50 daga, en Bani- Sadr hefur lengi sakað klerkana og einkum þessa þrjá menn um að vilja varpa slíkum kosningum fyrir róða og koma á „alræði eins flokks“. Til mikilia götuóeirða kom í Teheran sl. laugardag milli stuðn- ingsmanna Bani-Sadrs og íslamskra byltingarvarða og í kjölfar þeirra hafa 23 manns verið líflátnir. Talið er, að í átökunum sjálfum hafi 30 manns látið lífið. Ítalía: Sósíalistar unnu á í kosningunum Verulegt fylgistap kommúnista Róm. 22. júni. AP. AUGLJÓST virðist, að italski sósíalistaflokkurinn hcfur unnið verulega á í sveitarstjórnarkosningunum, sem fram fóru á Ítalíu í gær og dag, og kommúnistar tapað að sama skapi. Þessar kosningar náðu til nærri fjórðungs kjósenda á kjörskrá, eða níu milljóna manna. Kristilegum demókröt- um er spáð heldur minna fylgi en i síðustu kosningum. I flestum kjördæmum eru kjördagarnir tveir nema á Sikiley þar sem kosningum lauk í gær, sunnudag. Sam- kvæmt úrslitum þar og tölvu- spám fyrir önnur kjördæmi munu sósíalistar fá tæp 14% atkvæða, sem er um 4% aukn- ing, en kommúnistar rúm 20%, en fengu 26,8% í siðustu kosningum. Kristilegum demókrötum er spáð 0,6% fylgistapi. Tölvur spáðu því, að kommúnistar héldu Róma- borg þrátt fyrir fylgistapið. Italskir sósíalistar höfðu gert sér vonir um að njóta góðs af gengi skoðanabræðra sinna í Frakklandi og svo virðist sem það ætli að ganga eftir. Þeir taka nú þátt í tilraunum Giovanni Spadolin- is, formanns Lýðveldisfiokks- ins, til að koma saman 41. ríkisstjórninni á Ítalíu frá stríðslokum og er búist við, að þeir muni nú gerast kröfu- harðari í ljósi úrslitanna í sveitarstjórnarkosningunum. 10 tonn af njósna- tækjum Dacca. 22. júni. AP. SOVÉSKIR sendiráósmrnn I Dacca í Bangladesh reyndu sl. laugardag aö smygla inn i landió 10 tonnum al háþróuóum rafeindahúnaói. sem hafði verió merktur sem hyggingari'fni. Leiðtogar flestra pólitískra flokka i Bangladesh hafa nú krafist þess, að Rússunum verði visað úr landi fyrir njósna- starfsemi. Kassarnir með rafeindabúnað- inum komu til Dacea með flugvél frá Aeroflot-flugfélaginu rússn- eska. Skömmu eftir komu vélarinnar dreif á vettvang nokkra rússneska sendiráðs- starfsmenn með vörubíla og tóku þeir strax til við að ferma bílana. Þegar þeir voru beðnir um lögleg skjöl fyrir innflutn- ingnum höfðu þeir ekkert slíkt undir höndum og þá var lögregl- an kvödd á vettvang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.